Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 Fréttir__________________________________________________________________________________x>v Landbúnaðarkerfiö: Allt of há fjárhæð í kerfi sem mismunar - segir Rannveig Guðmundsdóttir, formaður þingflokks iafnaðarmanna „Við eigum auðvitað að hafa efni á því að viðhalda ákveðinni land- búnaðarframleiðslu. Eins og aðrar þjóðir veröum við með ákveðnum hætti að koma að því máli en þessi upphæð, á sjötta milljarð króna, er of há miðað við aðstæður,“ segir Rannveig Guðmundsdóttir, formað- ur þingflokks jafnaðarmanna, í samtali viö DV. Rannveig segir að þessir miklu fjármunir virðist ekki skila sér í réttlátri skiptingu til bænda sjálfra og i ljós hafi komið í upplýsingum, sem kallað hafi verið eftir á þing- inu, að þeir sem mikið megi fram- leiða fái jafnframt mjög háar bein- greiðslur, þannig að með tilliti til jöfnuðar sé þetta beingreiðslukerfi mjög undarlegt. Jafnframt virðist svo vera sem kerfið fari ekki vel með þá sem vilja fara að reglum. Hún kvaðst telja að á sjötta millj- arð í landbúnaðarkerfí sem mis- munar bændum og skili sér mjög illa til þeirra sem eru að rækta jörð- ina og nýta hana sé allt of mikil fjár- hæð. Aðspurð hvort hún sæi eitt- hvað sem réttlætti viðhald þessa kerfis sagði Rannveig: „Ég á mjög erfítt með að sjá það.“ -SÁ Valgerður Sverrisdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokks: Bændur hafa tekið á sig miklar byrðar landbúnaðarmálin eru í góðum farvegi „Landbúnaðarmálin eru i ágætis- farvegi eins og er en þaö verður sjálfsagt haldið áfram aö leita leiða til hagræðingar í þessum málum eins og öðrum. Sannleikurinn er sá að niðurskurður til landbúnaðar hefur verið meiri á síöustu árum heldur en í öðrum útgjaldaliðum ríkisins," segir Valgeröur Sverris- dóttir, formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins. Valgerður segir að vel hafi veriö að verki staðið í spamaði í landbún- aðarkerfinu undanfarin ár og ekki síst af hálfu bænda sjálfra sem hafi tekiö á sig miklar byrðar. Hún telji því síður en svo að þaö fjármagn sem fer í landbúnaðinn sé of mikið. Hins vegar megi alltaf velta fyrir sér hvort hagræða og spara megi í stofnunum landbúnaðarins en greiðslur til bænda verði ekki með neinu móti skomar meira niður en þegar er orðið. „í sumum tilfellum hefur byggöa- stefnan verið rekin á kostnaö land- búnaðarins en ég þekki enga þjóö í okkar nágrenni sem ekki veitir fiár- magn til landbúnaöar og telur það eitt af því sem tilheyri því að vera sjálfstæð þjóð sem þarf að matast," segir Valgerður. Hún segir að í um- ræðu um kostnað landbúnaðarins þá sé fátt nýtt og oft gleymist að meta þau verðmæti sem landbúnað- urinn skapar sem ekki endilega verði talin í krónum og aurum. Þá megi heldur ekki gleyma því að ís- lenskar landbúnaðarafuröir hafa reynst sannar að því að vera óvenju hollar og góðar samanboriö við af- urðir í öðmm löndum. -SÁ Hiö opinbera landbúnaðarkerfi: Heldur bændum uppi en þjóðinni niðri - segir Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónusi „Þjóðin hefur ekki efni á þessu opinbera landbúnaðarkerfi sem er til þess að halda bændum uppi og þjóðinni niðri. Svo einfalt er það. Það er ekki nóg með aö landbúnað- urinn sé að framleiða afurðir sem þjóðfélagiö þarf ekki á að halda heldur er þjóðfélagið að framleiða bændur sem ekki eru sjálfbjarga," segir Jóhannes Jónsson í Bónusi. Jóhannes segir að kerfið, eins og það er nú, sé afleiðingin af margra ára pólitík sem átti eitt sinn að hjálpa einhverjum en hefur dagað uppi í algerri andhverfu sinni, eins og allt sem er vemdað gerir,“ segir Jóhannes. Jóhannes segir af og frá að þjóðfélagið og neytendur hafi efni á að viðhalda þessu kerfi sem stuðli að háu vöruverði. Hann nefn- ir sem dæmi að ef svínakjöt og egg væm framleidd undir sams konar opinberri framleiðsluvemd og fram- leiðslukvótakerfi og viðgengst í hin- um opinbem landbúnaðargreinum þá myndi eggjakílóið sjálfsagt kosta 2000 krónur og svínakjötið minnst 1200 krónur kílóið. „Allt sem á að stýra af opinbemm aðilum leitar sér óhagkvæmni," segir Jóhannes i Bónusi. -SÁ Formaður þingflokks Alþýðubandalags: Ógæfa land- búnaðarins að byggðastefnan var hengd á hann fjórða milljarð króna. - En þótt kostnaðurinn hafi lækk- að og sé enn að lækka, hvað er það sem réttlætir hann? „Það sem réttlætir hann er auð- vitað gamalt kerfi sem er að ganga sér til húðar og er að breytast smátt og smátt. Byggðastefnan var hengd á landbúnaðinn, sem var ógæfa landbúnaðarins, og á því berum við öll í sameiningu ábyrgð, það er ekki landbúnaðinum eða bændum að kenna,“ segir Svavar Gestsson al- þingismaður. -SÁ Hinn heföbundni landbúnaöur er á rúmlega fimm milljaröa króna árlegri meögjöf skattgreiöenda og því þykir fæst- um alþingismönnum ástæöa til aö breyta. DV-mynd GVA „Þessar upphæðir til landbúnað- arins hafa lækkaö stórkostlega á síðustu árum og munu lækka á næstu árum og bændur sjáifir hafa beitt sér í því að lækka þennan kostnað og gengið lengra en nokkur stétt nokkum tímann hefur gengið fram í að taka niður sín eigin lífs- kjör,“ segir Svavar Gestsson, for- maður þingflokks Alþýðubandalags. Svavar segir að kostnaðurinn við landbúnaðarkerfið sé stöðugt að lækka og stærstum áfanga í þeirri viðleitni hafi verið náð með þeim búvörusamningum sem Steingrím- ur J. Sigfússon gerði í ráðherratið sinni í landbúnaðarráðuneytinu en þá minnkaði þessi kostnaður um á Guömundur Bjarnason: Til að styrkja byggð og halda uppi atvinnu „Hugsunin aö baki niður- greiðslum á landbúnaðarafúrðum og síöar beingreiðslum til bænda er sú að halda niðri vöruverði. En auövitað tengist það líka því að styrkja byggð og halda uppi at- vinnu í sveitum og svo framvegis, eftir því hvemig menn vilja skil- greina það,“ sagði Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra þegar hann var spuröur um þær fjárhæöir sem samfélagið leggur til hefðbundinnar landbúnað- arframleiðslu. -SÁ Geir H. Haarde: Takk fyrir að hringja og vertu blessaður DV hefur spurt formenn þing- flokkanna á Alþingi þeirrar spumingar hvort ríflega sex millj- arða tilkostnaöur ríkisins vegna sauöfjár- og kúabúskapar í land- inu sé peninganna virði og hvað það sé sem réttlæti þennan kostn- að, en svör þeirra birtast hér á síðunni. Formaður þingflokks Sjálfstæð- isflokksins og þess stærsta á þingi, Geir H. Haarde, skar sig úr hópi þingflokksformannanna sem DV leitaði til með því að neita að svara spumingum blaðsins um þetta mál. Aðspurður hvað það væri sem réttlætti þennan kostn- aö sagði Geir: „Þakka þér fyrir að hringja og vertu blessaöur.“ -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.