Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 !í i r Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og Otgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVlK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Jafnarí lífeyrísrétt Allt frá því opinberir starfsmenn fengu sérstök lífeyr- isréttindi hefur mikil gjá verið á milli eftirlauna þeirra og almennra launþega, þótt ríkið hafi að nafninu til greitt sama hlutfall af launum í lífeyrissjóð og aðrir vinnuveitendur. Þetta stafar af því að eftirlaun úr sjóð- um ríkisstarfsmanna eru í reynd verðtryggð. Þegar ið- gjöldin sem í þá sjóði renna duga ekki fyrir greiðslum úr sjóðunum kemur ríkið og borgar það sem á vantar. Mismunandi háar greiðslur vinnuveitenda í lífeyris- sjóðina er að vísu ekki eina misréttið sem viðgengst í líf- eyriskerfi landsmanna. Þannig hafa ráðamenn undan- farandi áratugi tryggt ýmsum gæludýrum stjómmála- flokkanna sérstök forréttindi sem færa þeim háan lífeyri fyrir fárra ára starf, t.d. á Alþingi eða í ríkisstjóm. En fjármálaráðherra hefur kosið að vekja núna sér- staka athygli á þeirri mismunun sem felst í iðgjalda- greiðslum ríkisins annars vegar og annarra vinnuveit- enda hins vegar með því að leggja fram frumvarp um breytingar á lífeyrisréttindum starfsmanna ríkisins. Með frumvarpinu er tekið upp nýtt kerfi fyrir alla þá ríkisstarfsmenn sem koma til starfa eftir gildistöku lag- anna. Launagreiðandinn, það er ríkið, mun ekki leggja fram 6 prósenta iðgjald í þann nýja sjóð, heldur hækkar iðgjaldið í 11,5 prósent. Þau 5,5 prósent sem þama bæt- ast við eiga að jafngilda þeim viðbótarskuldbindingum sem ríkið hefur tekið á sig í gamla kerfinu. Vafalaust er það alveg rétt, sem ráðherrar í ríkis- stjórninni hafa lagt áherslu á síðustu dagana, að með þessari breytingu er ekki verið að auka útgjöld ríkis- sjóðs umfram það sem orðið hefði í gamla kerfinu, held- ur fyrst og fremst verið að gera raunverulega iðgjalda- prósentu ríkisins sýnilega og tryggja að hún verði greidd jafnóðum en ekki eftir á. Enda er góð regla að hafa allar slíkar skuldbindingar ríkissjóðs uppi á borðinu. En hitt er einnig augljóst að með því að gera mismun- inn á lífeyriskjörum starfsmanna ríkisins annars vegar og almennra launþega hins vegar öllum augljósan með þessum hætti viö upphaf viðræðna um nýja kjarasamn- inga hefur ríkisstjómin fært þetta gamla misrétti í brennidepil viðræðnanna og flækt samningana verulega. Ahnennu stéttarfélögin hafa gripið þessa iðgjalda- hækkun á lofti og gert kröfu um að launþegar á almenna vinnumarkaðinum fái sömu greiðslur frá sínum at- vinnurekendum. Magnús L. Sveinsson, formaður Versl- unarmannafélags Reykjavíkur, sagði í viðtali við DV að hann teldi þetta stærsta mál sem komið hefði upp í lang- an tíma, enda væri ekki hægt að skipta fólki upp í tvær þjóðar þar sem önnur fengi 15,5 prósenta lífeyrisréttindi en hin aðeins 10 prósent - þótt það hafi auðvitað við- gengist árum saman. Krafa um jafnan lífeyrisrétt verður væntanlega sett á oddinn af hálfú stéttarfélaganna. Atvinnuekendur hafa eðlilega áhyggjur af þessu óvænta innskoti í samningaviðræðumar. „Eins og mál- ið liggur fyrir mun þetta verða oddamál og setja allt úr skorðum ef ríkisstjómin ætlar að knýja frumvarpið um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna í gegn fyrir ára- mót eins og stefnt er að,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, við DV. En þótt sá tími sem valinn hefur verið til að leggja stjómarfrumvarpið fram sé kannski óheppilegur, er ánægjulegt að þessi mismunun þegnanna skuli nú öllum ljós. Það verður þá erfiðara að skjóta sér undan því að taka á misréttinu og jafha lífeyrisrétt landsmanna. Elías Snæland Jónsson Hugnæm frétt var í Morgun- blaðinu á miðvikudaginn þess efnis að íslenskur fisksali í Óð- insvéum sjái íslendingum um gjörvallt Danaveldi fyrir fiski héðan. Að sögn blaðsins mynd- ast jafnan langar biðraðir landa þegar til hans spyrst færandi ýs- una að heiman; menn þjóta frá Gilleleje, Horsens og Korsbæk frá því að verka á mannakaupi hinn viðurstyggilega útlenska fisk á vit íslensku ýsunnar. Allt er þá fullkomnað. Fólkið er laust undan vinnuáþján, bíladellu, kaupdeilum, hurðarásum um öxl, skuldum, roki, rigningu og leiðinlegu sjónvarpi en fær sína ýsu engu að síður sem það getur þá soðið í tilskildar tuttugu mín- útur, stungið upp í sig og fundið í hinu sérkennilega megna bragðleysi ýsunnar keim af ís- lensku súldinni sem sérhver landi saknar, lendi hann í ferða- lögum. Bábiljan um útlitið Gott til þess að vita að íslend- ingar skuli enn borða þjóðarrétt- inn mauksoðna ýsu, sem er sá matur sem kemst næst því að líkjast blautri borðtusku á bragðið. Halldór Laxness skrif- aði eins og allir vita fyrir all- mörgum árum eitthvað á þá leið að þessi þjóð legði sér einungis Nú er svo komið að í fiskbúðum og á matstöðum sem sérhæfa sig í fiski er eingöngu hægt að fá ófríða fiska að borða, segir Guðmundur Andri m.a. - Sædjöfull og syrtiusystir. Bábiljan um þorskinn þá fiska til munns sem hún teldi nógu andlitsfríða til að borða. Síðan hann reit þessi orð - og var að tala um rækjur - hafa kokkar og góm- fræðingar, konnössörar og gormar keppst við að grafa upp úr hafdjúpunum sem allra ferlegust óféti og því ófrýnilegra sem kvikindið er því gómsætara skal það vera; þeir hafa lagt á sig ærið erfiði við að elda þetta, kjamsað á þessu í viðurvist fjölmiöla, gefið þessu ógeðsleg nöfn, vitnað í um- mæli Halldórs og hlegið að því hversu vitlausir íslendingar hafi nú verið að nýta sér ekki slíkt lost- æti sem slýrottan sé augsýnilega. Svo rammt hefur raunar kveðið að þess- um viðbrögðum við ummælum Halldórs Laxness að nú er svo komið að í fiskbúðum og á matstöðum sem sérhæfa sig í fiski er eingöngu hægt að fá ófríða fiska að borða. Ekki þessa gömlu sætu. - Viltu þorsk? Nei því miður. Hann er of lag- legur. Síðasta ranghug- myndin Eða hvað kann að valda því að hvergi er hægt aö kaupa þorsk hér í fiskbúð? Senni- „Gott til þess aö vita aö íslend- ingar skuli enn boröa þjóöarrétt- inn mauksoöna ýsu, sem er sá matur sem kemst næst því aö líkjast blautri borötusku á bragö- iö.u Kjallarinn Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur lega það að enginn spyr um hann annar en ég - stundum. Is- lendingar eiga vægast sagt skrautlegan feril í bábiljum um mat og tóku öldum saman naum- ast eftir því að þeir væru hér á eyju með fiskimið í kringum sig, héldu að þetta væri gjöfult land- búnaðarhérað í miðri Evrópu; prýðilegan matfisk, skötuna, borða þeir ekki fyrr en þeir hafa fullvissað sig um að hann sé ónýtur, og svo framvegis. En síð- asta ranghugmynd þessarar þjóðar um mat er litlu skárri en hinar. Þannig lifúm við að sögn á þorski, seljum útlendingum hann, en höldum að þeir kaupi hann vegna þess að þeir hafi ekkert vit á fiski. íslendingar halda að þeir séu eina þjóðin í heimi sem veit að ýsa er betri en þorskur. Þetta er bábilja, eins og þeir fáu menn vita hér sem bragðað hafa þorsk verkaðan handa fólki en ekki köttum. Ef gormarnir, konnösöramir og furðufiskakokkamir vilja finna eitthvað verulega exótískt og rót- tækt handa okkur ættu þeir að prófa þorskinn. ísland er nefni- lega ennþá framandi land í aug- un okkar. Guðmundur Andri Thorsson Skoðanir annarra Forréttindahópar „Allar umsamdar launahækkanir á almennum vinnumarkaði á undanfomum árum hafa horfið í hækkandi skatta og álögur og gjöld til sveitarfélag- anna og stofnana þeirra. Skuldir heimilanna hrann- ast upp og neyðin sums staðar er orðin ólýsanleg. Á sama tíma er unnið að því að tryggja rétt forrétt- indahópa.... Frumvarpið um nýjan lífeyrissjóð rík- isstarfsmanna er brot á jafnræðisreglu, við því hljót- um við að bregðast með kröfu um leiðréttingu. . . . Nú eru þingmenn að fjalla um eigin kjör og þá gilda allt önnur rök en um aðra launþega." Guðmundur Gunnarsson í Mbl. 12. des. Launasjóður rithöfunda „Rithöfundar er stétt þeirra sem skrifa bækur. Um þá verða að gilda sömu reglur og um aðrar stéttir. . .. Ef hlutverk sjóðsins er að tryggja sem flestum rit- höfundum gnmdvöll til að helga sig listsköpun sinni ætti hann því ekki að styrkja þá sem hafa sjálfír náð að selja ritverk sín það vel að höfundarlaun af þeim ættu að skapa þeim grundvöll til að geta helgað sig óskipta listsköpun sinni. Það má spyija: Til hvers að styrkja þá sem þarf ekki að styrkja?" Gunnar Smári Egilsson í Alþbl. 12. des. Notið stimpilklukku! „Jólagjöfin í ár hjá nokkrum tilteknum opinber- um stofnunum verður stimpilklukka.... Ef einfold- ustu stjórntæki og aðhaldsmál eru þeim ofvaxin, hvemig geta þeir þá metið árangur og hæfni öðm- vísi en eftir sínum óráðnu geðþóttaleiðum? Ef hér er um að ræða skipulagðan losaraskap til að hækka laun óbeint eða greiða uppbætur af einhverri óskil- greindri náttúm þá er auðvitað bráðnauðsynlegt að taka allt slíkt upp á borðið - áður en forstöðumenn ríkisins fá lausara taumhald." Stefán Jón Hafstein í Degi- Tlmanum 12. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.