Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Side 8
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997 1 l"\7' ★ ’r »mn_ helgina Sögusvuntan í Möguleikhúsinu: Minnsta tröll í heimi Það eru alltaf að bætast nýjar sögur í Sögusvuntuna hennar Hall- veigar Thorlacius. Nú á sunnudag- inn verður Sögusvuntan stödd í Möguleikhúsinu við Hlemm og þar mun verða sögð sagan Minnsta tröll í heimi eftir Hallveigu. Þetta er einföld saga með einfalda leik- mynd sem ætluð er fyrir yngstu áhorfendurna og foreldra þeirra, afa, ömmur, frænkur og frændur. Börnin eru mikilvæg Sögumar í Sögusvuntunni byggjast oftast beint eða óbeint á sög- í Sögusvuntunni bregöur fyrir mörgum fslenskum kvikindum úr þjóðsögunum. unum sem Hallveig heyrði ömmu sína segja í bernsku og þar bregð- ur fyrir ýmsum íslenskum kvik- indum úr þjóðsögunum. Hallveig skrifar þessar brúðuleikhússögur sjálf, býr til brúður og leikmyndir og leikur oftast ein. Markmiðið með sýningunum er fyrst og fremst að skemmta áhorfendum með spennandi sögum sem þau eiga að ganga inn í - í orðsins fyllstu merkingu. Ætlunin er að áhorfend- ur fari heim með þá tilfinningu að þeir hafl komið einhverju merki- legu til leiðar en að sögn Hallveig- ar fá böm alltof sjaldan tækifæri til að finna hvað þau eru mikil- væg. Hallveig leggur áherslu á ná- lægð við áhorfendur, alveg eins og þegar amma hennar var að segja þeim systkinunum sögur í gamla daga. Minnsta tröll í heimi fjallar um agnarlitla tröllastelpu í einum svuntuvasanum og seinheppinn músastrák, sem heitir Leifur heppni, í öðrum. Þau lenda í mikl- um vandræðum sem áhorfendur hjálpa þeim að leysa. Sýningin tek- ur 40 mínútur og hentar vel sem fjölskyldusýning. Henni er ætlað Ahorfendur taka mikinn þátt í sýningunni og f lok sögunnar finnst þeim aö þeir hafi komiö einhverju merkilegu til leiöar. það hlutverk að gefa foreldmm og bömum tækifæri til að gera eitt- hvað saman sem öllum þykir skemmtilegt. Minnsta tröll í heimi byijar kl. 15.00 en Sögusvuntan verður að- eins í þetta eina skipti í Möguleik- húsinu. -ilk Tónar, myndir, lióð í tilefni af siðustu sýningar- helgi málverkasýningar þeirra Þórs Ludwigs og Gerhards R. Zellers í Norræna húsinu munu skáldin Ari Gísli Bragason og Nína Björk Ámadóttir lesa úr ljóðum sínum og tónlistarmað- urinn Guðni Franzson mun leika tónverk. Þetta ætla þau að gera á sunnudaginn í sýningar- sal Norræna hússins. Málverkasýningu þeirra Þórs og Gerhards hefur einnig fylgt gjömingavaka og lýkur henni nú um helgina. Að gera sig sýni- legan er þema gjömingavökunn- ar. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. -ilk Nfna Björk og Ari Gfsli munu lesa úr Ijóöum sínum á sunnudaginn. Norræna húsið: Hampus og eggið Það er ávallt sérstök dagskrá fyrir böm í Nor- ræna húsinu á sunnudögum frá klukkan 14.00. Að þessu sinni verður sýning á brúðuleik- húsi tmdir stjóm Evu Ljungar frá Hels- ingborg í Svíþjóð. Sýningin er ætluð börnum á aldr- inum 3 til 6 ára og er hún byggð upp á einfaldan og leikrænan hátt. Leik- ritið, sem flutt verður, heitir Hampus og eggið en það var Eva sjálf sem samdi það og hún gerði leikbrúðumar líka. Eva blandar saman íslensku og sænsku í sýn- ingunni og ætti að vera auðvelt fyrir áhorfendur að fylgjast með framvindu sögunnar. Eva er fyrrum leikskólakennari og hefúr því starfað með bömum allt sitt líf. Eftir að hún hætti störf- um hefur hún æ meira snúið sér að leikbrúðugerð og semur hún sjálf allt efhið. Leikbrúður hennar em litríkar, margvíslegar aö gerð og lögvm og á ein- faldan hátt skapar hún persónur, gjaman úr efnisbút eða sjölum. Þetta gerir hún fyr- ir framan bömin þannig að þau taka þátt í söguþræðinum. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. -ilk Hér er brúöa eftir Evu Ljungar en brúöurn- ar hennar eru einkar litrikar og margvfslegar aö gerö og lögun. Hátíð hjá Mótorsmiðjunni Mótorsmiðjan er samvinnuverkefiii íþrótta- og tómstundaráös Reykjavík- ur og Félagsmálastofiiunar Reykjavík- ur og er sérhæfð félagsmiðstöð fyrir unglinga á aldrinum 13 til 18 ára. Und- anfarið hefúr verið listaverkasýning á vegum Mótorsmiðjunnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. í dag lýkur henni en þar eru til sýnis málverk og önnur lista- verk unnin af unglingum Mótorsmiðj- unnar. Sýningin ber yfirskriftina Hvemig líður mér? Ég vildi ég gæti sagt það með orðum. í listaverkum þessum kemur glögglega í ljós hvem- ig unglingnum líður en hann getur ekki komið þeim tilfinningum frá sér öðravísi en í gegnum málverkin eða á annan miður góðan hátt. Þessir þrír voru á listaverkasýningunni f Ráöhúsinu um sföustu helgi. Hátíð í Borgarleikhúsinu Á sunnudaginn verður svo sérstök hátíðardagskrá í tengslum við sýning- una í Borgarleikhúsinu. Þar verða Sniglar með mótorhjólasýningu á um 35 mótorþjólum og verður hún opin almenningi frá klukkan 16.00 til 19.00. Sjálf hátíðardagskráin mun byrja að mótorhjólasýningunni lokinni og þar mun Bubbi Morthens koma fram og taka nokkur lög fyrir viðstadda. Klukkan 20.00 byrjar svo leiksýn- ingin Fagra veröld eftir Karl Ágúst Úlfsson. Miðaverð er 2.000 krónur en það var Lionsfélagið Þór sem keypti sýninguna til fiáröflunar fyrir Mótor- smiðjuna. Allur ágóði mun renna til Mótorsmiðjunnar. -ilk MiSSUR ■ Árbæjarkirkja: Barnaguðsþjónusata kl. 11. Stúdentamessa kl. 14. Altaris- ganga. Guðrún Karlsdóttir guðfræði- nemi prédikar. Sr. Þór Hauksson bjónar fyrir altari. Prestarnir. Askirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir í messu. Ámi Bergur Sigurbjömsson. í: Bessastaðasókn: Guðsþjónusta kl. 14. Leikskólaböm taka þátt í athöfin- inni. Vænst er þátttöku foreldra leik- | skólabarna. Sr. Bragi Friðriksson. j Breidholtskirkja: Fjölskylduguðs- S þjónusta kl. 11. Bamakóramir syngja. Samkoma Ungs fólks með | hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með bömunum. Guðsþjónusta kl. 14. i Ræðumaður Jón Baldursson læknir. | Gideonfélagar kynna starf Gideonfé- 3 lagsins. Pálmi Matthíasson. ■■ Digraneskirkja: Messa kl. 11. Altar- isganga. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur. Bamasamkoma kl. 13. Bíl- ferð frá Vesturbæjarskóla. Guðsþjón- usta kl. 14 með fermingarbömum og .. foreldmm þeirra. Prestur sr. Jakob |3 Á Hjálmarsson. tEHiheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10.15. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Eyrarbakkakirkja: Messa kl. 14. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta Ikl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Bamaguðsþjónusta á sama tíma í umsjón Ragnars Schram. Prestamir. Grafarvogskirkja: Bamaguðsþjón- Iusta kl. 11. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Bamaguðsþjónussta í Rima- skóla kl. 12.30 í umsjón Jóhanns og Ólafs. Guðsþjónusta kl. 14. Prestam- Grensáskirkja: Bamasamkoma kl. | 11. Messa kl. 11. Prestur sr. Guðlaug If? Helga Ásgeirsdóttir. Hafnarfjarðarkirkja: Sunnudaga- skóli í Hvaleyrarskóla kl. 11. Umsjón- armenn, séra Þórhallur Heimisson, Bára Friðriksdóttir og Ingunn Hildur Hauksdóttir. Sunnudagaskóli í Hafn- 1 arfjarðarkirkju kl. 11 fer að þessu sinni fram í Ljósbroti Strandbergs. Umsjónarmenn séra Þórhildur Olafs, Natalía Chow og Katrín Sveinsdóttir. S Helgistund í Ljósbroti Strandbergs 5 kl. 14. Prestur sr. Gunnþór Ingason. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Hallgrímskirkja: Bamasamkoma og J messa kl. 11. Prestur sr. Gylfi Jóns- son. Ensk messa kl. 14. Sr. Tbshiki Toma prédikar. Sr. Karl Sigurbjöms- son. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. Háteigskirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Helga Soffla i; Konráðsdóttir. Hjallakirkja: Messa kl. 11. Dómpró- J fastur, sr. Guðmundur Þorsteinsson, . setur sr. Irisi Kristjánsdóttur inn £ embætti aðstoðarprests við Hjalla- kirkju. Sr. fris prédikar og þjónar fyr- ] ir altari ásamt sóknarpresti, sr. I Kristjáni Einari Þorvarðarsyni. : Bamaguðsþjónusta kl. 13 í umsjá sr. írisar Kristjánsdóttur. Poppmessa kl. 17. Prestamir. I Hveragerðiskirkja: Sunnudaga- skóli kl. 11. Jón Ragnarsson sóknar- | prestur. Innri-Njarðvíkurkirkja: Sunnu- dagaskóli kl. 11.05. Kálfatjarnarsókn: Kirkjuskólinn byijar að nýju í dag, laugardag, i Stóm-Vogaskóla kl. 11 í umsjá sr. Bjama, Sesselju og Franks. j Kópavogskirkja: Bamastarf í safn- s aðarheimilinu Borgum kl. 11. Böm úr Víðistaðakirkju koma í heimsókn. I Guðsþjónusta kl. 11. Þorgils Hlynur Þorbergsson guðfræðingur prédikar. Ægir Fr. Sigurgeirsson. ; Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands | biskups: Messa kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Kór Langholts- kirkju syngur. Bamastarf kl. 13 í umsjá Lenu Rósar Matthíasdóttur. Laugarneskirkja: Messa kl. 11. Væntanleg fermingarböm aðstoða. Bamastarf á sama tíma. Guðsþjón- usta kl. 14 í Sjálfsbjargarhúsinu, Há- túni 12. Ólafur Jóhannsson. Mosfcllskirkja: Messa kl. 14. | Bamastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Jón Þorsteinsson. Neskirkja: Baraastarf kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Sr. Frank M. Halldórs- son. Frostaskjól: Bamastarfkl. 11. Húsið opnað kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Halldór Reynisson. : Óháði söfnuðurinn: Guðsþjónusta kl. 14. Kjartan Jónsson kristniboði prédikar og kynnir kristniboðið. Bamastarf á sama tíma. Sefjakirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Altarisganga. Sóknarprestur. ] Seltjamameskirkja: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir. Bamastarf á sama tfma. Stokkseyrarkirkja: Bamaguðsþjón- usta kl. 11. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Guðsþjón- usta kl. 11. Sunnudagaskólinn fer S hann fram í Innri-Njarðvíkurkirkju kl. 11.05. Strætó fer frá kirkjunni kl. 11. Baldur Rafn Sigurðsson. Vídalínskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. SunnudagaskóU á sama tíma í safh- aðarheimilinu. Sr. Bjami Þór Bjaraa- son héraðsprestur messar. Sunnu- dagaskóU i Hofsstaðaskóla kl. 13. Tónlistarmessa með léttu ívafi kl. 20.30. Sr. Bjami Þór Bjamason þjón- ar fyrir altari. Sr. Bragi Friðriksson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.