Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1996, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 22 lifai helgina Nýtt barnaleikrit í Loftkastalanum: Heilbrigði og Íífsgleði í Latabæ - Baltasar Kormákur og Magnús Scheving tóku höndum saman Nú hafa þeir Magnús Scheving og Baltasar Kormákur tekiö höndum saman og skrifað hand- rit að barnaleikriti. Áfram Latibær heitir það og er unnið upp úr samnefndri bók Magn- úsar sem hann gaf út í fyrra. Þetta er jafnframt fyrsta barnaleikritið sem Baltasar leikstýrir. „Þetta er rosalega skemmtilegt leikrit, þó ég segi sjálfur frá. Það er viss teikni- myndabragur yfir allri sýningunni og það fellur bömunum vel í geð. Þegar íþróttaálfurinn hreyfir sig heyrast til dæmis alls konar hljóð eins og í teikni- myndunum og þetta getur verið mjög fyndið," segir Magnús Scheving. Áfram Latibær er sett upp í Loftkast- alanum og verður fmmsýnt á morgun. Eins og við var að búast af hinum hressa íþróttafrömuði, Magnúsi Schev- ing, er boðskapurinn sá að heilbrigði, lífsgleði og jákvæð samskipti borga sig. Söguþráðurinn er um bæ einn þar sem bæjarbúar eru óskaplega latir, hugsa ekkert um heilsuna og eyða öllum stundum fyrir framan sjónvarpið. Böm- in í bænum háma í sig sælgæti alla daga, liggja í tölvuleikjum og hafa gleymt því hvemig á að leika sér. Bæjar- ■ stjórinn lendir þar af leiðandi í miklum vandræð- um þegar honum berst bréf frá forsetanum þess efnis að halda eigi íþróttahátið í öllum bæjum landsins. í hugarangri sínu hittir hann íþrótta- álfinn sem býður fram aðstoð sína. Hann leið- beinir bæjarbúum hvemig þeir geti breytt lífsmáta sínum til hins betra og kennir þeim leiki og æfíngar. Mikil tónlist er í leikritinu sem Máni Svavars- son á heiðurinn af en Davíð Þór Jónsson samdi textana. Lögin em stutt og einfold og allir krakk- ar ættu að geta lært þau. A mánudaginn kemur svo út geisladiskur með lögunum. Magnús leikur íþróttaálfmn knáa en skyldi hann þá geta sungið jafn vel og hann skoppar? „Neee, sko ég syng jú eitthvað í sýn- ingunni og kemst ágætlega frá því. Það er hins vegar margt annað sem ég geri betur og sönginn ætla ég ekki að leggja fyrir mig,“ svarar hann. Aðrir leikarar em þau Magnús Ólafs- son, Steinn Ármann Magnússon, Sigur- jón Kjartansson, Selma Björnsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Pálína Jónsdóttir, Jón Stefán Kristjánsson, Ingrid Jóns- dóttir, Ari Matthíasson og Ólafur Guð- mundsson. „Þetta leikrit er fyrir böm á öllum aldri. Það er í styttri kantinum svo litl- ar manneskjur fái ekki leið á því að sitja lengi. Tekið er á ýmsu mikilvægu, svo sem muninum á ofbeldi og leik, eigin- gimi, mataræði og fleiru,“ segir Magn- ús. Nú er bara um að gera fyrir alla krakka að skimda í Loftkastalann og sjá þetta glænýja og skemmtilega bamaleik- rit sem fullt er af frumsamdri tónlist. „Það fúllorðna fólk sem finnst dýrt að fara í leikhús ætti að huga að því að það er ódýr- ara heldur en að reykja einn sígarettupakka á dag í viku,“ segir Magnús Scheving íþróttaálfur. -ilk Já, þaö þýöir ekkert annaö en aö hreyfa sig og þaö veröa íbúar Latabæj- ar aö læra. DV-mynd Pjetur Halaleikhópurinn sýnir Gullna hliðið: Leiklist fyrir alla Úr leikritinu Gulina hliöiö sem Halaleikhópurinn sýnir um þessar mundir. Halaleikhópurinn er áhugaleikhópur sem starfar undir kjörorðinu Leiklist fýrir alla. Um þessar mundir er umræddur leikhópur að sýna Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og verða hvorki meira né minna en þrjár sýningar um helgina. Tuttugu og fimm manns standa að sýningunni, fatlaðir jafnt sem ófatlaðir, fólk á öllum aldri. Edda V. Guðmundsdóttir er leikstjóri og er þetta í þriðja sinn sem hún leikstýrir Halaleikhópnum sem var stofhaður árið 1992. Hann hefúr starfað óslitið síðan og sett upp sýningar á hverju ári, oft fleiri en eina. Hafa þær jafnan vakið athygli og hlotið góðar viðtökur. Leikhópurinn hefur þannig fyrir löngu sannað tilverurétt sinn enda er þetta fágætur vettvangur fýrir fatlað fólk að etja kappi við leiklistargyðjum- ar. Aðild ófatlaðra hefur einnig reynst hópnum dýrmæt og fótlun er eitthvaö sem gleymist í þessu áhugaleikfélagi. Sýningamar um helgina verða í kvöld, annað kvöld og á sunnudaginn og hefjast þær allr kl. 20.30. -ilk 9 0 4 * 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. Þú þarft aðeins eitt símtal í Kvikmyndasíma DV til að fá upplýsingar um allar sýningar kvikmyndahúsanna t KVIKMYNDAs/jvh 904-5000 Aldargömul kirkja DV-Suðuriandi: Marteinstungukirkja i Holtum er 100 ára gömul um þessar mundir. __ , Á sunnudaginn verður haldið upp á afmælið með hátíðarguðs- þjónustu í kirkjunni og verður margt á dagskrá. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, mun prédika, séra Sigurður Sigurðarson vígslu biskup annast ritningar- lestra og sóknarpresturinn, séra Halldóra J. Þorvarðar- dóttir mun þjóna fyrir alt- ari. Þá mun Kirkjukór Marteinstungu- og Haga- „ „ „ . . . .... kirkju syngja undir stjórnPetta er Martemstunguk.rkja. árið 1000, en núverandi kirkja var byggð jarðskjálftasumarið 1896 og vígð sama haust. Talsverðar endur- bætur hafa verið gerðar á kirkj- unni undanfarin ár og er hún í góðu ásigkomulagi. Sætaferðir verða frá Umferða- miðstöðinni í Reykja- vík klukkan 11.30 sunnudag, Hönnu Einarsdóttur og Guðríður Júlísdóttir syngja einsöng. Kirkjan er talin hafa staðið í Mar- teinstungu frá því um kristnitöku með við- komu í Umferðar- miðstöð Suður- lands á Selfossi. Heimferð verður að lokinni hátíðarguðsþjón- ustunni og kaffisamsæti sem sókn- amefnd og söfnuður býður til að henni lokinni. -jþ Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn: Verður þú milljónasti gesturinn? Dýrin í garöinum eru falleg og góö. Mikil aðsókn hefur verið að Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum í ár og nálgast sá tími óðum að tekið verði á móti milljónasta gestinum frá opnun garðsins. Hinn heppni gestur verður leystur út með ýmsum gjöf- um og því er ekki slæm hugmynd að bregða sér i garðinn og vita hvað gerist. Um helgar í vetur er bömum boð- ið á hestbak frá kl. 13.00 til 15.00. Á sunnudaginn verður sögustund kl. 11.00 og kl. 15.00 skemmta vinir garðsins, Trjálfúr og Mimmli. Að- gangseyrir er enginn fyrir böm yngri en 6 ára og ellilífeyrisþega, 100 krónur fyrir 6 til 16 ára og 200 krónur fyrir fullorðna. -ilk MESS0R Árbæjarkirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Prestamir. Áskirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Heimsókn Am- firðingafélagsins í Reykjavik. Ámi Bergur Sigurbjömsson. Breiðholtskirkja: Bamaguösþjónusta kl. 11. Böm úr bamastarfi Grafarvogs- kirkju koma í heimsókn. Guðsþjónusta á sama tima. Prédikunarefni: 9. og 10. boðorðið. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Bamamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með bömunum. Guðsþjónusta kl. 14. Prest- ur sr. Amfríður Guðmundsdóttir. Digraneskirkja: Messa kl. 11. Altaris- ganga. Dr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson héraðsprestur messar. Bamaguðsþjón- usta á sama tíma. Sóknai-prestur. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Dómkórinn syngur. Bamasamkoma kl. 13 í kirkj- unni. Messa kl. 14. Prestur sr. Jakob Á Hjálmarsson. Sungið verður messutón eftir Jón Þórarinsson. Kór Tónlistar- skólans í Reykjavik syngur. Elliheimiliö Grund: Guðsþjónusta kl. 10.15. Sr. Gylfi Jónsson. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Bamaguðsþjónusta á sama tíma í um- sjón Ragnars Schram. Kirkjurútan gengur eins og venjulega. Guðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18. Prestarn- ir. Fríkirkjan: Guðsþjónusta kl. 14. Séra Sigurður Haukur Guöjónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Cecil Haralds- son. Grafarvogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Útvarpað verður frá guðsþjónust- unni. Bamamessuferð verður farin frá Grafarvogskirkju og Rimaskóla kl. 10.30. Breiðholtskirkja verður heim- sótt. Prestamir. Grensáskirkja: Bamasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Prestur sr. Hreinn Hákon- arson. Grindavíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11. Hallgrimskirkja: Fræðslumorgunn kl. 10. Náðarmeðulin. Máltíð Drottins. Sr. Karl Sigurbjömsson. Bamasam- koma og messa kl. 11. Sr. Karl Sigur- björnsson. Ensk messa kl. 14. Sr. Karl Sigurbjflmsson. Hjallakirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs sjá um tónlistarflutning. Barnaguðsþjónusta kl. 13 í umsjá írisar Kristjánsdóttur. Poppmessa kl. 17. Allir velkomnir. Kristján Einar Þorvarðarson. Háteigskirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Helga Soffia Kon- ráðsdóttir. Keflavíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Poppguðsþjón- usta kl. 14. Vænst er þátttöku ferming- arbarna og foreldra þeirra. Prestur: Sigfús Baldvin Ingvason. Kirkjuvogskirkja: Hátiðarmessa kl. 14 í tilefni þess að 135 ár em liðin frá vígsludegi kirkjunnar sem var þann 26. nóv. 1861. Allir hjartanlega vel- komnir. Prestarnir. Kópavogskirkja: Barnastarf 1 safnað- arheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 11. Fermingarböm og foreldrar þeirra era hvött til þátttöku i guðsþjón- ustunni en fundur verður með þeim að henni lokinni. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands biskups: Messa kl. 11. Prestur sr. Tómas Guðmundsson. Fermingarböm og foreldrar þeirra hvött til að mæta. Samvera fermingarbarna eftir messu. Kaffisopi eftir messu. Bamastarf kl. 13 í umsjá Lenu Rósar Matthíasdóttir. Laugarneskirkja: Messa kl. 11. Félag- ar úr Kór Laugameskirkju syngja. Barnastarf á sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14 í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Ólafur Jóhannsson. Lágafellskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Kjartan Jónsson kristniboði prédik- ar. Kirkjukaffi í skrúðhússalnum. Bamastarf í safnaðarheimilinu kL 11. Jón Þorsteinsson. Neskirkja: Bamastarf kl. 11. Opið hús frá ki. 10. Sr. Frank M. Halldórsson. Frostaskjól: Bamastarf kl. 11. Húsið opnað kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 14 með þátttöku Gideonfélaga. Sigurbjöm Þorkelsson, framkvæmdastjóri Gideo- nsfélagsins prédikar. Tekið á móti framlögum til biblíukaupa Gideonfé- lagsins. Sr. Frank M. Halldórsson. Innri-Njarðvikurkirkja: Sunnudaga- skóli kl. 11 og fer hann fram 1 Ytri- Njarðvíkurkirkju. Böm sótt að safhað- arheimilinu kl. 10.45. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Sunnudagaskóli 24. nóv. kl. 11. Seljakirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ást- ráðsson prédikar. Altarisganga. Sókn- arprestur. Seltjaraameskirkja: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir. Bamastarf á sama tima í umsjá Hildar Sigurðardóttur, Erlu Karlsdótt- ir og Benedikts Hermannssonar. Stokkseyrarkirkja: Bamaguðsþjón- usta kl. 11. Messa kl. 14. Þorgils Hlyn- ur Þorbergsson prédikar. Óháði söfnuðurinn: Messa kl. 14. Barnastarf á sama tíma. Hvítsynninga- hvellur. Lofgjörðarsveit Hvítasunnu- kirkjunnar ásamt hijóðfæraleiktmun leiða lofgjörð. Samtalsprédikun. Kaffi og kleinur eftir messu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.