Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Blaðsíða 8
24 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 Knattspyrnan 1997 Hörður Hilmarsson veltir fyrir sér möguleikum liðanna: „Útlit fyrir líflegt og skemmtilegt mót“ - ÍA, KR og Leiftur berjast um íslandsmeistaratitilinn Höröur Hilmarsson spáir því aö KR og Leiftur muni veita Skagamönnum haröa keppni um íslandsmeistaratitilinn í sumar. Atli Eðvaldsson: Spennan sjaldan meiri? „Ég held að spennan í deild- inni verði sjaldan eins mikil og nú í sumar. Sú spurning brennur á mörgum hvort Skaga- menn, meistarar síðustu flmm ára, nái að verja titilinn í þetta skiptið. Það verður einnig fróð- legt að sjá hvemig Skagamenn komast frá þeim mannabreyting- um sem liðið hefur farið í gegn- um. Mér finnst persónulega þeir ekki ná nógu vel saman í dag en þeir geta svo hins vegar verið búnir að því þegar til kastana kemur,“ sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari Fylkis, þegar hann var beðinn að spá i spilin fyrir sum- arið. „KR-ingar virðast hafa verið að leika glimrandi vel í æfinga- ferð í Belgíu á dögunum og þeir verða örugglega í baráttunni um efsta sætið ásamt Skagamönn- um. Eins er ég klár á því að ÍBV og Leiftur verði ekki þar langt undan. Leiftur á stóran hóp af sterkum leikmönnum og ÍBV er mun reynslumeira en það var í fyrra. Hvaö önnur liö áhrærir er ég viss um Skallagrímur á eftir að bíta fá sér. Borgnesingar fá varla betri mann en Ólaf Jó- hannsson til að koma stuði í mannskapinn. Ég ætla síöur en svo að spá Skallagrímsmönnum niður,“ sagði Atli Eðvaldsson. Pétur Ormslev: Tími KR-inga ranninn upp? Pétur Ormslev, þjálfari FH- inga, tekiu- undir orð Atla Eð- valdssonar þegar hann segir að íslandsmótið verði jafhara en oft áður. „Það er nú einhvem veginn tilfinning min aö Skagamenn verði ekki eins sterkir og undan- farin ár. KR-ingar hafa oft verið líklegir svo það er spuming hvort þetta verður ekki þeirra ár í sumar. Vesturbæjarliðið hefur að minnsta kosti mannskapinn til að gera góða hluti, Eyjamenn, Leiftur og jafnvel Framarar gefa örugglega ekki heldur þumlung eftir. Ég var hræddur um vöm- ina hjá Fram en hún hefúr verið að fá á sig fá mörk í leikjunum í vor svo sá ótti er kannski bara ástæðulaus. Leiftursmenn hafa styrkt sig verulega og nýr þjálfari tók við liðinu. Ef liðið smellur saman er að til alls liklegt. Grindvíkingar hafa náð að festa sig í sessi í efstu deild knattspymunnar og því ætti Skallagrími að takast það einnig. Borgnesingar verða sýnd veiði en ekki gefin í sumar. Ólafur þjálfari á eflaust eftir að koma á óvart með liðiö ef það nær að byggja upp sjálfstraust og verða skynsamt í leik sínum. Sumarið leggst bara vel í mig og það er bara vonandi að við fáum að sjá góðan fótbolta,“ sagði Pétur Ormslev. „Ég get ekki annað sagt en mér lítist vel á íslandsmótið í sumar. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki náð að komast yfir marga leiki í vor en samt séð að liðin hafa sýnt til- burði til að mótið verði líflegt og skemmtilegt," sagði Hörður Hilm- arsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður, þegar DV ræddi við hann um komandi íslandsmót í knattspymu. „Það eru breytingar hjá nokkrum liðum og það verður mjög spenn- andi að sjá hvemig Skaginn kemur út úr þeim breytingum sem hafa orðið á stjóm og þjálfara. Þar er kominn þjálfari með öðmvísi áherslur heldur en forveri hans. Það verður sem sagt forvitilegt að fylgjast með framvindu mála á Skaganum. ÍA verður ábyggilega í toppbaráttunni en á meðan ég ef ekki séð nýju leikmennina spila þá get ég ekki sagt um hvort sé líklegt að liðið verði í fyrsta, öðm eða þriðja sæti. í toppbaráttunni verða þeir eins og undanfarin ár.“ - Hvað viltu segja um mögu- leika annarra liða í deildinni í sumar? „Ég held að það verði KR og Leift- ur sem komi einna helst til greina að veiti Skagamönnum keppni." Guömundur getur skipt sköpum „KR-ingar mæta 'sterkir til leiks og verða í baráttunni um titilinn eins og í fyrra. Þeir hafa sterka liðs- heild sem komin er með töluverða reynslu og það skiptir miklu máli fýrir þá hvort og hvenær Guðmund- ur Benediktsson getur fari að leika með þeim. Hann er oft sá maður sem skilur á milli. Hann getur búið til mörk upp úr nánast engu. Þó lið- ið sé gott og leiki vel þarf að reka endahnútinn á sóknina. Þar er einmitt þörf fyrir mann á horð við Guðmund Benediktsson." Leiftursliðið er ekki árennilegt „Leiftur verður sterkara en í fyrra. Leikmannahópurinn er góður og á pappímum er liðið ekki árenni- legt. Þjálfarinn er hæfúr og stjómin er styrk þannig að þeir hafa alla burði til að verða með í toppbarátt- unni. Leiftur á eftir að gera harða hríð að KR og ÍA og tvö síðast töldu liðin stinga ekki af eins og þau gerðu í fyrra. í sumar verður styttra í næstu lið.“ - Ertu með þessu að segja að tími Leiftursmanna sé kominn ef liðið nær að smella saman? „Já, ég held að það sé núna eða aldrei. Ég sé þessi þrjú lið skera sig nokkur úr. Ég sé þetta reyndar í þremur hópmn, ÍBV, Fram og jafh- vel Valur verða ofarlega og eitt þeirra gæti svo blandað sér í topp- baráttuna. Það er alltaf á hverju ári eitthvað sem kemur á óvart, eitt lið gerir betur en menn áttu von á og annað sem stendur sig ekki eins vel.“ „Keflavík, Grindavík, Stjaman og Skallagrímur eru þau lið sem ég ætla setja í þriðja hópinn. Tvö af þessum liðum er líklegust til að falla. Svo getur auðvitað eitt þeirra hæglega komið sér ofar ef stemning- in er góð og vel haldið um hlutina. Ég sé samt ekki mörg þeirra gera það. Keflavík kom í fyrra á óvart með ungt og skemmtilegt lið en þeir verða spumingarmerki í ár. Það er seigla í Grindvíkingum, sem héldu sér uppi í fyrra, þrátt fyrir hrakspár. Þetta verður aftur erfitt ár fyrir þá. Stjaman varð fyrir blóðtöku þeg- ar ljóst varð að Baldur Bjamason, besti maöur liðsins í fyrra, ákvað að hætta. Stjaman verður líklega í bar- áttunni um aö forðast fall. Flestir ef ekki allir spá Skalla- grími falli. Þar er Ólafur Jóhanns- son þjálfari en hann hefur áður sýnt að hann er glúrinn." Varasamt að fara eftir vorleikjunum - Hvað viltu segja um vorleik- ina. Segja þeir ekki eitthvað um styrk liðanna? „í vorleikjunum hafa orðið óvænt úrslit og þó sdveg sérstaklega í deildahikamum. Það er varasamt að fara of mikið eftir því. Aðstæður verða ekki þær sömu og verður spil- að við í sumar. Þannig að það er ekki hægt að bera það saman að leika á slæmum malarvelli og vit- lausu veðri. Þá er erfiðara fyrir sterkari liðin að knýja fram sigur á móti þeim sem era lakari. Ég gef því lítið út á þessa vorleiki og þau úrslit sem þar hafa verið.“ - Ef þú lítrn- yfir farinn veg og ferð tíu ár til baka. Finnst þér knattspyman vera betri i dag en þá? „Það er alltaf einhver framþróun. Það er erfiðara að sjá það í leikjun- um. Leikmenn og lið em að verða jafnari. Um leið og þau era orðin það er erfiðara að skína og um leið að sýna einhverja glansleiki. Það er oft sem opnasti og besti boltinn er spilaður þegar annaö liðið er betra en hitt. Það nær að skapa og ýmislegt fallegt.“ Langt undirbúningstímabil er nauösynlegt „Ég held að í ljósi þess að menn era famir að æfa meira og öðruvísi en áður þá hljóti að koma fram betri knattspymumenn. 1 dag era öll lið farin að búa sig í nóvember undir sumarið sem kemur á eftir. Mörg- um finnst þetta allt of langt undir- búningstímabil en ég held að þetta sé liður í því að menn séu virkari lengri tíma á ári. Úr því að keppnis- tímabilið er svona stutt verða menn aö æfa lengur. Ef menn tækju sér frí 4-5 mánuði á ári færi okkur ekkert fram. Maður fylgist áreiðanlega vel með í sumar eins og undanfarin ár. Það verður gaman að fara á Laugardals- völlinn með nýju stúkunni því hann er að verða eins og alvöravöllur,“ sagði Hörður Hilmarsson að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.