Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1996, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1996, Síða 4
18 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 ísland -------- plötur og diskar— t 1.(2) Merman Emilíana Torrini t 2. (17) Pottþétt 6 Ymsir I 3. (1 ) Bubbi Allar áttir t 4. (14) Falling Into You Celine Dion t 5. (-) II Presidents Of the USA $ 6. ( 4 ) Kvöldið er okkar Ingimar Eydal t 7. ( 9 ) Jagged Little Pill Alanis Morissette $ 8. ( 3 ) SeH Páll Oskar | 9. ( 6 ) Pottþétt 5 Ýmsir 110. ( 5 ) Secrets Toni Braxton $ 11. (11) Coming Up Suede 112. ( 7 ) Sígildar sögur Brimkló 113. (- ) Ghostface Killah Ironman 114. (12) Perlur ogsvín Todmobile 115. (19) New Adventures in Hi-Fi REM 116. (- ) Stoosh Skunk Anansie 117. (13) From the Muddy Banks of the W... Nirvana 118. (Al) Cypress Hill Unreleased and rewamped $19. (15) Djöflaeyjan Ur kvikmynd 120. ( - ) Spice Spice Girls London -lög- t 1. (- ) Breathe The Prodigy t 2. ( - ) What's Love Got to do With it Warren G. featuring Adina Howard | 3. ( 1 ) What Becomes Of the Broken H.... Robson & Jerome t 4. ( 5 ) Un-Break My Heart Toni Braxton | 5. ( 7 ) Hillbilly Rock Hillbilly Roll Woolpackers | 6. ( 6 ) One & One Robert miles featruring Maria N... t 7. ( - ) Govinda Kula Shaker | 8. ( 3 ) If You Ever East 17 featuring Gabrielle $ 9. ( 2 ) Say You'll Be There Spice Girls t 10. (- ) Milk Garbage featuring Tricky New York -lög- | 1. (1 ) No Diggity Blackstreet $ 2. ( 2 ) It's All Coming back to Me now Celine Dion | 3. ( 3 ) Un-Break My Heart Toni Braxton t 4. ( 6 ) Mouth Merril Bainbridge t 5. ( 7 ) Nobody Keith Sweat Featuring Athena C... t 6. ( 8 ) Pony Finuwine $ 7. ( 5 ) I Love You Always Forever Donna Lewis t 8. ( 9 ) Where Do You Go No Mercy 4 9. ( 4 ) Macarena Los Del Rio | 10. (10) This is For the Love In You Babyface Feat LL Cool J. H.... Bretland — plötur og diskar— t 1. ( - ) Take Two Robson & Jerome t 2. ( 1 ) Spice Spice Girls t 3. ( 3 ) Around the World - the Journey East 17 | 4. ( 4 ) Greatest Hits Simply Red | 5. ( 2 ) Blue Is the Color The Beautiful South | 6. ( 5 ) A Different Beat Boyzone # 7. ( 6 ) Falling Into You Celine Dion t 8. (12) Christmas Party The Smurfs 4 9. ( 8 ) If We Fall In Love Tonight Rod Stewart t 10. ( - ) The Finest Fine Young Cannibals Bandaríkin - plötur og diskar— t 1. (-) The don Killuminathi: The 7 Day T.. Makaveli t 2. ( - ) Family Scriptures Mo Thugs | 3. ( 5 ) Falling Into You Celine Dion t 4. ( 7 ) Tragic Kingdom No Doubt | 5. (1 ) Anthology 3 The Beatles Í 6. ( 3 ) Best of Volume 1 Van Halen i 7. ( 8 ) The Moment KennyG t 8. (16) SetitOff Soundtrack i 9. ( 6 ) The Day Babyface Í10. ( 2 ) Ironman Chostface Killah þekki og hef fylgst með: Jói og Pepe úr Lhooq, Valgeir gerði flna plötu með Birthmark og vinn- ur núna með Unun. Suma þeirra hef ég þekkt í mörg ár og föndrað með þeim við hluti sem eru að koma fram á sjónarsviðið fyrst núna. Reyndar Páll Oskar Hjálmtýsson: Stanslaus keyrsla dag og nótt fram til jóla. kynntumst við yfirleitt ekki vegna tónlistarinnar heldur einhvers annars. Við Jói höfum til dæmis ódrepandi áhuga á kvikmyndum og sá áhugi leiddi til þess að við fórum að fást við tónlist." Lagahöfundarnir sáu sjálfir í flestum tilvikum um forritun tónlistar sinnar og hljómborðsleik. Forvinnan fór fram hér á landi en síðan var plat- an tekin upp í Lundúnum þar sem Ken Thomas var við stjórnvölinn og þar fór lokavinnslan fram. Páli Óskari finnst það í hæsta máta eðlilegt að tölvur hafi verið notaðar við hljóðfæraleikinn og hann verður undrandi á svip þegar spurt er hvort trommuhljómurinn hafi verið hafður gam- aldags, eins og úr gömlum trommuheila. „Er hann það?“ spyr hann og bætir svo við: „Ég fór fyrst og fremst eftir eigin innsæi þegar ég ákvað hvaða hljómur skyldi verða á undirleikn- um og það flettir náttúrlega ofan af því að ég er bara hundgamall diskóbolti inn við beinið. Ég vildi gera plötu sem auðvelt væri að dansa eftir en sem jafnframt væri hægt að hlusta á i friði og ró. Kannski er það þess vegna sem ég leitaði eftir því að hafa þægilegan hljóm á plötunni. Hljóðblöndunin tók líka nokkurt mið af þessum óskum mínum.“ Rósa Ingólfs „Af hverju valdi ég lag eftir Rósu Ingólfs á plötuna?" Páll Ósk- ar kaupir sér örlítinn umhugsun- arfrest með því að endurtaka spurninguna. „Það er náttúrlega fyrst og fremst af því að ég elska Rósu út af lífinu," svarar hann svo og brosir prakkaralega. „Nei, nei, skýringin er miklu frekar sú að Rósa er þrælmúsíkölsk og hefur gert frábæra og djarfa hluti á tón- listarsviðinu. Hver annar hefði til dæmis þorað að taka gamlar ís- lenskar þjóðvísur og semja við þau lög í suður-amerískum takti? Rósa er vanmetinn tónlistarmaður og mig langaði í og með til að vekja athygli á henni með því að hafa lag eftir hana á plötunni. Annar hluti skýringarinnar er sá að mér leiðast hreinræktaðar dansplötur. Þær plötur sem ég hef mest gaman af eru eins og pínulit- ið ferðalag. Það er gefið í, síðan hægt á og svo gefið í að nýju. Ég var komtnn með mikið af hröðum danslögum og varð þess vegna að finna lag þar sem ég gæti hægt á og þá varð lagið Ræ ég við róður minn fyrir valinu. Jón bassi var kvaddur til að útsetja lagið aftur. Hann sá um það í gamla daga en sú útsetning var löngu glötuð.“ Útgáfuannríki tónlistarmanna er með eindæm- um þessa dagana. Flestir sem hafa sent frá sér plötu síðustu daga eða eru um þessar mundir að leysa sendinguna út úr tolli þekkja vart muninn á nóttu og degi, endasendast í viðtöl, syngja nokk- ur lög hér og árita plötur þar á daginn og þurfa svo á kvöldin og nótt- unni að vinna að mynd- böndum og öðru sem ekki er bundið við að þurfi að gera á ákveðn- um tíma dags. Klukkan var að nálg- ast miðnætti þegar Páll Óskar Hjálmtýsson fann sér örlítinn tíma til að segja lesendum DV frá nýju plötunni sinni, Seif. Páll var að taka upp myndband við lagið Stanslaust stuð, óð til diskóáranna umdeildu þegar Donna Summer og Helga Möller réðu rikj- um í dægurtónlistarlíf- inu. Vinna við mynd- bandið hófst laust fyrir níu um morguninn og svartsýnisspár gerðu ráð fyrir að henni lyki um fjögurleytið um nóttina. Um miðnættið var upp- tökuvinnan eigi að siður á lokastigi og útlit fyrir að flestir fengju sæmi- lega næturhvíld. Upp- tökustjórinn og Páll Ósk- ar unnu vel og örugglega saman, enda gamlir kunningjar sem unnu fyrst saman í Hagaskóla fyrir langalöngu þegar hann lék hommann Rós- mund i skólaleikriti - Páll Óskar var yfirlækn- ir. „Svona verður þetta fram til jóla, stanslaus keyrsla dag og nótt,“ seg- ir Páll Óskar. „En svo ætla ég að gefa íslandi frí frá mér á næsta ári. Þá ætla ég að einbeita mér að erlendum mark- aði. Seif er raunar að- eins íslensk útgáfa plötu sem á að gefa út erlend- is. Ég get þvi miður ekki sagt hvenær því að samningaviðræður standa enn yfir. Kannski kemur hún um mitt ár 1998, kannski fyrr.“ Hópur lagahöfunda Páll Óskar semur sjálfur flesta textana á Seif. Lagahöfundar eru nokkrir: Valgeir Sigurðsson, Jóhann Jóhannsson, Pétur Hallgrímsson, Trausti Haraldsson, Bjarki Jónsson, Birkir Björnsson og Rósa nokkur Ingólfsdóttir. Meira um hana á eftir en fyrst samstarfið við hina höfundana. „Þetta eru í flestum tilfellum strákar sem ég Góðar viðtökur Platan Seif kom út fyrsta nóv- ember. Páll Óskar segir að salan sé búin að vera gríðarlega góð strax frá fyrsta degi og hann hefur hvar- vetna fengið góð viðbrögð við plöt- unni. Hann hefur útbúið sérstaka sýningu til að kynna plötuna og ætlar að koma viða fram á næstunni. Annað kvöld verður hann til dæmis með skemmtun í Tunglinu og hún þjón- ar hlutverki útgáfutónleika. „Þetta verða auðvitað ekki neinir tónleikar,“ segir hann, „ég ætla frekar að hafa yfirbragðið þannig að ég bjóði í partí. Fólkið á ekki að sitja og hlusta á mig heldur dansa og arga og garga með. Þannig vil ég hafa mína útgáfutónleika. Viltu koma i partí?“ -ÁT - margt góðra gesta á tónleikunum Það ætti engum að leiðast í Rósenbergkjallara í kvöld en þá heldur hin stórmerka Q4U útgáfu- tónleika í tflefni af því að komin er út nýr geisladiskur með hljóm- sveitinni. Hann ber nafnið Q2. Glottt kemurfram Hljómsveitin Q4U átti sitt blómaskeið á árunum 1980-1983 enda eru 32 lög af 33 á nýja diskin- um frá því tímabili. Honum fylgir afar ítarlegur bæklingur þar sem saga hljómsveitarinnar er rakin. Á ferli sínum gaf hún aðeins út eina sex laga plötu en tók hins vegar mikið upp. Á diskinum Q2 eru 18 lög sem þeir meðlimir hljómsveit- arinnar sem voru í Rokk i Reykja- vik leika. Fjögur lög á diskinum eru frá sumrinu 1982 og fjögur til viðbótar frá árinu 1983 en þau voru tekin upp í Stúdíó Glóru við Sel- foss. Q4U kom aftur saman seint á siðasta ári og síðan þá hefur hún nokkrum sinnum loikiö á tónleik- um. Nú skipa sveitina þrjú af upp- runalegum meðlimum hennar. Þau eru Ellý söngkona, Gunnþór Sig- urðsson bassaleikari og Árni Daní- el hljómborðsleikari. Þeir sem koma nýir inn éru þeir Guðmund- ur Þór Gunnarsson trommari en hann var áður í Tappa tíkarrassi og Das Kapital og Arnar Davíðsson gítarleikari en hann'vár áður í Tjalz Gizur. Á tónleikunum í kvöld mun hljómsveitin Glottt, sem skip- uð er fyrrum Fræbbblum, leika nokkur Fræbbblalög auk þess sem nokkrir aðrir góðir gestir koma fram. - JHÞ Q4U á sínm gullaldarárum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.