Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Blaðsíða 1
hjá Dormagen í dag Róbert Sighvatsson, linumaöur- inn öflugi sem leikur með þýska liðinu Schutterwald og islenska landsliðinu, skrifar í dag undir samning við þýska 1. deildarliðið Dormagen í dag. „Ég er bara mjög spenntur að fara til Dormagen. Mér líst vel á klúbbinn og þjálfarann og sýnist að þetta sé sterkt félag sem ætlar sér stóra hluti á næstu árum. Ég vildi halda áfram í 1. deildinni og er því ánægður að þetta sé komið á hreint," sagði Róbert í samtali við DV í gær. Róbert gerði tveggja ára samn- ing við Schutterwald í fyrra en klásúla í samningum tryggði að hann væri laus allra mála félli lið- ið úr 1. deildinni eins og raunin er orðin á. Róbert er ekki fyrsti ís- lendingurinn sem gerir samning við Dormagen því Kristján Ara- son þjálfaði liðið í eitt tímabil áður en hann tók við liði Wallau Massenheim. Andreas Thiel, frægasti mark- vörður Þjóðverja, leikur með Dor- magen og á næsta keppnistímabili munu þrír danskir landsliðsmenn leika með liðinu. Claus Jacob Jensson og Rene Böriths eru í her- búðum liðsins og búið er að ganga frá samningi við homamanninn Klaus Jakobsen. -GH Róbert skrifar undir Knattspyrna: Baldur tekur sér Baldur Bjamason, knattspymu- maður, sem leikið hefur með Stjörn- unni imdan- farin ár og var einn besti leikmaður á ís- landsmótinu á síðasta sumri, verður ekki í eldlínunni í sumar. „Ég hef tekiö þá ákvörðun að taka mér hvíld frá sparkinu í sumar. Ég ætla að srnna öðm, svo sem náminu og vinnunni en ég er ekki að segja að ég sé hætt- ur í knattspymunni fyrir fullt og allt,“ sagði Baldur í samtali við DV í gær. Baldur hafði fyrr í vetur ákveðið að leika ekki með Stjömunni í sumar og eftir þá ákvörðim sóttust nokkur félög eftir að fá hann í sínar raðir. Þau verða hins vegar að bíða um sinn en hver veit nema þessi snjalli knattspymumaður komi til baka og sýni listir sínar á næsta ári. -GH Körfubolti: Marel á leið frá Grindavík? hvíld DV, Suðurnesjum: Það bendir flest til þess að Marel Guð- laugsson, fyr- irliði úrvals- deildarliðs Grindvíkinga í körfúknatt- leik, leiki ekki með liðinu á næsta keppnistímabili. „Það era meiri líkur á að ég verði ekki með Grindavík á næsta ári. Ég er í námi í Tækni- skólanum og er að ljúka prófúm þaðan. Það fer mikill tími í ferðalög á milli þar sem dýrmæt- ur tími tapast frá lestrinum," sagði Marel í samtali við DV í gær en hann hefur verið orðaður við KR. -ÆMK Friðrik Ingi til Njarðvíkinga? Körfú- knattleikslið Njarðvíkinga er með þijá þjálfara i sigt- inu fyrir næsta keppn- istímabil. Þetta era Ástþór Ingason sem tók viö liðinu á miðju tímabili eftir að Hrannari Hólm var sagt upp störfum, Benedikt Guð- mundsson, fyrram þjálfari KR, og Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálf- ari Grindvíkinga og fyrrum leik- maður og þjálfari Njarðvíkinga. Grindvíkingar hafa boðið Friðriki nýjan samning við fé- lagið enda hefúr hann unnið mjög gott starf hjá félaginu. Frið- rik mun taka ákvörðun fljótlega um hvað hann gerir á næsta timabili. -ÆMK m í Sigurður áfram með Keflavík Sigurður Ingimundar- son mun væntanlega skrifa undir nýjan þjálf- arasamning hjá Keflvík- ingum í vikunni en undir hans stjóm unnu Keflvíkingar alla fimm titlana sem í boði vora á tímabilinu. -ÆMK Lottó: 6 8 9 13 35 B: 1 Enski boltinn: xll xlx x2x xx21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.