Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1996, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1996, Qupperneq 4
FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 1996 33 "V %ónlist hátt/lágt - hljómsveitin Nada Surf Þeir sem ekki þekkja hljóm- sveitina Nada Surf hafa líklega gerst sekir um að fylgjast ekkert of mikið með íslenska listanum síð- astliðnar vikur (hvort sem það er glæpur eður ei). Hinir sem hafa fylgst með vita sem er að lagið Popular sem hljómsveitin flytur sat fyrir stuttu á toppi listans og hefur náð þónokkrum vinsældum ytra. Lagið er að finna á plötu sem kom út fyrr á þessu ári og ber nafnið high/low. Verðlaunar sig sjálft Prímusmótorar hljómsveitar- innar eru þeir Matthew Caws gít- arleikari og Daniel Elliot bassa- leikari en trommarinn Ira Elliot var ráðinn þegar upptökm- á plöt- unni voru hálfnaðar sökum þess að fyrri trommuleikarinn hætti. Matthew og Daniel voru cills ekki óvanir hljómsveitarbransanum áður en Nada Surf byrjaði, höföu meira að segja spilað saman og síðan rekið hvor annan úr ýmsum bílskúrssveitum. Nada Surf varð hins vegar til þegar Matthew komst að þeirri niðurstöðu að það að vera í góðri hljómsveit launaði sig sjálft og lagði frægðardraum- inn á hilluna. Kaldhæðnin við þessa ákvörðun er að sjálfsögðu velgengi hans og Nada Surf síðan, en Matthew snýr sér víst undan og neitar að svara þegar hann er spurður um merkingu nafnsins. Popp-pönk Útkoman úr samstarfi Matthews og Daniels er popp-pönkuð plata þar sem lögð er mikil áhersla á textagerð ýmiss konar (eins og kemur best fram í laginu Popular). Textaáhrif koma frá aðilum eins og Leonard Cohen og bókum um hegðunarvenjur frá 1960, til að nefna dæmi. Textinn við umrætt lag er einmitt tekinn úr bók um hegðunarvenjur en í því nefnir Matthew ýmislegt sem má og má ekki gera í heimi unga fólksins, allt til þess að verða vinsæll. Nada Surf hefur vakið verðskul- daða athygli enda kominn tími til að blanda meira saman áhrifum úr ýmsum áttum. -GBG IjigÍfSf Þaö er engan bilbug að finna á öldnu kempunum í Rolling Stones. Þrátt fýrir að samanlagður aldur fjórmenn- inganna sé nú oröinn 211 ár þá hyggjast þessir eilíföarung- lingar halda í átta mánaða langa tónleikaferð um gervöll Bandaríkin til að kynna nýja plötu sína sem nú er í vinnslu. Talsmenn Rolling Stones segja aö þessi fyrirhugaöa ferö veröi síst íburðarminni en Voodoo Lounge tónleikaferöin í fyrra. Þar spiluðu þeir á 127 stööum. Sennilega hafa þeir þó ekki þurft að kvarta undan tímakaupinu því að taliö er að á þeirri tónleikaferð hafi hljómsveitin náð inn um tveim og hálfum milljarði ís- lenskra króna. -JHÞ Faithless slá í gegn Faithless hafa heldur betur sleg- ið í gegn með lag sitt Insomnia, bæði hér heima og erlendis. Lagið hefur komist hátt á tíu evrópska vinsældalista og útgáfufyrirtæki sveitarinnar, Arista Records, er farið að undirbúa innrás Faithless inn í Bandaríkin. Til stendur að gefa breiðskífu Faithiess, Rever- ence, út í lok febrúar en smádiskur með laginu Insomnia er þegar kom- inn út vestanhafs. Svo er bara að sjá hvað nýtt lag sveitarinnar, Salva Mea (Bjargaðu mér) gerir. Endurhljóðblandanir Það tekur venjulega ekki nema tvo til þrjá sólarhringa að endur- hljóðblanda lag en venjulega tekur það helmingi lengri tima að gera upprunalega útgáfu. Sjaldnast fá þeir sem endurhljóðblanda lög tekjur af smáskífusölu. Reyndar eru miklar deilur um hvernig hátta eigi þessum málum og standa deilumar milli hljóm- plötufyrirtækja og þeirra sem standa í end- urhljóðblöndun. Evita endurgerð Þegar endurhljóðblandan- ir eru á dagskrá ... Tónlistar- mennirnir Pablo Flores og Javier Garcia hafa þegar tekið til sig og endurhljóðblandað tvö lög úr kvik- myndinni Evita sem Madonna leik- ur aðallhlutverkið í. Um er að ræða Don’t Cry for Me Argentina og Bu- enos Aires. Annars hefur kvikmyndinni Evitu verið vel tekið og er Madonna afar lukkuleg með árang- urinn. Ný plata frá Tangerine Dream Þýska framúrstefnuhljómsveitin Tangerine Dream hefur gefið út nýja plötu og ber hún heitið Go- blins’ Club. Fyrsta smáskífan af plötunni, Toward the Evening Star, hefur verið töluvert spiluð í út- varpi erlendis. Gamall rokksmellur Margir halda að það hafi verið Quiet Riot sem gerði lagið Come on Feel the Noise vin- sælt i byrjun síðasta áratugar en það er ekki rétt. Að sjálfsögðu var það hin geðþekka þung- arokkshljómsveit Slade sem það gerði. Listamaðurinn - áður þekktur sem Prince - með þrefalda plötu Eftir að hafa gefið út frekar slappa plötu til að uppfylla samn- ing sinn við Wamer Brothers er listamaðurinn sem var áður þekkt- ur sem Prince laus allra mála þar á bæ. Undir vemdarvæng útgáfuris- ans EMI virðist listamaðurinn hins vegar fá fullt frelsi til sköpunar og stutt er síðan fyrsta útgáfa hans þar á bæ leit dagsins ljós. Breið- skífan nefnist Emancipation eða Lausn úr höftum (skv. ensk-ís- lenskri orðabók) og er þreföld. Fyrsta smáskífan af plötunni var gamalt Stylistics lag sem heitir Bet- cha By Golly Wow! en það var fyrst spilað á útvarpsstöðvum daginn eftir að listamaðurinn losnaði und- an ánauð Wamer, nánar tiltekið þann 13. nóvember á þessu ári. Meirihlutinn af öðm efni á plöt- unni er eftir listamanninn en það var allt samið á þeim mánuðum sem liðu milli útgáfu síðustu Wam- er-plötunnar og þessarar. Geysilega mikið hefúr verið lagt í kynningu þessarar plötu enda hafa komið ýmis snilldarverk frá Prince í gegnum tíðina eins og að- dáendur vita líklega manna best. Vangaveltur era uppi um hvort of mikið hafi verið lagt í þessa kynn- ingu þvi enginn vissi af andláti ungbarns listamannsins fyrr en mánuði eftir að það átti sér stað og í millitíðinni kom hann fram í við- tali og sagði sjálfan sig aldrei hafa verið hamingjusamari. En þrátt fyrir harmleikinn kom platan út og EMI-menn eru ánægðir með sinn mann. Svo fellur það hins vegar undir dóm hlustenda hvernig listamann- inum hefúr tekist til við svo stór- felldar lagasmíðar eftir að vera laus undan höftum. -GBG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.