Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1997, Síða 8
FÖSTUDAGUR 7. MARS 1997 T>U
\%n_ helgina
Alþjóðleg
kattasýning
Á sunnudaginn halda Kynjak-
ettir og Kattaræktarfélag ís-
lands sina 10. sýningu í reiðhöll
Gusts í Kópavogi og eru 126
kettir skráðir á sýninguna. Þar
er að flnna ketti af öllum þeim
tegimdum sem til eru hér á
landi, t.d. persar, exotic, abyss-
iníu, síams, bali, oriental og
norskir skógarkettir að
ógleymdum okkar ágætu
húsköttum.
Þrir alþjóðlegir dómarar
dæma kettina, þær Karina Bju-
ran og Janka Lund frá Noregi
ásamt Kate Stiemcreutz frá
Finnlandi. Sýningin verður opn-
uð klukkan 10.00 og lýkur
klukkan 18.00.
Carl Möller er íslendingum aö góöu
kunnur.
Carl Möllerá
Jómfrúnni
Píanóleikarinn Carl Möller hefúr
fengist töluvert við lagasmíðar á
síðustu árum og hefur hann oft
komið fram með ljóðskáldum og
samið tónlist við skáldskap þeirra. t
kvöld spilar hann ásamt hljómsveit
siimi á Jómfrúnni, á vegum djass-
klúbbsins Múlans.
Hljómsveitin er auk Carls skipuð
básúnuleikaranum Stefáni Ómari
Jakobssyni, flautuleikaranum
Gunnari Gunnarssyni, bassaleikar-
anum Birgi Bragasyni, trommuleik-
aranum Guðmundi Steingrímssyni
.og gítarleikaranum Þórði Ámasyni.
Á efnisskrá era frumsamin og að-
fengin djasslög og munu þeir félag-
ar hefla leik kl. 21.00. í tónleikahléi
mun kvartett skipaður ungum
djassistum spila en meðlimir hans
em þeir Hannes Helgason píanó-
leikari, Kristján Orri Sigurleifsson
bassaleikari, Sverrir Þór Sævarsson
trommuleikari og Ómar Guðjónsson
gítarleikari.
19%
staögreiöslu-
og greiðslukorta-
afsláttur og
stighœkkandi
birtingarafsláttur
Smáauglýsingar
550 5000
Húnvetnskir kórar halda tónleika
Á morgun verða haldnir
tvennir sameiginlegir tónleik-
ar þriggja kóra. Það em kór-
amir Lóuþrælar og Sandlóur
frá Miðfírði í Vestur-Húna-
vatnssýslu og Húnakórinn í
Reykjavík. Söngstjóri kór-
anna að norðan er Ólöf Páls-
dóttir og undirleikari er Elín-
borg Sigurgeirsdóttir. Söng-
stjóri Húnakórsins er Sesselja
Guðmundsdóttir og undirleik-
ari er Pavel Smid. Efnisskrá-
in er blönduð og samanstend-
ur af bæði íslenskum og er-
lendum lögum í léttum dúr.
Fyrri tónleikamir verða
haldnir í Laugameskirkju og
hefjast klukkan 14.00 en þeir
síðari að Fólkvangi á Kjalar-
nesi og hefjast klukkan 21.00.
Söngstjóri Húnakórsins er Sesselja Guömundsdóttir.
Herranótt sýnir Andorra
Leikfélag Menntaskólans í
Reykjavík, Herranótt, frumsýnir í
kvöld leikritið Andorra eftir Max
Frisch.
í Andorra tekur höfundur á for-
dómum og í þessu verki einbeitir
hann sér að fordómum sem rekja
má til skeytingarleysis. Leikritið
gerist í hinu ímyndaða ríki And-
orra og fjallar um ungan gyðinga-
dreng sem elst upp hjá fósturfor-
eldrum og verður ástfanginn af
stjúpsystur sinni. Á fyndinn og
mannlegan hátt er deilt á ýmis-
legt sem miður fer í samfélagi
mannanna. Leikritið þykir mjög
fallegt og ljóðrænt.
Listrænir stjómendur Herranæt-
ur í ár em að mörgu leyti þeir
sömu og í fyrra en þá setti leikfélag-
ið upp Sjálfsmorðingjann. Leik-
stjóri sýningarinnar er hinn ungi
og efnilegi Magnús Geir Þórðarson
en hann leikstýrði Stone Free hjá
Borgarleikhúsinu á síðasta ári.
Með helstu hlutverk í Andorra
fara Ólafur Egill Egilsson, Sveinn
Kjarval og Sunna Mímisdóttir.
Leikritið er sýnt í Tjamarbíói og
verða sýningamar tíu alls.
Tríó Reykjavíkur í Seltjarnarneskirkju
Tríó Reykjavíkur
heldur tónleika í
Seltjamameskirkju
nk. sunnudag kl. 17.
Tríóið gefur söfiiuð-
inum þessa tónleika
til styrktar orgel-
kaupum við kirkj-
una en nú líður að
því að kirkjan eign-
ist orgel.
Tríó Reykjavíkur
skipa Gunnar Kvar-
an sellóleikari,
Guðný Guðmunds-
dóttir fiðluleikari
og Peter Maté pí-
anóleikari. Þau
munu flytja verk
eftir Saint-Saens,
Emest Block og
Beethoven.
Ungmennafélag Reykdæla sýnir úr verkum Jónasar og Jóns Múla Árnasona.
Verk Jónasar og Jóns Múla
Á morgun frumsýnir Ungmennafélag Reykdæla í
Logalandi samantekt úr verkum Jónasar og Jóns
Múla Ámasona. Sýndir era hlutar úr þremur
leikritum Jóns Múla, Alfra meina bót, Deleríum
Búbónis og Rjúkandi ráði. Síðan era leiknir
hlutar úr verkunum Skjaldhömrum og Drottins
dýrðar koppalogni eftir Jónas og sungin lög úr
Jörundi. Um tuttugu leikarar og þriggja manna
hljómsveit taka þátt í sýningunni. Leikstjóri er
Þórunn Magnea.
MIISUR
IÁskirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu.
Ámi Bergur Sigurbjörnsson.
Árbæjarkirkja: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Vænst er
þátttöku fermingarbama og foreldra
þeirra. Stuttur fundur með þeim eftir
guðsþjónustuna. Prestamir.
Breiðholtskirkja: Bamaguðsþjón-
usta kl. 11. Messa með altarisgöngu á
sama tíma. Samkoma Ungs fólks með
hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson.
Bústaðakirkja: Bamamessa kl. 11.
Foreldrar hvattir til þátttöku með
börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Pálmi
Matthíasson.
Digraneskirkja: Messa kl. 11. Altar-
isganga. Prestm- sr. Flóki Kristinsson.
Bamaguðsþjónusta á sama tíma.
Dómkirkjan: Guðsþjónusta kl. 11.
Prestur sr. Hjalti Guðmundsson.
Barnasamkoma kl. 13 í kirkjunni.
Föstumessa kl. 14. Altarisganga. Prest-
ur sr. Hjalti Guðmundsson.
Eyrarbakkakirkja: Messa kl. 14.
Sóknarprestur.
Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta
kl. 11. Prestur dr. Sigurjón Ámi Ey-
jólfsson héraðsprestur. Barnaguðs-
þjónusta á sama tíma. Prestamir.
Fríkirkjan í Reykjavík: Barna-
guðsþjónusta kl. 11.15. Messa kl. 14.
Fermd verður Rakel MacMahon Engi-
hjalla 17. Sr. Bryndís Malla Elídóttir
þjónar i forföllum safhaðarprests.
Grafarvogskirkja: Bamaguðsþjón-
usta kl. 11. Bamaguðsþjónusta í Rima-
skóla kl. 12.30. Guðsþjónusta kl. 14. Dr.
Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprest-
m- prédikar og þjónar fyrir altari.
Prestamir.
Grensáskirkja: Fjölskyldumessa kl.
11. Skfrn, prestm sr. Halldór S. Grön-
dal. Efrný, Sonja og Þmíðm veröa með
barnaefni. Bamakór Grensáskirkju
syngm og leiðir söng.
Hafnarfjarðarkirkja: Sunnudaga-
skóli í HafnarfjarðarkirKju kl. 11.
Sunnudagaskóli í Hvaleyrarskóla kl.
11. Messa kl. 14 við lok Leikmanna-
stefhu. Prestm sr. Gunnþór Ingason
sem flytur samtalsprédikun ásamt
Helga Hjálmarssyni viðskiptaft-æðingi.
Hallgrimskirkja: Fræðslumorgunn
- kl. 10. Sr. Sigmðm Pálsson. Messa og
bamasamkoma kl. 11. Sr. Bragi Ingi-
bergsson prestm á Siglufirði prédikar.
Kirkjukór Siglufjarðarkirkju syngm.
Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr.
ig Bragi Skúlason.
Háteigskirkja: Barnaguðsþjónusta
• kl. 11. Sr. Helga Sofiia Konráðsdóttir.
Messa kl. 14. Sr. Gylfi Jónsson.
Hjallakirkja: Messa kl. 11. Sr.
Kristján Einar Þorvarðarson þjónar.
Bamaguðsþjónusta kl. 13. Prestarnir.
Kefiavíkurkirkja: Sunnudagaskóli
kl. 11. Munið skólabilinn. Guðsþjón-
usta kl. 14. Prestm sr. Ólafur Oddm
Jónsson.
Kór Keflavíkmkirkju syngm.
Kópavogskirkja: Barnastarfið.
Heimsókn í Víðistaðakirkju í Hafn-
arfirði. Farið verðm með rútu, mæting
í Borgum kl. 10.30. Messa kl. 11. Ferm-
ingarböm og foreldrar þeirra era
hvött til þátttöku. Fundur i safnaðar-
heimilinu Borgum með foreldrum og
fermingarbörnum strax að lokinni
; messu. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Lang-
holtskirkja: Kirkja Guðbrands bisk-
ups. Messa kl. 11. Prestm sr. Jón Helgi
Þórarinsson. Kaffisopi eftir messu.
Bamastarf kl. 13 í umsjá Lenu Rósar
|j Matthiasdóttm.
Laugameskirkja: Messa kl. 11. Fé-
lagar úr kór Laugameskirkju syngja.
Bamastarf á sama tíma. Guðsþjón-
usta kl. 14 í Sjálfsbjargarhúsinu, Há-
túni 12. Kvöldmessa kl. 20.30. Kór
ILaugameskirkju leiðir söng. Lifandi
tónlist frá kl. 20. Ólafur Jóhannsson.
Neskirkja: Bamasamkoma kl. 11.
Opið hús frá kl. 10. Sr. Frank M. Hall-
dórsson. Messa kl. 14. Sr. Frank M.
Halldórsson.
Seljakirkja: Bamaguðsþjónusta kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir
Ástráðsson prédikar. Sóknarprestm.
Seltjarnameskirkja: Messa kl. 11.
Prestm sr. Sólveig Lára Guðmunds-
dóttir. Barnastarf á sama tíma.
Stokkseyrarkirkja: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Sóknarprestm.
Óháði söfiiuðurinn: Fiöl-
skylduguðsþjónusta kl. 14. Bjargar-
kaffisala eftir messu.
MHMBBBMMMHHBHHnRMHHnHHHHaBnnHnHnHM