Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Qupperneq 4
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 JjV ísland — plötur og diskar- t 1. ( 2 ) Allar áttir Bubbi Mortens t 2. ( 4 ) Falling Into You Celine Dion t 3. ( 3 ) Pottþétt 5 Ýmsir $ 4. (1 ) Kvöldió er okkar Ingimar Eydal t 5. ( 5 ) Sígildar sögur Brimkló t 6. (17) Coming Up Suede t 7. (10) From The Muddy Banks of the W... Nirvana t 8. (11) Djöflaeyjan Ýmsir t 9. (- ) Anthology 3 Beatles 110. (- ) Merman Emelíana Torrini $11.(8) Party Zone '96 Ýmsir 112. (12) Jagged Little Pill Alanis Morissette 113. (- ) Seif . Páll Oskar 114. (18) Travelling Without Jamiroquai $ 15. ( 6 ) New Adventures In Hi-Fi REM $ 16. ( 7 ) Salsaveisla aldarinnar Ýmsir 117. (- ) Stone Free Úr leikriti $ 18. (14) Trainspotting Úr kvikmynd 4 19. (15) Monkey Field Mezzoforte $20. (19) Older George Michael London -lög- t 1.(2) Ready or not Fugees t Z ( 8 ) Breakfast at Tiffany's Deep Bue Something $ 3. (1 ) Rava Peter Andre $ 4. ( 3 ) Wannabe Spice Girls t 5. ( 6 ) l'm Alive Stretch & Vorn Present Maddog $ 6. ( 5 ) Virtual Insanity Jamiroquai $ 7. ( 4 ) l've got a little Puppy Smurfs $ 8. (- ) I Love You Always Forever Donna Lewis t 9. ( 9 ) How Bizarre OMC t 10. (- ) The Circle Ocean Colour Scene New York -lög- t 1. ( 3 ) No Diggity Blackstreet | Z ( 2 ) It's All Coming back to Me now Celine Dion t 3. ( 4 ) I Love You always forever Donna Lewis $ 4. (1 ) Macarena (Bayside Boys Mix) Los Del Rio t 5. ( 9 ) Un-Break My Heart Toni Braxton t 6. ( 8 ) This Is for the Lover in You Babyface Feat $ 7. ( 7 ) Mouth Merril Bainbridge $ 8. ( 6 ) Where do You go No Mercy $ 9. ( 5 ) Twisted Keith Sweat t 10. (11) Nobody Keith Sweat Featuring Athena.... Bretland — plötur og diskar— t 1. (-) K Kula Shaker $ 2. (1 ) New Adventures in Hi-R REM $ 3. ( 2 ) Travelling Without Moving Jamiroquai $ 4. ( 3 ) Jagged little Pill Alanis Morissette t 5. ( 9 ) (Whats the Story) Morning Glory? Oasis t 6. ( 7 ) The Score Fugees $ 7. ( 4 ) Older George Michael | 8. ( 8 ) Moseley Shoals Ocean Colour Scene $ 9. ( 5 ) The Smurfs Go Popl Smurfs t 10. (- ) Recurring Dream Crowded House Bandaríkin -plöturog diskar — t 1. ( - ) Best of Volume 1 Van Halen t 2. ( - ) Bow Down Westside Connection t 3. ( - ) Trial By Fire Journey $ 4. ( 2 ) Falling Into You Celine Dion $ 5. (1 ) Recovering the Satellites Counting Crows $ 6. ( 4 ) The Mornent Kenny G $ 7. ( 6 ) Tragic Kingdom No Doubt $ 8. ( 5 ) Jagged little Pill Alanis Morrissette t 9. ( - ) Secrets Toni Braxton $10. ( 9 ) Keith Sweat Keith Sweat Greifarnir á lokasprettinum Hljómsveitin Greifarnir er nú á lokasprettinum á ferli sínum, en áformað er að leggja sveitina niður eftir eina viku. Sveitin heldm- þó uppi stifu tónleikahaldi og helgin nú er næstsíðasta tónleikahelgi sveitarinnar. Greifarnir spila á Stapanum í Keflavík föstu- dagskvöldið 8. nóvember og á laugardagskvöldið liggur leið- in norður á bóginn i Sjallann á Akureyri. Á hljómleikunum fyrir norðan mun Páll Óskar Hjálmtýsson einnig koma fram og kynna lög af nýrri plötu sinni, Seif. Hljómsveitin Greifarnir er nú á lokasprettinum á ferli sínum en áformab er að leggja sveitina niður eftir eina viku. Stefán Hilmarsson er söngvari sem vart þarf aö kynna fyrir íslendingum, þvílíkt hefur framlag hans til íslensk- ar popptónlistar verið. Hann hóf feril sinn með Sniglabandinu er hann söng meðal annars hið sígilda lag Jólahjól, en hann innsiglaði landsfrægðina með því að ganga til liðs við Sálina hans Jóns. Þegar um hægðist hjá Sálinni gaf Stefán út sólóplötu sem hann nefndi Líf og vann auk þess með Plá- hnetunni að gerð tveggja platna. Þetta árið ætlaði Stefan að hafa það náðugt og einbeita sér að gerð sóló- plötu númer 2. Um tíma leit hins veg- ar út fyrir að ekki næðist að klára plötuna vegna anna hans með Millj- ónamæringunum, Spooky Boogie og á fleiri vígstöðvum. Það hafðist þó og stendur Stefán nú enn á ný í sporum útgefanda. Sólóplatan, sem titlast Eins og er..., er komin í verslanir. Týndi textunum „Þetta átti alltaf að vera ár sólóplöt- unnar og það leit ekkert voðalega vel út þangað til ég ákvað að gera úr þessu átaksverkefni. Ég var að vísu byijaður að semja texta og eitthvað var til af lagahugmyndum en svo kom það upp á að það hreinsaðist út af harða diskinum hjá mér og textarnir týndust vegna þess að ég átti þá hvergi annars staðar til,“ segir Stefán. Textamissirinn veu- bagalegur en Stefán þóttist samt nokkuð viss um hvað hann langaði til að gera á þess- ari nýju plötu. „Ég var búinn að leggja línumar fyrir fram um að ég ætlaði að hafa þetta svona rafmagnspopp og vinna þetta mikið í tölvum. Ég hef undanfar- in misseri hlustað nokkuð á breska danstónlist og hrifist af. Enda þótt platan ætti ekki að verða beinlínis dansplata þá var ég hrifmn af þessum rytmísku áhrifum úr danspoppinu. Ég er nú mikill melódfumaður og vil hafa melódíuna svona dálítiö ráðandi í minni tónlist og langaði til að blanda þessu tvennu saman og mér finnst það hafa tekist mjög vel.“ „Við ákváðum bara að vinda okkur í sumarbústað, ég, Máni og Friörik. Við vorum þarna í þrjá sólarhringa, í orlofsheimili FÍH, og sömdum fjórtán lög á þeim tíma - unnum alveg stans- laust í málinu. Þarna hentum viö upp tölvum og tilheyrandi dóti. Það er nú svo yndislegt með þetta tölvudót, þó það sé svo sem ékki að öllu leyti gott, þá stóð meginhlutinn af spilamennsk- unni sem við gerðum í sumarbústaðn- um,“ segir Stefán. „Ég átti tvo texta þegar við byrjuð- um og samdi í fyrsta skipti lag við texta sem mér fannst dálítið skemmti- legt, textana Fáránlegt og Ég veit. í sumarbústaðnum var unnið jafnt dag sem nótt og þegar heim var kom- ið hélt vinnan áfram. Við unnum bara lögin í sumarbú- staðnum og svo hélt átaksverkefnið áfram í næstu viku þegar ég fór í Hveragerði og vann þar í aðra þrjá sólarhringa við textagerð." Saga af lagi „Við lögðum línumar að síðasta laginu sem kom á plötuna í sumarbú- staðnum en það var ekki klárað fyrr en við vorum búnir með nánast allt hitt. Undir lok vinnslutímans minnt- Ferskur blær „Það er mjög gaman að gera plötu svona. Venjulega hangir maður í hljóðveri í þrjá, fjóra mánuði en ætli allur vinnslutíminn hafi ekki verið svona þrjár vikur á þessari plötu þeg- ar allt er tekið saman. Það flýtti auð- vitað fyrir að maður var búinn að skipuleggja hluti vel fyrir fram og mynda sér fastar skoðanir og stefnu." Stefán segir að um plötuna leiki við þær aðstæður. Ég ákvað líka að festa mig ekki mikið í forminu, hanka mig á stuðlum og höfuðstöfum eins og ég hef oft gert hingað til. Ég fór eiginlega alveg í hina áttina, gerði í því að stuðla ekki, láta heldur hugmyndirnar og inni- haldið fljóta fram hrátt. Það var ákveðin ný leið.“ Til að fylgja plötunni eftir verður sett saman hljómsveit og verður lík- lega óvenjulega skipuð þar sem tón- listin hæfir ekki venjulegri hljóm- Stefán Hilmarsson er söngvari sem vart þarf ab kynna fyrir íslendingum, slíkt hefur framlag hans til íslenskrar popptónlistar verib. ist Máni á að við yrðum að fara að klára þetta síðasta lag. Við köstuðum á milli okkar hugmýndum, ég fór síð- an til Mána og fékk lagið daginn eftir á spólu og leist vel á það. Ég skellti spólunni í bíltækið á leiðinni heim, samdi laglínuna og síðan textann á fimmtán mínútum þegar heim var komið. Það þarf ekki alltaf að liggja yflr hlutunum von úr viti til að þeir virki, og mér finnst þetta eiginlega bára besta lagið á plötunni,“ segir Stefán um titillagið Eins og er... ferskur blær enda gaman að vinna við nýjar aðstæður. En um hvað er ort á rafmagnspoppplötu sem þessari? „Þó svo að það hafi ekki verið ætl- unin þá eru textarnir nokkuð persón- legir sumir hverjir, en samt kannski ekki eins berum orðum og á fyrri sóló- plötunni. Þetta eru bara textar um líf- ið og tilveruna. Textagerðin verður einhvem veginn allt öðmvísi við gerð sólóplötu en þegar samið er fyrir hljómsveit, miklu persónulegri, enda tekur maður verkið meira inn á sig sveitarskipan. Melódfska rafpoppið verður sem sagt sett í nýjan búning, svo veit maður heldur aldrei. Stefán gæti látið sjá sig á ólíklegustu stöðum með undirleikinn í farteskinu og tek- ið lagið. I lokin segir Stefán: Ég er rosalega ánægður með plötuna. Mér finnst hafa tekist akkúrat það sem mig lang- aði til að gera, að blanda þessum raf- magnselementum við melódíur." Ný stefna, nýr Stefán Hilmarsson. -GBG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.