Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1996, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 %yndbönd™ Hvemig brygðist þú við? og níu tilnefn ingar. Með nýlegri myndum hennar eru The Bridges of Madi- son nefningu. Liam Neeson er borinn og barnfæddur í Belfast í Norður- írlandi og aflaði sér vinsælda í leikhúslífinu þar. Fyrsta Meryl Streep og Liam Neeson leika foreldra unglings sem allt eins hefði getaö framiö morö. Stórleikaramir Meryl Streep og Liam Neeson leiða saman hesta sína í mynd Barbet Schroeder, Before and After, þar sem þau leika Caro- lyn og Ben Ryan, foreldra unglings sem hefði getað framið morð. Sonur- inn, Jacob Ryan, hverfur skyndilega eftir að illa leikið lík unnustu hans finnst. Ben og Carolyn reyna að komast að því hvað raunverulega gerðist, en hugsunin um að Jacob gæti verið morðingi og að fólk gæti litið á hann sem slíkan er þeim erf- ið. Bæði reyna að vemda son sinn og koma honum til hjálpar, en fara mismunandi leiðir að því. Faðirinn leggur allt í sölurnar til að koma í veg fyrir að sonur hans sé dæmdur fyrir morðið, hvort sem hann hefur framið það eða ekki. Hann brýtur lögin til að vemda son sinn og reyn- ir að eyðileggja möguleg sönnunar- gögn. Carolyn tekur annan pól í hæðina. Hún kýs að treysta syni sin- um, vill fara að lögum og gera rétt. Hún vill reyna að vera syni sínum stoð og stytta í erfíðu máli, fremur en að leiðast út í athafnir, sem gætu eftir allt saman aðeins komið hon- um í koll, en þannig lítur hún á til- burði eiginmanns síns. Meryl Streep sýndi strax áhuga Myndin er gerð eftir samnefndri metsölubók eftir Rosellen Brown, en handritið var skrifað af Ted Tally, sem m.a. skrifaði handritið að Si- lence of the Lambs og fékk ósk- arsverðlaun fyrir, en hann skrifaði einnig handritið að The Juror, sem kemur út á myndbandi um sama leyti og Before and After. Meryl Streep frétti af verkefninu áður en handritið var einu sitmi skrifað og sýndi strax áhuga á að leika í mynd- inni. Liam Neeson kom einnig snemma að myndinni. Hann heyrði af henni áður en hann lék í Schindler’s List, sem gerði hann að stjörnu. Edward Furlong var svo ráðinn til að leika hið mikilvæga hlutverk sonarins. Hann hafði enga reynslu í kvikmyndaleik þegar hann hreppti eitt af aðalhlutverkunum í Terminator H og varð stjama á einni nótt. Hann hefúr ekki leikið í stórmyndum síðan heldur hallað sér að óháðri kvikmyndagerð og leikið í myndum sem American Heart, A Home of Our Own, Little Odessa og The Grass Harp. Fimmta mynd Schroeder vestan hafs Leikstjóri myndarinnar, Barbet Schroeder, er franskur að uppruna og stofnaði þar eigið kvikmyndafyr- irtæki 22 ára gamall, en fyrirtækið framleiddi m.a. fyrir leikstjóra eins og Eric Rohmer, Wim Wenders, Jean-Luc Godard og Rainer Wemer Fassbinder. 1969 leikstýrði hann sinni fyrstu mynd, More, en eftir að hafa leikstýrt nokkmm kvikmynd- um og tveimur heimildarmyndum í Frakklandi kom hann til Bandaríkj- anna til að vinna að kvikmynd með rithöfundinum Charles Bukowski og myndin Barfly leit dagsins ljós árið 1987. Before and After er fimmta mynd hans í Bandaríkjunum, en hinar em Single White Female, Reversal of Fortune, en fyrir hana var hann tilnefndur til óskarsverð- launa fýrir bestu leikstjóm, og Kiss of Death. Meryl Streep er löngu orðin goð- sögn í kvikmyndaheiminum. Hún hefur hlotið tvenn óskarsverðlaun County, The River Wild, House of the Spirits, Death Becomes Her og Postcards from the Edge. Hún sýndi strax leikhæfileika á unglingsárum sínum og kom fram í skólaleikrit- um. Eftir að hafa útskrifast úr Yale leiklistarskólanum hóf hún glæsileg- an feril á sviði áður en hún fékk fyrsta kvikmyndahlutverk sitt í Jul- ia. Næsta kvikmyndahlutverk henn- ar aflaði henni óskarsverðlaunatil- nefhingar, en það var í Deer Hunter, en fyrstu óskarsverðlaun sín fékk hún fyrir hlutverk sitt í Kramer vs. Kramer. Enn var hún tilnefnd fyrir leik í The French Lieutenants Wom- an og hlaut svo sín önnur ósk- arsverðlaun fyrir Sophies Choice. Aðrar myndir sem hún hefur hlotið tilnefningar fyrir eru Silkwood, Out of Africa, Ironweed og A Cry in the Dark. Næst fáum við að sjá hana í Marvins Room, með Diane Keaton, Robert De Niro og Leonardo DiCaprio. Liam Neeson er i hinu aðalhlut- verkinu, en ferill hans tók stórt stökk eftir frammistöðu hans í stór- myndinni Schindler’s List, en fyrir hana fékk hann óskarsverðlaunatil- kvikmyndahlutverk hans var í Excalibur, en í kjölfarið fylgdu mörg sjónvarpshlutverk, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Meðal fyrstu kvikmynda hans voru The Bounty, A Prayer for the Dying og The Mission, en nýlegri eru Suspect, Darkman, Under Suspicion og Hus- bands and Wives, en von er á hon- um í Michael Collins, nýjustu mynd Neil Jordan um sögufrægan írskan uppreisnarleiðtoga. -PJ The Ballad of Sad - Cafe The Ballad of Sad Cafe er bresk mynd sem sæk- ir efnivið sinn í bandarískar þjóð- og munn- mælasögur. Leikstjóri er Simon Callow, sem einnig hef- ur fengist nokk- uð við að leika í kvikmyndum, framleiðandi er Ismail ( Merchant, en samstarf hans við [ leikstjórann James Ivory hefur skil- \ að úrvalsmyndum á borð við Howard’s End og Remains of the Day. | Myndin gerist í rykugu þorpi í suðurríkjum Bandaríkjanna mitt á kreppuárunum og fjallar um ungfrú Amalíu sem er áberandi persóna í þorpinu. Hún er virt fyrir heimala- gað öl og þekkt fyrir tíu daga stormasamt hjónaband sitt og Mar- j vis May, en hann situr í fangelsi j þegar myndin hefst og bíða allir f þorpsbúar með öndina í hálsinum -j eftir því að hann sleppi úr fangelsi. ( Með aðalhlutverkin fara Vanessa | Redgrave, Keith Carradine og Rod J Steiger. Bergvík gefur út The Ballad of ; Sad Cafe og er hún leyfö öllum ald- j urshópum. UPPAHALDS MYNDBANDIÐ MITT Magnús Scheving #. M Líklega er myndbandið með Mr. Bean það myndband sem ég held einna mest upp á. Ég horfi nánast aldrei á myndbönd svo það er varla mark á mér takandi. Ég er að horfa á þetta fjórar myndbandsspólur á ári en held að ég hafi þó tekið myndbandið með Mr. Bean oftar en einu srnni. Hann er frábær. Ég hef aldrei eytt miklum tíma fyrir fram- an sjónvarpið, það er svo margt skemmtilegra hægt að gera. Þeg- ar aðrir skella sér niður fyrir framan sjónvarpið er ég yfirleitt að vinna. Ég kenni leikfimi á kvöldin og vinn oft fram eftir. Kem heim um eða eftir miðnætti, fæ mér að borða og fer svo að sofa - enginn tími fyrir sjónvarps- gláp. Aftur á móti reyni ég að vera duglegur að mæta í bíó, þó svo ég af- reki það ekki nema einu sinni í mánuði. Ég reyni að sjá allar myndir sem mig langar til að sjá í bíó. Síðast sá ég Striptea- se með Demi Moore en mér fannst hún ansi lé- leg, þrátt fyrir að Demi sé auðvitað glæsilegur kvenmaður. Ég er bara ekki af þeirri tegund manna sem hlunkar sér fyrir framan imbann með popp og kók. Reyndar borða ég mikið popp, svona einn poka á dag, en það er önnur saga. -ilk Down Periscope Dare to Love Hinn vinsæli gamanleikari Kels- ey Grammer, sem gerði garðinn frægan í Staupasteini og er nú með eigin seríu, Frasier, sem nú er vin- sælasta gam- anserían í bandarísku sjónvarpi, leik- ur aðalhlut- verkið í Down Periscop, John Dodge, sem lengi hefur alið manninn í bandaríska flotanum. Dodge hefúr ávallt látið sig dreyma um að fá að stjóma kafbát. Hann verður þvi að vonum ánægður þegar hann fær til- kynningu um að nú fái hann loks eigin kafbát. Ánægjan breytist þó fljótt í sketfmgu þegar hann lítur farkostinn augum í fyrsta sinn því þar er á ferðinni eldgamall dísilknú- inn ryðkláfúr sem ætti fyrir löngu að vera kominn í brotajám og ekki er áhöfnin sem hann fær burðugri. Auk Kelsey Grammer leika í myndinni Lauren Holly, Rip Tom, Brace Dem, Harry Dean Stanton og Rob Schneider. Leikstjóri er David S. Ward. Skífan gefúr Down Periscope út og er hún leyfð öllum aldurshópum. Aðalhlutverkið í Dare to Love leikur Josie Bisset, sem aðdáendur hinnar vinsælu sjónvarpsseríu Mel- rose Place eiga JOSIE I ekki í vandræð- um með að þekkja. Leikur hún lögmanns- ” '* ^ dótturina Jessicu Wells sem verður fyr- ir sálrænu áfalli við bróð- urmissi. Hún missir tökin á lífi sínu og for- eldrar hennar sjá hana hverfa dýpra og dýpra í kviksyndi geðveikinnar. Nýtt lyf vekur vonir þeirra um að hægt verði að kveikja lífslöngun dótturinnar, þannig að hún geti náð stjóm á lífi sínu á ný. Jessica er samt svo illa farin að nú fara í hönd langir og erfiðir tímar við að byggja hana upp. Jessica á erfitt með að treysta fólki og er orðin óhæf til að þiggja hjálp og ást foreldra sinna. Foreldrarnir gera sér grein fyrir því að ef þeir nái ekki til Jessicu nú þá sé hún þeim að eilífu glötuð ... Chad Lowe og Jill Eikenberry leika foreldrana. Þess má geta að myndin er byggð á sannri sögu. Leikstjóri er Armand Mastroianni. Skífan gefur út Dare to Love og er hún bönnuð börnum innan 12 ára..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.