Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 Spurningin Ætlar þú á jólahlaðborð eða jólaglögg í ár? Gisli Einar Sverrisson sjómaður: Ég veit það ekki enn. Gunnlaugur Lárusson húsasmið- ur: Já, ég hugsa það. Á Hótel Stykk- ishólmi. Viðar Jónsson, Landgræðslunni í Gunnarsholti: Ég reikna ekki með því en það er aldrei að vita. Sigurður Róbertsson, starfsmað- ur Háskólans: Já, hjá vinnunni. Elinrós Líndal verslunarmaður: Já, ég ætla í jólahlaðboröið á Hótel Borg. Það er ómissandi, jólin byrja á Borginni. Hrund Grétarsdóttir og Hrannar: Já, ég ætla í Perluna. Lesendur Stefnir í harða Kjara- baráttu eða þjóðarsátt? Búast má viö höröum aögeröum beggja hópa á vinnumarkaöinum, segir m.a. í bréfinu. Magnús Einarsson skrifar: Það er mikil ólga i þjóðfélaginu og láglaunafjölskyldur ætla sér stærri hlut í næstu kjarasamning- um. Nú gæti verið lag þar sem flest- ir launþegar ætla sér að fá uppgert af sanngirni við ríkiö í góðærinu. Ekki virðast vera efni á landfryst- ingu sjávarafla eða fullvinnslu eins og sjálfsagt væri. Þar fer um 5000 manna láglaunahópur, og tölvur vinna léttu verkin i æ ríkari mæli. Sjá má áhrif alls þessa endur- speglast í kosningum. - Má nefna Reykjavíkurlistann, Ólaf Ragnar Grímsson kjörinn forseta og hreyf- ingar vinstri manna til að koma upp stórum jafnaðarmannaflokki. Átök í kosningum þar sem Ólafur Ragnar er kjörinn forseti með 40% atkvæða og Guðrún Agnarsdóttir fær 25% benda sterklega til þess að grundvöllur sé fyrir sterkum jafnað- armannaflokki. Þeir sem ekki eru innundir hjá peningaveldinu með einhverjum hætti vilja eðlilega sjá það hrynja. Þess vegna má leiða líkur að því að jafnvel harðir íhaldsmenn svíki lit og velji jafnaðarmannaflokk til þess eins að koma höggi á kerfið. Það virðist stefna í harða kjara- baráttu. Brýnt er að auka kaupmátt láglaunahópa, aðrar hækkanir gætu beðið. Fari allt sem horfir má búast við hörðum aðgerðum beggja hópa. Hvernig þessi ríkisstjórn bregst við óóra á vinnumarkaðinum er afger- andi. Um það hlýtur að verða rætt á Alþingi á næstunni. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins endurnýjaði völd Davíðs Oddssonar með 90% atkvæðum. Velta má fyrir sér hversu einhuga sjálfstæðismenn eru um þá kosningu þegar haft er í huga hve margir sjálfstæðismenn hafa kosið annað í öðrum kosning- um. Aflabrestur getur hvenær sem er valdið kreppu, því er nauðsyn fyrir núverandi ríkisstjóm aö koma með uppskeru þjóðarsáttar til handa launafólki. Úreltar mjólkurfernur Skarphéðinn Einarss. skrifar: Það er með eindæmum hve Is- lendingum gengur illa að aðlaga sig breyttum tímum, t.d. lifir ríkis- rekstiu og einokun góðu lífi í land- inu. Gott dæmi er Mjólkursamsalan sem býður neytendum upp á eins lítra mjólkurumbúðir sem fólk er verulega óánægt með. Hvers vegna geta verslunareigendur, að ekki sé nú talað um stóru verslunarkeðj- umar eins og Hagkaup og Bónus, ekki keypt mjólk og látið tappa henni á hentugri umbúðir? Hér í Bretlandi þar sem ég er nú staddur, eiga neytendur margra kosta völ þegar um er að ræða kaup á landbúnaðarvörum, svo sem mjólk, sem er í plastbrúsum og pökkuð í hálfs, eins lítra og þriggja lítra pakkningar. Á þessum umbúð- um er skrúfaður tappi sem auðveld- ar geymsluna í kæli, í stað þess að þurfa að brjóta opiö saman eins og hér tíðkast. Hægt er að fá venjulega mjólk, mjólk með Z2 fitustigi, mjólk sem er vítamínbætt og sögð henta börnum og eldra fólki eða gömlu og einnig fæst mjólk með súkkulaðibragði, jarðarberjabragði o.fl. Úrvalið er mikið þegar um landbúnaðarvörur er að ræða. Ávaxtasafi er í sams konar umbúðum og mjólkin. Ég ætla ekki að hrella lesendur öllu meira fyrir jólin, svo að ég sleppi að geta um verðið á landbún- aðarvörunum hér í Bretlandi. Ég held að dagur sé löngu að kvöldi kominn í landbúnaðarmálum okkar íslendinga. Þar er ekki bændum um að kenna, heldur milliliðum og ýms- um afætum, bændasamtökunum og landbúnaðarráðuneytinu, sem lík- lega er með dagatal sem sýnir alltaf sama árið, ár eftir ár. - Líklega árið 1930. Gríðarlegur verðmunur hér og erlendis Snæbjörn skrifar: Verðlag hér á íslandi er ennþá langt fyrir ofan það sem almennt tíðkast erlendis. Þetta á m.a. við um verðlag í Danmörku. Þar hef ég dvalið og búið um hálfs annars árs skeið þótt að vísu sé nú komið meira en tvö ár síðan. Mér til fróðleiks fæ ég send dönsk blöð og þar sé ég að enn er verð þar miklu lægra á flestum nauðsynja- vörum, tækjum og hlutum sem hverju heimili eru nauðsynleg í dag. Verð á veitingahúsum í Dan- mörku eru einnig áberandi miklu lægri en hér á landi. Það á nú að vísu við um flest lönd önnur. Hér fylgir úrklippa úr dönsku dagblaði þar sem m.a. eru auglýstir [LIlÍSÍilM þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma X*485'Ó 5000 milli kl. 14 og 16 kæliskápar. Þar sér maður svart á hvítu verð á meðalstórum ísskáp 1 Danmörku, þetta frá rúmum 2.000 kr. og upp í tæpar 3.000 danskar krónur. Og hæsta verð á svona ís- skápum auglýstum í danska blaðinu var 3.995 d. kr. (212 lítra). Verðið á kæliskápum hér, venjulegrar stærð- ar til heimilisnota, eru á bilinu 47.000 kr. og upp í 53 til tæpar 70.000 kr. Þetta er aðeins dæmi um verð- mun, af því ég hef hann við tiltæk- an, en dæmin eru sláandi hvar sem þau eru tekin. Ég held að hér geti ekki verið um að ræða svona mik- inn mun vegna flutningskostnaðar og ekki er það vegna söluskatts eða vörugjalds hér því þau gjöld eru líka í Danmörku. En hver er þá or- sökin? óhagstæðari innkaup eða bara hreinlega meiri álagning? - Hvað sem veldur er verðlag hér orð- ið miklu hærra en þolanlegt er fyr- ir neytendur. Ekkert annað svar er til við þessu en að draga við sig eins lengi og menn geta að kaupa eitt og annað sem hægt er að geyma. Sem sé; að hætta að versla nema af brýn- ustu þörf. ZANUSSI ()n\uskcnm>kinc ZW 416 • Kap«idtct 12 kuvcrtct K.ip.wtcl 12 kuvcrtct » 4 pfCKrammcr. icmpefatut 65' « Lavt IjrUnívcau • Indikstor ícr nunejendc taít aívpifulingítuiáskl • InJtn^ct tlryphakkc. U>pplKk ct ckvlritudvtyr • B- of, vsmdforhrui t,5 k\Vli oc ISI v»nd WjLpmÁm- Tr.tal-Smicc-Pric 2JM,- HOOVER Vaskcmaskinc Top 85» • TopI<c!jcnt vMkemaarnc tnetl hjul * Ncin tiklutnin^ cl 220 V « IrtnkH lcmpctstur'itlp * Hntrptiparcpri^iamnrcr • íi'r.tnfufcnnf; 500850 ootdr. • El- tx varxlfothtue 1.1 k\Vh <>f 651 vatul Kd to grsKfct vaU. ♦ HíBÁlÍ4Ú.Dft)cm VrjLprK 'tolal-Scn>cc-I‘m IWS,- HOOVER Kttlc/frvscskuh RD 20 * 14-11 k« * 5714-stjcrnctfryt * rkkMJvi ímla'tnirg mcd bUndt utási fivtharc hvliír * f'uJclautonuiaí: afrimning * kril * Vcndhsrc <!**»« * Hncrci C ^§5 <ss» Whirlpoo! Kolc/fnseskab ARG 645 • Itólkivl • 4f5|4-ttjciticl fr>* • I kkntvl unJutma,; nicd hiamll ;ir«ckt llvlbatc ‘nf.kr Verölag hér er oröiö miklu hærra en þolanlegt er af neytendum, segir m.a. í bréfinu. Auglýsing á kæliskápum í dönsku dagblaöi. Jólahlaðborð fín og dýr Höskuldur skrifar: Að sjálfsögðu er gaman að skreppa út og taka út á jólin fyr- irfram. En ekki finnst mér gam- an né við hæfi að fara t.d. á veit- ingastað til að raða í mig dýrum og finum réttum svona rétt fyrir jólin. Og þegar veröið er líka eins hátt á þessum jólahlaðborð- um og raun ber vitni hef ég ekki geð í mér til að taka út á jólin með þessum hætti. Lægsta verð sem ég sé auglýst er rúmar 2000 kr. og upp úr öllu valdi, 2.500, 2.800 og í rúmar 3.000 kr! Allt kvöldverð. Hádegisverðið hrapar svo niður fyrir 2000 kr. en þá eru borðin ekki jafn fin, að sögn. Hvílík uppákoma að ánetjast! Flugvöllurinn í Reykjavík Helgi Magnússon hringdi: Ég get ekki annað séð af frétt- um en að Reykjavíkurflugvöllur sé fullkomlega ónothæfur fyrir farþegaflug eins og hann er og þótt búið sé að ákveða fyrirfram (þrátt fyrir að matsvinnu varð- andi endurbætur sé ekki lokið) að nýta hann áfram hlýtur að verða aö loka honum án tafar á meðan endurbætur fara fram. Auk þess er enn notast viö full- komlega ólöglega flugbraut þar sem aðflug liggur næst við Land- spítalann og fjölsótt barnaheim- ili. Nú verður að fá umsögn frá alþjóða flugeftirlitinu ef íslensk- h- taka ekki á vandamálmu. Viðkvæm saka- mál felld niður? Jón Stefánsson hringdi: Margir eru famir að efast um réttarfarið í þessu landi þegar hvert sakamálið er sniðgengið af æðstu yfirmönnum í dómskerf- inu. Ég minni á ásakanimar á hendur biskupi. Því máli var bara vísað frá af saksóknara rík- isins. Kæm á hendur barnaníð- ingnum á Akureyri, sem þá var í Stykkishólmi, var vísað frá af saksóknara og málið fellt niður. Og flestir dómar yfir óbótamönn- um hvers konar og fíkniefna- smyglurum eru vægir. Hver get- ur tekið á þessum málum? Eru æðstu yfirmenn í dómskerfinu, .þ.m.t. dómsmálaráðherra (nú eða forsætisráðherra), sammála um að vísa þessum málum frá?? Fríar flugferðir til skatts Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar: Nú er verið að endurskoða reglur um skatt á hlunnindi landsmanna. Hér er mikilvægt að allir sitji við sama borð. Það er t.d. tíðkað að gefa upp fríar ferðir manna og dagpeninga. Hjá flugfélögunum eru hins vegar ekki skattlagðar fríar ferðir starfsfólksins og þótt þessar ferð- ir séu greiddar með t.d. 10-20% af fullu verði er hér um fríferðir að ræða og hlunnindi sem hljóta að skattleggjast eins og annað sem telst til hlunninda. Ég er þó sammála talsmanni Flugleiða að hér verði gætt jafnræðis og að allir sitji við sama borð hvað skattlagningu varðar. Kirkjugarðsljósin Kristín hringdi: Ég tek undir með Huldu í DV sl. mánudag um dýr jólaljós í Grafarvogskirkjugarði. Ég greiði fyrir ljós á tveimur leiðum yfir 10 þúsund krónur. í Hafnarfirði, þar sem ég er líka með leiði, greiði ég aðeins 1.000 kr. Hér er gróf mismunun á ferð. Þessi ljós eru alltof dýr í Grafarvogi, svo mikið er hægt að fullyrða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.