Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Blaðsíða 12
26
tyndbönd
MYNDBAm
i
m O'/M
Hollow Reed
Forræðisdeila
Miödepill myndarinnar er Oliver, níu ára strákur
sem býr hjá fráskilinni móður sinni, Hannah, og
sambýlismanni hennar, Frank. Martyn faðir hans er
yfirlýstur hommi og er í sambúð með öðrum manni. Hannah hefur for-
ræðið yfir syni sínum, en Martyn hefur takmarkaðan umgengnisrétt.
Þegar Martyn fer að gruna að ekki sé allt með felldu á heimili fyrrum
konu sinnar sækir hann um forræði yfir syni sínum og sakar Frank um
að misþyrma honum. Myndin fjallar á afar nærgætinn hátt um erfið
átök og tilfinningamál og gerir sig hvergi seka um væmni, óraunsæi eða
melódramatík. Hún dregur sérstaklega vel fram og útskýrir hegðun
stráksins og almennt er persónusköpun með besta móti, þótt Frank sé
reyndar stundum illskiljanlegur. Úrvalsleikarar eru í hverju hlutverki
og sérstaklega er gaman að sjá Martin Donovan, einn af uppáhaldsleik-
urum Hal Hartley, sem leikur fóðurinn af miklu öryggi. Þá er ótrúlegt
að fylgjast með hinum unga Sam Bould, sem er mjög áhrifamikill í hlut-
verki Olivers, en Joely Richardson, Ian Hart og Jason Flemyng sýna
einnig afburðaleik.
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Angela Pope. Aðalhlutverk: Martin
Donovan, Sam Bould, Joely Richardson, lan Hart og Jason Flemyng.
Bresk, 1996. Lengd: 90 mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. -PJ
Where Truth Lies
Sálfræðingatryllir ★
John Savage leikur sálfræðinginn Ian Lazarre,
sem á við þunglyndi og áfengisvandamál að striða
eftir dauða eiginkonu sinnar sem fórst í bílslysi. Lög-
fræðingur hans og besti vinur leggur hann inn á
hæli þar sem undarlegar starfsaðferðir eru stundað-
ar og yfirlæknirinn virðist varla með öllum mjalla,
en hann er leikinn af Malcolm McDowell. Ian er
þjakaður af martröðum og í gegnum þær kemst hann
smám saman að því að besti vinur hans er óþokki
sem drap konuna hans. Hann strýkur af hælinu og
fer og drepur fyrrum vin sinn. Eins og sést af ofan-
sögðu er söguþráðurinn vægast sagt bjánalegur. Handritshöfúndurinn
skýtur langt yfir markið og býr til óspennandi bull, sem þar að auki er
ákaflega fyrirsjáanlegt. Við vitum hver vondi kallinn er nánast alveg frá
byrjun og draumarugl aðalsöguhetjunnar er ekki þesslegt að vekja
áhuga. Sorglegt er að sjá þann góða leikara John Savage, sem ekki virð-
ist hafa fengið almennilegt hlutverk síðan einhvern tíma á áttunda ára-
tugnum og þá virðist Malcolm McDowell vera fastur í hlutverkum
hrokafullra geðsjúklinga. Hann heldur að vísu ögn aftur af sér í þessu
hlutverki og er fyrir vikið skástur af fremur flötum leikarahóp.
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: William H. Molina. Aðalhlutverk: John
Savage, Malcolm McDowell og Kim Cattrall. Bandarísk, 1995. Lengd: 90
mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. -PJ
The Quest
★* Bardagmenn reyna með sér
Belgíska buffið Jean-Claude Van Damme hefur
náð forustuhlutverki í flokki slagsmálamynda í
Hollywood og nýtti sér áhrif sín með því að fá að
leikstýra þessari mynd. Hann leikur jafnframt aðal-
hlutverkið, götustrákinn Dubois, sem villist ofan í
skip, vaknar úti á rúmsjó og er tekinn höndum sem
laumufarþegi. Eftir mikil ævintýri, þar sem hann
m.a. kemst í kynni við sjóræningjaskipstjóra
nokkum (Roger Moore) og er þjálfaður í bardagalist
á lítilli eyju í Kyrrahaflnu, tekur við aðalævintýrið,
keppni bestu bardagamanna heims, þar sem öll flott-
ustu slagsmálin eiga sér stað og er formið í ætt við slagsmálatölvuleiki
eins og Mortal Kombat. Þrátt fyrir bjánalegan söguþráð og lélegan leik
er umgjörðin að öðru leyti i lagi og húmor hér og þar bjargar því að
myndin er aldrei afspymuleiðinleg. Þá em bardagasenurnar oft ágæt-
ar, sérstaklega er einn af keppendunum góður, en bardagastíll hans er
í ætt við ýmiss konar dýr. Bufflð ætti að tékka á nokkrum Charlie
Chan myndum, sem gerir sér fyllilega grein fyrir því að hann er að
skemmta áhorfandanum. í slagsmálamyndum er það dauðadómur að
taka sig alvarlega, og mikið grín nauðsynlegt til að gera myndimar
þesslegar að maður nenni að horfa á þær.
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Jean-Claude Van Damme. Aðalhlut-
verk: Jean-Claude Van Damme og Roger Moore. Bandarísk, 1996.
Lengd: 90 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. -PJ
Mission: Impossible
Fyrsta flokks afþreying ★★★
Myndin byggir (lauslega) á frægum og vinsælum
sjónvarpsþáttum sem gerðir voru fyrir tæpum þremur
áratugum. Nú er öldin önnur og tæknin gerir kvik-
myndagerðarmönnunum kleift að gera allt miklu
svakalegra en nokkuð það sem sást í sjónvarpsþáttun-
um gömlu. Tom Craise leikur Ethan Hunt, leyniþjón-
ustumann sem missir alla meðlimi hóps síns í mis-
heppnuðu verkefni í Prag, og er í kjölfarið sakaður um
svik. Hann kemst undan útsendurum stjórnvalda, fær
til liðs við sig nokkra uppgjafamjósnara og hefst
handa við að hreinsa nafn sitt, en til þess þarf hann
m.a. að bijótast inn í höfuðstöðvar CIA og komast í móðurtölvu þeirra,
sem er falin í algjörlega (?) þjófheldri hvelfmgu. Söguþráðurinn er ágæt-
is brandari, en mesti brandarinn er kannski sá að ýmsir voru hræddir
um að hann væri of flókinn fyrir bandarískan almenning (sem í reynd
er náttúrlega alvarlegt mál, ef satt er). Leikarar standa sig nógu vel,
hasarinn er tilþrifamikill og þá sérstaklega tæknibrellumar, og tónlist-
in skapar akkúrat þá stemningu sem myndin þarf. Myndinni tekst ná-
kvæmlega það sem hún ætlar sér, að skemmta áhorfandanum.
Útgefandi: CIC myndbönd. Leikstjóri: Brian De Palma. Aðalhlutverk: Tom
Cruise, Emmanuel Beart og Jon Voight. Bandarísk, 1995. Lengd: 106 mín.
Bönnuð börnum innan 12 ára. -PJ
r
i
FOSTUDAGUR 7. FEBRUAR 1997
28.jan. til 2.feb.
SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILl ÚTGEF. TEG.
NÝ 1 Mission Impossible ClC-myndbönd Spenna
2 1 4 Rock Sam-myndbönd Gaman
3 4 2 Fargo Háskólabíó Gaman
Jggggj £ 4 msm 2 3 BmmE Bt:Sf - : ; t, Cable Guy Skrfan Spenna
5 9 2 Spy Hard Sam-myndbönd Spenna
6 13 -* i 4 Happy Gilmore ClC-myndbönd Spenna
7 ; 10 2 Truth about Cats and Dogs Skífan Spenna
NÝ 1 The Quest Myndform .. * Gaman
9 6 3 Mullholland Falls Myndform Gaman
10 ■ >. .Ék 5 . : Trainspotting Warner-myndir . ii f't Gaman
11 8 7 Kingpin Sam-myndbönd Gaman
12 7 7 r- í P, BB Copycat Warnor -myndir Spenna
13 18 2 It Takes Two Sam-myndbönd Spenna
14 14 2 White Man Sam-myndbönd Spenna
15 ii ; 9 Sgt. Bilco ClC-myndbönd Spenna
16 13 7 From Dusk till Dawn Skífan Spenna
17 ; 15 10 Primal Fear ClC-myndbönd 1 Gaman
18 12 9 , Juror mSKBKKHSBBBSL Skífan ■HRBI Gaman
19 20 8 Don't be a Menace Skífan Spenna
20 17 10 Down Periscope Skífan Gaman
Það fór eins og flestir bjuggust við, Mission: Impossi-
ble tók markaðinn með trompi og settist í efsta sæti
listans og lætur það varla af hendi á næstunni. Á
myndinni er aðalleikari myndarinnar, Tom Cruise, í
miklum darraðardansi. Ein ný mynd önnur kemur
stormandi inn á listann, er það The Quest, mikil has-
armynd sem gerist í byrjun aldarinnar og nær sögu-
sviðið frá Kaliforníu til Himalajafjalla í Tíbet. Aðalhlut-
verkið leikur Jean-Claude Van Damme og er hann
einnig leikstjóri. Meðal mótleikara hans er Ftoger
Moore, sem gerði garðinn frægan sem James Bond.
Að öðru leyti eru ekki miklar breytingar á listanum.
Mission: Im-
possible
Tom Cruise og Jon
Voight
Um skeið hefur
CIA haft grun um að
einhver innan leyni-
þjónustunnar sé að
selja hátæknileynd-
armál. Njósnarinn
Ethan Hunt og hans
fólk er að undirbúa
að afhjúpa bæði svik-
arann og kaupand-
ann. Allt gengur
samkvæmt áætlun
þar til aðgerðinni er
að ljúka, þá fer allt
úrskeiðis og allir eru
drepnir nema Hunt.
Fljótlega áttar Hunt
sig á að hann er orð-
inn hinn grunaði,
enda sá eini sem eft-
irlifandi er sem vissi
um aðgerðina.
The Rock
Sean Connery og
Nicolas Cage
Snjöllum her-
manni tekst ásamt
mönnum sínum að
ná völdum í Alcatr-
az- fangelsinu. Hann
hótar að varpa öfl-
ugu efnavopni á San
Francisco þar sem
fimm milljónir
manna búa. Eina
færa leiðin virðist sú
að senda menn inn í
Alcatraz og freista
þess að aftengja
sprengjumar og ráða
niðurlögum óvinar-
ins og er ákveðið að
kalla til aðstoðar
eina manninn sem
hefur tekist að brjót-
ast út úr fangelsinu.
mioss wiuiaí; s
UoSOKUJS R. iuCI BOSOm
PÁRGÖ
t 4
Fargo
Frances McDormand
og Steve Buscemi
Uppburðarlitill
bílasali hefúr komið
sér í skuldasúpu. Til
að bjarga málum fær
hann tvo krimma til
að ræna eiginkonu
sinni og eiga þeir að
krefja forríkan
tengdaföður um
lausnarfé. Þegar
krimmamir drepa
lögreglumann og tvo
saklausa vegfarend-
ur fer málið langt út
fyrir það sem bílasal-
inn ætlaði. Það kem-
ur í hlut lögreglu-
stjórans í Fargo,
hinnar kasóléttu
Marge, að rannsaka
máhð. Brátt tekst
henni að tengja milli
morðanna og eigin-
konuhvarfsins.
The Cable Guy
Jim Carrey og Matt-
hew Broderick
Steven Kovacs ætl-
ar að svindla á kerf-
inu og múta kapal-
manninum og
þannig fá nokkrar
sjónvarpsrásir fríar
inn í íbúð sína. Kap-
almaðurinn sem
hann fær er ekki
rétti maðurinn til að
múta. Þess í stað gef-
ur hann sterklega til
kynna að hann hafl
ekkert á móti því að
eignast Kovacs fyrir
vin. Kovacs líst ekk-
ert á þá hugmynd,
enda finnst honum
kapalmaðurinn vera
hinn mesti furðu-
fugl, en hann kemst
fljótt að þvi að kapal-
maðurinn veit ekki
hvað nei þýðir.
Spy Hard
Leslie Nielsen og
Nicolette Sheridan
Njósnaranum WD-
40 er falið að stöðva
grimmileg áform
handalausa hryðju-
verkamannsins
Rancors sem í enda-
lausri brjálsemi
sinni ætlar sér ekk-
ert minna en heims-
yflrráð, í myndinni
er einnig komið inn
á persónuleg tengsl
WD-40 við hinar og
þessar persónur inn-
an og utan leyniþjón-
ustunnar, til að
mynda er hulunni
svipt af leyndar-
dómnúm um dular-
gervi yfirnjósnarans
í CIA og yfirmanns
WD-40.