Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Blaðsíða 3
■ lV FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997
HLJÓMPLjÍTU
Siggi Ingimarsson, Operation Big Beat og
Góðu fréttimar — No 3
Allþokkaleg rokklög ***
'íjtí ”
Siggi Ihgimarsson
Ú-
Operation Big Beat
V
Góðu Fréttírnar
y
Þrír aðilar flytja trúarlegt
efni á geisladisknum No 3.
Siggi Ingimarsson er skrifaður
fyrir fyrstu tveimur lögunum.
Lagið Sælir er samið við ljóð
Davíðs konungs. Áhrifamikið,
eða hvað? Reyndar ágætt lag og
sama má segja um hitt lagið,
Bæjarmyndir, en síður textann
og svo eiga Siggi og Kristján
Edelstein athyglisverða útsetn-
ingu á þriðja laginu sem er eft-
ir þennan fræga Trad(!). Flutn-
ingur á verkum Sigga er mjög
góður en ekki er getið hverjir flyijendumir eru þótt listagóður söngvar-
inn hijómi eitthvað kunnuglega. Ekki er heldur getið flytjenda næstu
fjögurra laga sem eru eftir Þorra. Þetta eru ailþokkaleg rokklög, bæri-
lega vel flutt en textar, sem eru á ensku, eru heldur hæpnir, að minnsta
kosti frá bókmenntalegu sjónarmiði. Góðu fréttimar era ekki mjög góð-
ar sé að marka texta fyrra lags þeirrar hljómsveitar en höfundur hvors
um sig er Guðmundur Karl Brynjarsson. Heimsósómakveðskapur telst
það vera, viðlagið ágætt textalega séð, lagið í heild ekki mjög spennandi
en vel flutt og sérkennileg rödd söngvarans (kannski höfundurinn)
vinnur mann til fylgilags við sig þegar búið er að venjast henni. Til vin-
ar nefhist siðara lagið eftir Guðmund, ágætlega heppnað, með sama
söngvara flutt við undirleik gítars. Ingvi Þór Kormáksson
Ýmsir - íslandstónar
Ljúfir flaututónar **
Panflauta er hljóðfæri sem ekki hefúr mikið verið notað af íslensk-
um tónlistarmönnum en á íslandsdstónum notar hinn ágæti flautuleik-
ari Martial Nardeau slíka flautu ásamt hefðbundinni þverflautu og fer
það vel úr hendi eins og hans er von og vísa. Nardeau er í aðalhlutverki
á þessari plötu. Hún inniheldur ellefú íslensk lög, sem flest era komin
úr smiðju Torfa Ólafssonar. Er um að ræða lög Torfa sem þekktust era,
má þar nefna Systkinin og I draumni sérhvers manns. Önnur lög era
klassísk sönglög, samanber Sofðu unga ástin mín, Hvert örstutt spor og
Nóttin var sú ágæt ein, sem hér eru útsett fyrir flautu, gítar og hljóm-
borð.
Lög Torfa falla ágætlega að þeirri umgjörð sem lögin era útbúin í,
þar sem flautan og gítarinn era í framvarðarsveitinni, en fyllingin er
síðan unnin á hljómborð með öllum þeim möguleikun sem forritun á
slikt hljóðfæri býður upp á dag. Slík vinna verður því miður nokkuð
einhæf þegar til lengdar lætur og er það sérstaklega áberandi í eldri lög-
unum sem verða dálítið flöt. Ekki er hægt að kenna Martial Nardeau
um það, ekki frekar en gitarleikaranum Tryggva Húbner, en báðir skila
hlutverki sínu af mikill smekkvísi, og þá má segja að hljómborðsleikar-
inn Þórir Úlfarsson skili sínu verki eins vel og kostur er og er hann
greinilega með tæknina á hreinu. En hvort sem það er vöntun á söng
eða tilbreytingarleysi í útsetningum þá er íslandstónar þegar á heildin
er litið frekar litlaus en nýtur sín vel sem ljúfur bakgrunnur. -HK
The Aitist formerly known as Prince - Emancipation
Rétt svo efni á eina plötu! **
Listamaðurinn sem var áðúr
þekktur sem Prince hefúr nú
gefið út sitt viðamesta verk til
þessa. Þriggja geisladiska safii
sem hann kallar Emancipation
og vitnar með því til þess að
hann sé laus úr viðjum útgáfú-
fyrirtækis sem við látum ónefnt
hér. Þetta verk Listamannsins
verður að teljast mun betra en
síðustu tvö verk sem frá honum
hafa komið (sem fengu bæði
slæmar viðtökur almennings og
gagnrýnenda), en þegar litið er
á útgáfusögu Prince til þessa
verður diskasafnið Emancipation hálfhjákátlegt. Listamaðurinn hefúr
greinilega ætlað sér of mikið. Sem þriggja diska safii hefúr Em-
ancipation tekið lengri tíma en ella til hlustunar. Það fyrsta sem undir-
ritaður tók eftir var hversu líkar þær vora hver annarri. Listamaður-
inn hefúr til þessa þreytt sig á alls kyns tónlistarstefhum en á Em-
ancipation virðist tónlistarstefna að nafiii R&B (Rythym and Blues eins
og hún útfærist á ensku) vera gegnumgangandi. Lögin á plötunum era
í anda þeirra R&B hljómsveita sem era hvað vinsælastar nú á dögum,
nema hvað þau era ekki eins góð. Á plötunum er heldur ekkert eitt lag
sem stendur upp úr, lag sem fær mann til að segja „Vá, þetta er flott.“
Listamaðurinn heldur sig á háu nótunum í söng, sumar laglínumar
hans era meira að segja flatar og svo virðist sem „greddan" sé alveg far-
in úr rödd hans og lagasmíðum (gott merki um þessa svokölluðu
„greddu“ er plata hans Purple Rain sem allir ættu að þekkja).
Plötunum til málsbóta er að allar útsetningar og hljóðfæraleikur er
eins og best verður á kosið, en ekki að finna efni nema á eina þokka-
lega plötu í þessu stærsta framtaki fýrrum meistarans. Lögin sem koma
til greina á þá plötu (að mínu mati) eru: Jam of the Year, Courtin Time,
Cant Make You Love Me, Sex in the Summer, Emale, Friend Lover Sist-
er Mother/Wife, Slave, Style (sem verður að teljast besta lag platnanna)
og titillagið sjálft.
í einlægni segi ég því fyrrum Prince-aðdáendum og öðrum þeim sem
höfðu áhuga á að kaupa plötuna: Á henni er aðeins efiii á eina plötu,
þið borgið fyrir þrjár. Vonandi rífúr Listamaðurinn sig hins vegar upp
úr þessu útgáfubrjálæði og fer að semja færri og betri lög, líkt og áður,
nú þegar hann er laus úr viðjunum. Guðjón Bergmann
’fónlist.
' *★ *
Ferill hljómsveitarinnar Blind
Melon var ekki langur, uppskeran
var tvær plötur áður en söngvari
hljómsveitarinnar, Shannon Hoon,
lést eftir að hafa tekið inn of stóran
skammt af eiturlyfjum. í augum
margra era þessar plötur hins vegar
tónlistarlegur fjársjóður og fyrir þá
bætist nú þriðji fjársjóðurinn í safh-
ið.
Frá Guns'N Roses til
dauða
Það bar fyrst á söngvara hljóm-
sveitarinnar Blind Melon þegar hann
söng bakraddir fyrir Axel Rose á
plötunum Use Your Illusion 1 og 2.
Það vakti eftirtekt að söngvarinn að
baki hinum háraddaöa söngvara
Rose kæmist enn hærra og það í rétt-
um tóntegundum. Fyrstu plötu Blind
Melon var því beðið með mikilli eft-
irvæntingu sem hún siðan stóð und-
ir. Platan fór hæst í þriöja sætið á
bandaríska Billboard-listanum og
lagið No Rain hljómar enn á öldum
ljósvakans um allan heim. Hljóm-
sveitin vakti eftirtekt fyrir kæruleys-
islega framkomu, útlit sjöunda ára-
tugarins, óvenjulega rödd Hoons og
fantagott, flókið og flott rokk. Platan
kom út árið 1992 (óvenjugott rokkár)
og hljómsveitin fékk lof hvaðanæva
fyrir það hvað hún gaf áhorfendum
mikið. Gott dæmi um það var þegar
hljómsveitin spilaði fýrir árifrm í
plötubúð í Bandaríkjunum. Ekki
komust allir inn sem vildu en þegar
Blind Melon hafði lokið leik sínum
rafinagnað og áritað sáu þeir félagar
hvar annað holl beið fyrir utan.
Hljómsveitin brá því á það ráð að
taka með sér hljóðfærin út, setjast í
hring og spila fyrir þá sem ekki
komust að. Þeir Glen Graham
trommuleikari, Brad Smith bassa-
leikari, Rogers Stevens gítarleikari,
Christopher Thom gítarleikari og
Shannon Hoon höfðu hreinlega yndi
af því sem þeir vora að gera.
Fram aö annarri plötu sveitarinn-
ar liðu hins vegar þrjú ár og var und-
irritaður farinn að undrast um til-
verustig hennar (hvort hún var lífs
eða liðin), þó sérstaklega vegna
sagna um óhóflega eiturlyfjaneyslu
söngvarans og framkomu hans á
sviði það árið. Platan Soup stóð hins
vegar fullkomlegu undir þeim vænt-
ingum sem undirritaður gerði til
hennar og var að hans mati ein besta
plata ársins 1995. Góður vinur orðaði
það svo: „Það er eins og þeir séu að
detta niður stiga en samt lenda þeir
alltaf á löppunum." Og það lýsti
annarri plötunni geysilega vel. Þrátt
fyrir óhóflega eiturlyfjaneyslu söngv-
arans stóð hann enn og aftur upp úr
á plötunni, með flóknar og margsl-
ungnar laglínur og texta sem sumir
ættu heima í súrrealískum ljóðabók-
um. Hljómsveitin tók djass-, pönk-,
rokk- og ballöðuspretti eins og hún
hefði aldrei gert annað, alltaf að detta
niður stiga en alltaf lenti hún með
lappimar á jörðinni.
Eiturlyflaneyslan dró Hoon hins
vegar til dauða skömmu eftir útkomu
plötunnar og fór þar einstök rödd
yfir í andanna heim. Dauði hans var
hins vegar óumflýjanlegur ef marka
má allar sögumar sem um hann fóru
og er svo sannarlega ekki eiturlyfja-
neyslu til framdráttar. Engu að síður
hélt undirritaður að nú tilheyrði
hljómsveitin Blind Melon sögubók-
unum einum saman en svo er ekki.
Hvað inniheldur hún
eiginlega?
Platan NICO er ekki safnplata með
hljómsveitinni Blind Melon í venju-
legum skilningi orðsins, enda varla
ástæða til að gera safnplötu þegar að-
eins tvær plötur hafa litið dagsins
Ijós. Platan er ekki einu sinni „plata“
í réttri merkingu orðsins sökum þess
að hljómsveitin starfar ekki lengur
og á henni er ekkert nýupptekið efni.
Grafskrift væri því betra orð yfir fyr-
irbærið NICO sem brátt kemur í
hljómplötuverslanir. Á henni era 13
lög sem hljómsveitin hafði tekið upp
Andrews Fall o.fl. sem var að finna á
áður útgefnum plötum sveitarinnar
en lögin era þónokkuð mikið endur-
útsett. Á NICO er líka að finna efni
sem aldrei hefúr áður heyrst með
sveitinni og því verður spennandi að
á sínum tima. NICO minnir ekki á
ljósmyndaalbúm sem hefur að geyma
myndir af ferli hljómsveitarinnar
heldur má segja aö hér sé á ferðinni
innsýn í það sem aldrei átti að verða
en varð samt. Vissulega era þama
lög eins og No Rain, Soup, St.
sjá hvort nýir Blind Melon-aðdáend-
ur bætist í hópinn eða hvort hljóm-
sveitin gleymist líkt og svo margar
aörar sem sýndust til stórvirkjanna
en hurfu svo án þess að setja mark
sitt á rokksöguna.
-GBG
gIUI
Ul
, JJ ÍJ
yjjiujjjma
Þaö eru 18 ár síöan söngvar-
inn Cat Stevens sneri baki við
frægö og frama og helgaði sig
múhameðstrú. Hann breytti
nafni sínu I Yusuf Islam og
hefur ekki gefiö út tónlist síð-
an. Á dögunum heimsótti
hann höfúðborg Bosníu, Sara-
jevo, 1 tilefni af ramadan en
það er hátið múslíma. Tónlist-
in sem hann heyröi þar heill-
aði hann svo upp úr sandölun-
um að hann ákvaö að gefa út
plötu með bosnískri tónlist. Á
plötunni veröa tvö lög eftir
hann sjálfan. Annað lagið er
tileinkað börnum sem létust 1
borgarastríöinu í Bosníu og
fjöldamoröunum 1 Dunblane í
Skoflandi.
-JHÞ