Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Síða 22
34 Fréttir FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 9 0 4 * 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. Þú þarft aðeins eitt símtal í Lottósíma DV til að fá nýjustu tölur í Lottó 5/38, Víkingalottó og Kínó * LOTTÓsíbw 9 0 4 * 5 0 0 0 Tollkvótar vegna innflutnings á smjöri, ostum og eggjum Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. breytingu með lögum nr. 87/1995 og með vísan til rg. útgefinnar 10. desember 1996, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta vegna inn- flutnings á smjöri, ostum og eggjum. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðuneytinu á skrifstofutíma frá kl. 9.00-16.00. Skriflegar umsóknir skulu sendar með bréfi eða með símbréfi til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir kl. 15.00 fimmtudaginn 19. desember 1996. Landbúnaöarráðuneytið 10. desember 1996 Einföld áætlun SCOTTS^IllH . áLEt ÚRVALSflT^ (IiJ1|ij.mIúí. húur:in tCMVtBIMðOCND ■ $U|jIkii Kinc , | VJu/.n Kman a » mWrjnKlltVm W Ki IR Gagntakandi spennusaga sem í sjálfu sér er ógnvekjandi hug- leiðing um það hve langt mað- urinn er tílhiíinn að ganga til að halda í drauminn sinn. - Hvað segja lesendur? „Rosalega góð bók. Miklu meira en bara spennusaga!" R.H. „Upp til hópa hef ég verið ánœgður með Úrvalsbœkur. En þessi held ég slái þœr allar út.“ Þ.Þ. Úrvalsbækur eru valdar bækur og vel þýddar - bækur sem sóma sér vel í hvaða bókahillu sem er. Hver bók kostar 895 krónur út úr búð og ennþá minna í áskrift. Nýjustu bækurnar eru þessar: Morð í hverfinu - Brotin ör - Sinnaskipti - Gullauga - Fyrrverandi — Oravíddir speglanna - Asókn - Einföld áætlun. Sameining Hólaness og Skagstrendings um áramót: Rækjuvinnslan er í fremstu röð - segir Lárus Ægir Guðmundsson stjórnarformaður DV, Skagaströnd: „Við breikkum undirstöður fyrir- tækisins með sameiningunni við Hólanes. Við höfðum ekkert verið í rækju en keypt- um skip til að laga okkur að þeim veiðum. Það horfir vel með þessar rekstrareiningar sameinaðar þrátt fyrir að verð á rækju sé í lægð um þessar mund- ir, segir Lárus Ægir Guðmunds- son, stjórnarfor- maður Hólaness hf. og Skag- strendings hf. á Skagaströnd, sem formlega samein- ast um áramót. Miklar fram- kvæmdir standa yfir við rækju- vinnsluna og er búið að endur- nýja tækjakost verksmiðjunnar auk þess sem verið er að reisa 600 fermetra móttöku við hana. Pillunarvélum hefur verið flölgað úr tveimur í íjórar. Áformað er að í gegnum verksmiðjuna fari aiit að 5 þúsundir tonna á ári sem er helmingsaukning. „Smáar og millistæröir af rækju hafa fallið í verði um 35 til 40 pró- sent sem er geysileg lækkun. Stærri rækjan hefur fallið minna í verði eða um 15 til 20 pró- sent. Það er því öll áhersla lögð á að veiða stóru rækj- una. Við horfum á þennan rekstur út frá þeim sveiflum sem þekktar eru í greininni. Þrátt fyrir niðursveiflu núna vitum við að þetta mun jafna sig á ný,“ segir Lárus Ægir. Nýtt sameinað fyrirtæi mun skulda um 1,5 milljarða króna og segir Lárus Ægir að skuldastaðan sé bærileg miðað við stærð fyrirtækis- ins. rt Unniö viö stækkun rækjuverksmiðju Hólaness/Skagstrendings á Skaga- strönd. Rækjuverksmiöjan getur nú annaö allt aö 5 þúsundum tonna á ári sem er helmingsaukning. Hér má sjá starfsmenn Samafls ehf. sem tók aö sér verkiö. DV-mynd ÞÖK Fiskiðjan Skagfirðingur lokar frystihúsinu á Hofsósi á næstunni: Leitað logandi Ijósi að nýjum aðilum til að reka húsið DV, Hofsósi: „Það er mjög áríðandi að halda uppi vinnslu i frystihúsinu. Hér hefur verið þokkalegt ástand í at- vinnumálum siðan í október. Um áramót taka gildi uppsagnir 12 starfsmanna Skagfirðings af 27 og það er auðvitað alvarlegt mál,“ seg- ir Árni Egilsson, sveitarstjóri Hofs- hrepps á Hofsósi, og vitnar til þess að blikur eru á lofti í atvinnulífi íbúa á Hofsósi þar sem fiskiðjan Skagfirðingur hefur sagt upp starfsfólki frystihússins á staðnum og hyggst hættta landvinnslu. Samkvæmt heimildum DV er nú leitað logandi ljósi að nýjum aðil- um til að reka frystihúsið. Viðræð- ur áttu sér stað við aðila á Siglu- firði sem gekk úr skaftinu nýlega. Ámi sveitarstjóri vill hvorki játa því né neita en ítrekar að áriðandi sé að halda áfram vinnslu í þessu stærsta atvinnufyrirtæki á Hofsósi. „Við viljum allt til vinna að halda áfram vinnslu í húsinu og auðvitað voniun við að forsendur fyrir lokuninni breytist og stjórn Skagfirðings sjái sér fært að halda áfram vinnslu hér,“ segir Ámi. Á Hofsósi búa nú 358 manns og hefur fækkað um 20 á einu ári, úr 378. Stærsti atvinnurekandinn, að frátöldu frystihúsinu, er Stuðla- berg sem framleiðir hljóðkúta. Þar vinna á bilinu 15 til 20 manns. Skuldir sveitarfélagsins nema 30 þúsundum króna á hvem einstak- ling sem þýðir að Hofshreppur er með allra minnst skuldsettu sveit- arfélögum á landinu. Þetta er mik- il breyting frá því sem var fyrir nokkrum árumm þegar sveitarfé- lagið var í gjörgæslu félagsmála- ráðuneytisins vegna skuldsetning- ar þess. -rt Árni Egilsson, sveitarstjóri Hofshrepps, segir áríöandi aö halda frystihúsinu á Hofsósi opnu. Þaö er langstærsti atvinnurekandinn á staönum og nú er ieitað nýrra aðila til aö taka við rekstri þess, eftir að Fiskiöjan Skagfiröingur lokar því. DV-mynd ÞÖK Starfsdagur í Laufási DV, Akureyri: Gamli bærinn í Laufási í Eyja- firði verður opnaður almenningi kl. 13.30 á sunnudag og gestum boðið að fylgjast með „heimilisfólki“ sem verður önnum kafið við jólaundir- búning næstu tvær klukkustundirn- ar. Meðal þess sem „heimilisfólkið" tekur sér fyrir hendur verður að steypa tólgarkerti, kveikja upp í hlóðunum og sjóða jólahangikjöt. Börnin á hermilinu sitja við jóla- fóndur og skreyta síðan jólatróð. Uppi í baðstofu sitja sumir við vó- vinnu og aðrir skera út laufabrauð sem síðan verður steikt í eldhúsinu. Sérstakir gestir í Laufásbænum verða Rósa Kristín Baldursdóttir og Þórarinn Hjartarson sem gleðja við- stadda með söng sínum á íslenskum jólalögum. Þá er von á jólasveinum og ef veður leyfir verður gengið í kringum jólatré sem stendur í garði prestssetursins. Aðgangseyrir er 200 kr. fyrir eldri en 12 ára. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.