Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1996, Blaðsíða 2
26 MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 1996 Iþróttir Finninn Myka Myllyla vann um helgina fyrsta sigur sinn f heimsbikarnum í skíöagöngu en hann hefur lengi veriö talinn efnilegur. Myllyla sigraöi á móti í Davos í Sviss og gekk 10 kílómetrana á 26,02 mínútum. Á myndinni fagnar Finninn sigrinum.. Símamynd Reuter Svíinn Jesper Blomqvist er kominn til ítalska liösins AC Míian í knattspyrnunni og um helgina skrifaði hann undir samning viö félagiö. Blomqvist, sem hér sýnir nýja búninginn, lék áöur meö sænska liðinu Gautaborg. Símamynd Reuter Þrjár efstu stúlkurnar í risasvigi heimsbikarsins en keppni í greinínni fór fram um helgina. Lengst til vinstri er Pernilla Wiberg, Sviþjóö, sem varð í ööru sæti, í miöjunni er rússneska stúlkan Svetlana Gladishiva sem sigraöi og til hægri er Carole Montillet frá Frakklandi en hún hafnaöi í 3. sæti. Símamynd Reuter Michael Long frá Nýja-Sjálandí sigraöi um helgina á opna mótinu þar í landi. í ööru sæti varð Ástralinn Peter O’Malley en hann sigraði á mótinu í fyrra. Á myndinni hér aö ofan er Long með sigurlaunin. Sfmamynd Reuter Enn einn íslendingurinn í All Svenskan: Einar Brekkan til Vesterás Knattspyrnumaðurinn Einar Brekkan, sem leik- ið hefur með sænska 3. deildar liðinu Sirius und- anfarið, er á leið í sænsku úrvalsdeildina í knattspymu. Einar og forráðamenn Vesterás hafa náð sam- komulagi þess efnis að Einar gangi til liðs við fé- lagið. Fram undan eru viðræður á miUi félag- anna en að sögn Einars mun ekkert geta komið í veg fyrir að þau nái sam- komulagi mjög fljótlega. Vesterás vann sér rétt til að leika i sænsku úr- valsdeildinni undir lok siðasta keppnistímabils og ætla forráðamenn liðsins að styrkja liðið fyrir komandi átök í úr- valsdeildinni. Liður í þvl em kaupin á Einari sem lék vel með Siriusi á lið- inni leiktíð þrátt fyrir að liðið félli í 2. deild. „Ég er mjög ánægður með að búið er að ganga frá þessum málum og ekkert virðist geta komið í veg fyrir að þetta gangi fljótt fyrir sig. Það er alltaf ánægjulegt þegar svona mál taka enda og allt er frágengið,” sagði Einar Brekkan í samtali við DV í gær. -SK/EH Dregið í 8-liða úrslit bikarkeppninnar í körfu: Stórleikurinn er viður- eign KR og Njarðvíkur Dregið var í gær í 8-liða úrslit bikarkeppninnar í körfuknattleik. Ljóst er að stórleikur 8-liða úr- slitanna er viðureign KR og Njarð- víkur á Nesinu, tveggja af bestu lið- um úrvalsdeildarinnar. Hin Suðumesjaliðin tvo virðast eiga auðvelda leiki fyrir höndum. Keflvíkingar mæta ÍR á heimavelli ÍR-inga í Seljaskóla og Grindvík- ingar fara á Selfoss og leika gegn 1. deildar liðinu sem sigraði Val í 1. deildinni um helgina. Loks leika ísfirðingamir í KFÍ gegn Skallagrími á ísafirði og verð- ur það spennandi viðureign enda getur ekkert lið bókað sigur á ísa- firði. í kvennaflokki dróst ÍS gegn KR, Njarðvik gegn Skallagrími, Kefla- vík gegn Grindavík og loks ÍR og KFÍ. Allir leikimir í karla og kvenna- flokki fara fram dagana 12. og 13. desember, á fimmtudag og fóstu- dag. -SK Flokkaglíma Reykjavíkur um helgina: Á fimmtugsaldri en sigraði samt Einn þekktasti glímukappi lands- ins á ámm áður, KR-ingurinn Jón E. Unndórsson, gerði sér lítið fyrir og sigraði um helgina í Flokkaglímu Reykjavíkur. Á sigur Jóns, sem er kominn vel á fimmtugsaldur, bar þó þann skugga að nokkrir sterkir glímu- menn mættu ekki til leiks, til að mynda vegna veikinda. En Jón varð að hafa töluvert fyr- ir sigrinum og honum tókst að leggja glímukónginn Ingiberg Sig- urðsson, Víkverja, í úrslitaviður- eign um gullverðlaunin. Jón og Ingibergur vom jafnir þegar venju- legri glímu var lokið en í þriðja sæti varð Ásgeir Víglundsson, KR. í léttari flokknum, þar sem kepp- endur vora 84 kg og léttari, sigraði Hjörleifur Pálsson, KR, og hlaut hann 2 vinninga. Benedikt Jakobs- son í Víkverja varð í öðru sæti og hlaut einn vinning. Fjölnismaður- inn Hafsteinn Guðjónsson hafnaði í þriðja sæti og hlaut ekki vinning. Yflrdómari var Orri Björnsson, glímukóngur í KR, sem ekki gat keppt vegna meiðsla. Magnús var ráð/nn til KS DV, Fljótum: Magnús Jónsson, fyrrum þjálf- ari Fram og Þróttar á Neskaup- stað, hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks KS á Siglufirði. Magnús mun fyrst um sinn stjórna þjálfúninni í Reykjavík en hluti liðsins er þar við nám. Að sögn Freys Sigurðssonar, formanns KS, er mikil ánægja með að hafa fengið Magnús til KS, ekki síst þar sem hann hefur þjálfað áður á landsbyggðinni og þekkti auk þess nokkuð til á Siglufirði. -ÖÞ Alves Pinto var myrtur Alves Pinto, knattspymumað- ur hjá Botafoga í Brasilíu, var myrtur um helgina á götu úti. Hann var skotinn tvívegis í höfúðið og faðir hans, sem var með honum, var einnig myrtur. Botafoga er eitt af fjórum bestu liðum Brasilíu í knatt- spyrnu. -SK Scales til Leeds George Graham, fram- kvæmdastjóri Leeds United, keypti í gær fyrsta leikmanninn frá því hann tók við stjóminni hjá Leeds. Graham keypti John Scales, sem þykir einn traustasti vam- armaður enskrai' knattspymu, frá Liverpool. Scales lék með Leeds fyrir 11 árum en fór þaðan til Brighton og loks til Liverpool. Kaupverðið sem Leeds greiddi var 400 milljónir króna. -SK -SK Bretinn Damon Hill fékk um helgina afhent verölaun sín fyrir heimsmeist- aratitilinn í kappakstri. Verölaunin voru afhent í Mónakó og á myndinni er það Albert prins af Mónakó sem afhendir Hill verölaunin eftirsóttu. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.