Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Qupperneq 11
DV FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 Svanurinn flýgur á braut Síðustu sýningar á Svanin- um eftir Elizabetu Egloff verða milli jóla og nýjars, nánar til- tekið 28. og 29. desember kl. 20. Ástæðan er sú að Ingvar E. Sig- urðsson, sem leikur svaninn sjálfan, er á leið til útlanda til að kynna sér leiklist í grann- löndunum. Svanurinn er sérkennileg og ævintýraleg ástarsaga um hjúkrunarkonuna Dóru sem lif- ir heldur tilbreytingarsnauðu lífi í vinnunni og ástarsam- bandi sínu við mjólkurpóstinn. Á þessu verður umbylting þeg- ar svanur flýgur á gluggann hennar og steinrotast og fellir síðan svanshaminn. Maria Ell- ingsen leikur Dóru, Bjöm Ingi Hilmarsson mjólkurpóstinn og Ingvar svaninn, eins og áður sagði. Öll hlutu þau lof fyrir frammistööu sína, en Ingvar þó sérstaklega, enda hlutverkið óvenjulegt og afar krefiandi lík- amlega. Auður Eydal, leikgagn- rýnandi DV, fullyrti i rnnsögn sinni að hann Qygi! Svanurinn er einstæð leik- húsreynsla sem áhugamenn um leiklist ættu ekki að missa af. Fhnitia ífí., Ver-Dan^i G'eiM-fari Nemendasýning Um helgina, 14. og 15. des- ember, stendur yfir sýning á verkum nemenda Listaskólans við Hamarinn í Hafharfirði. Bamadeildin verður með úr- val verka, til dæmis grafik, málverk, teikningar, jólakort og leirmuni. Nemendur í fúll- orðinsdeildum sýna vatnslita- myndir, teikningar og olíumál- verk, og auk þess kemur út myndasögublaðið Kartúns sem gefið er út í lok hverrar kennsluannar. Sýningin er til húsa á annarri hæð í Firði, en það er nýtt nafh á verslunarmiðstöð- inni sem áður hét Miðbær Hafnarfjarðar. Hún er opin miDi 13 og 14 báöa dagana. Falleg skólaúr Vatnsvarin með skýrum stöfum. í tilefni jólanna er innifalin áletrun allt að 5 stöfum. Verd aðeins kr. 2.950 GULL-URIÐ Axel Eiríksson Álfabakka 16, Mjóddinni, sími 587-0706 Aðalstræti 22, Isafirði, simi 456-3023 Þeir sem stefna hátt þurfa að hafa greiðan aðgang að upplýsingamiðlun nútímans, og því fyrr - því Hbetra. More margmiðlunartölvan frá Boðeind er öflug tölva fyrir alla, jafnt verðandi geimfara eins og hana Emilíu, sem aðra meðlimi fjölskyld- unnar. 133 MHz örgjörvi, 16 MB vinnsluminni, 1280 MB harður diskur, geisladrif, hátalarar og margt fleira. Nú er rétta tækifærið til að uppfylla óskir allra í fjölskyldunni. More tölvan er öflug og varanleg heimilistölva fyrir alla í fjölskyldunni, börnin líka. f dag og á morgun fó krakkarnir að kynnast nýjustu Disney leikjunum í Boðeind. Pocahontas, Toy Story, Hringjarinn frá Notre Dame og margt, margt fleira. Fyrstu viðskiptavinirnir fá glaðning. Veitingar fyrir alla á staðnum og óvæntur gestur kemur í heimsókn. Opið er í dag frá 9-18 og á morgun frá 10-16. BGÐEIND Tölvuverslun - þjónusta - Mörkinni 6 Sími: 588 2061 • Fax: 588 2062 Frá kr. 129.900,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.