Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1996, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1996, Qupperneq 29
MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996 37 Kanadísk djasssöngkona Kringlukráin býður upp á djass á miðvikudögum og er engin undantekning frá því I kvöld því þá stígur á svið kanadíska djasssöng- konan Tena Palmer sem syngur við undirleik Björns Thoroddsens gítarleikara og Bjarna Sveinbjam- arsonar kontrabassa- leikara. Tónleikar Tena Palmer er talin ein eftii- legasta djassöngkona í Kanada í dag og hefur unnið til fjölda við- urkenninga, bæði í Kanada og Bandaríkjunum. Ásamt því að vera aðalsöngkona Chelsea Bridge, sem er þekkt kanadísk hljómsveit, hefur hún gefið út þrjár geislaplötur undir eigin nafni. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir Nat Adderley, George Gershwin, Chick Corea og fleiri. Tónleikamir hefiast kl. 22.00. Rjúpna- spjall Rabbfundur Skotvís verður í kvöld í Ráðhúskaffi kl. 20.30. Ólafur K. Nielsen spjallar um rjúpnastofninn. Allir skotveiði- menn velkomnir. Tena Palmer syngur djass í Kringlukránni ( kvöld. FyrMestur og sýning Bandaríski listamaðurinn Lawrence Weiner heldur fyrir- lestur um verk sín í Barmahlíð, fyrirlestrarsal Myndlista- og handíöaskóla íslands, eftir viku verður svo opnuð sýning á verk- um hans í sýningarsalnum Önn- ur hæðin. Weiner er fæddur í New York og býr þar en starfar einnig í Amsterdam. ITC Korpa Fundur verður í kvöld kl. 20.00 i Safnaðarheimili Lágafellssókn- ar. Allir velkomnir. Almenn skyndihjálp •Reykjavikurdeild Rauða kross íslands gengst fyrir tveimur námskeiðum í almennri skyndi- hjálp og hefst það fyrra í dag. Kennt verður þrjá daga frá kl. 19.00-23.00. Sögustund í Tjamarsal Dómkirkjan í Reykjavík gengst fyrir sögustund í Tjamar- sal Ráðhúss Reykjavíkur í dag kl. 18.00. Dr. Hjalti Hugason segir frá ýmsum kringumstæðum í sögu Dómkirkjunnar. Samkomur Spooky Boogie Hljómsveitin Spooky Boogie skemmtir á Gauk á Stöng í kvöld. Málþing um íþróttir Málþing um íþrótta- og æsku- lýðsmál verður haldið að Holti í Önundarfirði í dag kl. 18.00. Um- ræðuefnið er framtíð iþrótta- og æskulýðsmála innan svæðis Hér- aðssambands Vestur-ísfirðinga. Málstofa BSRB í málstofu BSRB í dag kl. 17.00 að Grettisgötu 89 verður um- ræðuefnið Flutningur opinberra stofnana. Frummælendur: Guð- mundur Bjamason, Gísli Gísla- son, Hjörleifur Guttormsson og Hrafhhildur Brynjólfsdóttir. Kaffileikhúsið, Hlaðvarpanum: Tjamarkvartettinn og Hinar kymar Tjamarkvartettinn úr Svarfað- ardal mun koma fram í Kaffileik- húsinu, Hlaðvarpanum, í kvöld kl. 21.00. Þar mun hann hita upp fyr- ir leikritið Hinar kýmar en það er íslenskt gamanleikrit sem hefur verið á fjölum Kaffileikhússins síðan í ágúst. Skemmtanir Tjarnarkvarettinn hefur starfað frá því 1989 og haldið fjölda tón- leika víða um land, í Reykjavík og erlendis og sent frá sér tvær geislaplötur. Nú er Tjarnarkvar- tettinn á leið til Kaupmannahafn- ar til að syngja á Norrænum menningardögum sem haldnir em í Rialto leikhúsinu í Kaupmanna- höfn. Á efnisskránni er íslensk leik- hústónlist, gömul og ný. Kvartett- inn skipa þau Rósa Kristín Bald- ursdóttir, sópran, Krisfjana Am- grímsdóttir alt, Hjörleifur Hjartar- son, tenór, og Kristján Hjartarson, bassi. Leikritið Hinar kýrnar er eftir Ingibjörgu Hjartardóttur, lög og söngtextar eftir Árna Hjartarson. Með hlutverkin fara Ámi Pétur Guðjónsson, Edda Amljótsdóttir og Sóley Elíasdóttir. Þjódvegir færir en víða snjór Vegakerfið er úr skorðum á aust- anverðu Suðurlandi eins og þjóðin veit. Yfírleitt er snjór á vegum landsins en þeir færir öllum bílum en sumir þó þungfærir, einnig er hálka. Á milli Reykhóla og Kolla- fjarðar fyrir vestan er fært í slóð- Færð á vegum um. Á Norðurlandi er Lágheiði ófær vegna snjóa, á Norðausturlandi hef- ur verið éljagangur og þungfært var á leiðunum Kópasker-Raufarhöfn, Raufarhöfn-Þórshöfn og Þórshöfn- Bakkafjörður. Víða var skafrenn- ingur á vegum á Austurlandi og Öxarfjarðarheiði, Mjóafjarðarheiði og Hellisheiði eystri eru ófærar vegna snjóa. Astand vega m Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir C^) LokacirSt0ÖU [D Þungfært (g) Fært fjallabílum Bróðir Sunnefu Myndarlegi drengur- inn á myndinni fæddist á fæðingardeild Landspítal- ans 1. nóvember, kl. 18.39. Hann var við fæðingu Barn dagsins 4034 grömm að þyngd og 56 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Bjamheiður Jóhanns- dóttir og Þórarinn Torfa- son. Hann á eina systur, Sunnefu, sem er níu ára gömul. dags^^C lan McKellan leikur titilhlutverk- ið. Með honum á myndinni er Kristin Scott Thomas, sem leikur kúgaða eiginkonu hans. Ríkharð- urffl Einn fremsti Shakespeare- túlkandi Breta í dag er Ian McKellan og kvikmyndin Rík- harður III. (Richard III.) er sam- vinnuverkefni hans og leikstjór- ans Richards Loncraines. Lögðu þeir upp með þá ákvörðun að gera úr leikverki Shakespeares kvikmynd án þess að hengja sig of mikið í leikritið, myndmálið átti að ráða ferðinni. Og þeir fóru svo sannarlega enga hefð- bundna leið, færðu sögusviðið yfir á tuttugustu öldina, í kon- ungsríki Englands á fjórða ára- tugnum. Kvikmyndir Það er mikill fjöldi úrvalsleik- ara sem leika í myndinni. Má þar nefna Annette Benning, sem leikur Elísabetu drottningu, Ro- bert Downey jr., Jim Broadbent, Nigel Hawthome, Kristin Scott Thomas, Maggie Smith, John Wood, Edward Harwicke, Adr- ian Dunbar og Bill Paterson. Nýjar myndir: Háskólabíó: Staðgengillinn Laugarásbíó: Á eyju dr. Moreau Saga-bíó: Ríkharður III Bíóhöllin: Tin Cup Bíóborgin: Fortölur og fullvissa Regnboginn: Emma Stjörnubíó: Djöflaeyjan Krossgátan J— T~ r~ r r- r~ T~ l r lO TT~ TT 11 w* J * n 1 ii ZJ J Lárétt: 1 böm, 8 þráður, 9 starf, 10 klampar, 11 pláss, 12 sól, 14 öðlast, 16 þrjósk, 17 lengd, 19 rumurinn, 21 kvalafullt, 22 nuddi. Lóðrétt: 1 lægð, 2 auðugur, 3 gruna, 7 ásælast, 5 hina, 6 slíti, 7 viðkvæm, 13 lík, 15 fljótinu, 16 hávaði, 18 mjúk, 19 stöng, 20 strax. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 ungfrú, 8 pár, 9 eira, 10 prest, 11 hr, 12 hitt, 13 hel, 14 stilla, 15 reikula, 18 smár, 19 tin. Lóðrétt: 1 upp, 2 nári, 3 gretti, 4 festi, 5 rit, 6 úrhelli, 7 varla, 12 hers, 13 hlut, 14 sem, 16 KR, 17 an. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 257 06.11.1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollnengi Dollar 66,400 66,740 66,980 Pund 109,430 109,990 108,010 Kan. dollar 49,850 50,160 49,850 Dönsk kr. 11,3550 11,4150 11,4690 Norsk kr 10,3740 10,4310 10,4130 Sænsk kr. 10,0190 10,0740 10,1740 Fi. mark 14,5100 14,5960 14,6760 Fra. franki 12,9060 12,9800 13,0180 Belg. franki 2,1165 2,1292 2,1361 Sviss. franki 51,8400 52,1300 52,9800 Holl. gyllini 38,8800 39,1100 39,2000 Þýskt mark 43,6300 43,8600 43,9600 ít. lira 0,04353 0,04380 0,04401 Aust. sch. 6,1980 6,2360 6,2520 Port. escudo 0,4317 0,4343 0,4363 Spá. peseti 0,5183 0,5215 0,5226 Jap. yen 0,58170 0,58520 0,58720 irskt pund 109,140 109,810 108,930 SDR 95,42000 96,00000 96,50000 ECU 83,7400 84,2500 84,39000 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 : • —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.