Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Qupperneq 37
MÁNUDAGUR 7. APRÍL 1997 45 Meistari minimal- ismans Síðastliðinn laugardag var opnuð á Kjarvalsstöðum sýning á verkum eftir bandaríska lista- manninn Larry Bell, meistara minimalsismans. Sýningin ber yfirskriftina Rýmisgler og sýnir glerskúlptúra og samklippi- myndir. Larry Bell er án efa einn merkasti minimalistinn og hefur í gegnum tíðina vakið at- hygli fyrir verk sem unnin eru í gler en það efni hefur á margan hátt hentað einna best til að út- lista hugmyndir Bells og Myndlist minimalistanna um lágmarks efnisnotkun, heildarsýn og til- vistarlega virkni listhlutarins í rýminu. í tengslum við sýning- una á Kjarvalsstöðum hefur ver- ið gefin út sýningaskrá með lit- myndum af verkum listamanns- ins og texta eftir hann sjálfan. Kjarvalsstaöir eru opnir daglega frá kl. 10-18. Sýningin stendur til 11. maí. Tilbrigði við húsa- gerð Sænski arkitektinn Janne Ahlin heldur fyrirlestur um hinn þekkta arkitekt Sigurd Lewerentz og verk hans í Nor- ræna húsinu í kvöld kl. 20. Ahlin er prófessor í arkitektúr og er fyrirlesturinn liður í fyrir- lestraröðinni Tilbrigði við húsa- gerð. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. ITC funda ITC-deildin Iris í Hafiiarfirði heldur fund í kvöld kl. 20 í safn- aðarheimili þjóðkirkjunnar i Strandgötu, kappræðufundur. Samkomur Lífið í götunni í dag lýkur sýningu Guðrúnar Benediktu Elíasdóttur í Listhúsi 39 við Strandgötu 39 í Haínar- firði. Sýningin er opin til kl. 18. Dagbók HÍ Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla ís- lands. Dagbók HÍ er uppfærð reglulega á heimasíðu skólans (http: //www.hi.is). Ljóðagerð islenskra kvenna er ýfirskrift á sýningu á handritum, bréfum og bókum skáldkvenna sem opnuð var um helgina. Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA ÍÁSKRIFT í SÍMA 550 5752 Drekkingarhylui Skötufoss ARTUNSHOLT Árbæjarsafn Arhólmar Kermóafoss Kermóar metrar Listaklúbbur Leikhúskjallarns: Rússíbanamir óviðjafnanlegu Hinir óviðjafnanlegu Rússíbanar slógu öll að- sóknarmet þegar þeir héldu fyrstu opinberu tón- leika sína í Listaklúbbi Leikhúskjallarans fyrir skömmu. Þá urðu margir frá að hverfa og því verða aukatónleikar í Kjallaran- um í kvöld kl. 21. Liðs- menn sveitarinnar eru vanir menn í poppi og Skemmtaiúr klassík og bjóða þeir upp á ýmiss konar tónlist. Sveit- ina skipa Guðni Franzson klarinettuleikari, Daníel Þorsteinsson harmóníku- leikari, Einar K. Einarsson gítarleikari, Jón Skuggi bassaleikari og Kjartan Guðnason slagverksleikari. Húsið verður opnað kl. 20.30 og aðgangseyrir er 600 kr. (400 fyrir meðlimi í klúbbnum). Færri komust að en vildu síöast þegar Rússibanarnir léku. Samsett sjálfsmynd Þorvalds Þor- steinssonar. Mokka-kaffi: Maður með • • monnum Til þess að fá svar við þeirri ævafomu ráðgátu hvernig hinn lok- aði karlmaður líti út inn við beinið hafa 30 sjálfboðaliðar á aldrinum á milli tvítugs og sextugs verið fengn- Sýningar ir til að opna sig á veggjum Mokka- kaffis. Á sýningunni stöndum við í sporum ljósmóðurinnar meðan list- spýrurnar brjóta tilfinningalífinu leið gegnum þagnarhjúp verkanna, hver með sínu nefi. Þetta er allt gert i þágu vísindanna með það fyrir augum að auka mönnum skilning á þessu einkennilega afsprengi nátt- úruaflanna hér uppi á norðurhjara. Islenski karlmaðurinn er gott dæmi um náttúrufyrirbæri sem á sér enga samsvörun í hinum byggi- lega heimi. Skoðum sýninguná á Mokka og kynnumst íslenska karl- manninum. Systir Guðjóns Þessi myndarlega stúlka fæddist á fæðingar- deild Landspítalans 18. mars kl. 12.29. Hún var Barn dagsins 3935 g við fæðingu og 53 sentímetrar. Foreldrar stúlkunnar eru Elísabet Árdís Sigurjónsdóttir og Jón Kristján Sigurðsson. Þau áttu einn son fyrir, Guðjón, sem er 4 ára. Nicole Kidman leikur heföarkon una. Saga hefðar- konu Háskólabió hefur tekið til sýn- inga myndina Saga hefðarkonu eða The Portrait of a Lady eftir Jane Campion sem gerði síðast myndina Piaho sem sýnd var hér á landi við miklar vinsældir. Saga hefðarkonu er ein af fyrstu sögum rithöfundarins Henry James sem fjallar um fólk sem lifir fyrir að ráðskast með aðra. Þetta er mögnuð saga um fólk sem kalla mætti persónu- neytendur og um líf þeirra sem verða þeim að bráð. Kvikmyndir Jane Campion hefur tekist sérlega vel upp í að gera kvik- myndahandrit úr sögunni og er myndin bæði áleitin og ögrandi í anda bókarinnar. Myndin fjallar um unga ameríska konu, Isabel Archer, sem er á undan sinni samtíð og ákveður að storka ríkjandi gildum í þjóðfélaginu og lifa sjálfstæðu lífi. Aðalhlutverk leika Nicole Kidman, John Mal- kovich og Barbara Herhey en hún var tilnefnd til Óskarsverð- launa fyrir leik sinn. Nýjar myndir:: Stjörnubíó: Undir folsku flaggi Bíóborgin: Michael Collins Laugarásbíó: Undir folsku flaggi Regnboginn: Englendingurinn Háskólabíó: Saga hefðarkonu Bíóhöllin: Undir fölsku flaggi Kringlubíó: Metro Saga bíó: Jerry Maguire Krossgátan 7“ T~ T~ r 4 T~ s )Ú lí j 1 n i'i >s 1 ti TT FT J 2o □ r Lárétt: 1 starf, 5 haf, 7 ræktar, 8 þegar, 10 mildum, 12 hanga, 13 veið- arfæri, 15 kvæði, 16 ávöxtur, 18 odd- ur, 20 rykkorn, 21 sýður. Lóðrétt: 1 ágætlega, 2 sem, 3 slíta, 4 snjókoma, 5 hugboð, 6 ber, 9 úldnar, 11 kantur, 12 gaufa, 14 hlífa, 17 at- orku, 19 lést. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 styrk, 6 æf, 8 vilyrði, 9 lak- ur, 11 akur, 13 mar, 14 ras, 15 emja, 17 flaki, 18 óm, 20 ál, 21 farða. Lóðrétt: 1 Svíar, 2 tilkall, 3 yl, 4 ryk, 5 krummi, 6 æðra, 7 firra, 10 ausa, 12 reka, 16 jóð, 17 fá, 19 MA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.