Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1997 21 IÞROTTIR Getraunir: Enski boitinn 122 21x11211x1 Lottó 5/38: 3 412 29 35(6) ffff/if/f/ffif/f/t/í/itff/if/f/l/f/í Þórður í upp- skurð um helgina Þórður Guðjónsson, atvinnu- knattspymumaður hjá Bochum, gekkst undir uppskurð um helg- ina og verður frá knattspymu- iðkun næstu vikur. Bochum heldur í æfingaferð til Spánar í dag og missir Þórður af þeirri ferð. -DVÓ/GH Cruyff hafn- aði gylliboði frá Benfica Hollendingurinn Johan Crayff hafnaði um helgina kostaboði portúgalska stórliðsins Benfica um að taka við stjóminni þar. Benfica bauð Crayff, sem lengi stýrði Barcelona á Spáni, 120 milljónir króna í árslaun. -VS Jóhannes æfir með Bochum Jóhannes Guðjónsson, yngri bróðir Þórðar og Bjarna, mun dvelja hjá Þórði í vetur og æfa með ungliðaliði Bochum fram á vorið. Jóhannes, sem er 16 ára gamall, þykir efnilegur knatt- spyrnumaður og mun eflaust banka á dyr meistaraliðs Skaga- manna í sumar. -GH Ríkharður afþakkaði boð frá Duisburg Ríkharður Daðason, markakóngur 1. deildarinnar í knattspymu á síð- ustu leiktíð, afþakkaði boð frá þýska úrvalsdeildarliðinu Duisburg sem bauð Ríkharði að koma og æfa með félaginu til reynslu. Ríkharður sagði í samtali við DV að hann færi annaðhvort til Linz í Austurríki eða gríska liðsins Kalamata fram til vors. Það má því reikna með því að hann spili meö KR-ingum í sumar. -GH Þrír Haukamenn í liðþófaaðgerð sama daginn Þrír liðsmenn toppliðs Hauka í handknattleik gengust allir undir liðþófaaðgerðir í hné á föstudaginn. Þetta vora Halldór Ingólfsson, Hinrik Örn Bjarna- son og markvörðurinn Magnús Sigmundsson. Þeir kappar ættu að verða fljótir að jafna sig og mæta til leiks þegar Haukar fá Val í heimsókn 5. febrúar. Velgengni Hauka í handbolt- anum hélt áfram á laugardag þegar kvennaliðið komst í bikar- úrslitin. Sjá nánar á bls. 26. -GH Eyjapeyjar á ferðinni: Hermann lengur hjá Palace Hermann Bjarnólfur Kristinn Hermann Hreiðarsson, varnarmaðurinn öflugi úr ÍBV, verður í viku til viðbót- ar hjá enska %. deildarliðinu Crystal Palace. Hann fór þangað síðasta mánudag og fyrir helgina óskaði Palace eftir því við ÍBV að dvöl hans yrði framlengd. Bjarnólfur til Bristol City Bjamólfúr Lárusson úr ÍBV fór á laugardaginn til Hibemian í Skotlandi eins og áður stóð til. Nú er ljóst að hann fer áfram þaðan til enska 2. deildarliðsins Bristol City sem vill fá hann til reynslu. Kristinn í Þýskalandi Þriðji Eyjapey- inn, Kristinn Haf- liðason, er erlend- is og verður það til vorsins. Hann er hjá þýska 4. deild- arliðinu Saulgau og spilar með því til vorsins en kemur þá aftur til Eyja. -VS Heimsbikarinn: Kristinn féll í fyrri ferð Kristinn Bjömsson féll í fyrri ferð á heimsbikarmóti í svigi í Kitzbúhel í Austurríki í gær. Kristinn var ræstur út 65. í röð- inni og þá var brautin orðin mjög grafin og erfið. Heimamað- urinn Mario Reiter varð hlut- skarpastur og innbyrti fyrsta sigur sinn á heimsbikarmóti í vetur. Heims- og ólympíumeist- arinn Alberto Tomba frá Ítalíu varð annar og Norðmaðurinn Finn Christian Jagge, ólympíu- meistari í svigi árið 1992, varð í þriðja sæti. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.