Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1996, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1996, Síða 10
FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 *é 28 *1 '*TÍr tyndbönd sinn í kvikmyndum og sjónvarpi 12 ára gamali Kurt Russell hefur smátt og smátt verið að festa sig í sessi sem einn helsti hasarmyndaleikarinn og í síð- ustu ijórum myndum sínum hefur hann ekki látið sitt eftir liggja til að styrkja ímynd sína í þeim efnum. í Tompstone lék hann svalasta lög- regluforingja villta vestursins, Wyatt Earp, í Stargate lék hann ferðalang sem tók að sér að koma á lög- um og reglu á fjar- lægri plánetu, í Ex- ecutive Decision, sem er í efsta sæti mynd- handalistans þessa vikuna, lék hann snilling sem lét sér ekki muna um að fara um borð í Boeing 747, sem var á flugi, til að takast á við hryðju- verka- menn og i einnig heimili í Kaliforníu. Russell á tvo syni, Boston frá fyrra hjóna- bandi með leikkonunni Season Huble og Wyatt með Goldie Hawn. Feriil Kurts Russells hefur verið skrykkjóttur í þau þrjátiu ár sem hann hefur verið að leika. Eftir að The Barefoot Executive, 1971 Fools Pardise, 1971 Now You See Him, Now You Don't, 1972 Charley and the Angel, 1973 Superdad, 1974 The Strongest Man in the World, 1975 nýjustu kvikmynd sinni, Escape from L.A., leikur hann töffarann Snake Plissken, hlutverk sem hann lék í Escape from New York fyrir fimmtán árum. Russell segir að það vilji svo til að Snake Plissken sé ein af hans uppáhaldspersónum sem hann hafi túlkað: „Það hefur staðið til lengi að gera framhald af Escape from New York en yfirleitt höfum við John Carpenter alltaf verið aö gera eitthvað annað þegar slíkt hef- ur komið til tals. Það var ekki fyrr en ég hafði skrifað handritið að Escape from L.A. og hann hafði les- ið það að við ákváðum að láta slag standa og gera myndina." Samstarf Johns Carpenters og Kurts Russells hefur staðið lengi. Fyrsta myndin sem Russell lék í undir stjóm Carpenters var sjón- varpskvikmyndin Elvis en sú mynd fékk mjög góða dóma og þótti Russell ná furðugóðum leik í hlut- verki Elvis Presleys. Fékk hann að launum tilnefningu til emmy-verð- launanna. í kjölfarið kom Escape from New York, síðan The Thing, þá Big Trouble in Little China og nú síðast Escape from L.A. Unglingastjarna hjá Disney Leikferill Kurts Russells hófst þegar hann var 12 ára gamall en þá fékk hann hlutverk í sjónvarpsseríu sem hét the Travels of Jamie McP- heeters. Áður hafði hann komið fram sem statisti í Elvis Presley myndinni It Happened at the World Fair. Frammistaða Russells í sjón- f uppáhalds- sem Snake Escape frá L.A. varpinu leiddi til þess að Disney- fyrirtækið gerði tíu ára samning við hann og lék hann í ýmsum léttvæg- um kvikmyndum fyrir Disney næstu árin. Kurt Russell er fæddur 17. mars árið 1951 í Springfield í Massachu- setts í Bandaríkjunum. Hann heitir fullu nafni Kurt Vogel Russell. Fað- ir Russells heitir Bing Russell, fyrr- um hafnaboltaleikari. Bing Russell gerðist síðan leikari og lék meðal annars lögregluforingja í hinni vin- sælu sjónvarpsseríu Bonanza í sex ár. Kurt Russell var sjálfur mjög efnilegur hafnaboltaleikari og stóð til að hann yrði atvinnumaður í hafnabolta en meinsemd í öxl varð til þess að hann neyddist til aö hætta. Þá fetaði hann í fótspor fóður síns og lagði leiklistina fyrir sig en hafði eiginlega gefið hana upp á bát- inn þegar samningurinn við Disney var útrunninn. Goldie Hawn kemur til sögunnar Kurt Russell hitti Goldie Hawn þegar þau unnu saman að kvik- myndinni Swing Shift. Það varð ást við fyrstu sýn og hafa þau nánast verið óaðskiljanleg síðan og sam- band þeirra hefur blessast mun bet- ur en vinir og ættingjar þorðu að vona. Það hefur ekki haft á áhrif á samband þeirra að þær tvær kvik- myndir sem þau hafa leikið saman í, Swing Shift og Overboard, náðu ekki miklum vinsældum. Þau Kurt Russell og Goldie Hawn búa á bú- garði rétt fyrir utan Aspen en eiga I Excecutive Decision kemst Kurt Russell hryöjuverkamenn hafa hertekið. hafa ákveðið að gera leikarastarf- ið að ævistarfi lék hann í nokkrum sjónvarpsmyndum þar sem hæst ber fyrmefnda Elvis. En kvikmyndir hans voru flestar misheppnaðar. Má þar nefna Used Cars og Big Trouble in China auk fyrrnefndra kvik- mynda þar sem hann lék á móti sinni heittelskuðu Goldie Hawn. Næsta kvikmynd Kurts Russells er spennumyndin Breakdown. Hér á eftir fer listi yfir kvikmyndir sem Kurt Russell hefur leikið í. Follow Wle, Boysl, 1966 The One and only... 1968 The Horse in a Gray Flannel Suit, 1968 The Computer Wore Tennis Shoes, 1970 um borö í farþegaþotu á flugi sem Used Cars, 1980 Escape from New York, 1981 The Fox and the Hound, 1981 (rödd) The Thing, 1982 Silkwood, 1983 Night Shift, 1984 The Mean Seasons, 1985 The Best of Tlmes, 1986 Big Trouble in Little China, 1986 Overboard, 1987 Tequila Sunrise, 1988 Winter People, 1989 Tango & Cash, 1989 Backdraft, 1981 Unlawful Entry, 1992 Captain Ron, 1992 Tompstone, 1993 Stargate, 1994 Executive Decisions, 1995 Escape from L.A., 1996 -HK Russell ásamt meöleikurum sínum í Tequila Sunrise, Mel Gibson og Michelle Pfeiffer. Kurt Russell hitti Goldie Hawn þegar þau unnu saman að kvikmyndinni Swing ShifL Það varð ást við fyrstu sýn og hafa þau nánast verið óaðskiljanleg síðan og samband þeirra blessast mun betur en vinir og ættingjar þorðu að vona. Lfsa María Kristjánsdóttir: Birdcage. Hún var ógeðslega góð. Ingunn Jónsdóttir: Benjamín dúfa. Hún er yndisleg. Haraldur Jóhannesson: Fried Green Tomatoes, með betri myndum sem ég hef séð. Albert Bjarni Úlfarsson: Dead Presidents. Mér fannst hún frá- bær þó hún væri lengi að byrja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.