Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1997 23 Iþróttir Vala Flosadóttir svffur yfir 4,20 metra f Laugardalshöllinni á laugardaginn og setur glæsilegt, þrefalt met. Til hliöar stekkur Þórdfs Gfsladóttir yfir 1,83 metra og tryggir sér góöan sigur í hástökkskeppninni. DV-myndir BG Vala Flosadóttir með nýtt met: „Stuðningur áhorfenda var frábær" - heimsmet unglinga, íslands- og Norðurlandamet í Laugardalshöllinni Vala Flosadóttir olli ekki vonbrigðum þeim fjölmörgu áhorfendum sem lögðu leið sína í Laugardalshöll á afmælismót ÍR á laugardag, en þar setti hún nýtt heimsmet unglinga í stangarstökki með því að stökkva 4,20. Hún hafhaði í öðru sæti í stangarstökkskeppninni, en það var einungis Evrópumethafinn Daniela Bartova sem gerði betur, en hún stökk yfir 4,31 sem er nýtt Evrópumet, en það fyrra átti hún sjálf. Vala stökk alls fjórtán sinnum í keppn- inni á laugardag, felldi fjórum sinnum og sjö sinnum fór hún yfir slána. Allar byrj- uðu stúlkurnar á því að fara yfir 3,70, en Þjóðverjinn Janet Zach, sem þykir einn efnilegasti stangarstökkvari heims, komst ekki yfir 3,80. Það gerðu hins veg- ar þær Nicole Riger frá Þýskalandi og Vala Flosadóttir, sem reyndar þurfti tvær tilraunir til. Þær Vala, Riger og Bartova fóru allar fyrir 3,90, Riger reyndar í annarri tilraun. Vala Flosadóttir reyndi því næst við 4,05 og fór yfir þá hæð í annarri tilraun, sem hún reyndar gerði einnig við 4,10. Bartova fór yfir þá hæði í fyrstu tilraun en Riger fór aldrei yfir þá hæö. Keppnin var þvi orðin að einvígi þeirra Völu og Bartovu. Vala reyndi því næst að bæta heimsmet unglinga og fara yfir 4,20, sem tókst í annarri tilraun við mikinn fógnuð í Höllinni. Hún reyndi því næst að fara yfir 4,25, en það tókst ekki. Daniela Bartova hafði hins vegar ekki sagt sitt síðasta orð í þessari keppni, þvi eftir að hafa farið yfir 4,20 í fyrstu tifraun gerði hún sér lítið fyrir og setti nýtt Evr- ópumet með því að stökkva yfir 4,31. Þá gerði hún tilraun til að setja heimsmet en tókst ekki. Vala Flosadóttir var að vonum ánægð með árangurinn. „Ég er mjög sátt við þennan dag. Þetta var alveg stórkostlegt, stuðningur áhorfenda var alveg frábær og gerði líklega gæfúmuninn fyrir mig. Ég held að ég verði að viðurkenna það aö ég átti ekki von á þessum árangri á þess- um tíma, en þetta eykur örugglega sjálfs- traustið í framtíðinni. Ég bý í Svíþjóð, þar sem ég æfi við bestu aðstæður, svo ég er bjartsýn á framhaldið. Næstu verkefni eru væntanlega tvö mót, annað i Rúss- landi og hitt í Þýskalandi, auk danska og sænska meistaramótsins, sem eru góður undirbúningur fyrir heimsmeistaramót- ið,“ sagði Vala Flosadóttir umkringd að- dáendum eftir mótið á laugardag. -PS Þórdís Gísladóttir vann góðan sigur: „Afskaplega liúft aö sigra“ Þórdís Gísladóttir, ís- landsmethafi í hástökki, náði frábærum árangri á afmælismóti ÍR með því að sigra í hástökkskeppn- inni, en þar keppti hún við þrjá sterka há- stökkvara frá Norður- löndum. Hún háði mikið einvígi við Kaisu Gustafs- son firá Finnlandi, en stóð uppi sem sigurvegari. Reyndar stukku þær báð- ar yfir 1,83 m, en Þórdís notaði til þess færri tilraunir. íslandsmet Þór- dísar er 1,88, en á laugardag stökk hún í 137. sinn yfir 1,80. Auk Þórdís- ar og Kaisu Gustafsson kepptu einnig á mótinu þær Ann Högberg, sem varð sænskur meistari árið 1992, og Tanja Leinanen, sem er efnilegast hástökkvari Finna. „Þær sem kepptu hér á mótinu, voru fyrir utan norskra stúlku þær bestu á Norðurlöndunum og því var það afskaplega ljúft fyrir mig að sigra hér í dag. Fyrir fram var ég að vona að geta stokkið yfir 1,80 og hefði verið sátt við þá hæð og allt umfram það hefði verið plús. Við búum við ólíkar aðstæður sem gera möguleika mína minni gegn þessum stúlkum. Ég hugsaði því að af því að þær hafa haft meiri tækifæri til að stökkva en ég að þá yrði ég að vinna þær á reynslunni og andlegum styrk og ég er voðalega ánægð aö það tókst. Ég vil taka fram þakklæti mitt til ÍR-inga og þetta er frábært framtak að halda þetta mót. Þeir Vésteinn og Þráinn eiga miklar þakkfr skildar fyrir að hafa komið þessu á.“ -PS Vel heppnað alþjóðlegt afmælismót ÍR-inga: „Alveg í skýjunum" - Laugardalshöllin glæsileg frjálsíþróttahöll á laugardaginn ÍR-ingar geta vart verið annað en ánægðir með 90 ára afmælis- mótið í fijálsum íþróttmn, því það heppnaðist í alla staði mjög vel. ÍR- ingar höfðu lagt gríðarlega vinnu í undirbúning mótshaldsins og hafði Laugardalshöll verið breytt í glæsi- lega frjálsíþróttahöll, þar sem byggð var langstökksaðstaða og lögð 50 metra hlaupabraut með gerviefhi. Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari ÍR, sem ásamt bróður sínum Vé- steini Hafsteinssyni bar hitann og þungann af mótshaldinu, var að vonum ánægður. „Maður er alveg í skýjunum og stemningin hér í hús- inu frá fyrstu mínútu var langt umfram það sem viö áttum von á. Þetta sannar það að þetta er hægt á íslandi og lykillinn er sá að það var lagt upp með að þetta yrði til- tölulega stutt sýning, ekki of marg- ar greinar og að alltaf væri eitt- hvað um að vera á fleiri en einum stað í einu. Aldrei dauður punktur og það tókst. Það má heldur ekki gleyma því að við getum teflt fram þremur af- reksmönnum til að etja kappi við þessa sterku útlendinga og það er grunnurinn að því að fólk verður spennt." Undirbúningur að mótinu hófst í september síðastliönum, en síðasta mánuðinn var að sögn Þráins unn- ið nær dag og nótt, en síðasta sól- arhringinn vann 30 manna lið sjálfboðaliða að því að gera Höllina að frjálsíþróttahúsi. Mótshaldið kostaði tvær milljónir Fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir að mótshaldið myndi kosta um tvær milljónir króna og er Þráinn fullviss um að þær haldi. „Eins og frjálsíþróttamanna er siður, þá tök- um við enga áhættu í fjármálun- um. Við höfum engar áhyggjur af því fjárhagshliðin komi út í mínus. Það var gengið út frá því í upphafi að kostnaður færi ekki úr böndun- um, öllu yrði haldið innan ákveð- inna marka og það hefur tekist, enda lykillinn að því að hægt verði að halda slíkt mót aftur.“ Stórmót hér verða að vera innanhúss „Það hefur verið mín skoðun í mörg ár að ef við ætluðum að ná upp virkilega góðum mótum, líka á sumrin, þá yrðu þau að vera inn- anhúss vegna veðráttunnar. Það er því stóra málið fyrir okkur sem og aðrar íþróttagreinar að fá hús og þá getum við gert hvað sem er,“ sagði Þráinn Hafsteinsson. -PS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.