Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1996, Blaðsíða 11
Nýjasta mynd Friðriks Þórs Frið- rikssonar, Djöflaeyjan, hefur verið sýnd við feikimikla aðsókn i Stjömu- bíói í haust og vetur og er jafhvel tal- að um að hún muni slá út sum- arsmellinn Independence Day í aðsókn. Friðrik Þór er án efa fremstur meðal jafningja í íslenska kvikmyndaiðnað- inum og sá íslenskra kvik- myndaleikstjóra sem mesta athygli hefur vakið á alþjóðlega visu. Hann er sjálfinenntaður kvik- myndagerðarmaður og var byrjaður að gera stuttmyndir strax mennta- skóla. Hann var í forsvari fyrir Hreyfi- myndafé- lagið 1974-1978 og átti stóran þátt í að koma kvikmynda- hátíð Reykja- víkur á fót 1978. Á fyrri hluta ní- unda áratugarins gerði hann nokkr- ar merkilegar heim- ildarmyndir, svo sem Hringveginn, Rokk í Reykjavík og Kúreka norðursins, en fyrsta kvikmynd hans í fúllri lengd var Skyttumar (1987) sem m.a. vann til verð- launa á kvikmynda- hátíðum í Bmssel og Lúbeck og var íslenska framlagið til óskarsverð- launanna það árið. Myndin fjallaði um raunir tveggja ólukkulegra hval- veiðimanna í Reykjavík. Þór :lær í gegn Það var i ekki fyrr en F fimm ámm síðar sem önnur kvik- mynd Friðriks Þórs leit dags- ins anleg í myndbandaleigur 10. desemb- er. ljós. Það var Böm náttúrunnar sem átti eftir að afla honum alþjóðlegrar viðurkenningar og festa hann í sessi sem athyglisverðasta íslenska leik- stjórann. Myndin fjallaði um aldrað par sem hittist á elliheimili og ákveð- ur að stinga af og halda á æskuslóðir sínar. Óhætt er að segja að myndin hafi farið sigurfór um heiminn. Hún vann til alls 23 alþjóðlegra verðlauna, þar á meðal á kvikmyndahátíðum í Montréal, Japan og norrænu kvik- myndahátíðinni í Reykjavík 1993, ásamt því að vera tilnefhd til ósk- arsverðlauna sem besta erlenda myndin 1992. 1994 gerði hann nostalgíska mynd sem var að nokkra leyti byggð á eig- in æskuminningum. Sú mynd var Bíódagar og enn vann hún til fjölda verðlauna á erlendri grundu, var m.a. valin besta norræna myndin 1994 og var framlag Islendinga til óskarsverðlaunanna. Og víkur þá sögunni að fjórðu kvikmynd Friðriks Þórs, Á köldum klaka, sem er vænt- Alþjóðleg fræqum le mynd með frægum feikurum Myndin er alþjóðlegt samstarfs- verkefhi bandarískra, þýskra, sviss- neskra, danskra og íslenskra aðila og skartar japönskum, bandarískum og íslenskum leikurum. Stærsta ís- lenska hlutverkið er í höndum Gísla Halldórssonar, sem var í aðalhlut- verki í Bömum náttúrunnar, en í að- alhlutverki er Masatoshi Nagase, sem hefur verið kallaður James Dean Japans, en hann er vinsæll leikari og rokkstjama í Japan. Hann lék aðal- hlutverkið í mynd Clara Law Chuck- Yu, Autumn Moon, sem vann Gullna hlébarðann í Locamo 1992, og einnig hefur hann leikið í nokkmm mynd- um Hayashi Kaiz sem er einn af þekktari leikstjórum Japans. Há- punktur ferils hans er sennilega hlut- verk i mynd Jim Jarmusch, Mystery Train. Ennfrem- ur fékk Friðrik Þór tvo þekkta bandaríska leikara í aukahlutverk í myndinni, Fisher Stevens og Lili Taylor. Fisher Stevens lék illmenniö í Hackers, sem nýlega kom út á myndbandi, og hefur einnig sést i t.d. Nina Takes a Lover og Only You. Lili Taylor er sú frægasta af leikaralið- inu en hún kom fyrst ffam á sjónar- sviðið í Mystic Pizza árið 1988. Hún hefur átt mikilli velgengni að fagna og leikið í fjölmörgum kvikmyndum, þ.á m. Say Anything, Bom on the Fo- urth of July, Household Saints, Short Cuts og Pret-a-Porter eftir Robert Alt- man, Arizona Dream, Mrs. Parker and the Vicious Circle og Four Rooms en enn eigum við eftir að sjá myndimar I Shot Andy Warhol, The Addiction eftir Abel Ferrara og Girls Girls Girls. Söguþráður myndarinnar er á þá leið að Hirata, ungur japanskur verslunarmaður, er með tveggja vikna golfferð til Hawaii á prjónun- um þegar afi hans kallar hann til sín og segir honum að hann verði að fara til íslands í staðinn og halda minn- ingarathöfn við dánarstað foreldra sinna sem drukknuðu í afskekktri á á íslandi. Hirata er ekki alls kostar ánægður með þetta en hlýðir. Við tekur ferðalag sem er ævintýri líkast. Ung kona, sem selur honum frosinn bilskrjóð með bfluðu handfangi, jarð- arfarasafnari, sviðahausar, karlakór- ar, íslenskt brennivín, óprúttnir bandarískir puttaferðalangar og draugar koma við sögu en í aðalhlut- verki er íslensk vetramáttúra og kvikmyndun hennar sem hefur vakið mikla athygli um heim allan. Er því við hæfi að enda þessa umfjöllun á orðum framleiðanda myndarinnar, Jim Stark, sem kallar ísland „bflljón dollara virði, ókeypis leikmynd". PJ UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT Bjarki Sigurðsson Vissulega kemur það fyr- ir að ég horfi á myndbönd. Ég reyni meira að segja að sjá allt sem mig langar tU. Að komast yfir það getur reyndar verið svolítið erfitt þar sem ég er aUtaf á æfing- um langt fram eftir kvöldi. Slíkt læt ég þó ekki stöðva mig og horfi hara fram á nótt. Reyndar veldur það ákveð- inni þreytu en það verður bara að hafa það. Efst í huga mér núna er myndin Birdcage með Robin Willi- ams, Nathan Lane og Gene Hackman. Mér fannst hún frábær en það er einmitt nauð- synlegt aö gamanmynd sé fyndin ef hún á að hitta mark. Þessi mynd skorar, það ekki æsku man ég aUtaf eftir dans- og söngvamyndinni sí- gUdu, Grease. Enn þann dag í dag stendur hún fyrir sínu og það er ekki langt síðan ég horfði á hana síðast. Annars er engin sérstök mynd sem er i uppáhaldi hjá mér. Ég er þetta sem kaUast alæta á myndir, hef áhuga á næstmn öUu sem sett er á filmu. Ég gerði mikið að því í gamla daga að fara í kvikmyndahúsin en nú hef ég aUtaf svo mikið að gera þannig að bíóferðun- um hefúr fækkað. Best fmnst mér að hoppa upp í sófa og glápa á gott mynd- band með fjölskyld- unni. Þá líður mér vel. -ilk spum- ing. Úr American Quilt í American Quilt leikur Winona Ryder nema á lokaári í Berkeley. Hún eyðir sumarfriinu hjá langömmu sinni og frænku. Hús þeirra er frið- sælt griðland þar sem hún hyggst ljúka nýjustu rit- gerðinni sinni og íhuga bónorð sem hún hefur fengið. Þegar hún hittir hinn glæsUega og kynþokka- fuUa Leon gleymast aUar fyrirætl- anir og málin fara að flækjast fyrir henni. Á meðan hún á í þessari innri baráttu segja konumar í saumaklúbbi langömmu hennar trúnaðarsögur um ástir sem höfðu áhrif á líf þeirra. Auk Winona Ryder leika í mynd- inni úrvalsleikkonur á borð við Kate NeUigan, Jean Simmons, Lois Smith og Alfre Woodward. Auk þess leikur rithöfundurinn þekkti Maya Angelou í myndinni. Leikstjóri er Jocelyn Moorehouse og hefur hún fengið lof fyrir þessa mynd sína. ClC-mynbönd gefur út American Quilt og er hún leyfð öUum aldurs- hópum. Útgáfudagur er 10. desemb- er. Underground Underground er mynd úr smiðju eins fremsta kvikmyndagerðar- manns Evr- ópu í dag, Emir Kust- irica, og hlaut hún GuUpálmann í Cannes í fyrra. í myndinni er sögð saga tveggja fé- laga, Markos og Svarts, í næstum hálfa öld. Þeir em Júgóslavar og þegar síðari heimsstýrjöldin hefst ganga þeir í lið með Tito gegn nas- istum. Það varpar skugga á vináttu þeima að báðir elska þeir sömu kon- una og verða því síður en svo glað- ir þegar hún fer að slá sér upp með nasistaforingja. Svartur reynir að bjarga stúlkunni en verður iUa á í messunni og Marko bjargar honum og stofnar tfl samfélags neðanjarðar þar sem fyrirskipunin er að búa tfl vopn gegn nasistum. í 20 ár er sam- félagið neðanjarðar að framleiða vopn og Marko er ekkert að hafa fyrir því að segja fólkinu að styij- öldin sé löngu liðin enda hagnast hann vel á þessu öUu saman. Háskólabío gefur út Underground og er hún bönnuð bömum innan 16 ára. Útgáfudagur er 10. desember. Queen Margot Queen Margot er frönsk úrvals- mynd með einni dáðustu leikkonu Frakka, Isa- belle Adjani, í aðalhlut- verki. Segir myndin, sem gerð er eftir einni af sög- um Alex- andre Dumas, frá drottning- unni Catherine de Medici sem ákveður að gifta Margréti dóttur sína byltingarmanninum Henry af Navarre. Ráðahagurinn mætir mik- Uli andstöðu bræðra Margrétar og ýmissa valdahópa i landinu, meðal annars kaþólikka sem segjast frem- ur kjósa stríð en að fá yfir sig kon- ung af mótmælendatrú. Þeir leggja á ráðin um víg Henrys en þrátt fyr- ir fyrirlitningu Margrétar á manni sínum kemur hún honum til bjarg- ar. Sam-myndbönd gefa Queen Margot út og er hún leyfð öUum ald- urshópum. Útgáfudagur er 12. des- ember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.