Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 DV
Er komið að síðasta lífi
I 1-
z
3.
4.
5.
6.
7.
8.
I 9-
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18.
19.
20.
( 1 ) Blur
Blur
( 4 ) Earthling
David Bowie
(2 ) Stoosh
Skunk Anansie
(Al) Tragic Kingdom
No Doubt
(6 ) Evita
Úr kvikmynd
( 3 ) Falling Into You
Celine Dion
( 8 ) Spice
Spice Girls
( 5 ) Strumpastuö
Strumparnir
( 9 ) Coming Up
Suede
(-) SpaceJam
Úr kvikmynd
(12) Fólkerfífl
Botnleðja
(18) Mermann
Emiliana Torrini
(-) Live
Secret Samadhi
(17) Seif .
Páll Oskar
( 7 ) Í.ÁIftagerði
Álftagerðisbræður
(10) Travelling Without Moving
Jamiroquai
(12) Ixnay on the Hombre
Offspring
( - ) Nelson Mass
Haydn
(-) Live Seeds
Nick Cave
(- ) Konungur háloftanna
Rjúpan
London
I
I
1. (- ) Don't Speak
No Doubt
2. ( - ) I Shot the Sherriff
Warren G
3. ( 2 ) Where Do You Go
No Mercy
4. ( - ) The Day We Rnd Love
911
5. ( 6 ) Don't Let Go
En Vogue
6. (1 ) Discotheque
U2
7. (- ) Da Funk/Musique
Daft Punk
8. (- ) Let Me Clear My Throat
DJ Kool
9. (_ ) She's A Star
James
10. ( 8 ) Remember
The Blue Boy
New York
-lög-
| 1. (1 ) Wannabe
Spice Girls
| 2. ( 2 ) Un-Break My Heart
Toni Braxton
»3. ( 3 ) Can't Nobody Hold Me Down
Puff Daddy
| 4. ( 4 ) I Believe I Can Fly
R. Kelly
t 5. ( 6 ) You Where Meant For Me
Jewel
| 6. ( 5 ) Don't Let Go
En Vogue
t 7. ( 9 ) ln My Bed
Dru Hill
t 8. (-) Don't Cry For Me Argentina
Madonna
| 9. ( 8 ) Nobody
Keith Sweat Featuring Athena...
t 10. (- ) Every Time I Close My Eyes
Babyface ...................
Bretland
— plötur og diskar—
t 1. ( -) Attack of The Grey Lantern
Mansum
t 2. ( 5 ) The Smurfs Hits '97
The Smurfs
t 3. ( 3 ) Spice
Spice Girls
| 4. ( 1 ) Blur
Blur
t 5. ( 9 ) Tragic Kingdom
No Doubt
| 6. ( 2 ) White On Blonde
Texas
| 7. ( 4 ) Evita
Various
t 8. ( -) Drawn To The Deep End
Gene
| 9. ( 8 ) Ocean Dríve
Lighthouse Family
| 10. ( 6 ) Blue is The Colour
The Beautiful South
Bandaríkin
-------~=' plötur og diskar—
t 1. (- ) Unchained Melody
Leann Rimes
t 2. (- ) Baduzm
Erykah Badu
| 3. (1 ) Tragic Kingdom
No Doubt
t 4. ( 7 ) Pieces of You
Jewel
í 5. ( 3 ) Secrets
Toni Braxton
t 6. ( 6 ) Spice
Spice Girls
| 7. ( 5 ) Falling Into You
Celine Dion
| 8. ( 4 ) Evita
Soundtrack
t 9. (10) Romeo + Juliet
Soundtrack
|10. ( 8 ) Blue
Leann Rimes
Aerosmith?
„Eitt af því sem ég þoli ekki við
hljómplötur er að þær halda ekki
frá upphafi til enda. Venjulega eru
á þeim tvö til þrjú góð lög en af-
gangurinn er bara uppfylling.
Þannig viljum við ekki hafa hlutina
og þess vegna leggjum við á okkur
mikið erfiði við að búa þannig um
hnútana að fólk fái plötu sem því
líkar við frá fyrsta lagi til hins síð-
asta.“
Sá sem svo mælir er Joe Perry,
annar tveggja gítarleikara í hljóm-
sveitinni Aerosmith. Hún sendir á
næstu dögum frá sér nýja plötu,
Nine Lives. Með vísan til þeirrar
trúar að kötturinn hafi níu líf vakn-
ar sú spuming hvort liðsmenn
hljómsveitarinnar séu að gefa til
kynna að eftir stormasamt samstarf
í rúmlega aldarfjóröung sé níunda
og síðasta líf Aerosmith nú hafið.
Hvað sem slíkum vangaveltum
líður ber ekki á öðru en að Perry og
félagar hans, Steven Tyler, Tom
Hamilton, Joey Kramer og Brad
Difford, hafi lagt sig alla fram við
að gera aðdáendunum til hæfis.
Auk þess að Perry og Tyler settust
niður ög sömdu fjölda laga fengu
þeir aðra lagahöfunda til liðs við
sig. Þeirra á meöal vom Marti
Fredriksen, Desmond Child, Mark
Hudson og Glen Ballard.
„Við vorum komnir með heilu
hlaðana af lögum á ýmsum vinnslu-
stigum og þá teljum við ekki með
lögin sem gengu af þegar við tókum
upp síðustu plötur okkar,“ segir
Joe Perry. „Það gengu til dæmis
fimmtán af þegar við tókum upp
plötuna Get a Grip. Svona þarf mað-
ur bara að vinna ef maður ætlar að
skila almennilegu verki. Það þýðb-
ekkert að vera með sjálfsvorkunn-
arsemi."
Annasamur tími
Útkoman virðist vera viðunandi
ef marka má álit þeirra sem hlustað
hafa á Nine Lives. Lagið Taste of
India er undir austrænum áhrifum.
Fallen Angel þykir ákaflega mynd-
rænt. Hole in my Soul og Ain’t that
a Bitch eru í rólegri kantinum en
með þungum undirtóni og Crash, 9
Lives, The Farm, Attitude Adjust-
ment og Something’s Gotta Give eru
dæmigerð rokklög í ekta Aer-
osmith- anda.
Nine Lives er tólfta hljóðvers-
plata Aerosmith. Sú ellefta, Get a
Grip, kom út 1993. Henni var fylgt
eftir með tuttugu mánaða vel
heppnaðri hljómleikaferð (Perry,
Difford og Hamilton höfðu samtals
með sér 59 gítara og slitu alls 96.450
strengjum!) og síðan ferðinni lauk
hafa fimmmenningamir unnið að
ýmiss konar verkefnum auk þess að
gera klárt fyrir Nine Lives. Meðal
annars hafa þeir unnið að sögu
hljómsveitarinnar í samvinnu við
metsöluhöfundinn Stephen Davies,
opnað næturklúbb í heimaborginni
Boston og tekist á hendur ýmiss
konar verkefni sem tengjast marg-
miðlun. Ætlunin virðist því svo
sannarlega vera sú að gera níunda
líf hljómsveitarinnar sem glæsileg-
ast.
Þá er Aerosmith aftur byrjuð að
vinna með hljómplötuútgáfunni
Columbia sem samningar voru
gerðir við í upphafi ferilsins. Á ní-
unda áratugnum kreppti töluvert að
og þá slitnaði upp úr samstarfmu.
Hljómsveitin var því á mála hjá
Geffen- útgáfunni í nokkur ár.
Vistaskiptin voru tilkynnt árið
1991. Hljómsveitir leika það iðulega
eftir að nýir samningar takast að
láta gamla útgefandann hafa annars
eða þriðja flokks efni til útgáfu. En
samstarf Aerosmith og Geffen virö-
ist hafa verið með þeim ágætiun að
hljómsveitin slakaði hvergi á við
gerð Get a Grip. Og að sjálfsögðu
segjast fimmmenningamir hafa lagt
sig alla fram við Nine Lives.
„Hún er hefðbundin Aerosmith-
plata með blæ tíunda áratugarins,"
segir Joe Perry. Kevin Shirley var
fenginn til að stýra upptökum og
segir Tom Hamilton að samstarfiö
hafi gengið eins og best varð á kos-
ið. „Kevin vill hafa sem mest líf í
upptökunum og þess vegna reyndi
hann að nota sem mest af upptökun-
um þar sem við vorum allir fimm
að vinna í hljóðverinu í einu.“
Steven Tyler söngvari tekur imd-
ir að samstarfið við Kevin Shirley
hafi gengið eins og best varð á kos-
ið enda hafi útkoman orðiö eftir
því.
„Platan er mjög melódísk, undar-
lega ljóðræn,” segir Tyler. „Reynd-
ar er hún svolítið fáránleg á köflum
og krefjandi. En viðlögin eru
þannig að menn geta hengt hattinn
sinn á þau þegar þeir heyra þau í
fyrsta skipti. Þannig viljum við líka
hafa það.“ Samantekt: ÁT
Grammy-lögin
sungin og leikin
Grammy-verðlaunin voru afhent í
gærkvöld við hátíðlega athöfn. Undan-
farin ár hefur það tíðkast að gefa út
plötu með eins konar úrvali laganna
sem tilnefnd eru og var sú einnig
raunin að þessu sinni. Að sjálfsögðu
kemst ekki nema brotabrot þeirra
laga á disk sem koma til greina við
verðlaunaveitinguna. Á plötunni 1997
Grammy Nominees eru til dæmis
þrettán lög sem keppa í aðeins þrem-
ur flokkum af þeim tugum sem verð-
launað er í. Þetta eru flokkarnir Besta
lagið, Besti nýi flytjandinn og Besta
söngkonan.
Flest lögin á Grammy-plötunni eru
fyrir löngu orðin gamlir kunningjar.
Má þar nefna Stupid Girl með hljóm-
sveitinni Garbage sem keppti um
verðlaunin í flokki athyglisverðustu
nýliðanna. Þar var einnig Jewel sem
keppti með lagið Who Will Save Your
Soul en hún glímdi jafnframt i flokki
söngkvenna ársins. Sömu sögu var að
segja um Celine Dion sem leggur til
lagið Because You Loved Me.
Alanis Morrisette, sigurvegari
Grammy-hátíðarinnar í fyrra, á að
sjálfsögðu einnig lag á plötunni. Það
er Ironic og keppti það um besta lag
ársins. Blúsaramir Tracy Chapman
og Eric Clapton áttu einnig lög í
Grammy-glímunni sem er að finna á
plötnni. Það eru lögin Give me one
Reason og Change the World.
Þetta mun vera í þriðja sinn sem
plata með sérvöldum Grammy-verð-
launum er boðin til sölu hér á landi.
Fyrsta árið seldist hún í rúmlega tvö
hundruð eintökum, næst í rúmlega
tveimur þúsundum og nú er að sjá
hvort eintakafjöldinn tífaldast ffá síð-
asta ári.
Ásgeir Tómasson Toni Braxton er á Grammy- plötunni.