Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Side 16
36
Igarðar og gróður
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997
Sumarblómakörfur:
Stórauknir möguleikar
á notkun sumarblóma
i
*
5~
Blomin eru dregín í gegnurn inn-
leggiö. Fara veröur varlega í það
er opin: Mánud. - fimmtud. 7.30 - 1
) - 18.00, laugard. 8.00 - 17.00.
:ginu nema á laugardögum.
og verja þau meö t.d. þlasti til aö
brjóta þau ekki.
SANDUR
OG GRJOT
BJÖRGUN HF.
SÆVARHÖFÐA 33
■ Sigursteinar
Fegrar
og bætir
garðinn
Þú færð allskonar grjót hjá
okkur, sand og sérstakan
sand í sandkassann.
Við mokum efninu á bíla eða
kerrur og afgreiðum það líka
í sterkum plastpokum, sem
þú getur sett í skottið á
bílnum þínum.
Simi: 577-2000
Einnig kryddjurtir
Viö val á plöntum í körfumar er
um að gera að láta Imyndunaraflið
ráða en gætið þess þó að velja sam-
an plöntur sem þrífast við sömu
skilyrði. Ýmist er að tegundum sé
blandað saman eða ein tegund er í
körfunni en dæmi um plöntur sem
fara vel í þessar körfur eru allar teg-
undir hengiblóma t.d. hengitóbaks-
horn, hengibrúðarauga, skjaldflétta
og hengijárnurt. Einnig fer mjög vel
að nota í hliðamar stjúpur, apablóm
og vinablóm. Kryddjurtir og jarðar-
ber fara vel 1 körfurnar, ýmist með
blómum eða sem sérstakar matar-
og kryddkörfur.
Karfan þarf að vera í sól og skjóli
og þarf að vökva á hverjum degi og
þar af einu sinni í viku með áburði.
Við gerð karfanna er hægt-uppleys-
anlegum áburði blandað við mold-
ina en engu að síður þarf að vökva
með áburðarvatni vikulega. Oft em
körfur staðsettar undir þakskeggi
eða almennt þannig að þær vökni
ekki þó rigni og þarf að gæta að því.
Sumarblóm þola
Sumarblómin lífga mikið upp á
sumarið með sínum sterku og fal-
legu litum og formum. Notkun smn-
arblóma í körfur og ker hefur auk-
ist mikið undanfarin ár. Flestir hafa
látið duga að setja blómin efst í
körfurnar en þær Guðríður Helga-
dóttir og Svava Rafnsdóttir garð-
yrkjufræðingar kynntust nýrri að-
ferð við plöntun í körfur er þær
dvöldu við nám og störf í Hillier-
trjásafninu í Englandi í hálft ár
1995.
Nýjungin, sem hefur breiðst hratt
út hér á landi, er einkum fólgin í
því að í stað þess að planta ein-
göngu ofan í körfumar þá em not-
aðar körfur með opnum hliðum og
blómunum er einnig plantað í hlið-
um karfanna.
Meðan
blómin eru lítil
Svo hægt sé að planta í hliðamar
þarf að vera innlegg í körfunum til
að halda moldinni. Hægt er að nota
tilsniðinn striga en
einnig em víða til
innlegg í körfurn-
ar, m.a.
Sama karfa
Pessi mynd
er tekin í
miöjum
júní og
meö réttri
umhiröu
stendur
karfan
svona
skrautleg
fram á
haust.
kókos og endurunninni ull. Ef strig-
inii er notaður er mun fallegra að
klæða hann með mosa.
Blómunum er plantað í hliðarnar
og verður að gera það meðan þau
em lítil. Lítið gat er gert á innlegg-
ið og blómin dregin í gegn innan
frá. Til að skemma ekki plöntuna er
hún varin, t.d. með plasti, meðan
hún er dregin í gegn (sjá mynd).
Misjafht er eftir stærð karfanna hve
margar plöntur fara í hliðamar.
Hafið alltaf hugfast að plöntumar
stækka og það er ekki fallegt að sjá
ofhlaðnar körfur og eins verða
blómin teygð ef of þétt er plantað.
þorna og þarf ekki
nema eitt slys til að þau nái sér ekki
það sem eftir líður sumars.
Námskeið
Þær Guðríður og Svava héldu
nokkur námskeið í fyrravor í gerð
hengikarfa sem voru mjög vel sótt
og verða þær með nokkur námskeið
í vor, bæði í gerð sumarblómakarfa
og einnig eitt í gerð kryddkarfa. Eitt
námskeið ætla þær stöllur að halda
í Skeiðahreppi og eins geta hópar
beðið um námskeið. Skráning og
allar nánari upplýsingar gefur Guð-
ríður í gróðrarstöðinni Grænuhlíð
S:553-4122.
Karfa meö hengitóbakshorni.