Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Page 2
22 garðar og gróður MIÐVIKUDAGUR 7. MAI 1997 Undanfarin ár hefur verið mik- il umræða í gangi um nýtingu á lífrænum úrgangi. Moldarsjóður Sorpu er aðgerð að hálfu sveitar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu til að nýta garðaúrgang sem fell- ur til á höfuðborgarsvæðinu og hefur afurðin, molta, reynst vel og verður nú til sölu annað árið í röð og fæst hún á öllum endur- vinnslustöðvum Sorpu. Þar er hún seld í 33 lítra pokum eða ópokuð og getur fólk komið með ílát og mokað moltunni sjálft í þau ílát. Einnig er hægt að fá hana á kerru í Gufunesi. í fyrra voru framleiddir 3000 m3 af moltu úr garðaúrgangi sem féll til á höf- uðborgarsvæðinu. Ekki í ruslið Lífrænn úrgangur eins og lauf- blöð, gras og stönglar geymir mikla næringu og á að vera í hringrás náttúrunnar. Þegar við hendum garðaúrgangi á haugana rjúfum við þessa hringrás og líð- ur umhverfið fyrir það. Talið er að um 300-400 kg af garðaúrgangi falli til í meðalgarði. Margir eru með safnkassa, safnhrúgu eða safnholur. Þeir nýta lífrænan úrgang í garðinn sinn. En það geta einnig þeir sem annaðhvort nenna ekki að róta í úrgangi á hverju ári eða hafa hreinlega ekki pláss í garðinum sínum. Með því að fara með allan lífrænan úrgang á móttökustöðv- ar Sorpu viðheldur almenningur hringrás náttúrunnar. En það þarf samt aðeins að hugsa áður en farið er með úrganginn á mót- . réykjavIk í-BS’' \í -Vxl * HAFNARFJÖRDUn Mðllðku- og llokkunarl ____—aöuluneal KÓPAVOGUR ÍSSASTADAI SELTJAHNARNES tökustöðvarnar. Ekki má blanda saman ólíkum garðaúrgangi. Flokkið garðaúrgang Trjágreinar verða að koma óblandaðar inn á stöðvarnar, einnig grasið kemur sér og annar mjúkur úrgangur, s.s. arfi og kantskurður. Möl, grjót og annar grófur garðaúrgangur er ekki hæfur í moltuna og fer því í sér- stakan gám. Opnun og staðsetning Á höfuðborgarsvæðinu eru sjö endurvinnslustöðvar þar sem hægt er að koma með garðaúr- gang sem og annan úrgang. Þær eru í Reykjavík við Ánanaust, við Sævarhöfða, við Jafnarsel og við Bæjarflöt, við Dalveg í Kópavogi, við Miðhraun í Garðabæ og við hesthúsabyggð í Mosfellsbæ. Endurvinnslustöðvar Sorpu eru opnar sem hér segir: Frá 16. maí til 15. ágúst frá kl. 12.30 til kl. 21. Frá 16. ágúst til 15. maí frá 12.30 til kl. 19.30. Nýgræðingar í flórunni: Ráðstefna á vegum Félags garðyrkjumanna Gámastöðvar Sorpu eru sjö á höfuöborgarsvæðinu. SOHPA unarstaQijr Állsnesl Túnþökur 'vyvw"GUUI IIÉi ókeypis upplýsingar 562*6262 Rafstoðvar • 2,0 kW..... • 3,2 kW.. • 3,8 kW.. Þjonustumíöstöð í iijanta borgarinnar Rafstöd í sumarhúsid Lágmúlo 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820 BOSCH verslunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut Dagana 21. og 22. febrúar 1997 stóð Félag garðyrkjumanna fyrir ráðstefhu um innflutning plantna. Yfirskrift ráðstefnunnar var Ný- græðingar í flórunni - Innfluttar plöntur; saga, áhrif, framtíð. Yfir 200 manns sóttu ráðstefn- una og voru haldnir þar rúmlega 20 fyrirlestrar, fjölbreyttir og fræðandi og voru fyrirlesararnir sérfræðingar á sviði landbúnaðar, skógræktar, landgræðslu, nátt- úrufræði og garðyrkju. Sameiginlegt markmið allra sem vinna að ræktun er að klæða rakin gróflega og kom þar m.a. fram að það er ekki fyrr en upp úr síðustu aldamótum að innflutn- ingur hefst að einhverju marki. Nú er talið að um 10.000 plöntu- tegundir og sortir séu til í land- inu. Kynnt voru ný yrkisréttarlög og rædd nauðsyn þess að setja reglur um innflutning á plöntu- efni og eftirlit með innflutningi. Hlutverk áhugamannasamtaka var rætt á ráðstefnunni og kom þar fram að áhugi almennings á umhverfinu fer vaxandi og láta sé að samræma landnýtingaráætl- anir hinna ýmsu aðila s.s. skóg- ræktar, landgræðslu, vegagerðar og svo framvegis. Áður en lagt er í framkvæmdir ætti alltaf að fara fram umhverfismat. Verður það að teljast fyllilega eðlileg krafa það sem aukin gróðursetning og inn- flutningur plantna koma til með að breyta umhverfi okkar og hafa ófyrirséð áhrif á það gróður- og dýralíf sem fyrir er í landinu. Félag garðyrkjumanna gefur út alla fyrirlestrana sem og pafl- borðsumræður sem fóru fram Um 200 manns mættu á fræðandi og skemmtilega ráöstefnu sem Félag garöyrkjumanna stóö fyrir í febrúar. M | * "n landið okkar gróðri en það kom vel fram á þessari ráðstefnu hve ólíkar leiðir menn vilja fara. Sem dæmi má nefna að skipst var á skoðunum um notkun lúpínunn- ar. Fjallað var um innflutning plantna í víðu samhengi, sagan áhugamenn landnýtingu og ástand náttúrunnar sig miklu skipta. Fyrirlestrarnir gefnir út Niðurstaða ráöstefnunnar er í megindráttum sú að nauðsynlegt báða dagana. Allir ráðstefnugestir fá það rit sent heim en að auki geta aðrir sem ekki komust á ráð- stefnuna keypt það og er það vænt- anlegt úr prentun á aflra næstu dögum. Þeir sem hafa áhuga á þessu fræðandi riti geta snúið sér til Félags garðyrkjumanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.