Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1996, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1996, Qupperneq 5
I> FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 Ríó-tríóið sendir frá sár nýja plötu með lögum Gunnars Þórðarsonar: Leist ekkert á blikuna Ríó-tríó ætlar aö byrja aö leggja grunninn aö næstu plötu strax eftir áramót ef viötökur þeirrar nýju veröa góöar. Sú var tíö, segir í heimildum, að íslenska þjóðin átti aðeins eitt hijóð- ver - leiklistarstúdíó Ríkisútvarps- ins við Skúlagötu. Ungir, framsækn- ir hljómlistarmenn töldu margir tiverjir að brestur væri kominn í apptökugræjurnar og þóttust muna hljóm þess skærari. Þeir urðu því oft að leita út fyrir landsteinana í leit að hinum sanna, skæra hljómi. í þeim hópi voru liðsmenn Ríó-tríós- ins sem tóku flestar plötur sínar app í Noregi og Bretlandi á fyrsta íratug ferilsins. Ríó brá sér út fyrir landsteinana í haust til að vinna við nýjustu plötu sína, Ungir menn á uppleið, og fylgdi fordæmi Rolling Stones og hljóðritaði í Dyflinni. Þar voru nokkrir heimamenn kallaðir til og ?áfu tónlistinni nokkuð annan blæ an tíðkast hefur á plötum Ríós hing- ið til. Helgi Pétursson segir að ileira komi til en aðstoð Iranna sem gefi plötunni öðruvísi áferð en fyrri plötum tríósins. „Ég tek undir orð Ólafs félaga níns Þórðarsonar um aö þetta sé iyrsta platan okkar sem ég get látið .ulla á fóninum og samt fundist lög- in batna við hveija hlustun," segir Helgi. „Ég skal fúslega játa að fyrst pegar við heyrðum melódíumar sem Gunnar Þórðarson ætlaði okk- ar að syngja að þessu sinni leist akkur ekkert á blikuna. Hann var neð í handraðanum allt öðruvísi tónlist en áður og það fer ekkert á nilli mála þegar betur er að gáð að Gunnari hefur farið rosalega fram í tónsmíðum síðan við unnum síðast neð honum fyrir fimm árum. Við íengum svo sem að hafa fyrir lifinu, við Óli og Ágúst. Ég reyndi til dæm- is þrisvar við eitt lagið, Þegar hjart- ið segir frá, og hafði það ekki af íyrr en ég gat einbeitt mér algjör- lega að því. Maður labbar sem sagt skki lengur inn í stúdíó og syngur lögin hans Gunnars." Jónas Friðrik með að vanda Helgi segir að hann og félagar hans hafi smám saman gert sér ip-ein fyrir þvi að þeir voru með allt áðruvísi Ríóplötu í smíðum en áður og ákveðið hafi verið að fara til ír- lands til að gefa henni blæ við hæfi. fextahöfundur Ríós, Jónas Friðrik, skáld frá Raufarhöfh, var með í for og hann tók raunar mun virkari þátt í gerð plötunnar en þeirra sem á undan hafa komið. „Jónas var með okkur í þijár vik- ur,“ segir Helgi. „Hann var reyndar að mestu búinn meö textana áður en upptökumar hófust en lagfærði eitt og annað eftir að á hólminn var komiö. Einn textinn, Gult og rautt, varð raunar til hjá honum í rútunni á leið frá Raufarhöfn til Reykjavík- ur. Þaö heyrist glöggt að þessu sinni að Jónas er ekki að yrkja neitt út í loftið og það lítur út fyrir að hann hafi strax áttað sig á að hann var með öðravísi efnivið í höndunum en áður þegar hann fékk melódíum- ar hans Gunna í hendur." Um það bil helmingur plötunnar Ungir menn á uppleið var hljóðrit- aður hér á landi og hinn helmingur- inn í Dyflinni. Vinnan ytra gekk hratt og vel fyrir sig, að sögn Helga Péturssonar. „Gunnar var reyndar ekki ánægður með allt sem íramir gerðu og hikaði ekki við að reka æfða sessionmenn ef honum virtist þeir ekki ná því sem þeim var ætlað að skila,“ segir hann. „Það fór reyndar að fara um okkur þremenningana þegar við sáum að menn vom rekn- ir fyrir það eitt að ná ekki strax því sem listamaðurinn vildi. Það hefði þótt saga til næsta bæjar ef hann hefði rekið okkur líka!“ Næsta plata Ef viðtökur nýju plötunnar verða að óskum ætla Ríó-menn að hefja vinnu við nýja plötu strax í byrjun næsta árs. „Okkur langar til að fara alveg í hina áttina frá því sem við erum að gera á plötunni Ungir menn á uppleið og koma næst með dálítið grín, svipað og við fengumst við í gamla daga,“ segir Helgi. „Það hefur til dæmis enginn sungið enn þá um Halldór og Davíð, kvótakerf- ið, Evrópusambandsaðild og fleira sem brennur á þjóðinni.“ Rió á síðan til efni á enn eina plötu, lög sem Helgi Pétursson, Ágúst Atlason og Ólafúr Þórðarson sömdu sjálfir. Hin síðari ár hafa þeir nær eingöngu flutt tónlist eftir Gunnar Þórðarson en draumurinn er að koma einhvem tíma með eig- ið efni. „Við leyfðum Gunnari að heyra spólu með þessum lögum fyrir nokkru. Hann tók spóluna af okkur og fór með hana með sér heim. Kannski vill hann hlífa þjóðinni við þessari tónlist okkar,“ segir Helgi Pétursson kíminn. „Reyndar sagði Gunnar að þessi lög okkar væm al- veg í lagi en þegar við heyrðum frá honum næst var hann búinn að semja lög á heila plötu með okkur. Hvað á maður að halda í aðstöðu sem þessari?" -ÁT Vestmannaeyjar: Todmobile á ferúinni Eftir þriggja ára dá hef- ur Todmobile vaknað til lífsins. Sveitin hefúr gef- Lð út nýjan geisladisk, Perlur og svín, en af hon- um hefúr lagið Voodoo- man náð miklum vin- sældum og siglir hratt upp íslenska listann. Eins og Todmobile er von og vísa er nýja diskinum Eylgt eftir með íburðar- mikilli tónleikaferð. í kvöld hafa Vestmannaey- ingar tækifæri til þess að hlýða á þessa frábæm tónleikasveit en Tod- mobile spilar í íþrótta- miðstöðinni þar í bæ. Todmobile skipa nú þau Andrea Gylfadóttir, Þorvaldur Bjami Þor- valdsson, Eiður Amars- son, Kjartan Valdemars- son, Matthías Hemstock og Vilhjálmur Goði. Frek- ari upplýsingar um Tod- mobile er að finna á Intemetinu og er slóðin http: //www.itn.is/tod- mobile -JHÞ "*-*?» > J- Todmobile hefur gefiö út nýjan disk og fylgir honum nú eftir með glæsilegri hljómleikaferð. ★ ■ ★ nlist 19 ★ ÍK HLJÓMPL0TU Anna Halldórsdóttir - Villtir morgnar Tónlistar-náttúrubam ★★★ Þrátt fyrir að Anna Hall- dórsdóttir sé ekki þekkt nafn (enn þá) í íslensku tónlistar- lífi þá er enginn byrjenda- bragur á þessari fyrstu plötu hennar. Burt frá því séð að hún er með mikið af fagfólki til að aðstoða sig við flutning þá skín það í gegnum tón- smíðamar sjálfar að hér er kominn fram þroskaður tón- listarmaður. Laglínumar hennar em mjúkar og líða áfram á þægilegan hátt þannig að heildarmynd næst á plötuna alla. Tónlistin er oft og tíðum grípandi og á köflum minnir hún á söngkonumar Eniya, Kate Bush og Tori Amos. Eins og allar þessar söngkonur syngur Anna mikið á höfuðtóni, án þess þó að um óperusöng sé að ræða, og gefúr það lög- unum ákveðna mýkt I túlkun. Hljóðið á plötunni er eins og best verður á kosið miðað við íslensk hljóðver og hljóðfæraleikur yfirleitt mjög áheyrilegur. Anna hefúr lagt mikið upp úr því að fá til liðs við sig breiðan hóp tónlistarmanna til að spila imdir hjá sér sem gefur plötunni mikla dýpt. Samt er eins og gæta mætti meira samræmis í útsetningum því lögin eru ekki það ólík í eðli sínu að þau bjóði upp á svona margbreytilegar útsetning- ar, t.d. er lagið Við enda árinnar mjög ótrúverðugt jasslag. Hljómar lagsins bjóða varla upp á slíka útsetningu. Enn fremur er það dálít- ið þreytamdi til lengdar að Anna „hvílir" sig lítið í lögunum; þegar hún er ekki að syngja textann þá er hún að raula einhverja frasa. í þeim tilvikum hefði mátt leyfa fleiri einleikskafla hljóðfæranna til að brjóta upp lögin. Hins vegar er það styrkur Önnu að hún er mjög fær að impróvisera og það má segja að hún bjargi slökustu lögunnum með léttum „krúsídúllum" í söngnum. Maður fær það á tilfinninguna eftir nokkra hlustun að bestu lög- unum hafi markvisst verið raðað fremst því platan missir flugið þeg- ar á líður en á heildina litið er þetta fin plata og það skín í gegnum lög, texta og reyndar albúmið líka að Anna er mikið náttúrabam. Bæði er henni tamt að semja og syngja stórgóð lög og í textunum kemur líka fram ákveðin trú á náttúruna sem er finn boðskapur til nútímafólks. Mergurinn málsins: Meira en efnilegt byrjendaverk. Góð lög: Villtir morgnar, Ný jörð, Gáski. Magnús Þór Ásgeirsson Q4U - Qtvö Endurunnið pönk ★★ Hljómsveitin Q4U var ein langlífasta pönkhljómsveit íslands, afrekaði tæp 4 ár í pönkinu. Á þessum tíma tók hljómsveitin nokkrum breytingum og ýmsa strauma má merkja í tónlist sveitarinnar, allt frá hráu gitarpönki yfir í nýróman- tískt tölvupönk. Á þessari 34 laga safn- plötu er tekið saman efni sveitarinnar og það endur- hljóðblandað. Söngurinn á plötunni er góður í mörgum lögum enda er Ellý hörkusöngkona. Hún var á tímabili holdgervingur pönksins og andlit hljómsveit- arinnar út á við öll árin þrátt fyrir aðrar mannabreytingar. Það vakti athygli undirritaðs að hlutur Lindu í íslensku pönki hefur líklega verið vanmetinn því lögin sem hún semur era flest góð. Pönkið var andsvar við ríkjandi dægurtónlist og það var ákveð- inn uppreisnarhugur í pönkurum. Q4U var engin undantekning á þessu og víða kennir spilagleöi og sköpunar í lögum hljómsveit- arinnar auk sterkrar þjóðfélagsádeilu í textum. Lög eins og Bar- bie, PLO og Böring era dæmi um stórgóð lög sveitarinnar þar sem áhersla er lögð á framlegar og óhefðbundnar laglínur. Reyndar er öll platan Q1 mjög góð. í öðrum lögum eins og Skemmtistaður og Zoo er hins vegar engin áhersla á laglínur eða að gera lögin áheyrileg með neinum hætti. Á ferli hljómsveitar- innar féll til heilmikið efni og er megnið af því á plötunni. Ég skil ekki alveg tilganginn í því að gefa þetta allt út. Sum þessara laga eru algerlega óútgáfuhæf, hljóðið er oft á tíðum afleitt, söngurinn og hljóðfæraleikurinn falskur og lítil vinna lögð í lögin. Þetta á til dæmis við um allar „rauðavatnsupptökur“ sveitarinnar og meirihluta „skaf i dag“ þótt það séu heldur skárri upptökur. Auð- vitað er ég ekki að gera sömu kröfú til pönks og annarrar tónlist- ar um vandaðan flutning, en það er lágmark að hafa hljóðfærin rétt stillt! Á þessum fyrstu upptökum sveitarinnar er hins vegar meiri kraftur og meira pönk en á hinum síðari og er það virðing- arvert í sjálfu sér. Síðasta lag plötunnar er nokkuð athyglivert en þar var hljómsveitin farin að fremja frumstæða tölvutónlist og gamla pönkið búið að víkja fyrir bresk-ættaðri nýrómantik. Gef- ur skemmtilega breidd í plötuna. Pönkið sem slíkt var mikilvægur hlekkur í tónlistarsögunni og hefur haft mikil áhrif á nútímatónlist en það er vandséð hvaða erindi þetta gamla pönk á við nútímafólk. Ég efast ekki um að fyrrum meðlimum sveitarinnar þyki gaman aö eiga aUt þetta efni eftir sig á geisladiski en ég efast um að nokkrum öðrum þyki það. Bestu lögin: Barbie, Böring, Snjóhvít. Mergurinn málsins: Lélegt meðaltal vegna fjölda slakra laga. Magnús Þór Ásgeirsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.