Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Page 4
4 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 1997 Fréttir Fámennur félagsfundur Dagsbrúnar og Framsóknar: Langar útskýringar en stuttar umræður Það var frekar fámennnt á sam- eiginlegum fundi Verkamannafélag- ins Dagsbrúnar og Verkakvennafé- lagins Framsóknar í Bíóborginni síðdegis í gær. Talið er að fundar- menn hafi verið 250-300 manns þeg- ar flest var. Fundurinn var haldinn að kröfu nærri 600 félagsmanna, aðallega innan Dagsbrúnar. Aðeins 13 félag- ar Framsóknar eru í þessum hópi og samkvæmt upplýsingum frá stjómum beggja félaga eru 104 þeirra sem rituðu nöfn sín á kröf- una i hvoragu félaginu. Krafist var félagsskírteina við innganginn en aldrei þessu vant fengu fulltrúar fjölmiðla ekki að sitja fundinn. Á föstudag sam- þykktu stjórnir beggja félaga að fundurinn yrði aðeins fyrir félags- menn og fjölmiðlum meinaður að- gangur. Sú staðreynd kom mörgum félagsmanninum á óvart. Tveggja tíma útskýringar Að sögn fúndarmanna var farið ítarlega yfir aðalkjarasamning og alla sérkjarasamninga. Þegar nærri tvær klukkustundir voru liðnar í útskýringar var borinn fram tillaga um að útskýringum yrði hætt og menn fengju að tjá sig um hann. Sú tillaga var felld með 110 atkvæðum gegn 90. Klukkan rúmlega þrjú komust fundarmenn í pontu og töl- uðu fjórir úr hópnum sem safnaði undirskriftxmum gegn samningn- „Ég vil nú ekki tjá mig um samningana en fundurinn var ágætur en fámennur. Það er þó ekki að marka því ekki er verið að greiða atkvæði um samningana eins og áður,“ sagði Guðmundur J. um. Smátt og smátt tíndust menn af fundinum en honum var formlega lokið klukkan 16.15 en þá var fund- urinn orðinn mjög fámennur. Gylfi Páll Hersir er einn þeirra sem stóðu að áskoruninni og sagði Guðmundsson, fyrrverandi for- maður Dagsbrúnar. í formannstíð Guðmundar voru Dagsbrúnarfundir alltaf opnir fjöl- miðlum og sagðist hann hafa stuðl- að að því fyrir 10-12 árum. hann fundartímann afar óheppilegan. „ Alitaf þegar samningar hafa ver- ið kynntir hefur það verið gert í vinnutíma á virkum degi en ekki á sunnudegi sem er ómögulegur tími og þess vegna er svona fámennt. „Að mínu mati eru það mistök að loka þessum fundi fyrir fjöl- miðlum því mín reynsla er sú að fréttaflutningur er miklu nákvæm- ari þegar fiölmiðlar sitja fundinn. Lokun fundar elur bara á tor- Það er mismunandi afstaða til samningsins en fundinn vildum við fá til að auka lýðræðið í félaginu. Það þarf að ræða samninginn enda hafa fáir lesið hann,“ sagði Gylfi Páll. -jáhj tryggni i garð stjórnar félagsins. Það er lýðræðislegra að hafa opinn fúnd enda hafa Dagsbrúnarmenn alltaf getað tjáð sig af krafti um ný- gerða samninga." -jáhj Bjarki M. Magnússon: Svívirða okkur bak og fyrir „Þeir eru að svívirða okkur bak og fyrir. Fyrst með því að afhausa samninganefiidina, síðan með því að vilja ekki félagsfund og að lok- um með því að halda hann á sunnudegi og hafa hann svona ólýðræðislegan,“ sagði Bjarki Már Magnússon, verkamaður hjá Skeljungi. Bjarki Már er einn þeirra sem stóð að undirskriftun um félagsfund. „Það var byrjað að þreyta fólk á að fara yfir alla sérkjarasamninga og margir yfirgáfu fundinn þess vegna. Þegar farið var yfir það sem ríkisstjómin lagði fram kom fram annað en það sem við feng- um sent heim. Þegar við geröum athugasemd við það var þaggað niður í fundarmönnum," sagði Bjarki Már. „Ég gerði tillögu um breytingu á dagskrá um að stytta tímann í útskýringar til þess að menn fengju að fiá sig en sú tillaga var felld. Þá glotti nú formaðurinn,“ sagði Bjarki Már. -jáhj Halldór Björnsson: Nóg í sviðsljós- inu í bili „Það var rétt ákvörðun að halda félagsfund og ég hef trú á að það verði í ffamtiðinni. Fundur- inn var líflegur og málefnalegur," sagði Halldór Bjömsson, formað- ur Verkamannafélagsins Dags- brúnar, að loknum félagsfundin- um í gær. „Óánægjan innan Dagsbrúnar virðist að mestu leyti tengjast þeim sem voru á verkfallsvakt- inni en ekki einstökum deildum innan félagsins," sagði Halldór. „Trúnaðarmenn á hverjum vinnu- stað voru aðalsamningamenn innan félagsins en sfiómin sá um aðal- kjarasamninginn. Samningurinn er að mínu mati góður en auðvitað hefði verið ánægjulegt að sjá 70 þús- und krónurnar strax. Við leggjum til að hann verði samþykktur." Atkvæðagreiðsla um samning- inn hefst á morgun og stendur í þrjá daga. Um þá ákvörðim að loka fundin- um fyrir fiölmiðlum sagði hann: „Við erum búin að fá nóg af sviðs- ljósi fiölmiðlanna í bili.“ -jáhj Guðmundur J. Guömundsson, fyrrverandi formaður Dagsbrúnar, kemur til fundarins í Bíóborginni og býður dyra- verði i nefið að gömlum siö. DV-myndir ÞÖK Mistök að loka fundinum fyrir fjölmiðlum - segir Guðmundur J. Guðmundsson Dagfari Yfirbót spaugaranna Það er grínlaust að vera spaug- ari. Það hafa þeir spaugstofubræð- ur mátt reyna undanfama daga. í páskaþætti sínum varð biblían þeim að yrkisefni og mun þáttur sá hafa farið misjafnlega í þjóðarsál- ina. Þeir bræður eru nú komnir í flokk með Úlfari Þormóðssyni sem opinberir guðlastarar. Biskup, staðarhaldari í Viðey og ríkissak- sóknari hittust með einum eða öðr- um hætti í sundi að loknu hinu meinta spaugi og úr varð kærumál á hendur grínurunum. Spéfuglarair urðu fyrir aðkasti og upphringingum hneykslaðra að næturlagi. Um hríð leit út fyrir að taka þyrfti upp næstu þætti bak við rimlana á Litla-Hrauni. Vissu- lega hefði það orðið nokkur lífs- reynsla fyrir þá félaga Ragnar Reykás, Kristján Ólafsson, rónana, og aðrar landsþekktar figúrur, svo að ekki sé minnst á upptökulið og aðra aðstoðarmenn. Þá hefði fang- elsun guðlastaranna orðið nokkur tilbreyting fyrir vistmennina á Hrauninu og væntanlega stytt þeim eilítið stundir. Ólíklegt verður þó að telja að þeir félagar lendi í steininum úr þessu. Þeir brugðust svo við guð- lastskærunni að þeir léku Gullna hliðið frá upphafi til enda, í fiórum þáttum, með kerlinguna í farar- broddi. Hlýtur sú iðrun og yfirbót að koma spaugurunum til góða, hvort sem það verður hjá ríkissak- sóknara eða á efsta degi. Gullna hliðið var að vísu að hætti Spaugstofunnar og fékk ekki farsælan endi þar sem þeir félagar í skjóðu kerlingar lentu allir í neðra í stað þess að komast á eilíf- ar lendur Himnaríkis líkt og Jón gerði forðum. Þá náði hún að henda skjóðunni inn um hið gullna hlið en nú náði Lykla- Pétur að verjast. Spaug þeirra bræðra var ekki vel séð af hliðverðinum. Það má því búast við ærslagangi í neðra á næstunni, svífi andi spaugaranna yfir þeim vötnum. Þar gæti klámhundurinn Kristján Ólafsson farið hamförum og flassað á hvern sem er. Hann gæti og skot- ist í smokklíki án þess að hneyksla bersynduga á svæðinu. Ragnar Reykás gæti þanið sig að list og ekki ætti rónana að skorta landa. Það er mikið átak að setja á svið klassískt íslenskt leikrit eins og Gullna hliðið - eða Gullna sviðið eins og það hét í leikgerð þeirra spaugstofubræðra. Segja má að leikgerö þeirra félaga hafi verið nýstárleg og frjálslega farið með sumt. Allar helstu persónur voru þó á sínum stað, Kerlingin, Skratt- inn og Jón auk Lykla-Péturs. Jón var meira að segja margfaldur I skjóðunni. Leikmynd var með nokkuð sérstökum hætti og er þar vægt til orða tekið. Búningar voru hins vegar þjóðlegir en nýlunda nokkur aö persónur voru með far- síma í vaðmálinu svo þeir mættu komast í beint samband við þjóðar- sálina. Leikhúsáhugafólk hlýtur því að biða gagnrýni á verkið með eftir- væntingu. Hvernig var leikurinn og persónusköpunin? Voru búning- ar við hæfi eða leikmynd of ein- földuð? Um það ætti enginn að vera færari að dæma en sjálfur Jón Viðar. Hann hlýtur því að sefia sig í stellingar og fara nokkrum vel völdum orðum um uppfærsluna. Það væri beinlínis klént ef gagn- rýnandinn léti þetta tækifæri ganga sér úr greipum. Hann gæti í leiðinni farið nokkrum orðum um guðlastsþáttinn þar sem persónu- gervingur hans sjálfs afhenti eftir- sótt verðlaun fyrir biblíumyndir. Það er því ekkert lát á spaugi á næstunni. Listin lifir og þjóðarsál- in ærist. Vænta má enn frekari trúaruppfræðslu á laugardags- kvöldum í Sjónvarpinu svo fremi að þeim bræðrum verði ekki stung- ið í tugthús fyrir ritstuld ofan á guðlastið. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.