Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1997, Page 3
J3V FÖSTUDAGUR 7. MARS 1997
HLJÓMP
<á
tff
*\\ÉWI
Stripshow - Late Nite Cult Show
Töfrabrögð með gítar
★★
Stripshow fer mikinn á sinni
fyrstu plötu, Late Nite Cult
Show. Lögin eru sextán talsins,
taka rúmlega klukkustxmd í
flutningi, flest í hressilegri kant-
inum og tengjast lauslega með
söguþræði sem er í senn dular-
fullur og ógnvekjandi. Tónlistin
er þungt rokk í sinni hefð-
bundnu mynd, með gamalkunn-
um frösum hér og þar. Óttalega
gamaldags í eyrum sumra, hrein-
asta klassík að mati annarra.
Það sem ber Late Nite Cult
Show fyrst og fremst uppi er gít-
arleikur Ingólfs Geirdals sem einhvem tíma var þekktur sem Dalli töfra-
maöur ef ég man rétt. Töfrabrögðin hefur Ingólfhr yfirfært á gítarinn og
nær út úr honum hinum ólíklegustu hljóðum. Sem gítarleikari er hann í
sirkusflokki með Steve Vai, Joe Satriani, Eddie Van Halen og fleirum sem
hafa gaman að þvi að kreista út úr hljóðfærinu hljóð sem gítarsmiði hef-
ur tæpast grunað aö hægt væri að framkalla þegar það var fúndið upp.
Lögin á Late Nite Cult Show eru misjöfh. Sum venjast vel, önnur síð-
m-. Framburður texta er því miður víða óskýr. Fjarsýnir rokkáhuga-
menn á fhnmtugs- eða sextugsaldri hafa takmarkað gagn af textablaði
sökum þess hve smáletraðir textamir eru!
Hvað sem þessum galla líður er Late Nite Cult Show frambærileg
frumraun og skemmtileg plata á köflum. Ásgeir Tómasson
Tom Coster
From the Street
'/2
Það er einvalalið djassspilara
sem leikur með bandaríska pianó-
leikaranum Tom Coster á síðustu
geislaplötu hans. Á tenórsaxófóna
leika Bob Malach og Michael
Brecker, á bassa Tim Landers, á
gítar Steve Cardenas, Sheila E. sér
um slagverk og Dennis Chambers
um trommuleik og fleiri koma við
sögu. Coster sjálfur er hörkugóður
píanisti, lék í gamla daga meðal
annars með Santana á plötunni
Welcome frá 1973. Hann spilar yf-
irleitt hljómana með hljóðgervils
„mottu“ en sólóin á píanó og í
nokkrmn lögum spilar hann bassalínur með hljóðgervli. Tónsmiðar hans
hér eru allar í djassfonkstíl og minna kannski aðeins á „Brekkubræður",
enda annar þeirra til staðar í upptökunum. Hrynjandin er tíðum allflók-
in eins og tíðkast í músík af þessu tagi og hryngeirinn frábær með
Chambers fremstan í flokki.
Laglínur eru ómstríðar og fremur kuldalegar. Þetta er músík frá
borgarstrætum eins og heiti plötimnar gefúr til kynna. Fönkið er á
fullu allan tímann og hvergi lát á. Þegar líða fer á plötuna er maður
farinn að vonast eftir þó ekki væri nema einni ballöðu til að hvílast og
fá annað sjónarhorn á stórborgina, en veskú það gerist ekki. í staðinn
er bara að njóta góðra sólóa og rétt er að geta þess að „sándið" á plöt-
unni er með því besta sem gerist. Græjufíklar ættu því að fá mikið út
úr þessu líka. Ingvi Þór Kormáksson
Ragnar Grippe: Requiem
Magnaður Ragnar
Sænski tónsmiðurinn Ragnar
Grippe er maður á besta aldri sem
lagði stund á sellóleik og arki-
tektúr á yngri árum en tónsmíðar
stundaði hann við Groupe de Rec-
herchers Musicales í París og við
McGill háskólann í Toronto.
Ragnar hefur skrifað ballettmúsik
og unnið tónlist fyrir sjónvarp og
kvikmyndir. Þessa sálumessu
sína tileinkar hann gengnum vin-
um sínum. Upphaflega var verkiö
samið fyrir kvikmynd en að end-
ingu ekki notað þar. Öll tónlistin
er flutt með tölvu, hljóðgervli og
tónsarpi sem hermir eftir „lífrænum" hljóðfænun. Grippe er býsna
kunnáttusamur að véla um vélamar. Það að hafa við fingurgómana
tölvu sem að öllu leyti lætur að vilja manns við hina minnstu snertingu
getur kannski gert hvem mann músíkalskt ofvirkan að einhverju leyti.
Því er gjaman hætt við ofhlæði þegar þessi háttur er á hafður og ber
eilítið á því hér. Má segja að hin elektrónísku hljóð gerist hvimleiðari
en hin eftirhermdu. Sívirkur hi-hat í rólegum köflum verksins er oft
óþarfur, dálítið eins og taktmælir sem gleymst hefúr að stöðva en í
heild er tölvunotkunin smekkleg og öll múskíkin afar vel unnin. Af-
bragösgóð sópransöngkona, Madeleine Kristofferson, leggur höfundi lið
við flutninginn og mæðir talsvert á henni.
Ekki er auðvelt að flokka svona verk sem er einhvers staðar á mörk-
um klassíkur, elektrónískrar tónlistar, kvikmyndatónlistar og hrein-
lega popptónlistar. Hefðbundin, lagræn og ekki ýkja frumleg en, hvað
skal segja, auðveld í notkun eða auðveld að njóta. - Geisladisknum lýk-
ur síðan með verki sem kallast „Shifting Spirits". Það er öllu nútíma-
legra en sálumessan, lítt melódískt og „erfiðara", líkt og undirleikur
undir kvikmynd sem hvergi sést. Ingvi Þór Kormáksson
Þjóðlaga- og kvikmyndatónlist
Þai besta frá
Nlárta Sebestyén
Á plötunni The Best Of Márta Sebastyen er aö finna 11 lög af ferli þessarar ungversku söngkonu, auk tveggja nýrra
laga sem bæöi er aö finna í stórmyndinni The English Patient.
Það er ekki oft sem við hér í
poppdálki DV fjöllum um þjóðlaga-
tónlist. í tilfelli Márta Sebastyén
gerum við hins vegar undantekn-
ingu. Á plötunni The Best of Márta
Sebastyén er að finna 11 lög af ferli
þessarar ungversku söngkonu, auk
tveggja nýrra laga sem bæði er að
finna í stórmyndinni The English
Patient sem er tilnefnd til 12 ósk-
arsverðlaiuia.
Það var í raun ekki fyrr en á síð-
asta ári sem almenningur fór að
taka eftir söngkonunni. Fram að
því hafði hún aðallega sungið ung-
versk lög, bæði ein og með hljóm-
sveitinni Muszikás. í fyrra varð
síðan breyting þar á. Márta gaf út
plötuna Kismet sem innhélt lög frá
flestum heimshomum og hlaut
mikið lof fyrir. Ekki skemmdi það
markaössetninguna þegar hún síð-
an söng lag með Peter Gabriel,
hljómsveitirmi Towering Infemo og
náttúrusveitinni Deep Forrest. Á
Kismet var að finna lög frá Rúss-
landi, írlandi, Ungverjalandi,
Grikklandi, Indlandi, Búlgaríu og
fleiri stöðum í flutningi Mártu, og á
sinn einstaka hátt náði þessi plata
til fleiri eyma en allar þær plötrn-
sem hún hafði áður gefið út.
Á þessu ári er siðan bjart yfir
söngkonunni. Eins og kemur fram
hér að framan er Rykodisc að gefa
út plötima The Best of Márta Seba-
styen. Mesta umstangið verður þó
að teljast vera í kringum lögin En
Csak Azt Csodalom (Lullaby for
Cathrine) og Szerelem, Szerelem
(Love, Love) The Prisoners Song
sem er bæði aö finna í The English
Patient. Platan er sem sagt sam-
bland af kvikmyndatónlist og þjóð-
lagatónlist úr öúum heimsins hom-
um fyrir þá sem vilja kynnast
henni. -GBG
Það þykir mikill heiöur aö
vinna til verðlauna á Brit-Awards
tónlistarhátíðinni eða vinna til
hinna eftirsóttu bandarisku
Grammy tónlistarverðlauna. Hitt
er heldur sjaldgæfara að vinna
stærstu verðlaunin á báðum há-
tiðum i sömu vikunni. Það afrek-
aði þó söngkonan Sheryl Crow í
síðustu viku febrúarmánaðar.
Hún var kosinn besti alþjóðlegi
kvenkynstónlistarmaðurinn á
Brit hátíðinni og flaug nánast
beint frá bresku tónlistarhátiö-
inni til Bandaríkjanna þar sem
hún tók viö Grammy-verðlaunum
fyrir besta rokkskífu ársins og
viöurkenningu sem besti kven-
kynssöngvari ársins. Á Brit-hátið-
inni flutti hún með hljómsveit
smni lagið Eweryday Is a Wind-
ing Road fyrir 10.000 manns en 9
milljónir áliorfenda fylgdust meö í
sjónvarpi. Á Grammy-hátíöinni
fylgdust 11.000 manns með því
þegar hún tók við verðlaunum
sínum en sjónvarpaö var frá há-
tíðinni til 23 landa. Sheryl Crow
er sem stendur á tónleikafór um
Bandarikin. Þær eru örugglega
ekki margar sem slá henni út í
vinsældum þessa dagana, enda
seljast plötur hennar í milíjónum
eintaka. -ÍS