Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Page 34
V 42 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 1997 Fólk í fréttum Gústaf Bjarnason Gústaf Bjamason, landsliðsmað- ur í handknattleik og liðsmaður Hauka í Hafnarfirði, Ásbúðcirtröð 9, Hafnarfirði, skoraði tuttugu og eitt mark í einum og sama landsleik Is- lendinga og Kínverja á fimmtudags- kvöldið. Þar með setti hann marka- met hjá íslenska landsliðinu og bætti sautján marka met Hermanns Gunnarssonar frá 1966. Starfsferill Gústaf fæddist í Vestmannaeyjum 16.3. 1970, ólst upp i Reykjavík til fjögurra ára aldurs, í Grindavik næstu tvö árin og á Selfossi frá 1977. Hann hóf ungur að stunda íþróttir á Selfossi og keppti í handknattleik, knattspymu, frjálsum íþróttum og sundi. Gústaf lék með meistara- flokki Selfoss í handknattleik frá sautján ára aldri en hefur leikið með meistaraflokki Hauka i Hafnar- firði frá 1994 og er því nýbakaður bikarmeistari með liðinu. Hann hef- ur leikið sextíu leiki með íslenska landsliðinu frá 1991 og tekið þátt í tveimur heimsmeistaramótum og einu ólympíumóti. Gústaf Bjarnason. Gústaf stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suð- urlands, við Iðnskólann í Reykjavík og lærði múr- verk hjá G-Verk á Sel- fossi. Hann hefur starfað við félagsmiðstöðina Vit- ann í Hafnarfirði frá 1994. Fjölskylda Kona Gústafs er Hild- ur Loftsdóttir, f. 5.1.1974, húsmóðir. Hún er dóttir Lofts Gunnarssonar, rafvirkja hjá ísal, sem er búsettur í Hafnarfirði, og k.h., Erlendsínu Helgadóttm-, húsmóður og matráðskonu við Flensborgarskólann. Sonur Gústafs og Hildar er Daní- el ísak, f. 20.3. 1996. Systkini Gústafs em Guðbjörg, f. 14.6. 1966, húsmóðir á Selfossi; Sig- urjón, f. 13.8. 1967, sölustjóri hjá S.G. á Selfossi; Hulda, f. 11.4. 1973, nemi við KHÍ. Foreldrar Gústafs em Bjarni Sig- urjónsson, f. 27.8.1945, sendibílstjóri f Reykjavík, og María Gústafsdóttir, f. 11.9. 1948, fulltrúi hjá bifreiðadeild Pósts og síma, búsett í Hafnarfirði. Ætt Bjarni er sonur Sigurjóns, fangavarðar á Eyrar- bakka, Bjamasonar, sjó- manns í Hafnarfirði, bróð- ur Benjamíns hagfræð- ings, Sigríðar Sæland ljós- móður og Bjöms, föður Guðlaugar, kaupkonu í Hafnarflrði. Bjami var sonur Eiríks á Halldórsstöðum á Vatnsleysuströnd og Sjónarhóli í Hafnarfirði, Jónssonar, sjómanns í Reykjavík, Teitssonar. Móðir Eiríks var Vilborg Eiriksdóttir, b. á Húsa- tóftum á Skeiðum. Móðir Bjarna var Sólveig Benjamínsdóttir, b. á Hróbjargarstöðum í Hítardal, Jóns- sonar, og Katrínar Markúsdóttur, b. á Þrándarstöðum í Kjós. Móðir Sig- urjóns var Sigríður Jónsdóttir. Móðir Bjarna er Guðbjörg Eiríks- dóttir, trésmiðs á Eyrarbakka, bróð- ur Ástgeirs, afa Guðna Ágústssonar alþm. Eiríkur var sonur Gísla, b. í Bitru í Flóa, bróður Guðrúnar, ömmu Vilhjálms frá Skáholti. Gísli var sonur Guðmundar, b. á Löngu- mýri, Ambjömssonar, bróður Ög- mundar, foður Salvarar, langömmu Tómasar Guðmundssonar. Móðir Eiríks vair Ingveldur Eiríksdóttir. Móðir Guðbjargar var Guðrún, syst- ir Kristjóns, afa Braga Kristjónsson- ar bóksala og Jóhönnu rithöfundar, móður rithöfundanna Illuga, Hrafns og Elísabetar, Jökulsbama. Guðrún var dóttir Ásmundar, b. á Apavatni, EiríkssonEir, b. á Gjábakka, bróður Jóns, langafa Ólafs Ragnars Gríms- sonar forseta. Eiríkur var sonur Gríms, ættföður Nesjavallaættar- innar, Þorleifssonar. Móðir Ás- mundar var Guðrún Ásmundsdótt- ir, b. á Vallá, Þórhallssonar, og Helgu Alexíusdóttur, b. á Fremra- Hálsi, Alexíussonar. Móðir Helgu var Helga Jónsdóttir, ættföður Fremra-Hálsættarinnar, Ámasonar. María er dóttir Gústafs, sjómanns í Vestmannaeyjum, Runólfsonar, og Huldu Hallgrímsdóttur frá Seyðis- firði. Afmæli Agnes Kragh Agnes Kragh húsmóðir, Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík, er níræð í dag. Starfsferill Agnes fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún var í Landakotsskóla og stundaði siðan nám við Kvenna- skólann í Reykjavík. Hún lærði hár- greiðslu og snyrtingu og vann við það fram að giftingu er húsmóður- störfin tóku við. Agnes er systir í Oddfellow-regl- unni. Hún hefur starfað í Sinawik og starfað með Rauða krossinum í tuttugu ár. Fjölskylda Agnes giftist 6.6.1936 Júlíusi Páls- syni, f. 3.10. 1903, d. 15.8. 1982, sím- virkjameistara. Júlíus var sonur Páls Gislasonar í Kaupangi og Stef- aníu Guðmundsdóttur. Böm Agnesar og Júliusar em Hanna Fríða Kragh, f. 2.4. 1933, hús- móðir i Reykjavík, í sambúð með Sveini Jónssyni, og á hún tvo syni frá fyrrv. hjónabandi; Páll Júlíus- son, f. 20.9. 1936, verslunarmaður í Reykjavík, í sambúð með Mai Wongphoothon og eiga þau tvö börn auk þess sem Páll á tvö börn frá fyrrv. hjónabandi; Hans Kragh Júlí- usson, f. 13.1. 1938, rafeindavirki og forstjóri Radíóbæjar, kvæntur Guð- rúnu Alfonsdóttur framkvæmda- stjóra og eiga þau tvær dætur. Systkini Agnesar: Hans Kragh, f. 24.12. 1908, d. 1978, símamaður í Reykjavík og þekktur knattspyrnu- maður á sínum yngri árum, var kvæntur Hólmfríði Ólafsdóttur; Sveinn Kragh, f. 11.9. 1910, d. 1996, lengst af vélstjóri hjá REifmagns- veitu Reykjavíkur, var kvæntur Sig- ríði Þorsteinsdóttur og era böm þeirra tvö; Gunnar Kragh, f. 9.10. 1919, d. 1996, lengst af bifreiðastjóri hjá Landsvirkjim, var kvæntm Sigurlín Gunn- arsdóttur. Foreldrar Agnesar voru Hans M. Kragh, f. 1.5. 1862, d. 1934, síma- maður í Reykjavík, og k.h., Kristólína Guð- mundsdóttir Kragh, f. 27.6. 1883, d. 1973, hár- greiðslumeistari Þjóðleik- hússins og fyrsti hár- greiðslumeistari hér á landi. Ætt Hans M. Kragh var af dönskum ættum. Kristólína var dóttir Guðmundar, verslunarmanns i Reykjavík, bróð- m Auðbjargar, ömmu Gunnars söngvara og Eggerts, forstjóra Mál- arans Kristinssona. Guðmundur var sonm Odds, b. í Hvammi í Holt- um, Guðmundssonar. Móðir Kristólínu var Elín Árnadóttir, b. í Ár- túnum, Magnússonar, b. þar, bróður Guðríðar, langömmu Eyjólfs lands- höfðingja, langafa Guð- laugs Tryggva KEirlsson- ar hagfræðings. Magnús var sonur Áma, prests í Steinsholti, bróður Böðv- ars, langafa Þorvalds, föður Vigdísar forseta. Annar bróðir Áma var Stefán, langafi Árna, langafa Björns Th. Björnssonar. Þriðji bróðir Áma var Ögmundur, afi Tómasar Sæmundssonar Fjölnis- manns. Ámi var sonur Presta- Högna, prests á Breiðabólsstað Sig- urðssonar sem auk þess er forfaðir Þorsteins Erlingssonar, Matthíasar Johannessens og Gylfa Þ. Gíslason- ar. Agnes Kragh. Til hamingju með afmælið 7. apríl Guðrún Pétursdóttir, Snorrabraut 58, Reykjavík. Esther Bjamadóttir, Hvassaleiti 58, Reykjavik. 70 ára Guörún Sigurðardóttir, Sólvöllum 4 A, Stokkseyri. Sigríðm Vilhjálmsdóttir, Flyðragranda 16, Reykjavík. Sólveig Guðmundsdóttir, Lónabraut 11, Vopnafirði. 60 ára Ásdis Berg Magnúsdóttir, Sigtúni 15, Patreksfirði. Kristinn Rafn Ragnarsson, Garösenda 5, Reykjavík. 50 ára Helga E. Gunnarsdóttir, Fjarðarseli 14, Reykjavík. Friðrik Ingvarsson, Steinholti 2, Egilsstöðum. Kristinn Benónýsson, Hraunbæ 136, Reykjavík. Jóhann Heiðar Guðjónsson, Eiðsvallagötu 7 A, Akmeyri. Kjartan Eðvarðsson, Dvergholti 27, Hafiiarfirði. 40 ára Guðfinna Steingrímsdóttir, Litla-Hvammi II, Svalbarðs- strandarhreppi. Sigmðm Jón Björnsson, Þingási 6, Reykjavík. Jóhanna Lilja Einarsdóttir, Jóruseli 11, Reykjavík. Ásgeir Eiríksson, Heimavöllum 13, Keflavík. Hrefna Sigfúsdóttir, Hlaðhömrum 42, Reykjavík. Hjörleifur Þór Jakobsson, Holtagerði 41, Kópavogi. Anna Kristin Ólafsdóttir, Aratúni 17, Garðabæ. Hans Pétm Jónsson, Þverási 11, Reykjavík. Amheiðm E. Sigurðardóttir, Hvassaleiti 95, Reykjavík. Eiríkur Herlufsen, Reykjavíkurvegi 22, Hafnar- firði. Vilhelm Þór Þórarinsson, Bankastræti 9, Höfðahreppi. Bryndis Guðrún Björgvins- dóttir, Nátthaga 3, Hólahreppi. Erla Jóna Erlingsdóttir, Smárarima 32, Reykjavík. Eiríkur Guðmundsson, Hofteigi 21, Reykjavík. Fréttir Hestaíþróttamót framhaldsskólanna: Fjölbraut í Breið- holti marði sigur Hið árlega mót framhaldsskólanna var haldið í Reiðhöllinni í Víðidal um helg- ina. Fimmtán framhaldsskólar sendu fulltrúa í keppni og var keppt í tölti, fjór- gangi og fimmgangi. Hver skóli mátti senda þrjá keppendur í hverja grein og söfnuðu þeir stigum fyrir sinn skóla. Auk þess að keppa að sameiginlegri stigasöfnun skólanna kepptu stigahæstu keppendumir í forkeppninni í sérstakri úrslitakeppni sem fór fram það seint i gærkveldi að ekki er mögulegt að til- kynna úrslit í þesssiri frétt. Keppni var jafnari en oft áður og mun- aði ekki nema 0,8 stigi að lokum á sveit Fjölbrautaskólans í Breiðholti, sem fékk 464,3 stig, og sveit Menntaskólans í Hamrahlíð sem fékk 463,5 stig. Sveit Fjölbrautaskólans á Suðumesj- um var í þriðja sæti með 426,6 stig, sveit Fjölbrautaskóla Suðurlands í fjórða sæti með 422,8 stig og sveit Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki var í fimmta sæti með 408,4 stig. Sigursveit Fjölbrautaskólans í Breið- holti var skipuð Guðmari Þ. Péturssyni, Helgu S. Valgeirsdóttur, Elfu D. Jónsdótt- ur og Sölva Sigurðarsyni. Auk þess að sigra í samanlagðri stigasöfnun fékk sveitin flest stig fyrir fimmgang, varð í öðru sæti fyrir fjórgang og fjórða sæti fyrir tölt. Sveit Fjölbrautaskólans á Suðurlandi fékk flest stig fyrir tölt og sveit Mennta- skólans í Hamrahlíð flest stig fyrir fjór- gang. Ásta D. Bjamadóttir var stigahæsti knapinn með 161,1 stig en hún keppti fyr- ir Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Munur- inn á henni og næststigahæsta keppand- anum var einungis 0,1 stig en þar var á ferðinni Sigríður Pjetursdóttir sem keppti fyrir Menntaskólann í Hamrahlíð. Guðmar Þ. Pétursson varð þriðji stiga- hæsti keppandinn með 164,8 stig. E.J. Ásta D. Bjarnadóttir var stigahæsti keppandinn í keppni fram- haldsskólanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.