Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1996, Side 11
FOSTUDAGUR 8. NOVEMBER 1996
lyndbönd
25
Nick ofTime:
.
kapphlaupi
Aðalsögnhetjan í Nick of Time
er Gene Watson. Hann er endur-
skoðandi og ósköp venjulegur
maður sem lifir þægilegu og við-
burðasnauðu lífi, en líf hans tek-
ur snögglega stakkaskiptum þeg-
ar hann er staddur með dóttur
sinni á járnbrautarstöð í Los
Angeles. Þar er þeim rænt af
kuldalegum persónum sem
kynna sig sem Mr. Smith og Ms.
Jones og þau segja Gene að hann
verði að fremja morð á næstu 90
mínútum, ella drepi þau dóttur
hans. Skotmarkið er stjórnmála-
maður og allar tilraunir Gene til
að gera yfirvöldum viðvart gætu
orðið til þess að dóttir hans væri
drepin. Hver sem er gæti verið
vitorðsmaður og hann getur eng-
um treyst. Skrifstofublókin er
þar með komin í aðstöðu sem
hana hefði aldrei órað fyrir og
verður að taka á sig hlutverk
hetjunnar. Spumingin er hvort
hún geti staðið undir því hlut-
verki og í hönd fara æsilegar 90
mínútur.
í rauntíma
Þegar handritshöfundurinn
Patrick Sheane Duncan var að
vinna að sögunni, fékk hann þá
hugmynd að hafa myndina í
rauntíma, þannig að sá tími sem
líður meðan myndin rúllar sé
sambærilegur við tímann sem
líður í sögunni. Þetta hefur
nokkrum sinnum verið reynt og
frægasta dæmið er kannski
Hitchcock-tryllirinn Rope frá
1948. Leikstjórinn verður að
halda saman samfelldri sögu án
þess að nota tímastökkin sem
venjulega er að finna í kvik-
myndum. Hann getur ekki látið
persónurnar koma út af brautar-
stöð I einni senu og labba inn á
hótel í þeirri næstu. Svæðið,
sem sagan gerist á, verður því
að vera tiltölulega lítið.
Myndin fer að mestu leyti
fram i Westin Bonaventure hót-
elinu í miðborg Los Angeles, ör-
stutt frá Union Station járn-
brautarstöðinni, þar sem Gene
Watson og dóttur hans er rænt.
Hótelið hefur áður verið notað i
kvikmyndum og skemmst er að
minnast In the Line of Fire. Til
að auka spennuna gerðu kvik-
myndagerðarmennimir nokkrar
breytingar á hótelinu. Gegnsætt
gler var sett í glugga á skóburst-
unarstað og blómabúð og klukk-
ur voru settar upp hér og þar til
að minna á tímakapphlaupið.
Annað stílbragð sem leikstjór-
inn notar er að gefa myndinni
yfirbragð heimildamynda. Eng-
inn farði var notaður á leikar-
ana og notaðar voru handvélar
til að kvikmynda, þannig að
myndin fengi hrátt og raunsætt
yfirbragð. Myndin er því ekki
alltaf í fúllkomnum fókus, ljósið
er ekki alltaf eins og best væri á
kosið, o.s.frv. Allt var þetta með
ráðum gert til að ná tilætluðu
andrúmslofti.
Fjölhæfur leikari
Johnny Depp leikur aðalsögu-
hetjuna og er þetta fyrsta hlut-
verk hans í hasarmynd. Hann
byrjaði feril sinn í rokksveitinni
Kids í Flórida, og vegna stað-
bundinnar velgengni flutti sveit-
in til Los Angeles. Stuttu seinna
var hljómsveitin lögð niður og
Johnny Depp sneri sér að kvik-
myndaleik að ráði vinar síns.
Hann komst fljótlega í feitt þeg-
ar hann fékk hlutverk i Night-
UPPAHALDSMYNDBANDIÐ MITT
Emilíana Torrini
Ég á mér margar
uppáhaldsmyndir og
finnst erfitt að gera
upp á milli þeirra.
Fyrstar ber að
nefna Godfather
myndimar. Ég elska nefni-
lega ítölsku mafiuna eins
og hún var í gamla daga.
Það er eitthvað svo mikill
„elegans“ yfir henni og ég
er veik fyrir öllum mynd-
um sem tengjast henni eins
og til dæmis The
Untouchables og Goodfellas.
Mér finnst líka allar Star
Wars myndimar frá-
bærar. Þær hafa fylgt
mér alla ævi og ég á
þær meira að segja
flestar. Ekki má ég
gleyma að nefna mynd-
irnar City of the Lost
Children og The Nightmare
Before Christmas en þær
eru í svakalegu uppá-
haldi hjá mér. Tón-
listin í þeirri
síðamefndu er
líka svo frábær.
Ég horfi rosa-
lega mikið á
myndbönd. Mér
finnst svo gott
að hlamma mér
niður með popp
og góða spólu
þegar ég kem
heim eftir vinnu.
Adrenalínið er ein-
hvem veginn á
fúllu, til dæmis
þegar ég kem heim eftir
sýningu á Stone Free
og þá finnst mér gott
að ná mér niður yfir
góðri mynd
heima í sófa.
Svona í lokin vil
ég lika taka
fram að mér
finnst Prúðu-
leikararnir
frábærir.
-ilk
.
mmmmrn
íi0tilÍf0Xi
.
• I 5
Johnny Depp í hlutverki endurskoöandans á járnbrautarstöðinni meö dótt-
ur sinni.
. ’-l
------—
mare on Elm Street og í kjölfar-
ið fylgdu hlutverk í myndum
eins og Slow Burn og Platoon.
Þaðan lá leiðin í hina vinsælu
sjónvarpsþætti 21 Jump Street.
Eftir nokkur misseri sneri hann
aftur á hvíta tjaldið í myndinni
Cry Baby, en það var frammi-
staða hans í Edward Scissor-
hands sem ávann honum frægð
og viðurkenningu. í kjölfarið
fylgdu margs konar óvenjuleg
hlutverk í óvenjulegum mynd-
um eins og Benny & Joon,
Whats Eating Gilbert Grape,
Arizona Dream, Ed Wood og
Don Juan Demarco. Nýjasta
mynd hans er vestri Jim
Jarmusch, Dead Man, sem sýnd
hefur verið við góðan orðstír á
kvikmyndahátíðinni undanfar-
ið. Næsta verkefni Johnnys
Depps er að leikstýra og leika
aðalhlutverkið í mynd eftir
handriti sem hann skrifar með
bróður sínum, D.P Depp, eftir
sögu Gregorys McDonalds og
heitir myndin The Brave.
í hlutverki óþokkans er sá
þrautreyndi leikari Christopher
Walken. Sá hefur átt langan og
gifturíkan feril sem sennilega
náði hæstu hæðum þegar hann
fékk óskarsverðlaun fyrir besta
leik í aukahlutverki i Deer
Hunter. Hann hefur leikið í ótal
myndum, en er kannski þekkt-
astur fyrir hlutverk sín í Annie
Hall, The Dead Zone, A View to
a Kill, At Close Range, The Mila-
gro Beanfield War, True Rom-
ance, Batman Returns og Pulp
Fiction. Nýlega kom út á mynd-
bandi Things to Do in Denver
When Youre Dead, þar sem
hann lék mafíuforingja.
-PJ
Rumble in Bronx If Lucy Fell Vampíra í Brooklyn
Jackie Chan er leikari og slags-
málahundur sem notið hefur
óhemju vin-
sælda I Austur-
löndum fjær og
hefur hróður
hans borist
vestur rnn haf.
Rumble in the
Bronx er fyrsta
bandaríska
kvikmyndin
sem Chan leik-
ur í og náði
hún talsverð-
um vinsældum
í Bandaríkjunum og má segja að
með þessari mynd hafi Jackie Chan
tryggt vinsældir sínar í Vestur-
heimi.
Rumble in the Bronx er í anda
Kung Fu mynda þar sem Bruce Lee
fór fremstur í flokki mikilla slags-
málagarpa. Jackie Chan leikur
ferðamann frá Hong Kong sem kem-
ur til New York í þeim tilgangi að
vera viðstaddur brúðkaup frænda
síns. Þegar hann fer að hjálpa til í
verslun, sem er í eigu frændfólks
hans, lendir hann fljótt í illdeilum
við mótorhjólagengi sem kemst
Qjótt að því að Jackie Chan er sýnd
veiði en ekki gefin.
Skífan gefur út Rumble in the
Bronx og er hún bönnuð börnum
innan 16 ára. Útgáfudagur er 13.
nóvember.
*twffœ itvnwtwiA
If Lucy Fell er rómantísk gam-
anmynd með hinni ágætu leik-
konu, Sarah
Jessica Park-
er, í aðalhlut-
verki en auk
hennar leikur
stórt hlutverk
í myndinni of-
urmódelið
Elle McPher-
son. Þriðja
hlutverkið
leikur svo
Eric Schaeffer
en hann er
jafhframt leikstjóri myndarinn-
ar.
Myndin fjallar um sálfræðing-
inn Lucy og vin hennar, Joe,
sem gerðu eitt sinn með sér það
samkomulag að ef þau yrðu ekki
búin að finna hina eina sönnu
ást þegar þau væru orðin þritug
mundu þau fleygja sér fram af
hinni frægu Brooklyn-brú. Nú
nálgast þrítugsaldurinn og bæði
eru þau i vafa um að þau hafi
fundið hina einu sönnu ást,
bæði eru í sambandi en án þess
að telja sig vera nógu ástfangin.
Á meðan tíminn líður biður
Brooklyn-brúin á sínum stað.
Skífan gefur If Lucy Fell út og
er hún leyfð öllum aldurshóp-
um. Útgáfudagur er 13. nóvem-
ber.
Brooklyn í New York er yfirleitt
ekki hverfi sem hægt er að tengja,
við vampírur en
eins og nafn
myndarinnar,
Vampíra í
Brooklyn, gefur
til kynna þá er
þar að finna
eina slíka og þar
sem Eddie
Murphy leikur
hana þá er ekki
um neina venju-
lega vampíru að
ræða.
Murphy leikur vampíruna Max-
millian sem á að sjálfsögðu heima í
Suðaustur-Evrópu, eins og allar al-
vöru vampírur, en hann hefur grun
um að í New York leynist kona sem
uppfyllir allar óskir hans og reynist
hann sannspár.
Auk Eddies Murphys leika í
myndinni Angela Basset, sem leikur
hina einu sönnu ást, Maxmillian og
Kadeem Hardison, sem leikur lán-
lausém hjálparkokk vampírunnar
sem er alltaf að týna ýmsum líkams-
hlutinn á hinum óheppilegustu stöð-
um. Leikstjóri er Wes Craven sem
er þekktur leiksfjóri hryllings-
mynda og var hann upphafsmaður
Martraðarinnar á Elm-Street, svo
dæmi sé nefiit.
ClC-myndbönd gefa út Vampíru í
Brooklyn og er hún bönnuð bömum
innan 16 ára. Útgáfudagur er 12.
nóvember.