Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Síða 20
Arií 2000 gæti orðið hættulegt tölvunotendum Margir af forsvarsmönnum tölvu- iðnaðarins hafa miklar áhyggjur af því hvemig tölvumar bregðist við komu ársins 2000. Á meðan flestir eru þegar farnir að undirbúa há- tíðahöld í tilefni af árinu óttast tölvuiðnaðarmenn að þegar árið 2000 gengur í garð verði tölvuiðnað- urinn að athlægi þegar vélar fara að hrynja hver af annarri. Skýringuna á þessu vandamáli er að finna í þvi að á 8. áratugnum, þegar verið var að forrita fyrstu tölvurnar, ákváðu forritararnir að nota aðeins tvo síðustu stafl ártal- anna til að spara minni í tölvunni. Þeir vonuðu að tækniþróunin yrði það ör að styttingar eins og ’84 og ’97 heyrðu sögunni til árið 2000. Hins vegar eru þessi sömu gömlu forrit enn þá í mörgum tölvum sem verður þess valdandi að á miðnætti aðfaranótt 1. janúar ársins 2000 verður árið í tölvunni merkingar- laust 00. Margar tölvur munu þá annað hvort hrynja eða senda frá sér fjöldann allan af villuboðum. Ný kreppa í Bandaríkj- unum Talið er að fyrirtæki í Bandaríkj- unum verði að leggja út í mikinn til- kostnað til að breyta þessum ártöl- um því þau eru oft vel falin og því þarf mjög góðan tölvufræðing til að finna þau. Stundum er öruggast að skipta um tölvukerfí og setja i stað- inn kerfi með óstyttum ártölum en þau kerfi geta líka hrunið ef þau rekast á við eitthvert gamalt kerfi með stytta útgáfu af ártali. Svartsýnustu menn spá því jafn- vel að þetta vandamál eigi eftir að stefna mörgum fyrirtækjum í gjald- þrot þar sem þau treysti um of á tæknina. Þá skapist jafnvel vanda- chie, forstöðumaður Reiknistofnun- ar Háskólans, segir að fjármálafyr- irtækin eigi sérstaklega eftir að verða fyrir miklu tjóni ef þau hafa ekki ráðið bót á vandanum. í Evrópu er þetta jafnvel stærra vandamál. Þar er skortur á tölvu- fræðingum sem eru nógu hæfir til að takast á við vandamálið. Stjóm- völd í Evrópu hafa líka verið mjög Islenskir tölvunotendur eiga eftir aö veröa fyrir töluverðum óþægindum þann 1. janúar áriö 2000 ... eöa hvaö? mál áþekk kreppuárunum á 4. ára- tug þessarar aldar. Aðrir telja þetta vera óþarfa svartsýni og segja að flest fyrirtæki séu nógu vel í stakk búin til þess að fara ekki á hausinn þegar að þessum tímamótum kem- ur. Allir eru þó sammála um að þetta sé alvarlegt vandamál sem verði mjög dýrt að leysa. Douglas Brot- sein að taka við sér og gæti það leitt af sér mikil vandræði í öryggis- og heilbrigðismálum. Einnig gæti þetta raskað flugumferðarstjórn töluvert ef allar tölvur færu að hrynja á þeim vettvangi. Þá væri það ekkert sérstaklega heillandi tilhugsun að panta sér flug þann 31. desember 1999! Ný vefsíða á vegum Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns: ■ ■ / 011 Islandskort fyrir 1900 á netinu Landsbókasafn Islands - Háskóla- hókasafn hefur undanfarna mánuði unnið að gerð verkefnis á Netinu sem ber heitið Forn íslandskort. Eins og nafnið gefur til kynna er til- gangur verkefnisins að gera þessi kort aðgengileg á stafrænu formi í gegnum Netið. Verkið er unnið í samvinnu við Nor- dic Digital Library Center (NDCL), nor- ræna miðstöð um stafræn bókasöfn, sem yfirfærði kort- in á stafrænt form. Það sem ávinnst með því að vista kortin á þennan hátt er einkum tvennt. Annars veg- ar verður mun auð- veldara að skoða hvernig kortin eru gerð og hvemig hugmyndir korta- gerðarmennimir höfðu um legu og menningu lands- ins. Hins vegar verður auðveldara að varðveita kortin sjálf þar sem ekki þarf alltaf að taka þau fram í hvert sinn sem einhver vill skoða þau. Á vefsíðunni er að finna upplýs- ingar og myndir af u.þ.b. 220 kort- um og em skýringarnar bæði á ís- lensku og ensku. Þar er um að ræða öll kort sem gerð voru af landinu fyrir 1900 sem eru í eigu safnsins. Kortin eru flokkuð bæði eftir Þessir báru hitann og þungann af verkinu: Björn L. Þórðarson (t.v.) og Jökull Sævarsson. DV-mynd E.ÓI. aldri og skyldleika og einnig er hægt að slá inn leitarorð ef maður vill t.d. aðeins kort sem voru gerð á Ítalíu. Einnig er hægt að stækka einstaka hluta af kortunum ef mað- ur vill t.d. sjá í nærmynd hvernig kortagerðarmaðurinn hugsaði sér að Skálholt væri. Islendingar seinir að taka við sár Hér á landi virðist lítið hafa ver- ið gert til þess að leysa vandamálið. Fyrir u.þ.b. ári skrifaði Douglas Brotchie grein í Tölvumálum þar sem hann hvatti til þess að íslensk fyrirtæki reyndu að leysa þetta vandamál. Douglas segist lítið hcifa orðið var við að fyrirtæki hér á landi hafi brugðist við þessum orð- um hans. Douglas segir fyrirtæki verða að leggja út í töluverðan kostnað til að leysa vandamálið. „Menn verða að fara yfir öll forrit sem þeir nota og skoða hvernig þau geyma og með- höndla dagsetningar. Það verður mjög kostnaðarsamt. Erlendis er verið að tala um kostnað sem er um 500 milljarðar Bandaríkjadala sem yrði þá stærsta hugbúnaðarverkefni sem ráðist hefur verið í.“ Douglas telur þetta hins vegar minna mál fyrir þá sem eru með atriðisorða- safn (Dated Dictionary) en með því á að vera auðvelt að finna þann stað í forritunum sem geymir dagsetn- ingarnar. Douglas mælir með því að fyrir- tæki ráðist í þetta sem fyrst og séu helst búin að gera nauðsynlegar breytingar á tölvunum fyrir árið 1999. Þá sé hægt að keyra tölvurn- ar í réttu umhverfi í eitt ár áður en árið 2000 skellur á og þannig kom- ist góð reynsla á notkunina. Fyrir- tæki hafa því hálft annað ár til að koma sínum málum í lag og forð- ast þau óþægindi sem skapast af þessu. -HI Ahugi er fyrir því hjá safninu að halda þessu verki áfram. For- svarsmenn safnsins segjast gjarnan vilja fá lánuð þau íslandskort sem voru gerð fyrir 1900 og eru ekki í eigu safnsins til þess að geta fært pau yfir á stafrænt form og bætt þeim inn á vefsíðuna. Því næst er ætlunin að fá kort sem danskir land- mælingamenn gerðu af landinu í byrjun þessar- ar aldar. Það eru tveir háskóla- nemar sem hafa borið hitann og þungann af uppsetningu þessa verks. Þeir eru Björn L. Þórðar- son, lífefnafræðingur og nemi í tölvunarfræði, og Jökull Sævarsson, sagn- fræðingur og nemi í bókasafnsfræði. Þeir fengu styrk frá Nýsköp- unarsjóði námsmanna til verksins. Auk þeirra hafa Helgi Bragason ljósmyndari, Kristín Bragadóttir, forstöðumaður þjóðdeildar, Þor- steinn Hallgrímsson tækniráðgjafi og Sigrún Hauksdóttir kerfisbóka- vörður unnið að verkinu. Slóðin á heimasíðuna er http: / / egla.bok.hi.is/kort. -HI Konum á Netinu fjölgar Könnun sem CommerceNet/Nielsen Media Research gerði hefur leitt í Ijós að konur eru aö styrkja verulega stööu sína á Netinu. Könnun þessi var gerö í Bandaríkjunum og Kanada. 23% íbúa þessara landa eldri en 16 ára nota Netið og eru konur nú orön- ar 42% notenda. Sambærileg rann- sókn, sem gerö var haustiö 1995, sýndi aö 10% íbúa þessara sömu landa notuöu Netiö og þá voru kon- ur aðeins 10% notenda. í þessari könnun kom einnig í Ijós að 39% notenda leita upplýsinga um hvaö sé til sölu á Netinu en aöeins 15% ganga svo langt aö kaupa eitt- hvað. Algengast er aö menn kaupi geisladiska, bækur eöa hugbúnaö. Ný síða frá Yahoo! og Netscape Fýrirtækiö Yahoo Inc., sem rekur sam- nefndan leitarvef, mun borga Netscape 5 milljónir dollara (350 milljónir íslenskra króna) auk hluta auglýsingahagnaöar fyrir aö auglýsa nýja vefsíöu sem kallast „Netscape Guide by Yahoo!" í fréttatilkynningu frá Netscape seg- ir aö þessi nýja slða veröi til þess aö stórir aug- lýsendur flykk- ist inn á vef- inn. Auglýs- ingamarkað- urinn á Net- inu myndi stækka úr 300 milljón- um dollara I einn milljarö. Síða þessi á aö komast á vefinn I vor. Hún er hugs- uö sem nokkurs konar leiösögn um bestu vefsíöurnar sem hægt er aö finna á vefnum. Fjárhættuspil bannað á Netinu Nokkrir öldungadeildarþingmenn hafa lagt fram frumvarp á bandaríska þing- inu þess eðlis að banna allt fjárhættu- spil I gegnum Netiö. Jon Kyl, einn þingmannanna, sagöi þetta m.a. gert vegna mikillar hættu á misnotkun á slíkri þjónustu. Einniggeti menn orö- ið háöir þessu meö ófyrirsjáanlegum afleiöingum og loks sé hugsanlegt aö börn komistí sllk spil, en þangaö hafa þau lítiö erindi. Sem stendur er leyfi- legt aö stunda fjárhættuspil á Nétinu um allt annaö en íþróttir en ef þessi lög ná fram aö ganga verður þaö álit- iö refsivert athæfi aö bjóöa mönnum að spila upp á peninga I gegnum þenn- an miöil. Njósnari reyndist vera skólastrákur Njósnari, sem þandaríska varnarmála- ráðuneytið taldi vera mestu ógnun I öryggismálum þar I landi, reyndist vera 16 ára breskurtónlistarnemi, Richard Pryce. Þetta kom I Ijós eftir 13 mán- aöa Itarlega rannsókn. Pryce braust inn I tölvu Griffis Air Base I New York og síöan annaö net I Kaliforníu. Hann var sagöur hafa náö I mörg leynileg skjöl, þ.á.m. ýmsar uþplýsingar um eldflaugar. Pryce, sem nú er 19 ára, segir aö auöveldara hafi veriö að brjót- ast inn I þessar tölvur en I breskar há- skólatölvur. Hann var sektaöur um jafnvirði 140.000 íslenskra króna fyr- ir tiltækið. Þegar er búiö aö bjóöa hon- um umtalsveröar fjárhæðir fyrir útgáfu- og kvikmyndarétt á sögu hans en hann hefur neitað öllum gylliboöum ogvill halda áfram aö lifa rólegu lífi. Nettenging um breiðband eftir 6 mánuði f framhaldi af umræöunni um breiðbandstengingu Pósts og slma, sem hefur reyndar aöallega snúist um sjónvarp, vaknar sú spurn- ing hvort ekki sé hægt aö nota þetta til aö tengjast Netinu. Hjá Pósti og slma fengust þær uppr- lýsingar aö ráögert sé aö bjóða upp á slíka tengingu eftir u.þ.b. 6 mánuöi. Hraöinn á nettengingunni mun þá veröa 2-10 megabæt á sekúndu sem er töluvert meira en þaö sem viö eigum aö venjast I dag. Til samanburðar skal þess getiö aö nettenging I gegnum ISDN gefur af sér 64 kílóbæt á sek- úndu. Ekki er ennþá Ijóst hver kostn- aöurinn verður fyrir notandann aö tengj- ast þessu en þó er talið líklegt að fjárfesta þurfi I einhverjum aukabún- aði- ifj^a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.