Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1997 23 DV Gunnar fór út af í hálfleik Gunnar Einarsson og félagar í MVV gerðu jafntefli, 2-2, við Go Ahead í toppbaráttuleik í hol- lensku 1. deildinni í knattspymu á laugardagskvöld. Gunnar lék fyrri hálfleikinn en fór þá af velli. Hann er ekki búinn að jafha sig eftir að hafa rotast í leik með 21-árs landslið- inu í síðustu viku og það kom á óvart að hann skyldi vera látinn spila. MW datt úr efsta sætinu í það þriðja við þessi úrslit. Emmen er efst með 55 stig, Cambuur og MW eru með 54 hvort og síðan kemur Go Ahead með 50 stig. -VS Bjarki ekki með Bjarki Gunnlaugsson lék ekki með Waldhof Mannheim sem tapaði fyrir Mainz, 2-0, í þýsku 2. deildinni í knattspymu á fostudagskvöldið. Mannheim er í 14. sæti af 18 liðum í deildinni með 30 stig, þremur stigum frá fallsæti. Eyjólfur Sverrisson og félagar í Herthu Berlín mæta Lúbeck á heimavelli í kvöld. Með sigri taka þeir forystuna í 2. deild þvi Kaiserslautem gerði jafntefli, 1-1, við Gútersloh í gær og er með eins stigs forystu. Yngvi í Dalvík Yngvi Borgþórsson frá Vest- mannaeyjum er genginn til liðs við 2. deildarlið Dalvikur í knatt- spymu. Hann lék með Víkingum í fyrra. Aftur til Víkings Víkingar hafa endurheimt tvo reynda leikmenn fyrir slaginn í 2. deildinni. Það em Bjöm „bjargvættur" Bjartmarz, sem spilaði með Aftureldingu í fyrra og Sigurjón Kristjánsson, sem þjáifaði Hugin á Seyðisflrði. Sigurður með KS Sigurður Helgason er tekinn við þjálfun 4. deildarliðs KS á Siglufirði. Magnús Jónsson hætti með liðið fyrir skömmu af persónulegum ástæðum. -VS Óli Þór í Keflavík? DV, Suðurnesjum: Óli Þór Magnússon gæti verið á leið til sinna gömlu félaga í Keflavík aftur. Óli, sem gekk til liðs við 4. deildarlið Tindastóls í fyrrasumar, hefur verið að æfa með Keflvíkingum og skoraði tvö mörk með B-liðinu þegar það vann sigur á drengjalandsliðinu. Keflvíkingar hafa boðið Óla leik- mannasamning sem hann er að velta fyrir sér. -ÆMK Björn kominn heim DV, Suðurnesjum: Bjöm Skúlason er kominn aft- ur til Grindvíkinga en hann gekk til liðs við KR frá Grinda- vik í fyrra. Bjöm er sterkur vamarmaður sem verður góður liðsauki fyrir Grindvíkinga. Þá er Vignir Helgason farinn að leika að nýju með Grindvíking- um eftir meiðsli og sömuleiðis hinn stórefnilegi Jón Freyr Magnússon. -ÆMK Borgnesingar skoða Dragoslav Stojanovic frá Júgó- slavíu sem lék með KVA í 4. deildinni í fyrra hefur verið til reynslu hjá 1. deildarliði Skalla- gríms og spilaði með því í deilda- bikamum á dögunum. Það er þó ekki ljóst hvort Borgnesingar semji við hann. -VS íþróttir Bikarúrslitin í blaki karla: Þróttarar bestir - tvöfaldir meistarar eftir sigur á Stjörnunni, 3-0 Þróttarar sýndu það og sönnuðu á laugardaginn að þeir hafa á að skipa besta blakliði Iandsins í karla- flokki. Þróttarar tryggðu sér þá sigur í bikarkeppninni með því að vinna öraggan sigur á Stjömunni, 3-0. Þróttur vann fyrstu tvær hrinumar næsta auðveldlega. Þá fyrstu 15-3 og aðra hrinuna 15-5. í þriðju hrinunni náði Garða- bæjarliðið aðeins að standa í Þrótturum og endaði hrinan, 15-11. Þróttarar sýndu á köfl- um mjög skemmtileg tilþrif en hið unga lið Stjömunnar virkaði frekar taugaóstyrkt enda að leika í bikarúrslit- um í fyrsta sinn. Þar með unnu Þróttarar undir stjóm Leifs Harðar- sonar, þrefaldan sigur á keppnistimabilinu. Þeir urðu deildarmeistarar, lögðu naftia sína frá Neskaupstað í úrslitum um íslandsmeist- aratitilinn, 3-0, og svo bikar- meistarar. Til hamingju og lifi Þróttur. -GH Þróttarar fagna sigri og halda á þjálfara sínum, Leifi Harðarsyni. DV-mynd S Þýski handboltinn: Wuppertal einum leik frá sæti í 1. deildinni - eftir sigur á Nordhorn á laugardaginn, 27-24 Wuppertal er aðeins hársbreidd frá því að komast upp í þýsku 1. deildina í handknattleik eftir mikil- vægan sigur á Nordhom, 27-24, í næst síðustu umferð í norðurriðli þýsku 2. deildarinnar á laugardag- inn. Wuppertal er einu stigi á und- an Bad Schwartau og í síðustu um- ferðinni mætir félagið liðinu sem í 10. sæti. Dagur Sigurðsson og Ólafur Stef- ánsson léku að vanda stórt hlutverk með Wuppertal i leiknum gegn Nordhom, Dagur skoraði 4 mörk og Ólafúr 5 en hann var tekinn úr um- ferð stóran hluta leiksins. Þetta var bölvaö basl „Þetta var bölvað basl og við átt- um í hinum mestu vandræðum að innhyrða sigurinn. Við vorum und- ir megnið af leiknum en náðum að síga fram úr á síðustu 7 mínútun- um. Vegna mikilvægi leiksins fyrir okkur var töluverð taugaveiklun í leik okkar en sem betur fer náðum við að klára þetta,“ sagði Dagur Sig- urðsson, í samtali við DV í gær. Mikil stemning var í höllinni og mn 3.000 áhorfendur hvöttu lið Wupper- tal til dáða. Frammistaöa Wuppertal hefur vakiö mikla athygli Frammistaða Wuppertal hefur vakið mikla athygli en fyrir tímabil- ið voru þeir ekki margir sem spáðu liðinu í toppbaráttunni enda 2. deildin geysilega sterk. Viggó Sig- urðssyni, þjálfara, hefúr tekist að móta mjög gott lið og þar hafa Ólaf- ur, Dagur og Dmitri Filippov, fyrr- um leikmaður Stjömunnar, leikið lykilhlutverk. Leutershausen vann en fer ekki beint upp Jason Ólafsson og félagar í Leut- ershausen sigraðu Göppingen í gær, 23-19. Ljóst er að þeir fara ekki beint upp í 1. deildina því Eisenach vann Melsungen i gær, 26-21. Eisenach tryggði sér þar með sigur í suðurriðlinum og sæti í 1. deild- inni. Fyrir lokaumferðina era Leuters- hausen og Dutenhofen jöfn að stig- mn. Markatala Leutershausen er mun hetri og vinni liðið síðasta leik sinn fer það í úrslitakeppni um sæti í 1. deildinni. -GH/VS Sigríöur Fanney Pálsdóttir. Sigríður slasaðist Sigríður Fanney Pálsdóttir, landsliðsmarkvörður í knatt- spymu úr KR, getur að öllum líkindum ekki leikið með Vest- urbæjarliðinu í fyrstu umferðum íslandsmótsins. Sigríður slasaðist í leik KR gegn Reyni í deildabikamum í síðustu viku. Vöðvi í kálfa rifn- aði og reiknað er með að hún verði frá í fjórar til sex vikur. KR-ingar eru af þessum sökum í miklum vandræðum og eru þessa dagana að leita að mark- verði sem getur hlaupið í skarö- ið. -ih/VS Gunnar Valsson og Jóhannes B. Jóhannesson sigurreifir eftir aö hafa tryggt sér ís- landsmeistaratitilinn í gær. DV-mynd JAK íslandsmótið í snóker: Jóhannes og Gunnar sigruðu í tvíliðaleik - meistararnir féllu snemma út Jóhannes B. Jóhannesson og Gunnar Valsson urðu í gær ís- landsmeistarar í tvíliðaleik í snóker þegar þeir sigraðu Björgvin Hallgrímsson og Brynjar Valdimarsson í úrslita- leik. Jóhannes hefur verið í fremstu röð undanfarin ár en Gunnar er nýbúinn að taka fram kjuðann á ný eftir nokk- urt hlé. Hann lék sem atvinnu- maður í Englandi um tveggja ára skeið fyrir nokkra síðan. Gary Vinson og Ásgeir Ás- geirsson urðu í þriðja sæti og þeir áttu hæsta stuð mótsins, sem var 86. íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, Kristján Helgason og Ingvi Halldórsson, náðu sér ekki á strik á mótinu. Þeir töp- uðu tveimur fyrstu viðureign- um sínum og féllu þar með úr keppni. íslandsmótið í einliðaleik fer fram um næstu helgi en sjálfúr úrslitaleikurinn er þó geymdur þar til viku síðar. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: DV íþróttir (21.04.1997)
https://timarit.is/issue/197374

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

DV íþróttir (21.04.1997)

Aðgerðir: