Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1997, Side 3
JL*T LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997
41
Honda flytur inn
vélar frá Banda-
ríkjunum
Frá og með næsta hausti mun
Honda flytja inn vélar frá Banda-
ríkjunum til Japans. Að sögn
Nabuhiko Kawamoto, stjómar-
foi-manns Honda, er ætlunin að
nota 3ja lítra V6-vélamar í lúxus-
bíla sem smíðaðir yrðu í Japan.
Innflutningurinn er hugsaður
sem liður í því að samkeyra fram-
leiðslu Honda í hinum ýmsu lönd-
um heims.
Þessar „innfluttu“ V-6 vélar
verða væntanlega notaðar í nýjan
bíl eða bíla sem Honda hefur í
hyggju að kynna í Japan á seinni
hluta ársins en að sögn hefur
Honda í hyggju að kynna fimm
eða sex nýja bíla á árinu 1997.
Þá mun Honda hafa í hyggju að
byrja að selja sportlega fjölnota-
bílinn CR-V á Bandaríkjamarkaði
á næstunni.
Japan:
Nissan ætlar að
framleiða meira á
heimamarkaði
Japanski bílaframieiðandinn
Nissan sagði fyrir áramótin að
hann hygði á aukningu í bíla-
framleiðslu á heimamarkaði á
þessu nýbyrjaða ári. Reiknað er
með aukningu um 6,8%, upp í 1,72
milljónir bíla á árinu 1997, en
framleiðslan minnkaði mn 6,0% á
árinu sem var að líöa.
Nissan reiknar með aukinni
sölu á heimamarkaöi sem nemur
3,7 af hundraði, upp í 1,18 milljón
bíia, en saian dróst saman um
0,3% á árinu 1996. Þá er reiknað
með auknum útflutningi sem nem-
ur um 3,3%, upp í 600.000 bíla.
Áætlað er aö framleiðsla Niss-
an i öðrum löndum en Japan
muni aukast um 3,6%, eða upp í
1,11 milljónir bíla, en engin aukn-
ing var á framleiðslunni á ný-
liðnu ári..
Bandaríkin:
GM hættir að nota Geo
Sjö árum eftir að General
Motors byrjaði að nota nafnið Geo
á innflutta bíla sem framleiddir
voru í samvinnu við GM hefur
verið ákveðið að hætta að nota
það. Haldið verður áfram að nota
Metro, Prizm og Tracker undir
merkjum Chevrolet.
Að sögn talsmanna GM er þetta
gert vegna þess að ekki er lengur
þörf á því að nota Geo til aö draga
að nýja kaupendur. Þetta er
einnig gert til að einfalda framboð
bíla frá GM en mikill fjöldi nafna
og tegunda hefur ruglað kaupend-
ur í ríminu.
Japan:
Nissan ætlar sér
30% árið 2010
Nissan í Japan ætlar sér að
auka markaðshlutdeild á heima-
markaði upp í 25% á árinu 2000
og upp í 30% frá og með árinu
2010, að sögn stjómarformanns
Nissan, Yoshikazu Hanawa.
Þetta er nokkur aukning ef
horft er til þess að þessi næst-
stærsti bílaframleiðandi í Japan
mun þurfa að horfa upp á mark-
aðshlutdeild sem nemur 21% á ár-
inu sem var að líða. Ein helsta
ástæðan til þess að markaðshlut-
deild Nissan minnkaði á liðnu ári
var að kynntar vora færri gerðir
nýraa bíla á árinu 1996 en oft áður.
Á þessu nýbyrjaða ári hefur
Nissan í hyggju að ná til fleiri
kaupenda með því að senda frá
sér átta nýjar gerðir bíla, þar á
meðal bíla sem ætlað er að mæta
auknum þörfum kaupenda varð-
andi fristundir og útiveru. Eins er
ætlunin að leggja meiri áherslu á
bila með vélar með beinni inn-
sprautun eldsneytis, eins og
Mitsubishi og Toyota hafa gert að
undanförnu.
bílar
Beti jr búi Kynningarakstur: Renault Twingo, 60 ha. inn, með afl meii ri vél
Renault Twingo er sá sem mér
hefur þótt hvað skemmtilegastur
smábíla. Ástæðurnar eru nokkrar:
Hann er ótrúlega rúmgóður. Hann
liggur mjög vel og er lipur og liðleg-
ur í snúningum. Fjöðranin er af-
bragðs góð. Það er gaman að keyra
hann.
Þegar bíllinn kom fyrst fram var
hann bylting í útliti og hönnun.
Sumum þótti hann ljótur, öðram
ekki. Allir voru sammála um að
hann væri nýstárlegur. Framleið-
andinn hafði einsett sér að gera
ódýran bíl en góðan, með því meðal
annars að nota sem mest af hlutum
sem til voru fyrir og með því að
vera ekki með neitt aukavesen í
þessum bíl. Hann var t.a.m. aðeins
fáanlegur í fjórum litum en innrétt-
ingin alltaf eins á litinn. Samlæsing-
ar eða rafknúnar rúðuvindur voru
ekki í boði og aðeins útispegillinn
fjær með innistýringu. Ökumaður
átti að geta náð auðveldlega til þess
sem var nær honum.
Mælaborðið var í skjá fyrir miðj-
um bíl og tölritað; sami skjárinn
sýndi mismunandi upplýsingar sem
ökumaður framkallaði með því að
ýta á endann á þurrkurofastilknum.
Aftursæti var hægt að hafa mis-
munandi aftarlega eftir stærð far-
þega sem þar voru og fá þannig út
misstórt farangursrými þar aftan
við, eða halla baki þess hvors um
sig á þijá mismunandi vegu; enn
fremur að leggja framsætin alveg
niður og mynda hvílu móti aftur-
sætunum. Eða leggja aftursætið al-
veg niður og nota allt rýmið aftur í
undir flutning.
Huröirnar á Renault Twingo eru stórar sem auöveldar umgengni um aftur-
sætin. Stæröin getur hins vegar valdiö nokkrum óþægindum ef þröngt er
lagt. Twingoinn er nú kominn með rafknúnar rúðuvindur og rafstýröa úti-
spegla, hvoru tveggja stjórnaö af bretti innan á hurö.
Ágæt millihröðun
Frá upphafi hefur bílnum helst
verið fundið það til foráttu að vélin
væri dálítið máttlaus. Það var að
vissu marki rétt en þó ekki beinlín-
is til óþæginda. Það þýddi að vísu
ekkert að ætla sér að rífa hann af
stað á ljósum en ef gírum var beitt
óhikað hafði hann ágæta millihröð-
un og hélt ferð ágætlega. Hámarks-
hraði var skráður 147 km/klst.,
meðaleyðsla 6,7 1. Meðaleyðsla hjá
undirrituðum á svona bíl sem bíla-
leigubíl erlendis reyndist 6,2 lítrar.
Nú hefur vélin verið endurbætt
og gefur 60 hestafla orku við sama
snúning, 5250 sn.min. Hámarks-
hraðinn hefur aukist samkvæmt
bókinni í 151 km/klst., meðaleyðsl-
an lækkað í 6 lítra. Jafnframt er vél-
in 25 kg léttari sem þýðir að bíllinn
er léttari sem því nemur og þar með
auðveldari fyrir vélina.
Renault hefur einnig aukið búnað
í Twingo þannig að nú er hann
kominn með fjarstýrða samlæsingu
sem virkar á báðar hurðir og hler-
ann aftan á. Hann er með rafknún-
ar rúðuvindur í báðum hurðum og
rafstýröa útispegla.
Það var skemmtileg lífsreynsla að
vera á honum í jólaumferðinni í
Reykjavík á Þorláksmessunni. Það
sannreyndist þar sem áður hafði
komið í ljós úti á Mallorca að
Twingo er alls staðar hægt að
leggja. í fyrsta lagi er hann svo nett-
ur að hann þarf mjög lítið rúm. I
öðru lagi leggur hann ágætlega á, er
með beygjuradíus upp á 4,87 m og er
prýðilega léttur í stýri. í þriðja lagi
er svo auðvelt að bakka þessum bíl
og vita upp á hár hvar afturhomin
era. Það er jafnvel verra að átta sig
nákvæmlega á framhomunum því
þau era algjörlega í hvarfi frá öku-
manni. Eitt getur hann þó vitað: það
er afar stutt fram á þau.
Ekki skaðar verðið
Ég hef áður sagt um Twingo að
þetta sé sá smábíll sem ég myndi
eiga ef smábíll væri mér nóg. Ég er
enn við sama heygarðshomið. Og
ekki skaðar að verðið á honum er
ágætlega hagstætt, aðeins 960 þús-
und krónur. Að vísu gæti ég óskað
mér þess að í honum væri líkn-
arbelgur, þó ekki væri nema einn,
en stjómvöld hafa ekki enn séð
ástæðu til þess að koma til móts við
bílainnflytjendur/kaupendur og
lækka álögur til þess að auðvelda
Aftursætisbakiö er tviskipt og hægt
aö halla hvoru um sig fram á setuna
eöa báöum og síðan hvoifa bekkn-
um fram í heilu lagi ef nota þarf allt
rúmiö aftur í undir farangur. Einnig
má velja um þrjár stillingar á bak-
halla og þannig fá ágætt hvíldar-
rými.
Aftursætinu í Twingo er hægt aö
renna fram og aftur, eftir því hve far-
þegar í því eru rúmfrekir. Velja má
um þrjár stillingar. Meö sætiö í öft-
ustu stööu og bökin uppi er farang-
ursrúmiö ekki stórt en þegar þaö er
komiö í fremstu stööu, sem til aö
mynda dugar flestum börnum fram
undir unglingsár, er dágott rými fyr-
ir aftan þaö.
Óölumi laiidómmmum
áUiun ár& friðar!
iPákkwn mðáldptin
d UóaridL ári.
Furðulega stór að innan
Sem fyrr er gaman að aka
Twingo. Fjölgun hestaflanna
um fimm er kannski engin
ógnar breyting en samt
veit maður af því að
þama hefúr eitthvað
gerst. Enn sem fyrr
má fá ágætan frísk
leika út úr vél-
inni með því að
nota gírana.
Með því móti
má virki
lega njóta
ökuhæfni
þessa
litla bíls
sem er
svo
furðu-
lega
stor
mn-
an að
Nokkrar tolur um
enn
dag
heyrir
maður
upp-
hróp-
anir
hjá
þeim far-
þegum
sem ekki hafa komið inn
í hann áður.
Undirritaður hafði Renault
Twingo, 60 ha., með höndum frá
Þorláksmessu fram yfir jóladagana.
Renault Twingo er dæmigeröur einrýmisbíll og
nokkuö framúrstefnuiegur í útliti, einkum framan
frá séö. Lítiil utan en ótrúlega stór innan.
DV-myndir: Hilmar Þór
kaup á þessum öryggistækjmn, sem
þó er sannað mál að draga verulega
úr slysum þó enn séu þau ekki full-
komin. En vonandi færist sá dagur
stöðugt nær að ríkisvaldið sjái sér
hag i því að draga úr útgjöldum sín-
um af slysa- og sjúkrakostnaði fram-
tiðarinnar með því að slá af aðflutn-
ingsgjöldum af búnaði á borð við
líknarbelgi og læsivarðar bremsur.
Að einu leyti bættist við reynslu
mína af Twingo í þetta skipti: ég
fékk bæði glerísingu og síðan snjó
ofan á hana í þetta skipti. Bíllinn
var á nýjum, sóluðum Norðdekk-
hjólbörðum, ónegldum, og stóð sig í
hvoru tillitinu sem var mjög vel,
bæði í hemlun og átaki og eins
gagnvart skriki. Hvort tveggja fékk
sérstakan jólaplús, billinn og dekk-
in.
S.H.H.
Twingo 60 ha.:
4 strokka, 8 ventla, 1149 cc, 60 hö.
v. 5250 sn.mín., snúningsvægi 93
Nm v. 2500 sn.mín. Rafeindastýrð
fjölinnspýting.
Meðaleyðsla skv. meginlands-
staðli: Borgaakstur 7,5; lang-
keyrsla 5,1; jafnaðareyðsla 6.
5 gíra handskipting.
Framhjóladrif.
Bremsur: Diskar framan, skálar
aftan.
Lengd-breidd-hæð: 3433-1630-
1423 mm; hjólahaf 2340 mm.
Sporvídd, framan/aftan:
1416/1374 mm.
2 dyra, 4 manna. Hleri að aftan.
Hjólastærð: 145/70R13.
Beygjuradíus: 4,87 m.
Eigin þyngd: 815 kg.
Verð: kr. 960 þúsund.
Umboð: Bifreiðar og landbúnað-
arvélar.