Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1996, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1996, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 9. DESEMBER 1996 25 Getraunir: Enski boltinn 2x2 x22 xx11x22 Lottó 5/38: 21318 27 33 (17) Jurgen Klinsmann fagnaö eftir að hann hafbi skorað 100. mark sitt í þýsku úrvalsdeildinni. Símamynd Reuter Enska úrvalsdeildarliðið Newcastle United er á höttunum eftir Skagamanninum Bjama Guð- jónssyni. Enska liðið er sagt reiðu- búið að greiða um 115 milljónir ís- lenskra króna fyrir Bjama sem er aöeins 17 ára að aldri. Það var enska blaðið Daiiy Telegraph sem greindi frá þessu i fóstudagsútgáfu sinni. Þessi frétt fékk síðan byr und- ir báða vængi í gær þegar sagt var frá því á heimasíðu Newcastle að viðræður væru hafnar á milli fé- lagsins og ÍA. Á heimasíðunni sagði enn fremur að innan tíðar gæti Les Ferdinand átt von á því að íslend- ingurinn ungi léki við hlið hans í fremstu víglínu Newcastle. Kevin Keegan, framkvæmdastjóri Newcastle, bauð Bjama út til æf- inga í viku tíma. Keegan hreifst af Bjama og vill fá hann aftur til fé- lagsins, samkvæmt heimildum DV. Þegar dvölinni hjá Newcastle lauk fór Bjarni til svissneska liösins Grasshoppers og þar er sömu sögu að segja. Svissneska liðið hefur mik- inn áhuga á Bjama. Eftir um sólar- hrings viðdvöl á íslandi hélt Bjami svo í gærmorgun áleiðis til Liver- pool en enska félagið bauð honum út til æfinga í viku tíma. Samkvæmt heimildum DV em fíeiri erlend félög full áhuga á Bjama sem skoraði 12 mörk fyrir Skagamenn í 1. deild á síðasta sumri. „Það hafa átt sér stað óformlegar viðræður en málið er á algjöru frumstigi. Það liggja engin samn- ingsdrög á borðinu en Newcastle hefúr engu að síður sýnt áhuga á að fá Bjama í sínar raðir. Næsta skref I máíinu verður ekki tekið fyrr en Bjami kemur heim frá Liverpool, sagði Áki Gunnarsson i varastjóm ÍA í samtali við DV. -JKS Frjálsar íþróttir: Þríðja skipti hjá Johnson Michael Johnson og Gail Devers unnu um helgina til Jesse Owens verðlaun- anna í frjálsum íþróttum. Verðlaun þessi hafa verið veitt í 15 ár og þykja mikill heiður. Þetta var í þriðja sinn sem Johnson fær verðlaunin og hefur enginn náð þeim áfanga áður. Johnson átti frábært tíma- bil. Hann vann 200 og 400 m hlaup á Ólympíuleikunum, setti heimsmet í 200 m hlaupinu og hefur nú unnið 57 400 m hlaup í röð. Johnson fékk 2084 atkvæði en tugþrautarmaöurinn Dan O’Brien varð annar með 1.450 at- kvæði. Gail Devers, sem vann Jesse Owens verðlaunin einnig 1993, vann gullverðlaunin í 100 m hlaupi á Ólympíuleikunum og einnig í 4x100 m boðhlaupi kvenna. Devers hlaut 1994 at- kvæði en Gwen Torrence sem varð önnur var með 1293 at- kvæði. -SK Fann ekki dóm■ ara og vann sér inn 55 milljónir Goran Ivanesevic frá Króatíu ætlaði að hætta keppni á mesta peningamóti tennisleikara ár hvert sem lauk í Múnchen í gær. Ivanesevic var veikur en þeg- ar hann ætlaði að tilkynna brott- hvarf sitt úr mótinu fann hann ekki dómarann og hélt því áfram keppni. Hann lék í gær til úrslita á mótinu gegn Boris Becker og vann sér inn 55 milljónir króna. Það getur hann þakkað að hafa ekki fundið dómarann fyrr í vik- unni. -SK Sjá nánar bls. 30 100. markið en hótaraðfara Júrgen Klinsmann náði þeim merka áfanga um helgina að skora 100. mark sitt í þýsku úr- valsdeildinni í knattspyrnu. 100. markið var sigurmark Bayem Munchen gegn Borussia Mönchengladbach. Klinsmann er ekki ánægður hjá Bayem og hótaði um helgina að fara frá fé- laginu ef liðiö hætti ekki að leika stífan varnarleik. -SK Sjá allt um knattspym- una í Evrópu á bls. 31. ;V<’5 Keegan og IA ' samningum - Newcastle tilbúiö að greiða 115 milljónir króna fyrir Bjarna Guðjóns- son. Liverpool hefur einnig áhuga og Bjarni æfir nú með félaginu Enski boltinn: Klúður hjá Man. Utd Leikmenn Manchester United glutmðu niður unnum leik gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær á heimavelli West Ham. Solskjær og Beckham komu United i 0-2 en West Ham jafn- aði með tveimur mörkum á jafnmörgum mínútum undir lok leiksins. Enski boltinn á bls. 27 IÞR I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.