Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1997, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1997 Hitt húsið: Hljómsveitm geðþekka ÓJónsson og Gróni mun koma fram á síðdeg- istónleikum í Hinu Húsinu í dag. Þetta munu vera fyrstu tónleikar sveitarinnar í sex mánuði og má þess vegna eiga von á mörgum nýj- um tónum frá þessum rokkabillí- hetjum. Þess má einnig geta að þeir ÓJónsson og Grjóni-menn gáfu út frábæra sjötommu plötu síðastliðið haust sem bar nafnið Kvartett ÓJónsson og Grjóni. Tónleikamir í Hinu húsinu hefj- ast klukkan 17.00 og er aðgangur að þeim ókeypis. -ilk Tónlistarmessa í Vídalínskirkju Tónlistarmessa með léttu ívafl verður í Vídalínskirkju í Garðabæ á sunnudagskvöldið. Hljómsveit, skipuð fjórum valinkunnum hljóðfæra- leikurum, mun sjá um allan undirleik. Það eru þeir Gunnar Gunnars- son sem leikur á píanó, Sigurður Flosason saxófónleikari, Tómas R. Ein- arsson á kontrabassann og Matthías M.D. Hemstock sem leikur á trommur. Hinn landsfrægi söngvari, Þorvaldur Halldórsson, ætlar að syngja einsöng en það er séra Bjarni Þór Bjamason héraðsprestur semimun þjóna fyrir altari. Þá mun Kór Laugameskirkju koma í heimsókn og syngja nokkur lög. Þetta er athöfn ætluð allri fjölskyldunni og byrjar hún klukkan 20.30 en frá klukkan 20.00 mun hljómsveitin leika létt lög. Að tónlistarmess- unni lokinni verður boðið upp á léttar veitingar. -ilk Leikmynda- og búningahönnuðir: Samsyníng i Galleri Horninu Á morgun verður opnuð samsýn- ing félagsmanna í Félagi leikmynda- og búningahönnuða í Gallerí Hom- inu að Hafnarstræti 15. Sýningin er ætluð til kynningar á verkum fé- lagsmanna en rétt til aðildar að fé- laginu eiga allir þeir sem eiga höf- undarrétt að leikmynd í atvinnu- leikhúsi, kvikmynd eöa sjónvarpi. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 11.00 til 23.30 og stendur til miðvikudagsins 12. febrúar. Á milli kl. 14.00 og 18.00 verður sérinngang- ur galleríisins opinn en á öðrum tímum er innangengt frá veitinga- staðnum. -ilk Obó, hom Listvinafélag Hallgrímskirkju held- ur óvenjulega tónleika með samleik á óbó, hom og orgel á sunnudaginn. Þessir tónleikar verða í Hallgrims- kirkju en það em þeir Daði Kolbeins- son óbóleikari, Joseph Ognibene homleikari og Hörður Áskelsson, org- anisti Hallgrímskirkju, sem munu leika fjölbreytta tónlist. Verkin sem þeir félagar hafa valið til flutnings eru flest upprunaleg fyrir aðra hljóðfæraskipan en tónlistin spannar tímann frá barokki til róm- antíkur. Daði og Joseph hafa áður leikið með Herði á tónleikum i Hall- grimskirkju hvor í sínu lagi en koma nú í fyrsta skipti fram sameiginlega. Fyrirhugað er að hljóðrita þessi verk til útgáfu á geisladiski. Tónleikamir hefiast klukkan 17.00 og eru allir velkomnir. -ilk Ein persónan úr leikritinu. Sýningar á leikriti Karls Ágústs Úlfssonar, í hvítu myrkri, hefjast á ný um helgina á Litla sviði Þjóðleik- hússins. Sýningar hafa legið niðri um nokkurra vikna skeið, meðal annars vegna meiðsla eins leikar- anna. í hvítu myrkri var frumsýnt snemma hausts á liðnu ári. Þetta er sterkt og áhrifamikið verk sem hlaut feiknalega góðar viðtökur og aðsókn. Sögusvið verksins er einangrað sjávarpláss þar sem aðkomufólk verður innlyksa í aftakaveðri eitt DV-mynd Pjetur vetrarkvöld. Þegar nóttin líður fara skuggar fortíðarinnar að sækja á. Leikendur eru Kristbjörg Kjeld, Ragnheiður Steindórsdóttir, Sigurð- ur Skúlason, Þröstur Leó Gunnars- son, Magnús Ragnarsson og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Höfundur leikmyndar og búninga er Stígur Steinþórsson en Ásmundur Karls- son hannaði lýsingu. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. Verkið verður sýnt á sunnudag- inn og hefst það klukkan 20.30. -ilk Tónlistin í r Operukjallaranum í Óperukjallaranum er iðulega nóg um að vera um helgar. Tónlistin blómstrar þar og svo mun einnig vera nú um helgina. í kvöld mun rauð- vinsjass- og swingsveitin So What leika á Óperubamum sem er á efri hæðinni en útvarpsmaðurinn kunni, Gulli Helga, verður í diskótekinu á hæðinni fyrir neðan. Annað kvöld verður hljómsveit hússins, Óperu- bandið, ásamt Björgvini Halldórssyni á neðri hæðinni frá miðnætti til lok- unar og Gulli Helga verður í diskótek- inu. -ilk Tk t um helgina 23 LEIKHIIS Þjóðleikhúsið Litll Kláus og Stóri Kláus sunnudag kl. 14.00 Kennarar óskast fóstudag kl. 20.00 Villiöndin laugardag kl. 20.00 Þrek og tár sunnudag kl. 20.00 Leitt hún skyldi vera skækja föstudag kl. 20.30 laugardag kl. 20.30 í hvítu myrkri sunnudag kl. 20.30 Borgarleikhúsið Fagra veröld laugardag kl. 20.00 Trúðaskólinn sunnudag kl. 14.00 Dómínó laugardag kl. 20.00 Svanurinn sunnudag kl. 17.00 Barpar föstudag kl. 20.30 laugardag kl. 20.30 Stone Free föstudag kl. 20.00 föstudag kl. 23.00 Leikfélag Akureyrar Undir berum himni laugardag kl. 20.30 Hermóður og Háðvör Birtingur föstudag kl. 20.00 laugardag kl. 20.00 Loftkastalinn Áfram Latibær sunnudag kl. 14.00 sunnudag kl. 16.00 Á sama tíma að ári sunnudag kl. 20.00 Sirkús Skara skrípó laugardag kl. 20.00 Nemendaleikhúsið Hátíð laugardag kl. 20.00 Skemmtihúsið Ormstunga föstudag kl. 20.30 sunnudag kl. 20.30 Höfðaborgin Gefln fyrir drama... föstudag kl. 20.30 Kaffileikhúsið Einleikir Völu Þórs föstudag kl. 21.00 sunnudag kl. 21.00 Tjarnarbíó Poppleikurinn Óli H föstudag kl. 20.30 sunnudag kl. 20.30 Minnsta tröll i heimi sunnudag kl. 15.00 Yndislegt að koma aftur i - segir Borghildur Olafsdóttir listamaður „Salurinn hefur aldrei verið fal- legri og húsið er mjög vel gert upp. Þetta er einn fallegasti salur f Reykjavlk núna og það er yndis- legt að vera komin hingað aftur,“ segir Borghildur Ólafsdóttir lista- maður. Hún ætlar að opna sýningu í Ás- mundarsal í Listasaftii ASÍ við Freyjugötu á morgun klukkan 16.00 en svo skemmtilega vill til að hún hélt fyrstu einkasýningu sína þar fyrir fjórtán árum. Hún þekk- ir húsið líka vel af því að hún kenndi þar í sjö ár þegar Myndlist- arskólinn í Reykjavík haföi þar aðstetur. Borghildur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og Listaskóla Edinborgar. Á sýningunni, sem er níunda einkasýning hennar, verða verk unnin á síðasta ári i leir, gler, steinsteypu og tré. Opið verður aUa daga nema mánudaga á milli klukkan 14.00 og 18.00 og mun sýn- ingin standa til 9. febrúar. -ilk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.