Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 3
JL^'V' FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997
nlist
HLJÓMPLpTU
mam
Hermes - Súkkulaði og kók:
Einfalt og hrátt ★★★
Eins og flestum er kunnugt
var geysimikil hljómplötuút-
gáfa fyrir jólin og voru titlarnir
taldir í hundruðum. Eins og
gefur að skiija þegar svo mikið
er gefið út þá verða alltaf ein-
hverjar plötur útundan. Sumar
eiga það skilið en öðrum hefði
átt að gefa meira gaum. Ein slík
er Súkkulaði og kók en fyrir
henni er skrifaður Hermes. Lít-
ið fær hlustandinn að vita hver
Hermes er. Ekkert æviágrip eða
nánari skýring á nafhinu er að
I finna í lesmáli en þegar nánar
er skoðað kemur í ljós að rétthafi á lögunum, sem öll eru frumsamin, er
Hermann Stefánsson og verður að álíta að Hermes sé listamannsnafn
hans.
En hver sem Hermes er þá er plata Hermesar, Súkkulaði og kók, hin
skemmtilegasta hlustun. Lögin eru hrá og einfóld, allt frá blús yfir í
kántrí, kannski helst til mikið ferðalag í stefiium. Ég hefði til að mynda
viljað heyra fleiri blúsa á borð við titillagið Súkkulaði og kók en á móti
kemur góður húmor í sumum lögum og er vert í því sambandi að benda
á On the Praire, sem er búið til úr laglínum úr þekktum kántrílögum
og kemur strax í byrjun upp í hugann Sixteen Tons.
Ekki er mikið verið að pæla i tækninni, kassagitarinn og einfóld
raddsetning einkenna plötuna og gefa henni þann heildarsvip sem lög-
in sjálf gefa ekki. Aðall plötunnar eru textarnir sem margir hverjir eru
sérlega vel smíðaðir og allir eiga þeir það sameiginlegt að vera efnis-
miklir. Húmorinn er í hávegum hafður í textum ásamt skemmtilegri
I sjálfsgagnrýni og á einstaka stað er kafað af alvöru í heimspólitíkina.
Súkkulaði og kók er plata sem kemur á óvart, er alls ekki gallalaus
en ágæt hlustun. Hilmar Karlsson
Grípandi rokk:
I Reef-Glow ★★★
Hljómsveitin Reef hefúr á
stuttum tíma náð nafnþekk-
ingu útvarpshlustenda með
lagi sínu Place your Hands.
Hljómsveitin spilar rokk af
gamla skólanum og mætti jafn-
vel líkja þeim að hluta við Roll-
ing Stones hvað varðar laglínu-
gerð. Rokkið sem hljómsveitin
spilar er laust við tilgerð, lag-
línur eru grípandi og tölvur
. eru látnar vera við upptökum-
' ar. í staðinn fær hlustandinn
þéttan hljóðfæraleik beint í æð,
þar sem gömlu rokkhljóðfærin;
I bassi, gítar, trommur og píanó hljóma taktfast undir rifrödduðum,
groddalegum og gröðum söng Gary Stringer. Þetta er partýplata af bestu
gerð, róleg lög og allt. Það hefúr vantað þessa tegund tónlistar inn á
( markaðinn. Það fer kannski ekki mikið fyrir frumlegheitum, en lög og
laglínur eru ekki stolin frá fyrrum meisturum rokksins. Um leið ná þeir
þessum gamla hljómi sem rokkunnandinn féll fyrir á sínum tíma. Sér-
staklega tekst Reef vel til í lögunum Summers in Bloom, hinu blúss-
legna I Would Have Left You, Lately Stomping, hinu ómþýða Consider-
ation, Dont You Like og Lullaby. Þegar allt er síðan samantekið kemur
platan einstaklega vel út fyrir gamla rokkið og þar af leiðandi nýjan að-
dáendahóp þess. Ef Reef nær að halda úti þessari grípandi sköpunar-
gleði er tfl einhvers að hlakka í rokkheimi næstu ára. Einfalt og gríp-
andi. Ekki meistaraverk - bara gott. Guðjón Bergmann
Snilldarsamsuða:
1 Lamb-Lamb ★★★★
Dúettinn Lamb tekur stórstíg
| samsuðuskref á sinni fyrstu
plötu. Saman standa söngkonan
Louise og tölvusniflingurinn
, Andy að þessum andstæðu-
' kennda dúett sem blandar sam-
an ómstríðum laglinum og takt-
sveiflum sem eiga ekki margan
sinn líkan. Það eru þessar and-
stæður sem gera tónlist Lamb
eftirtektarverða. Undirtónn
Andy ætti vel heima í danstón-
listargeiranum, nema hvað gest-
ir gólfsins myndu líklega hreyfa
sig frekar hægt. Hann virðist
hrifrnn af breakbeat- og drumbass-töktunum vinsælu, auk þess sem aft-
urábak-trommueffectinn er óspart notaður. Trommutakturinn býr til
| ákveðin stíganda í lögum Lamb sem er síðan brotin upp með rólyndum
laglinum, strengjum, flautum og frekar þunnum bassahljómi. Sérstak-
lega ættu hlustendur að taka vel eftir taktnotkuninni í laginu Cotton
WoolÁ. Söngur Louise minnir einstaka sinnum á söng forsprakka Cran-
berries, en í heild heldur hún hlustandanum föngnum með döprum og
fallegum laglínum. Textamir virðast falla inn á heimspekisvið, íjalla
einfaldlega um lífið og tflveruna, ástir og örlög.
( Lamb fer ótroðnar slóðir með þessari snilldarsamsuðu og úr verður
plata sem heiðrar þau jafht og þá sem á þau hlusta. Takið eftir! Hér er
á ferðinni dúett sem á framtíðina fyrir sér ef þau halda áfram tilrauna-
starfseminni.
Guðjón Bergmann
daöi og HóU
Glitrokkhetjur áttunda áratug-
arins í hljómsveitinni Sweet koma
ekki oftar saman til að endurvekja
gamla og löngu horfha frægð. Bri-
an Connolly, söhgvari og aðalmað-
ur Sweet, lést á dögunum úr
nýmabilun eftir að hafa fengið
hjartaáfall.
Frægðarsól Sweet skein skærast
á fyrri hluta áttunda áratugarins.
Á þeim tima var framsækið rokk
og þungarokk sömuleiðis að sækja
í sig veðrið. Þótt Sweet hafi látið
töluvert meira til sín taka á listum
yfir vinsælustu lögin hveiju sinni
en til að mynda Led Zeppelin,
Deep Purple, Black Sabbath og
fleiri nutu hinar síðamefndu ætíð
meira álits tónlistarunnenda.
Sweet höfðaði einnig fyrst og
fremst til unglinga og keppti á
rokkaða poppmarkaðinum við
Slade, Nazareth, Gary Glitter, Suzi
Quatro, Paper Lace og fleiri slíka.
Hljómsveitin Sweet nefndist
fyrst í stað Sweetshop og var stofn-
uð 1968. Þremur árum síðar þegar
hljómsveitin kom sínu fyrsta lagi
á vinsældalista hafði nafnið verið
stytt. Lagið nefndist Funny Funny
og náði þrettánda sæti breska vin-
sældarlistans. Síðar sama ár var
vinsældunum fylgt eftir með öðru
lagi, Co-Co, sem einnig gekk mjög
vel. Síðan ráku smellirnir hver
annan og árið 1973 flutti Sweet lag
ársins í Bretlandi, lagið Block-
burster. Ballroom Blitz og Hell
Raiser náðu því einnig að verða
meðal 25 vinsælustu laga ársins
þar í landi.
Lykillinn að velgengni Sweet
var fyrst og fremst sá að laga- og
textasmiðimir Nicky Chinn og
Mike Chapman sáu þeim fyrir
efni. Þá var mikið kapp lagt á að
fjórmenningamir í hljómsveitinni
klæddust framúrstefnulega á
sviði, í anda glitrokksins svo-
neftida sem David Bowie átti stór-
an hlut í að skapa. Hljómsveitin
var ekki einasta gríðarlega vinsæl
í heimalandinu, Bretlandi, heldur
einnig í Þýskalandi og þá herjaði
hún einnig með góðum árangri í
Bandaríkjunum. Talið er að Sweet
hafi selt fimmtíu milljón litlar
plötur og stórar á ferlinum.
Halla fór undan fæti hjá Sweet
nokkm eftir að lagahöfúndarnir
Chinn og Chapman vom reknir.
Fjórmenningarnir hugðust sjálfir
annast það hlutverk, meðal annars
til að koma metnaðarfyllri lögum
á plötur sínar en áður. Þá þótti
þeim einnig að höfúndamir bæm
full mikið úr býtum þar eð það var
jú hljómsveitin sem var vinsæl en
ekki þeir. Nokkur lög sem liðs-
menn Sweet sömdu sjáifir urðu
vinsæl, svo sem Fox on the Run,
Lies in your Eyes, Love is Like
Oxygen og fleiri. En árið 1979 gafst
Brian Connolly upp á samstarfinu
við félaga sína og hóf einherjaferil
sem skilaði engum árangri. Siðar
stofhaði hann hljómsveitina The
New Sweet sem þótti ekki rísa
undir nafhi.
Þegar Sweet var á hátindi
frægðarinnar þótti fjórmenning-
unum, og þó sér í lagi Brian
Connolly söngvara, tilheyra að lifa
hinu ljúfa lífi til fullnustu. Hann
þótti fara mikinn í samkvæmislíf-
inu beggja vegna Atlantsála og
sást oft í fylgd með samkvæmis-
ljóninu og trommuleikaranum
Keith Moon úr Who. Svo fór að
óhófleg áfengisneysla til margra
ára tók sinn toll. Connolly fékk
tvívegis hjartaáfall árið 1981 og
þegar hann var að ná sér eftir hið
síðara herma fregnir að hjarta
hans hafi stöðvast að minnsta
kosti sex sinnum. Söngvarinn náði
sér aldrei á strik eftir þessi veik-
indi. Hann gat því ekki verið með
Hljómsveitin Sweet á hátindi frægðar sinnar.
þegar Sweet var endurreist árið
1989 og hljóðritaði plötuna Live at
Marquee.
Brian Connolly fékk enn eitt
hjartaslagið í janúar. Hann út-
skrifaði sig sjálfur af sjúkrahúsi
viku síðar en hafði ekki verið
heima nema í nokkra daga þegar
hann var lagður inn að nýju, - og
þá í síðasta sinn. Hann lést sem
fyrr sagði af nýmabilun.
Samantekt: ÁT
Golden Globe verðlauna-
hafanum Madonnu hefur
greinilega likað vel að gera
mynd um fasistakvendiö
Evitu Peron því hún hefur
tekið tilboði um að leika að-
alhlutverkið með Gabriel
Byme (úr Talking Heads en
hann verður einnig fram-
kvæmdastjóri myndarinnar)
um mexikósku byltingakon-
una og Ijósmyndarann Tinu
Modotti. Hún starfaöi aö bylt-
ingu og ljósmyndun í Mexíkó
og Evrópu á Qórða og fimmta
áratug þessarar aldar. Byrne
mun leika elskhugá Modotti,
Vittorio Vidale. Gamli rokk-
arinn Mick Jagger er fram-
leiðandi myndarinnar.
-JHÞ