Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 13 "V > 'toiyndbönd *■*-* ------- Hamingjusöm hjón. Nicole Kidman og Tom Cruise á kvikmyndahátíöinni f Cannes áriö 1992. Tom Cruise ásamt Jon Voight i Mission: Impossible. beint honum á toppinn. 1992 sagði hún starfi sínu hjá CAA lausu og hóf störf viö sameiginlegt fyrirtæki sitt og Cruise. Með fæturna á jörðinni Tom Cruise er í dag 35 ára gamall og hefur verið að leika í kvikmynd- um frá árinu 1981 þegar hann lék í sinni fyrstu kvikmynd, Taps. Á sín- um tíma var hann orðaður við klíku af ungum leikurum þar sem meira var hugsaö um skemmtanalífið en vinnuna, en hann var fljótur að Risky Business, 1983 Losin' IT, 1983, The Outsiders, 1983 Legend,1985 Top Gun, 1986 The Color of Money, 1986 Cocktail, 1988 Rain Man, 1988 Born on the Fourth of July, 1989 Days of Thunder, 1990 Far and Away, 1992 A Few Good Men, 1992 The Firm, 1993 Interview with the Vampire, 1994 Mission: Impossible, 1996 Jerry Maguire, 1996 -HK Þaö kemur fáum á óvart að Mission: Impossible skuli fara í fyTstu viku sinni á myndbandalist- anum beint í efsta sætið. Myndin var með þeim allra vinsælustu á síðasta ári og er virkilega vel gerð og spennandi sakamála- kvikmynd. Vinsældirnar má þó einnig rekja til þess að einn vinsælasti leikari samtímans, Tom Cruise, leikur aðalhlut- verkið. Tom Cruise hefur nú náð því marki sem enginn annar kvikmyndaleikari hefur náð, það er að leika í flmm kvik- myndum í röð, sem allar hafa fariö í yfir 100 milljón dollara í tekjum í Bandaríkjunum. Af þessu má sjá að hann er kannski sá eini af hæst laun- uðu leikurumnn f Holly- wood sem með réttu á skiliö að fá um tuttugu milij- ón dollara fyrir hverja mynd, en sú er víst verðlagn- ingin hjá karlleikurum sem hæst verðleggja sig f Hollywood. Þær fimm kvikmyndir Tom Cruise sem hafa farið yfir 100 milijón dollara markið eru A Few Good Men, The Firm, Interview with the Vampire, Mission: Impossible og nýjasta kvik- mynd hans, Jerry Maguire, sem undanfamar vikur hefur verið vin- sælasta kvikmyndin í Bandaríkjun- um. sverja það af sér enda að eðlisfari mjög rólegur og lítið gefinn fyrir samkvæmislífið. Strax í annarri kvikmynd sinni, Risky Business, fékk Tom Cruise tilnefhingu til Golden Globe verð- launanna. Það var sfðan 1986 sem hann sló í gegn í Top Gun og komst í hóp vinsælustu leikara samtímans og þar hefur hann haldið sig og er greinilega ekki á leiðinni út úr þeim hóp. Ekki hefur Tom Cruise unnið til óskarsverðlauna en tilnefningu fékk hann fyrir leik sinn í Bom on the Fourth of July og fékk Golden Globe verðlaunin fyrir það hlut- verk. Hann endurtók leikinn fyrir stuttu þegar haim hlaut Golden Glo- be verðlaunin fyrir leik sinn í Jerry Maguire. Verðm- því aö teljast lík- legt að hann fái tilnefningu til ósk- arsverðlauna síðar í þessum mán- uði fyrir leik sinn í þeirri mynd. Tvö tökuböm Á sínum fyrstu tíu áram í Hollywood lék Tom Cmise í þrettán kvikmyndum og kennir hann því að hluta til um að hjónaband hans og Mimi Rogers fór út um þúfur. Cru- ise lét sér þetta að kenningu verða og þegar hann hitti og varð ástfang- inn af Nicole Kidman við gerð Days of Thunder þá var það fljótt ákveðið í þeirra sambandi að það kæmi ekki til greina að vera lengi aðskilin og hafa þau passað upp á það. Þau léku saman í Far and Áway og eftir að frumsýningarlotu Mission: Impossi- ble lauk og Nicole Kidman hafði lokið við að leika í Portrait of a Lady, lá leið þeirra til London til að leika saman í Eyes Wide Shut, sem er fyrsta kvikmynd Stanley Kubricks í tiu ár. Ríkir mikil eftir- vænting með þessa mynd frá meist- ara Kubricks. Tom Cruise og Nicole Kidman hafa ættleitt tvö böm og gæta þess að fjölmiðlar nálgist þau ekki um of. Hér á eftir fer listi yfir þær kvik- myndir sem Tom Cruise hefur leik- ið í. Stóran hluta þeirra má fá á myndbandaleigum: Taps, 1981 Endless Love, 1981 All the Right Moves, 1983 Það sem greinir Mission: Im- possible frá öðrum kvikmyndum Tom Cmise er að hann er fram- leiðandi myndarinnar. Það var ekki ný hugmynd að gera kvikmynd eftir þessari vinsælu sjónvarpsseríu sem myndin byggir á. í ell- efu ár hafði Paramount verið með hugmynd að Mission: Impossible og látið gera mörg drög að handriti. Það var svo 1993 sem Tom Cruise keypti réttinn og ákvað að Mission: Impossible skyldi vera fyrsta kvikmyndin sem ný- stofnað fyrirtæki hans og Paula Wagner, Cruise/Wagner Product- ions skyldi framleiða. Cmise setti allt í gang og þar sem Brian de Palma hafði tekist einstaklega vel að koma annarri vinsælli sjónvarps- seríu yfir á hvíta tjaldið, The Untouchables, þótti Cmise kjörið að fá hann til að leikstýra Mission: Impossible. Tom Craise hefur allan sinn feril treyst mikið á ráð- leggingar Paulu Wagner. Það var hún sem tók hann að sér þegar hann var að byrja leikferil sinn, en þá starfaði hún hjá CAA, stóra um- boðsfyrir- tæki, og má segja að hún hafi leið- Strax í annarri kvikmynd sinni, Risky Business, fékkTom Cru- ise tilnefningu til Golden Globe verðlaunanna. Það var síðan 1986 sem hann sló ígegn í Top Gun og kom sér í hép vin- sælustu leikara samtímans og þar hefur hann haldið sig og er greinilega ekki á leiðinni úr þeim hópi. Ingibjörg Sigurðardóttir: Mission Impossible. Hún var hörkuspennandi og hélt manni Páll Svansson: Underground. Veisla fyrir augað en ferlega langdregin. Rock. Hún var spennandi og gef- andi. Ólafur Guðlaugsson: Teikni- myndin Heavy Metal. Hún er frábær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.