Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1996, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1996, Síða 12
30 FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 TTT7* myndbönd Primal Fear Sálfræðitryllir Það er þó nokkuð um klisjur i Primal Fear. Persóna Richards Gere er klisja út í gegn, það að veijandinn og saksóknarinn séu fyrrum elskendur er svo dæmigerð Hollywood-klisja að það liggur við að maður gubbi, og þá er endirinn frem- ur staðlaður. Sem betur fer er klisjukennt handritið vel skrifað og vel unn- ið úr því. í stuttu máli segir frá rannsókn og réttarhöldum vegna morðs á erkibiskupi Chicago. Richard Gere er hálfgerður popplögfræðingur, sem tekur að sér að veija hinn ákærða, sakleysislegan altarisdreng, frítt til að komast í fjölmiðla. Fyrrum elskhugi hans er saksóknari í málinu og fyrr- um yfirmaður er valdamikiíl aðili sem reynir að hafa áhrif á framvinduna. Burtséð frá klisjunum er sagan áhugaverð, sérstaklega fyrir góða persónu- sköpun. Flestir leikaramir standa sig vel, fyrir utan Lauru Linney, enda er hlutverk hennar afar vesælt. Richard Gere er ágætur leikari og smellpass- ar í hlutverk hins sjálfumglaða lögfræðings. Sérstaklega ber að nefiia ný- liðann Edward Norton sem fer á kostum í hlutverki altarisdrengsins og er það fyrst og fremst fyrir frammistöðu hans sem endirinn verður eftirminni- legur. Allt í allt er Primal Fear hin finasta afþreying. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Gregory Hobiit. Aðalhlutverk: Ric- hard Gere, Edward Norton og Laura Linney. Bandarísk, 1996. Lengd: 125 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. -PJ Money Train Lestahasar Samleikur Wesley Snipes og Woody Harrelson þótti takast svo vel í White Men Can’t Jump að ekki leið á löngu þar til þeir voru aftur fengnir til að leika saman í Money Train. Þar leika þeir fóstbræður löggufélaga sem eltast við þjófa og illvirkja í neðanjarðarlestakerfi New York borgar. Eitt af áhugamálum þeirra er að hugsa upp leiðir til að ræna peningalestina sem safn- ar farmiðagjöldunum. Wesley tekur leikinn ekkert sér- staklega alvarlega, enda er hann ábyrgur einstakling- ur. Woody er hins vegar meiri ólukkufugl og forfallinn fjárhættuspilari. Eftir að hann hefur misst stúlkuna sem hann var hrifinn af til bróður síns og verið rekinn úr vinnunni ákveð- ur hann því að gera alvöru úr áætlunum þeirra. Samleikur þeirra byggist fyrst og fremst á því að hvítur og svartur séu á jafiiingjagrundvelli að ríf- ast í hvor öðrum og reyta af sér fimmaurabrandara (sem flestir eru eðli málsins samkvæmt ekkert fyndnir). Heldur er persóna Wesley óspennandi, en Woody hins vegar er nokkuð spaugilegur undirmálsmaður. Hasarinn er hins vegar ekkert sérstakur, þótt brellumar og áhættuatriðin séu mikil- fengleg og myndin verður fremur vandræðaleg þegar reynt er að skapa samúð með Woody. Hver klisjan rekur aðra en Woody bjargar því sem bjargað verður. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Joseph Ruben. Aðalhlutverk: Wesley Snipes og Woody Harrelson. Bandarísk, 1995. Lengd: 106 mín. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. -PJ Hackers: ★★ Tölvutryllir Það er ekki oft sem maður sér svona mikla steypu á einum stað. Hackers hefúr varla verið skrifuð af fólki sem þekkir vel til í tölvumálum, því jafhvel grænjaxlar eins og ég sjá strax að hugmyndir hand- ritshöfúndarins um tölvur eru gjörsamlega út í hött. Aðalsöguhetja myndarinnar er hakkarinn Zero Cool, sem 11 ára leikur sér að því að bijótast inn í ein 1507 tölvukerfi og rústa þau með vírusi. Honum er bannað að snerta á tölvu þangað til hann er orðinn 18 ára og er þá orðinn ansi sveltur þegar hann hefúr að hasla sér völl að nýju. Hann öðlast nýja hakkarafélaga þeg- ar móðir hans flytur til New York og þar á meðal er kynþokkafull náms- mey sem er næstum því jafii fær og hann. Síðan kemur inn í dæmið djöf- ullegt plott aðeins eldri hakkara um að stela milljónum dollai-a, valda um- hverfisslysum og kenna hakkarafélögunum um allt saman. Það er tvennt sem gerir myndina nánast þolanlega. I fyrsta lagi notar steypustjórinn Iain Softley mikið atriði þar sem tölvuteikningar og öflugt hip-hop búa til sjón- og hljóðrænan sýrugraut, sem virkar eins og framúrstefnulegt tón- listarvídeó, og í öðru lagi er myndin svo heimsk að það liggur við að hún sé fyndin. Leikur er ekki til staðar, eingöngu trúðslæti. Útgefandi: Warner-myndir. Leikstjóri: lain Softley. Aðalhlutverk: Johnny Lee Miller, Angelina Jolie og Fisher Stevens. Bandarísk, 1995. Lengd: 101 mfn. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. -PJ Wheres the Money, Noreen? Blekkingavefur ★★ Julianne PhUlips leikur Noreen Rafferty sem 17 ára tók þátt í ráni á peningabíl, þar sem tveir öryggisverð- ir voru drepnir. Þrítug sleppur hún loks úr fangelsi á skilorði og er þá sú eina sem eftir lifir af ræningjun- um, en milljónimar þijár, sem stolið var, hafa aldrei fundist. Hún er ofsótt af löggu sem er sannfærð um að hún viti hvar peningarnir eru og elt af dularfullum mönnum. Til að bæta gráu ofan á svart fær hún hvergi vinnu þar til hún loksins kemst að sem sópari á lág- markslaunum í bakaríi. Þar fellir hún hug til sam- starfsmanns síns, en ekki er laust við að hún sé einnig tortryggin í garð hans eins og annarra. Myndin byrjar ágætlega og Julianne Phillips er sæmilega trúverðug sem harðneskjulegur tukthúslimur. Söguþráðurinn er hins vegar einfeldningslegur og eftir því sem líður á myndina verð- ur hún klisjukenndari þangað til í lokin að hún steypist í klisjuhyldýp- ið og verður alveg hreint fáránleg. Það er svona varla að myndin sé þess virði að horfa á hana, en hún er þó alla vega ekkert afspymuleiðinleg fyrr en í restina. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Artie Mandelberg. Aðalhlutverk: Julianne Phiilips og A. Martinez. Bandarísk, 1995. Lengd: 90 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. -PJ Myndbandalisti vikunnar VIKUR fl LISTA <j TITILL ; UTGEF. TEG. I 2 Executive Decision Wamer -myndir Spenna l ■ 1 " Money Train Skífan Spenna 1 Dead Presidents Sam-myndbönd Spenna 4 Birdcage Wamer -myndir Gaman 2 ; Rumble in the Bronx Skrfan Spenna L Bfc'f< 5 ■ 12 Monkeys CiC-myndbönd Spenna 6 Broken Arrow Skífan Spenna í ‘ 2 Vampire in Brooklyn ClC-myndbönd Gaman - 1 Nick of Time ClC-myndbönd Spenna J ‘1 Dracula: Dead and Loving it Háskólabfö Gaman 3 J 4 : Two Much Stjörnubíó Gaman i Things To Do In Denver... Skrfan 1 Spenna 8 : Get Shorty i Warner-myndir Gaman 4 ■ 6 < 1 ;"VA. 1 ; í V ■ Grumpier Old Men Warner-myndir HBBiBMBgím1 Gaman 5 ! Up Close And Personal Myndform Drama 9 Casino ClC-myndbönd Spenna ■ 1 : White Squal Myndform Spenna i Santa Clause Sam-myndbönd Gaman i : Bullet Beigvík Spenna 1 3 X-Files:Master Plan Skrfan Spenna Það eru miklar sviptingar á myndbandalistanum þessa vikuna og inn á listann koma sjö nýjar mynd- ir sem er frekar óvenjulegt. Spennumyndin Executi- ve Decision fer úr fjórða sæti í það fyrsta, en í ööru og þriðja sæti eru nýjar myndir sem einnig gera út á spennu þótt ólíkar séu. Á myndinni eru Wesley Sni- pes og Woody Harrelson í hlutverkum sínum í Mon- ey Train en hún er í öðru sæti listans. í níunda og tí- unda sæti eru tvær myndir sem örugglega eiga eftir að fara ofar, Nick of Time með Johnny Depp í aðal- hlutverki og nýjasta kvikmynd Mels Brooks, Dracula, Drad and Loving It með Leslie Nielsen í að- alhlutverki. ■IMIIHBHimilll ECUIIVE DECISIDN \ . ' * yr**. ’ Q Executive Decision Kurt Russell og Steven Seagal Hryðj uverkamenn hafa náð Boeing 747 þotu á sitt vald og em með óaðgengileg- ar kröfúr. Um borð er öflug sprengja og er ekki bara líf allra farþega í hættu held- ur 40 milljóna manna sem búa á austurströnd Banda- ríkjanna, en sprengj- an er fýllt með taugagasi sem fer út í andrúmsloftið. Eina leiðin til að koma í veg fýrir þessa hættu er að lauma um borð sex manna liði og af-' vopna hryðjuverka- mennina. Money Train Wesley Snipes og Woody Harrelson Þeir Wesley Snip- es og Woody Harrel- son leika vini sem eiga sér draum um að ræna „peninga- lestinni“, en það er sú lest sem safnar saman peningum af neðanjarðaijám- brautarstöðvum í New York. En ekki er nóg með að það sé mjög erfitt, það gerir málið enn flóknara að þeir em lögreglu- menn. Stóra vanda- málið er þó yfirmað- ur þeirra, en hans stolt er að aldrei hef- ur þessi lest verið rænd og hann mun verja lestina með kjafti og klóm. Dead Presi- dents Larenze Tate og Chris Tucker Anthony er skarp- ur átján ára drengur sem býr í Bronx- hverfmu í New York. Honum standa flest- ar dyr opnar en í stað þess að halda námi áfram ákveður hann að ganga í her- inn. Þegar hann snýr til baka er veröld hans gjörbreytt. Þeg- ar Anthony missir vinnuna ákveður hann að taka þátt í áætlun til að næla sér í nokkra „dauða forseta" en það er slanguryrði yfir seðla sem á eru myndir af forsetum Bandaríkjanna. The Birdcage Robin Williams og Nathan Lane Félagarnir Arm- and og Albert hafa búið saman um ára- bil og saman hafa þeir alið upp son Ar- mands, Val, sem nú er fluttur að heiman. Þegar Val tilkynnir um trúlofun sína og dóttur þingmanns leggja þeir blessun sina yfir ráðahaginn en það verður heldur betur handagangur í öskjunni þegar von er á þingmanninum og eiginkonu hans í heimsókn til tilvon- andi tengdaforeldra dóttur sinnar og þingmannshjónin vita ■ ekki betur en „móðir“ Vals sé kona. Rumble in the Bronx Jackie Chan og Anita Mui Myndin segir frá ferðamanni sem fer tO New York til að vera viðstaddur brúðkaup frænda síns. Þegar hann býður aðstoð sína í búð frænda síns lendir honum saman við alræmt mótor- hjólagengi og mafi- una í Bronx. Hann flækist í deilur þess- ara aðila og má hafa sig alian við að verja sig og fjölskylduna. En hann sýnir þess- um hópum að það er varasamt að þekkja ekki óvini sína því hann er hinn mesti bardagamaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.