Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 6
22
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1997
íþróttir
DV
0lý-
„Gassi" biðst
enn og aftur
afsökunar
- lamdi enn eina konuna og er í vanda staddur
Paul
Gascoigne er
enn kominn á
síður ensku
dagblaöanna,
nú vegna sam-
skipta sinna við
kanadíska konu á
dögunum.
Gassi sem lengi
hefur verið til vand-
ræða í boltanum á að
hafa slegið kröftug-
lega til stúlku sem
hann hitti á veitinga-
stað og heitir Di-
annah Dean. Vitað er
að Gassi er sjaldn-
ast með sjálfum
sér er hann ligg-
ur í vín-
drykkju og
oftar en
ekki má
lesa um
skemmti- '
feröir
hans á öld-
urhús í
blöðunum
nokkrum dögum
síðar.
Menn eru löngu hættir
að hafa tölu á afsökunar-
beiðnum Gassa. Þessi
vandræðagemlingur hef-
ur í kjölfar hvers
hneykslisins á fætur öðru
komið fram í íjölmiðlum
og beðiðst afsökunar á
öllu saman. Eru þeir nú
margir sem eru hættir að
hlusta á hjalið í halnum.
Gassi kom fram eftir
samskipti sín við Dean og
baðst afsökunar á því ef
hann hefði gert henni
eitthvað rangt. Hann
sagðist reyndar vilja
hitta hana augliti til
auglitis og fá málið á
hreint.
Hoddle og Smith
eru ekki ánægöir
Samskipti hans við
veika kynið eru nefnilega
sjaldnast hávaðalaus og
nú er Walter Smith, fram-
kvæmdastjóri Glasgow
Rangers, og Glenn
Hoddle, enski landsliðs-
þjálfarinn, farnir að velta
því alvarlega fyrir sér að
ef til vill sé besti kostur-
inn að gefa Gassa upp á
bátinn. Smith er sagður
ævareiður og breskir fjöl-
miðlar hafa greint frá því
að lítill áhugi sé nú hjá
Rangers að hafa Gassa
mikið lengur
hjáfélaginu.
Rifla má
upp að hann
gekk í skrokk
á fyrrverandi
konu sinni og
fyrir
nokkrum dög-
um var hann
dæmdur á
Ítalíu fyrir að
slá ljósmynd-
ara.
Diannah
Dean ætlar
ekki að gefa
neitt eftir í
málinu gegn
Gassa. „Ég
vona að hann
viðurkenni
það sem hann
gerði í sam-
tölum sínum
við lögregl-
una. Ég hef
ekkert við hann að tala.“
Enn einu sinni hefur
Gassi þurft að biðjast af-
sökunar á hegðun sinni
sem ekki sæmir íþrótta-
manni í hans stöðu. -SK
Diannah Dean gefur Gassa ekki
þumlung eftir og segist vilja
játningar hjá lögreglu.
I fýlu og lamdi
þjálfarann
Ricardo Sa Pinto verðrn- ekki
valinn í landsliö Portúgals í
knattspymu á næstunni.
Á dögunum þegar landsliðs-
hópurinn var á æfingu birtist Sa
Pinto, en hann hafði verið settur
út úr hópnum. Skipti engum tog-
um að hann fór rakleitt til lands-
liðsþjáifarans, Arturs Jorges, og
lamdi hann. Sa Pinto á 20 lands-
leiki að baki en talið er að hann
hafi misst sæti sitt í landsliðinu
vegna agavandamála. -SK
Frakki til Joe Royle tók Real Betis Júlíus skor■
Leeds United pokann simi sagði þvert nei aði sex mörk
Forráðamenn Leeds United Joe Royle er hættiu- sem fram- Alex Ferguson, framkvæmda- Júlíus Jónasson skoraði sex
notuðu páskana til að kaupa kvæmdastjóri hjá enska úrvals- stjóra Manchester United, varð mörk fyrir Suhr þegar liðið vann
franska leikmanninn Pierre deildarfélaginu Éverton. ekki að ósk sinni um páskana er Wacker Thun, 27-24, í úrslita-
Laurent frá Bastia í Frakklandi. Að samkomulagi varð á milli hann hugðist kaupa vamar- keppninni í svissneska hand-
Laurent kostaði Leeds aðeins Royles og forráðamanna Everton manninn Roberto Rios hjá Real knattleiknum.
250 þúsund pund en samningur að hann léti af störfum enda ár- Betis á Spáni. Suhr hafnaði í sjötta sætinu í
hans við Bastia var að renna út. angur liðsins að undanfornu og United bauð 700 milljónir úrslitakeppninni. Þetta var sið-
Laurent þessi hefur ekki leik- lengst af i vetur ekki merkileg- króna í Rios, um 6,1 milljón asti leikur Júlíusar fyrir Suhr.
ið landsleik fyrir Frakkland. ur. punda, en Spánverjamir sögðu Hann kemur nú heim til íslands
Hann skrifaði undir Qögurra ára Ekkert hefur enn heyrst um einfaldlega þvert nei. Ferguson eða leikinr með öðra erlendu liði
samning við Leeds og leikur hugsanlegan eftirmann Royles hefur nokkrum sinnum fariö til á næsta keppnistímabili. Má
væntanlega með liðinu gegn en víst er að margir munu hafa Spánar til að fylgjast með Rios mikið vera ef nokkur félög hafa
Blackburn Rovers þann 7. apríl. áhuga á starfmu. en hann er spánskur landsliðs- ekki áhuga á þessum snjalla leik-
-SK -SK maður. -SK manni. -SK
Vigdís og Broddi urðu
í efstu sætunum
- á Pro Kennex Icelandic Cup í badminton á Akureyri
DV, Akureyri:
Áttunda Pro Kennex Icelandic
Cup mótið í badminton var haldið
á Ákureyri að venju, en mótið er
einn af stærstu viðburðum ársins í
þessari íþróttagrein.
Vigdís B. Ásgeirsdóttir, TBR,
sigraði í meistaraflokki kvenna.
Hún vann Erlu B. Hafsteinsdóttur,
TBR, í úrslitum, 11-3 og 11-0.
Broddi Kristiánsson. TBR, sigraði í
karlaflokki, vann Svein Loga
Sölvason, TBR, í úrslitum, 15-10 og
15-9. í tvíliðaleik karla sigruðu
þeir Tryggvi Nielsen og Hjörtur
Ludvigson, TBR, þá Brodda Krist-
jánsson og Indriða Bjömsson,
TBR, 15-3 og 17-14.
í tvíliðaleik kvenna unnu þær
Vigdís og Erla, TBR, sigraðu
Bimu Guðbjartsdóttur og Katrínu
Atladóttin-, ÍA, í úrslitum, 15-10 og
15-7. í tvenndarleik unnu Broddi
og Brynja Pétursdóttir, ÍA, þau
Njörð Ludvigson og Vigdísi, 15-11
og 15-10.
Orri Öm Ámason, TBR, sigraði
í A-flokki karla og Ólöf Guðrún
Ólafsdóttir í A-flokki kvenna.
Gunnar Bjömsson og Jóhannes
Helgason, TBR, unnu tvíliðaleik og
það sama gerðu Áslaug Ósk Hin-
riksdóttir og Anna Liija Sigurðar-
dóttir, TBR. Orri og Anna unnu
loks tvenndarleikinn. __________SL.
Vigdfs B. Ásgeirsdóttir lék mjög vel
á Akureyri.
Broddi Kristjánsson sýndi aö hann
hefur engu gleymt.