Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1996, Side 15
14
íþróttir
EVRÓPUKEPPHI
Dregið i undankeppni EM
’98 í Vínarborg í gær:
Forriölar:
A-riðill: Tyrkland, Eistland,
Slóvakia, Lettland.
B-riðill: Hvíta-Rússland,
Makedónía, Lúxemborg.
C-riðill: ísrael, Grikkland,
Kýpur.
D-riðill: Pólland, Austurríki,
Holland, Bosnía.
E-riðilI: Sviss, Belgía, Finn-
land, Georgía.
Efsta liðið í hverjum riðli
kemst í sjálfa undankeppnina.
Undankeppnin:
1. riðill: Króatía, Portúgal,
Rúmenía og sigurlið B-riðiis.
2. riðill: Júgóslavía, ísland,
Litháen og sigurlið E-riðils.
3. riðill: Frakkland, Tékk-
land, Slóvenía og sigurlið C-rið-
ils.
4. riðill: Spánn, Noregur,
Þýskaland og sigurlið A-riðils.
5. riðill: Svíþjóð, Ungverja-
land, Danmörk og sigurlið D-rið-
ils.
Tvö efstu liðin í hverjum riðli
komast í lokakeppnina á Ítalíu
ásamt gestgjöfunum, ítölum, og
Evrópumeisturunum, Rússum.
Hagstætt að Sviss
sé í forkeppninni
Þorbjörn Jensson landsliðs-
þjálfari var ánægður með að
Sviss skyldi þurfa að fara í for-
keppni EM sem stendur yfir frá
því í janúarlok og fram í apríl á
næsta ári. Á sama tíma býr ís-
lenska landsliðiö sig undir loka-
keppni HM og auðvelt ætti að
vera að fá Júlíus Jónasson laus-
an. Hann leikur með Suhr í
Sviss en þar þarf að gera hlé á
deildakeppninni vegna forkeppn-
innar, einmitt á þeim tímum
sem Þorbjörn áætlar til æfmga
og leikja fyrir landsliðið. -VS
Bierhoff úr leik
Oliver Bierhoff, sem tryggði
Þjóðverjum sigurinn í Evrópu-
keppni landsliða í sumar, verður
frá keppni í átta vikur vegna
meiðsla á ökkla. Bierhoff leikur
með Udinese á Ítalíu. Þetta er
einnig mikið áfall fyrir þýska
landsliöið.
Leiörétting:
Ekki baksíðu-
frétt um Guðjón
Vegna tilvísunar á forsíðu DV
í gær um brottrekstur Guðjóns
Þórðarsonar, þjálfara ÍA, skal
tekið fram að ekki var frétt um
Guðjón á baksíðunni. Fyrir mis-
tök var vísað tii baksíðufréttar
sem engin var. Aöeins var fjallað
um brottreksturinn á bls. 23.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Ikvöld
Handbolti
Nissandeildin:
Stjaman-HK................20.00
Haukar-Fram ..............20.00
FH-Afturelding............20.00
Selfoss-Grótta............20.00
ÍBV-KA....................20.00
1. deild kvenna:
FH-KR ....................18.15
ÍBA-Fylkir ...............20.00
2. deild karla:
Keflavík-HM...............20.00
Handbolti
Bikarkeppni karla:
Glói, Siglufiröi-Selfoss..19.00
Valur-Skallagrímur........20.00
Dregið í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik:
Hefði getað
verið verra
- ísland mætir Júgóslavíu og Litháen og líklega Sviss
ísland leikur í riðli með
Júgóslavíu, Litháen og væntanlega
Sviss í undankeppni næsta Evrópu-
móts landsliða í handknattleik.
Leikið er frá september fram í
nóvemberlok á næsta ári og tvö
efstu liðin komast í úrslitakeppnina
sem fram fer á Ítalíu vorið 1998.
Sviss er sigurstranglegast i sínum
forriðli en þarf þar að mæta Finn-
landi, Belgíu og Georgíu í leikjum
um að komast í sjálfa riðlakeppn-
ina.
Ljóst er að útkoman gat orðið
verri fyrir ísland, sem greinilega
nýtur þess að hafa unnið sinn riðil
í undankeppni HM án þess að tapa
leik. Það þýðir að einungis ein af
toppþjóðunum, Júgóslavía, er i riðl-
inum. Litháen er lægra skrifað en
má ekki vanmeta og allir þekkja
Svisslendinga sem eru alltaf erfiðir
mótherjar.
Möguleikar íslands verða þó að
teljast talsverðir. Júgóslavía er sig-
urstrangleg en síðan má búast við
baráttu íslands, Litháens og Sviss
um annað sætið.
Stefnum aö sjálfsögöu á
lokakeppnina
Þorbjöm Jensson landsliðsþjálf-
ari sagði við DV í gær að hann
væri nokkuð ánægður með þennan
drátt. „Þetta hefði getað verið verra
og að sjálfsögðu stefnum við að því
að ná öðm af tveimur efstu sætun-
um og komast í lokakeppnina á ítal-
íu. En fyrsta málið á dagskrá er
heimsmeistarakeppnin í Japan og
ég ætla ekki að hugsa of mikið um
þetta fyrr en að henni lokinni,"
sagði Þorbjöm.
Júgóslavar orönir
firnasterkir á ný
Júgóslavar, ein mesta hcmdknatt-
leiksþjóð sögunnar, hafa skotist
hratt upp á stjömuhimininn á ný
eftir klofning ríkisins og einangmn-
ina í kjölfar stríðsins. Þó Króatía,
með alla sína snjöllu handknatt-
leiksmenn, hafi skilið sig frá ríkja-
sambandinu, ásamt fleirum, er
Júgóslavía í dag með mjög öflugt lið
sem stóð sig vel í úrslitum EM í vor
og leikur á HM í Japan.
„Ég er búinn að sjá nokkra leiki
með þeim, þeir em gífurlega öflugir
og eiga að vera með sterkasta liðið í
riðlinum," sagði Þorbjörn.
Litháen á uppleiö
Litháen hefur aðeins tekið þátt í
alþjóðlegum handbolta í fjögur ár,
eftir að hafa klofið sig frá Sovétríkj-
unum sálugu á sínum tíma. Litháar
em komnir með annan fótinn til
Japans eftir góðan árangur í und-
ankeppni HMog verða ömgglega
erfiðir andstæðingar.
„Litháar hafa sótt sig mjög og
þjátfari þeirra, Novinski, varð
Ólympíumeistari með Sovétmönn-
um 1988 þannig að það er rússnesk-
ur bragur á liðinu. Ég mætti liði frá
Litháen með Val í Evrópukeppninni
á sínum tíma, við unnum reyndar
báða leikina hér heima en þeir vom
þokkalegir og hafa bætt sig síðan,“
sagði Þorbjöm.
Sviss er meö hörkulið
Sviss ætti að komast áfram úr
forriðlinum, enda er um hreint slys
að ræða hjá liðinu að hafa lent þar
eftir slæma útkomu i undankeppni
HM. Svisslendingar hafa um árabil
verið framarlega í handboltanum og
íslendingum hefur yfirleitt gengið
brösuglega meö þá.
„Það kom mjög á óvart að Sviss-
lendingar kæmust ekki til Japans
eftir að hafa verið í frekar léttum
riðli. Þetta var ótrúlega slakt hjá
þeim. Þeir eru með hörkulið og
marga snjalla einstaklinga, eins og
Marc Baumgartner. Annars vil ég
ekki útiloka Belgana sem hafa sótt
sig mjög og gætu slegið Sviss út,“
sagði Þorbjöm.
ísland leikur fyrst við Sviss (eða
Belgíu) í lok september 1997, fyrst
heima og síðan úti. Síðan við
Litháen í lok október, fyrst úti og
síðan heima, og loks við Júgóslavíu
í lok nóvember, fyrst heima og
síðan úti. -VS
1. deild kvenna í handknattleik:
Öruggur Stjörnusigur
Tveir leikir voru háðir í 1. deild
kvenna í handknattleik í gærkvöldi.
í Garðabæ áttust við Stjaman og
Víkingur og í Framhúsinu tóku
Framstúlkur á móti ÍBV.
Stjaman sigraði Víking ömgg-
lega, 26-18, í hálfleik var staðan,
16-7. Stjarnan lagði grunninn að
sigri sínum með góðum leik í fyrri
hálfleik og hafði yfirburðastöðu í
leikhléi.
Sigrún Másdóttir átti mjög góðan
leik fyrir Stjömuna og skoraði níu
mörk. Þær Guöný Gunnsteinsdóttir
og Ragnheiður Stephensen skoruðu
fimm mörk hvor.
Guðmunda Kristjánsdóttir skor-
aði sjö mörk fyrir Víking og þær
Kristín Guðmundsdóttir og Heiða
Erlingsdóttir þrjú hvor.
Framsigur gegn ÍBV
Fram sigraöi ÍBV, 25-21, en í hálf-
leik var staðan 11-8 fyrir Fram.
Guðríður Guðjónsdóttir var
markahæst í Fram með fimm mörk
og Hekla Daðadóttir skoraði fjögur
mörk. Sara Guðjónsdóttir skoraði
níu mörk fyrir ÍBV og Ingibjörg
Jónsdóttir átta.
-JKS
Ragnheiður Stephensen skoraöi 5
mörk fyrir Stjörnuna í gærkvöldi.
„Gulldrengirnir" komu saman
Fyrir skömmu komu „gulldrengirnir," frjálsíþróttamennirnir sem gerðu garöinn frægan í upphafi sjötta áratugarins,
saman í tilefni þess að Ómar Ragnarsson fjallar ftarlega um þá í nýrri bók sinni, Mannlífsstiklur, sem Fróði gefur út.
Hér eru þeir sem mest komu viö sögu, fyrir utan Gunnar Huseby og Torfa Bryngeirsson sem eru látnir. Frá vinstri:
Hörður Haraldsson, Guðmundur Lárusson, Magnús Jónsson, Asmundur Bjarnason, höfundurinn Ómar Ragnars-
son, Örn Clausen, Haukur Clausen, Finnbjörn Þorvaldsson og loks Guðmundur Torfason, sonur Torfa heitins.
DV-mynd Hilmar
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996
67
íþróttir
Gunnar með til
boð f rá Roda
- stóð sig vel í reynsluleik með aðalliðinu
Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari segist vera ánægður með dráttinn f
Evrópukeppninni og að sjáifsögöu verði stefnan aö ná ööru af tveimur efstu
sætunum í riölinum og komast þannig í úrslitakeppnina á Ítalíu 1998.
íslenskir golfmenn:
54 kylfingar farið
holu í höggi á árinu
- verðlaun verða veitt síðar í mánuðinum
Gunnar Einarsson, knattspyrnu-
maðurinn efhilegi úr Val, hefur feng-
ið atvinnutilboð frá Roda, einu af
efstu liðum hollensku úrvalsdeildar-
innar.
Eins og áður hefur komið fram í DV
hefur Gunnar farið tvívegis til hol-
lenska félagsins á undanförnum vik-
um og er nú kominn þangað í þriðja
sinn.
Eftir tímabilið hér heima í haust
fór Gunnar til æflnga hjá Roda á veg-
um Valsmanna. Þar stóð hann sig svo
vel að Hollendingamir vildu fá hann
aftur til sín til frekari reynslu.
Fyrir skömmu dvaldi Gunnar síðan
hjá Roda í tíu daga. Hann lék einn leik
með aðalliði félagsins, gegn belgíska
1. deildar liðinu Lommel í bikar-
keppni hollenskra og belgiskra liða.
Gunnar lék síðari hálfleikinn sem
hægri bakvörður og stóð sig það vel
að honum var boðinn samningur í
kjölfarið.
Félögin eiga eftir aö ræöa sín
mál
Roda er sem stendur í 8. sæti úr-
valsdeildarinnar en á leik til góða og
liðið virðist líklegt til að berjast um
Evrópusæti í vetur.
Að sögn Þorláks Árnasonar, fram-
kvæmdastjóra Vals, eiga félögin eftir
að ræða sín á milli en Gunnar er
samningsbundinn Val. Það verður
ekki fyrr en síðar í þessum mánuði
þar sem formaður knattspymudeildar
Vals er erlendis.
Hefur vakiö áhuga fleiri
eriendra félaga
Gunnar er tvítugur og stóð sig mjög
vel í vöm Valsmanna í sumar og lék
einnig með 21 árs landsliðinu.
Hann hefur áður dvalið hjá erlend-
um félögum, Aberdeen í Skotlandi og
Hamburger SV í Þýskalandi, og vakið
áhuga þar í bæði skiptin.
-vs
Á golfvertíðinni í ár hafa 54 íslenskir
kylfingar náð því að fara holu í höggi.
Þetta kemur fram þegar farið er yfir þau
gögn sem borist hafa skrifstofu Golfsam-
bands íslands á þessu ári. Þeir sem ná
þessu draumahöggi allra kylfinga fá af-
hent viðurkenningarskjal í árslok. Að
þessu sinni fer afhendingin fram laugar-
daginn 28. desember á Kaffi Reykjavík.
Einherjaklúbburinn, en svo nefnist fé-
lagsskapur þeirra sem farið hafa holu í
höggi, verður þrítugur á næsta ári og fer
klúbburinn að verða einn fjölmennasti
hópur innan golfiþróttarinnar. Undan-
farin ár hefur fjölgað í honum um 50-60
manns á hverju ári.
Á listanum hér em nöfnin á þeim sem
eiga að fá viðurkenningarskjal frá Ein-
herjaklúbbnum í ár. Það er að segja þau
nöfn sem hafa verið tilkynnt til Golfsam-
bands íslands.
Ragnar Ólafsson, GR, Guðjón E. Jóns-
son, GK, Pálmi Hinriksson, GK, Örn
Ævar Hjartarson, GS, Sigríður Guð-
brandsdóttir, GS, Baldvin Jóhannsson,
GK, Ólafur McUteinsson, GK, Gísli Jón-
asson, GV, Reimar Charlesson, GR,
Sveinbjörn Halldórsson, GR, Helgi Bene-
diktsson, GK, Viktor Sturlaugsson, GR,
Sigurður Albertsson, GS, Ólafur Dani-
valsson, GK, Ólafur Frostason, GK, Birg-
ir Karlsson, GGL, Kjartan Ólafsson,
GKJ, Pétur Valbergsson, GK, Magnús St.
Einarsson, GOB, Óskar Guðmundsson,
NK, Hilmar Sigurðsson, GKJ, Amar Ást-
þórsson, GS, Grímur Þórisson, GKJ,
Jónas Heiðar Baldursson, GR, Hafliði
Ingason, GV, Eyjólfur Vilbergsson, GG,
Sveinbjörn H. Sveinbjömsson, GK, Bald-
vin Jóhannsson, GK, Vilhjálmur J. Guð-
mundsson, GL, Guðni Þór Magnússon,
GE, Haukur Ingi Hjaltalín, GK, Eiríkur
Stefánsson, Bjöm V. Skúlason, GS, ísleif-
ur Leifsson, GO, Bima Ólafsdóttir, GOF,
Guðmundur Pálsson, GO, Sigurjón Frið-
jónsson, GO, Gísli Jóhannsson, NK,
Þórður Águstsson, GO, Valur B. Sigurðs-
son, GR, Hilmar M. Bjarnason, María
Magnúsdóttir, GR, Einar Hermannsson,
KGK, Óli Viðar Thorsteinson, GR,
Eyjólfur Bergþórsson, GR, Helgi Gunn-
laugsson, GO, Logi Guðbrandsson, GO,
Helgi Svavarsson, GO, Sigfús Thoraren-
sen, NK, Sigurður Gunnarsson, GJÓ,
Már Hinriksson, GR, Eiríkur Smith, GK.
-JKS
Ríkharður Daðason:
„Leist mjog vel a allar
aðstæður hjá Kalamata"
- á von á tilboði frá félaginu
Rikharður Daðason, landsliðsmaður
í knattspymu, úr KR, dvaldi um
vikutíma hjá gríska 1. deildar liðinu
Kalamata en félagið bauð Ríkharði
þangað til viðræðna. Rikharði líkaði
dvölin i Grikklandi og leist vel á allar
aðstæður. Svo gæti farið að Kalamata
gerði honum tilboð en Bo Petterson,
þjálfari liðsins, hefur mikinn hug á því
að krækja í hinn marksækna íslenska
leikmann.
Kalamata er sem stendur í 7. sætinu
í 1. deild en um helgina vann liðið
sannfærandi útisigur á Iraklis, 2-5.
„Mér leist vel á allar aðstæður og
áhuginn á knattspymu í borginni er
gifurlegur. Það stendur öflugur maður
á bak við liðiö og aöbúnaður er góður.
Liðið er léttleikandi og í því eru
margir góöir leikmenn. í síðustu viku
geröi Svíinn Joakim Karlsson samning
við liðið en þjálfari þess kemur einnig
frá Svíþjóð. Mér finnst sjálfsagt aö
skoða þetta dæmi betur en það skýrist
á næstu dögum hvert framhaldið
verður. Ég reikna fastlega með að fá
tilboð frá félaginu en ég er
samningsbundmn KR svo liðin þyrftu
að komast að samkomulagi um
kaupverðiö," sagði Ríkharður Daðason
í samtali við DV í gærkvöldi, þá
nýkominn til Kaupmannahafiiar frá
Grikklandi.
Ríkhai-öur fer í dag til viðræðna við
sænska liðið Malmö.
-JKS
Ferdinand á batavegi
Les Ferdinand hjá Newcastle,
sem meiddist á dögunum, vonast
eftir að verða orðinn leikhæfur
fyrir leikinn gegn Nottingham
Forest á mánudaginn kemur.
Óttast var að Ferdinand yrði frá
í sex vikur en meiðslin voru
ekki eins alvarleg og haldið var í
fyrstu.
Hreinsun hjá Hammers
Harry Redknapp, fram-
kvæmdastjóri West Ham, er
ekki ánægður með frammistöðu
Rúmenans Florin Radiciou til
þessa. Redknapp segir að ef ekki
verði breyting á verði Radiciou
seldur en hann kom til félagsins
í sumar fyrir 280 milljónir. Paulo
Futre kann einnig að vera á för-
um frá West Ham.
Aberdeen í bann
Skoska úrvalsdeildarliðið
Aberdeen, sem Haraldur Ingólfs-
son leikur með, gæti átt yfir
höfði sér heimaleikjabann. Eftir
leik liðsins gegn Rangers á laug-
ardaginn var hentu áhangendur
Aberdeen steinum í rútu leik-
manna Rangers þegar hún var
að aka frá leikvangnum.
Leita að þjálfara
Þrir menn eru nú orðaðir við
landsliðsþjálfarastarfið á ítaliu.
Þeir eru Dino Zoff, stjómarfor-
maður Lazio, Cesar Maldini,
þjálfari 21 árs liðsins, og Nevio
Scala fyrrum þjálfari Parma.
Dino Zoff er talinn helst koma til
greina ef marka má ítalska fjöl-
miðla.
Batty fær þrjá leiki
Aganefnd enska knattspymu-
sambandsins hefur dæmt David
Batty hjá Newcastle í þriggja
leikja bann fyrir brotið á Mark
Hughes í leiknum við Chelsea á
dögunum. Þetta þýðir meðal
annars að hann missir af leikn-
um við Liverpool sem verður á
Þorláksmessu.
Robson á eftir Nadal
Brian Robson, framkvæmda-
stjóri Middlesbrough, sagði í
gær að hann hefði boðið 300
milljónir í spænska vamar-
manninn Nadal hjá Barcelona.
Robson segist bjartsýnn á að
Nadal komi til liösins en hlut-
imir verða að ganga hratt fyrir
sig því skammur tími er til
stefnu. Nefnilega sá að spænski
markaðurinn lokast á laugardag-
inn kemur.
-JKS
Rúnar áfram hjá Orgryte
Nú er orðið ljóst að Rúnar
Kristinsson, landsliðsmaður í
knattspyrnu, verður áfram í
herbúðum Örgryte en um tíma var
útlit fyrir að hann gengi til liðs við
AIK í Stokkhólmi. Ekkert verður
að því en haft er eftir Rúnari í
einu sænsku dagblaðanna í gær að
honum hafi ekki fundist tilboðið
nógu freistandi til að flytjast með
fjölskylduna til Stokkhólms.
-JKS/EH
Wuppertal komið áfram
Þýska liðið Wuppertal með þá
Dag Sigurðsson og Ólaf Stefánsson
innanborðs er komið áfram í bik-
arkeppninni eftir góðan sigur á 1.
deildarliðinu Fredenbeck í 32 liða
úrslitum í gærkvöldi. Wuppertal
sigraði, 27-25, á heimavelli og
skomðu Dagur og Ólafur fimm
mörk hvor í leiknum. Liðin skipt-
ust á að hafa forystu í leiknum en
Wuppertal knúði ffarn sigur undir
lokin. Héðinn Gilsson lék ekki með
Fredenbeck vegna meiðsla í kálfa.
-JKS
Jeff Strasser í franska liðinu Metz sækir hér aö Alan Shearer hjá Newcastle
í leik liðanna á St Jame’s Park í gærkvöldi. Reuter
16 liða úrslit í UEFA-bikarnum:
Bröndby fór á
kostum í Karlsruhe
- Asprilla skoraði bæði mörk Newcastle
Ein óvæntustu úrslit í 16 liða úr-
slitum UEFA-keppninnar í knatt-
spymu í gærkvöldi var stórsigur
danska liðsins Bröndby á Karlsru-
her í Þýskalandi. Útlitið var ekki of
bjart hjá Bröndby fyrir leikinn því
þýska liðið vann fyrri leikinn í
Kaupmannahöfn, 1-3. Bröndby lék
skynsamlega á meðan ekki stóð
steinn yffr steini hjá Karlsruher.
Tenerife gerði góða ferð til Rotter-
dam og sló Feyenoord út úr keppn-
inni. Hollenska liöið stóð vel að vígi
fyrir leikinn eftir markalaust jafn-
tefli á Kanaríeyjum.
Newcastle var betri aðilinn gegn
Metz sem lagði áherslu á vömina.
Fyrra markið frá Faustino Asprilla
kom ekki fyrr en tíu mínútum fyrir
leikslok og það síðara tveimur min-
útum síðar. Hann var undir lok
leiksins borinn meiddur af leikvelli.
Youri Djorkaeff og Paul Ince
gerðu mörk Inter gegn Boavista og
hallast veðbankar að sigri Inter í
keppninni. Newcastle kemur næst
hjá veðmöngurum og Monaco í
þriðja sæti. -JKS
7 Shaquille
O’Neal
Los Angeles Lakers
Fæddur: 6. mars 1972.
Hæð: 2,16 m.
Þyngd: 136 kg.
Staða: Miðherji.
Númer á treyju: 34.
NBA-leikir: 331 með Orlando,
þar af 36 í úrslitakeppni og 18
með Lakers.
Meðalskor í NBA: 27,1 stig.
Flest stig í leik: 53.
Flest fráköst: 28.
Flestar stoðsendingar: 8.
Ferill: Valinn fyrstur í nýliða-
valinu 1992 af Orlando. Gekk til
liðs við Lakers i júlí 1996.
Ýmislegt: Hefur leikið alla
fjóra stjömuleikina síðan hann
kom í NBA-deildina.
Varð heimsmeistari með
Bandaríkjunum 1994 og Ólymp-
íumeistari í Atlanta 1996.
Lék með Orlando til úrslita
um NBA-titilinn 1995.
Valinn nýliði ársins eftir tíma-
bilið 1992-1993.
Stigahæsti leikmaður NBA
1994-1995 með 29,3 stig að meðal-
tali í leik.
Varði 15 skot í leik gegn New
Jersey 1993 sem er það næst-
besta í sögu NBA-deildarinnar.
Fyrsti leikmaðurinn í sögu
NBA sem er valinn leikmaður
vikunnar eftir fyrstu viku sína í
deildinni.
Hefur gefið út tvær plötur með
rapptónlist, leikið í tveimur
kvikmyndum og tveir tölvuleikir
em kenndir við hann.
ffEFA>BIKMEHN
16 liða úrslit - síðari leikir
samanlög úrslit feitletruð
Karlsrhuer-Bröndby .. . . 0-5 (3-6)
Schalke-Club Briigge . . . 2-0 (3-2)
Besiktas-Valencia . 2-2 (3-5)
Anderlecht-Helsingborg . 1-0 (1-0)
Feyenoord-Tenerife .... . 2-4 (2-1)
Hamburg-Monaco . 0-2 (0-5)
Boavista-Inter . 0-2 (1-7)
Newcastle-Metz . 2-0 ( 3-1)
Leicester sigraði
Leicester vann óvæntan sigur,
0-2, gegn Middlesbrough á úti-
velli í ensku úrvalsdeildinni í
gærkvöldi. Steve Claridge og
Muzzey Izzet skoruöu mörk
Leicester. Middlesbrough er án
sigurs í 10 leikjum og útlitið því
ekki of gott á þeim bæ nú um
stundir.
Úrslit í 1. deild:
Birmingham-Bamsley........0-0
Reading-Tranmere..........2-0
Sheff. Utd-Huddersfield...3-1
-JKS