Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1997
23
x>v
Iþróttir
Lið Aftureldingar steig léttan sigurdans eftir sigurinn á Fram á föstudaginn ianga. Fögnuöurinn var mikill enda ekki nema von en liðið var í fyrsta sinn aö
tryggja sér réttinn til berjast um eftirsottasta titilinn í handknattleik á íslandi. DV-mynd Sveinn
Framararnir féllu
með mikilli sæmd
- Afturelding í úrslit í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir oddaleik
Þriðja viðureign Aftureldingar
og Fram í Mosfellsbæ á fostudaginn
langa bauð upp á allt sem prýða get-
ur frábæran handboltaleik. Gríðar-
leg spenna var, stemning á áhorf-
endapöllum engu lík, ómældur sviti
og til að kóróna állt saman þurfti
framlengingu til að knýja fram úr-
slit. Það var mikið í húfi í þessum
leik, sjálft sætið í úrslitum um ís-
landsmeistaratitilinn í handknatt-
leik karla.
Þetta er einn mest spennandi
leikur sem undirritaður hefur orðið
vitni að lengi enda voru liðin svo til
hnífjöfn allan tímann. Mestur var
munurinn þó fjögur mörk, Aftureld-
ingu í vil, en þann mun unnu Fram-
arar jafnharðan upp. Eftir æðis-
genginn bardaga voru það Mosfell-
ingar sem fögnuðu sigri og tryggðu
liðinu þar með í fyrsta sinn sæti í
úrslitaleik um íslandsmeistaratitil-
inn. Langþráð stund er því orðin að
veruleika fyrir þá í Mosfellsbænum
en uppgangurinn í handboltanum
þar í bæ hefur verið einstakur á síð-
ustu árum. Það mátti vart á milli
sjá í viðureign liðanna. Þrátt fyrir
mikla spennu sýndu bæðin liðin
góðan handbolta og áhorfendur
beggja liða skemmtu sér greinilega
vel og það var fyrir mestu. Vamar-
leikurinn hjá báðum liðum var
góður og enn fremur var skotnýt-
ingin góð og markmennimir vom
ekki að verja mikið í fyrri hálfleik
en það breyttist mikið í síðari hálf-
leik. Framarar vora lengstum með
yfírhöndina í fyrri hálfleik en undir
lok hans sigu heimamenn fram úr
og höfðu eins marks forystu í leik-
hléi.
Framarar urðu fyrir mikilli blóð-
töku þegar einn besti leikmaður
þeirra, Daði Hafþórsson, varð að
fara af leikvelli undir lok fyrri hálf-
leiks. Hann varð fyrir slæmu höggi
á andlitið og fékk fyrir vikið vægan
heilahristing. Af þeim sökum kom
hann ekki meira við sögu í þessum
mikilvæga leik. Daði var fram að at-
vikinu umrædda búinn að fara á
kostum í leiknum, skora aíls 6
mörk, eöa alls helming marka
Framara í fyrri hálfleik. í síðari
hálfleik tók nokkra stund fyrir
Framara að átta sig á brotthvarfi
Daða. Sóknarleikinn þurfti nánast
að stokka upp á nýtt. Með ótrúlegri
seiglu tókst Frömurum að veita Aft-
ureldingu verðuga keppni.
Afturelding sterkari í
framlengingunni
Síðustu sekúndur venjulegs leik-
tíma vora æsispennandi og er þá
vægt til orða tekiö. Það var Sigur-
páll Árni Aðalsteinsson sem gerði
jöfnunarmark Framara í venjuleg-
um leiktíma með því að vippa bolt-
anum yfir Bergsvein í markinu úr
hraðaupphlaupi. Framlenging blasti
því við liðunum og í henni reyndist
Aftm-elding sterkari enda þótt
Framarar væru aldrei langt undan.
Fögnuður Aftureldingar og stuðn-
ingsmanna liðsins var að vonum
mikill þegar ljóst varð að sigur
hafði unnist. Það er alveg ljóst að
Afturelding stefndi í baráttuna um
titilinn í upphafi tímabilsins og nú
hefur liðið öðlast réttinn til að
koma honum í hús. Páll Þórólfsson
og Gunnar Andrésson voru bestu
menn Aftureldingar í þessum leik.
Framarar eru á nýjan leik
komnir með lið í hópi þeirra bestu.
Ef vel verður haldið á spilum með
þetta lið þarf félagið ekkert að ótt-
ast. Leikmenn á borð við Reyni Þór
Reynisson, Daða Hafþórson, Oleg
Titov, Njörð Ámason, Sigurpál
Árna Aðalsteinsson og Magnús Arn-
grímsson þarf ekki að kvíða fram-
tíðinni. Fleiri leikmenn hafa einnig
skilað sínu hlutverki með sóma í
vetur. Ungir og efnilegir leikmenn
er heldur ekki langt undan og era
famir að banka á dymar. -JKS
Brotið á Daða mikið áfall
- sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Framara
„Þetta var barátta út í gegn. Ég
var mjög ánægður með spila-
mennskuna hjá strákunum í fyrri
hálfleik. Það segir sig alveg sjálft
að það var gífurlegt áfall fyrir okk-
ur að missa Daða Hafþórsson. Þar
átti sér stað brot á leikmanni sem
ekki á að sjást í handbolta í dag.
Við þurftum nánast að stokka leik
okkar upp á nýtt í síðari hálfleik
og það sem eftir var leiksins. Ég er
stoltur af strákunum og þeir sýndu
frábæran karakter í þessum leik.
Um framlenginguna hef ég að segja
að hún gat farin hvemig sem var.
Heppnin var með Aftureldingu í
þetta skiptið,“ sagði Guðmundur
Guðmundsson, þjálfari Fram, í
samtali við DV eftir leikinn við
Aftureldingu á fóstudaginn langa.
Og Guðmundur hélt áfram:
„Þetta Framlið er komið stutt á
þróunarbrautina en aö ná þetta
langt í keppninni var engu að síð-
ur frábær árangur. Úr því að liðið
var komið þetta langt er súrt í
broti að komast ekki alla leið i úr-
slitin. Að baki er skemmtilegur
vetur með Framliðið og það hefur
verið gaman að vinna með þessum
strákum. Það tekur sinn tíma að
koma liði í fremstu röð og menn
verða að sýna slíku verkefni þolin-
mæði. Að koma liði á toppinn er
þrotlaus vinna stjórnar félagsins,
leikmanna og að sjálfsögðu þjálfar-
ans,“ sagði Guðmundur Guð-
mundsson að lokum í spjallinujvið
DV.
-JKS
Aftureld. (13)31
Fram (12) 30
1--0, 2-2, 4-4, 6-7, 6-7, 9-9, 11-11,12-12,
(13-12), 14-13, 16-14, 17-17, 20-18,
22-18, 25-21, 26-24 (26-26), 27-27,
30-28, 31-29, 31-30.
Mörk Aftureldingar: Páll Þórólfs-
son 8, Ingimundur Helgason 7/6,
Gunnar Andrésson 4, Bjarki Sigurðs-
son 4, Einar Gunnar Sigurðsson 3,
Sigurjón Bjamason 2, Alexei Trúfan
2, Jón Amar Finnsson 1.
Varin skot: Bergsveinn Berg-
sveinsson 13/1, Sebastian Alexander-
son 2.
Mörk Fram: Daöi Hafþórsson 6,
Njöröur Ámason 6, Magnús Am-
grimsson 4, Guðmundur Pálsson 4,
Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson 4, Oleg
Titov 4/2, Páll Beck 1.
Varin skot: Reynir Þór Reynisson
13.
Brottvísanir: Afturelding 12 mín-
útur, Fram 6 mínútur.
Dómarar: Gunnar Viðarsson og
Sigurgeir Sveinsson. Dæmdu erfiðan
leik nokkuð vel.
Áhorfendur: 800.
Maöur leiksins: Páll Þórólfsson,
frábær leikur í alla staði gegn sín-
um gömlu félögum.
Fram (13) 26
Aftureld. (8) 25
l-O, 1-1, 7-1, 7-5, 10-6 (13-8), 15-10,
17-12, 26-14, 21-19, 22-21, 24-23, 25-24,
25-25, 26-25.
Mörk Fram: Daði Hafþórsson 8/3,
Oleg Titov 6, Guðmundur Pálsson 3,
Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 3,
Magnús Arngrímsson 2, Njöröur
Ámason 2, Óli Björn Óiafsson 2.
Varin skot: Reynir Þór Reynisson
16.
Mörk Aftureldingar: Gunnar
Andrésson 6, Páll Þórólfsson 5, Sig-
urður Sveinsson 5, Bjarki Sigurðsson
4, Ingimundur Helgason 3/2, Sigurjón
Bjamason 2.
Varin skot: Bergsveinn Berg-
sveinsson 4, Sebastian Alexanderson
7.
Brottvísanir: Fram 6 mínútur,
Afturelding 12 mínútur.
Dómarar: Einar Sveinsson og Þor-
lákur Kjartansson, ágætir.
Áhorfendur: Nálægt 700.
Maður leiksins: Oleg Titov,
Fram.
Bergsveinn Bergsveinsson:
„Við erum
klárir í
slaginn“
„Þetta var mjög erfiður leikur.
Þarna áttust við tvö góð lið og
sigurinn gat lent hvorum megin
sem var. Áhorfendumir höfðu
geysilega mikið að segja og þeir
voru hiklaust áttundi maðurinn
í okkar liði. Ég veit ekki hvort
brotthvarf Daða hefur komið
niður á leik Framara. Ef það hef-
ur verið reyndin er breiddin
ekki mikil hjá Fram. Ég hlakka
mikið til leikjanna um íslands-
meistaratitilinn en sem gömlum
FH-ingi þætti mér skemmtilegra
að fást við Haukaliðið. Við erum
klárir í slaginn og höfum alla
burði til að komast alla leið,“
sagði Bergsveinn Bergsveinsson,
markvörður Aftureldingar, í
samtali við DV eftir leikinn við
Fram.
-JKS
Afturelding
' byrjar á
heimavelli
Slagurinn um islandsmeist-
aratitlinn í handknattleik karla
hefst á föstudaginn kemur. Þá
tekur Aftin’elding á móti KA
Varmá í Mosfellsbæ. Það lið sem
fyrr vinnur þrjá leiki verður
meistari. Miðið við það sem á
undan er gengið í úrslitakeppn-
inni kæmi fáum á óvart að leik-
imir yrðu fimm. Eitt er víst að
mikill og spennandi slagur er
fram undan á milli þessara liöa.
-JKS