Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 Öryggismál: Háværar vælur á markað Heildverslunin Ólafur Gísla- son & Co hefur hafið innflutning á handhægum vælum til nota í öryggisskyni. Hér er um að ræða lítil hylki sem gefa frá sér 130 desibela hávaða og að sögn starfsmanna heildverslunarinn- ar er hljómurinn mjög pirrandi og erfiður og ætti ekki að fara fram hjá neinum. Vælurnar koma í tveimur tegundum, sú ódýrari er útbúin lykkju sem t.d. má hengja á hurðarhúna þannig að tækið fer í gang sé tekið í húninn auk þess sem kippa má í sé um hættuástand að ræða. Slík væla kostar 714 kr. en sú dýrari er á 994 kr. en auk lykkjunnar er hún útbúin ljósi og hnappi sem þrýsta má á í hættu. Olís: Sjálfvirkar bensínstöðvar Olís opnaði í sl. viku þrjár nýj- ar sjálfvirkar bensínstöðvar undir nafninu ÓB-ódýrt bensín, sem selja munu ódýrt eldsneyti á ökutæki. Meö þessu vill Olís skapa fleiri valkosti í eldsneytis- sölu og mæta óskum þeirra við- skiptavina sem vilja ódýrara eldsneyti í sjálfsafgreiðslu og minni þjónustu. Stöðvamar verða opnar allan sólarhringinn. Þær verða mannlausar með yfir- byggðu skyggni og sjálfsala þar sem hægt er að nota seðla og kort. Stöðvarnar em við stór- markað Fjarðarkaupa í Hafn- arfirði, hjá Engjaveri við Star- engi í Grafarvogi og hjá Holta- nesti við Melabraut í Hafhar- firði. Jólaís frá Kjörís Jólanýjungin frá Kjörís í ár er átta manna vanilluísterta með marsipani og súkkulaðibitum. Nýjung frá Mjólkursamsöl- unni Þessa dagana er að koma á markað ný afurð frá Mjólkur- samsölunni. Hér er um að ræða hið vinsæla Ris a l’amande eða hrísgrjónaábæti með hind- berjasósu. Hrísgrjónaábætirinn er framieiddur hjá Mjólkurs- amsölunni í Búðardal og verður 1 sölu fram yfir jól meðan birgð- ir endast. Opnunartilboð MM í tilefni af stofhun MM, Matar- kofa Meistarans, sem era sér- verslanir með kjöt og grænmeti, verður boðið upp á sérstakt opn- unartilboð fram á sunnudag. Veittur verður 10-15% afsláttur af vinnsluvöram Meistarans, svo sem salötum, flestum áleggsteg- undum, kjötbúðingum og pyls- um. Þá verða kartöflur selda á 75 kr. kg. Einnig selja MM-verslan- imar KEA-hangikjötið. Neytendur__________________________x>v Verðkönnun Neytendasíðu: Jólasteikin í ár -verðmunur misjafn eftir tegundum Mestur reyndist verömunurinn vera á reyktum svínabóg, eða 105%. Aftur á móti var lítill sem enginn verömunur á hreindýrakjöti, eöa aöeins 3% og á hamflettum rjúpum, eöa 6%. Nú þegar styttist í jólin með degi hverjum eru margir farnir að huga að jólasteikinni enda látum við flest ýmislegt gott eftir okkur um hátíð- arnar. Átta tegundir hátíöarmatar Neytendasíða DV fór á stúfana í gær og athugaði verðið á jólamatn- um í fimm verslunum á höfuðborg- arsvæðinu. Athugað var verð á átta kjötafurðum sem þykja líklegar til vinsælda um hátíðirnar en þær eru hangilæri með beini, úrbeinað hangilæri, úrbeinaður svínaham- borgarhryggur, reyktur svínabógin', hamflettar rjúpur, hreindýrakjöt, kalkúnn og roast beef. Verslanirnar sem voru heimsóttar era Hagkaup í Skeifunni, 10-11 í Engihjalla, Fjarð- arkaup í Hafnarfirði, Bónus Holta- görðum og Nóatún vestur í bæ. Hér er engan veginn um að ræða tæm- andi lista, hvorki verslanir né vænt- anlegan hátíðarmat, heldur er hér aðeins um úrtak að ræða. Aðeins þaö ódýrasta Við könnunina var aðeins athug- að verð á ódýrastu tegund í hveij- um vöruflokki enda bjóða margar verslanir upp á sams konar kjöt- meti frá mörgum framleiðendum. Það vill oft skapa mikinn verðmun á ákveðinni vörutegund innan sömu verslunar. Enn fremur skal skýrt tekið fram að hér er ekki um gæðakönnun að ræða, ekki er lagt mat á gæði kjötsins heldur aðeins verð þess. Margt kemur tii í nokkrum tilfellum fékkst ekki viðkomandi tegund í sumum versl- ananna. Þannig vora einungis til sölu óhamflettar rjúpur í 10-11, auk þess sem ekki var boðið upp á hreindýrakjöt og roast beef. Sömu- leiðis fékkst ekki hreindýrakjöt í Fjaröarkaupum og Bónusi. í Bónusi var heldur ekki að finna roast beef, reyktan svínabóg, rjúpur eða úr- beinaðan svínahamborgarhrygg þó svo að þær upplýsingar hafi fengist að hann sé á leiðinni í Bónusversl- anirnar. Kalkúnn var uppseldur í Bónusi og ekki er gert ráð fyrir að meira verði á boðstólum af honum fyrir jól. Hjá 10-11 verslununum er í mörg- um tilfellum um að ræða afslátt á kassa sem ekki kemur fram í venju- legu kílóverði og í könnuninni var farið eftir uppgefnu verði og ekki gert ráð fyrir kassaafslætti. Hjá Fjarðarkaupum var úrbeinaður svínahamborgarhryggur á 1675 kr. kg en á allra næstu dögum er von á honum frá öðrum framleiðanda á 1395 kr. kg. Hangilærið með beini hjá Bónusi var á 50% afslætti þegar könnunin var gerð. Afsláttarverðið var hið uppgefna verð á pakkningu og helst það verð á súluritinu. Sömu sögu er að segja um úrbeinaða lær- ið, en það var á 30% afslætti. Misjafn verömunur Verðmunur á hangikjötslæri með beini reyndist vera 41%, á því úr- beinaða var munurinn 47%. Á úr- beinuðum svínahamborgarhrygg var verðmunurinn 71%, á reyktum svínabóg var munurinn 105% en verðmunur á hamflettum rjúpum var litill eða aðeins 6%. Hreindýra- kjöt fékkst aðeins í tveimur búð- anna og var verðmunur lítill, eða aðeins 3%. Á kalkún var 24% verð- munur og á roast beef var hann 60%. -ggá Verðið á jólasteikinni Hangikjötslæri með beini Úrbeinað hangikjötslærí Urbeinaður svínahamborgar- hryggur Reyktur svínabógur Rjúpur Hreindýrakjöt Kalkúnn 1600 1400 1200 1000 800 600 400 200 0 Roast Beef Margir möguleikar bjóðast hvað jólasteikina f ár varðar. Neytendasíða DV tók saman átta tegundir kjötvara og athugaði verðið í fimm verslununum á höfuð- borgarsvæðinu. í mörgum tilfellum var viðkomandi vara ekki til þó svo að viðkomandi verslanir hefðu oftar en ekki annars konar Ijúfmeti á boðstólum. Mörg lýsum viö heimiii okkar faliega um hátíðirnar og eru jólin orkufrekur tími. Stefán Skúlason, rafvirki og sölufull- trúi hjá Heimilistækjum, er með nokkur góö ráö fyrir þá sem vilja lækka rafmagnsreikningana. DV-mynd BG Nú fer í hönd sérstaklega orku- frekur tími enda lýsum við flest heimili okkar upp um hátíðamar. Oftar en ekki lyftum við síðan brún- um yfir rafmagnsreikningnum þeg- ar hann skýst inn um lúguna en að sögn Stefáns Skúlasonar, rafvirkja og sölufulltrúa hjá Heimilistækjum, þarf ekki mikið til að lækka raf- magnskostnaðinn verulega. Stefán segir að einfaldir hlutir eins og að muna að slökkva ljós í herbergi geti skipt miklu máli, það sé einföld að- gerð sem auðvelt sé að venja sig á. Auk þess eru komnar orkuspar- andi perur á markað sem endast mun lengur og henta vel á mörgum stöðum í húsinu, eins og t.d. yfir eldhúsborði. Slíkar perur eru vissu- lega dýrari en venjulegar en þó stofnkostnaðurinn sé hærri þá borg- ar það sig til lengdar sé litið á rekstrarkostnaðinn. Sem dæmi má nefna að venjuleg 40 W pera dugar í eitt ár í venjulegu eldhúsi en 9 W sparnaðarpera á að duga í 5 ár. Einnig segir Stefán að fólk hugsi oft ekki út í hvaða perur séu settar í útiljós. Oft eru notaðar 40 eða 60 W perur þegar 15 eða 25W perar duga vel eða eins og Stefán segir þá þarf ekki að lýsa miklu meira en til að við rötum inn. Hann bendir einnig á að mörg heimilistæki á borð við þvottavélar hafi orkusparandi stillingar sem auðvelt sé að nýta sér. Auk þess fer töluverð orka í þurrkara en Stefán segir það algengt að fólk þurrki þvott of lengi þar sem flestar þvotta- vélar í dag þvoi á þúsund snúning- um sem geri það að verkum að þvotturinn sé orðinn hálfþurr þegar hann er kominn út úr vélinni. Hann bendir einnig á gamalt húsráð sem varðar frystikistur og skápa og dug- ar vel. Þegar lítið af vörum er í frystinum er ráðlegt að taka poka og fylla hann af vatni eða gömlum dag- blöðum og setja inn í frystinn. Pok- inn virkar sem einangran og kulda- gjafi þannig að pressan gengur hæg- ar og eyðir minna. Að lokum nefndi Stefán meiri notkun hinna vinsælu halogenpera á heimilum en margir dimma aðeins ljósin í stað þess að slökkva á þeim. En þó herbergi myrkvist töluvert er ekki þar með sagt að orkueyöslan sé minni. ggá Orkusparandi aðgerðir auðveldar: Erum föst í viðjum vanans I < I I < (

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.