Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1997, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1997, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 HLJÓMPLÍjTU iiiöjmij Hefur verið gert betur: Evíta - tónlistin úr söngleiknum ** Evíta er kannski sá söngleikur dúettsins Webber og Rice sem hef- ur að geyma hvað fæsta slagar- ana. Söngleikurinn er engu að síð- ur heilsteyptur og þar er eitt og eitt lag sem nær í gegn við endur- tekna hlustun. Samspil söngs og leiks er því mjög mikilvægt í túlk- un Evítu. Undirritaður hefur á þessu ári borið saman nokkrar út- gáfur af söngleiknum og verður að segja Madonnu-útgáfuna besta vegna tilfinningainnihalds söngs- ins, jafhvel þó hún hafi ekki sung- ið lögin í upprunalegri tóntegund of mikið úr að mínu mati). Því miður er íslenska útgáfan ekki sú besta, né heldur sú næstbesta. Pé- leikhópurinn skartar færum hljóðfæraleikurum og frábærum kór, en það er því miður ekki nóg. Það er enn eitthvað sem vantar. Meðal orsaka er söngur Andreu. Hún er tónviss og tæknileg en mikið vantar upp á tiifinningu í túlkun hennar á Evu Peron. Þetta kemur best fram í lögunum Buenos Aires og Nýtt líf Argentína þar sem hún leggur mun meiri áherslu á að syngja þessi erfiðu lög rétt heldur en að koma til- fmningunni yfir til hlustandans. Best kemst Andrea frá slagaranum Gráttu mig ei, Argentína. Eins og Andrea er góð söngkona þá virðist þetta hlutverk hafa verið ofjarl hennar í þessum hljómplötuupptökmn (ekki fylg- ir túlkun hennar í leikhúsinu sögunni). Björgvin Halldórsson er hins vegar eins og fæddur í eina sólósöng sinn sem tangósöngvarinn í laginu Þessa nótt. Egill syngur hlutverk Perons vel, en því miður er hlutverkið ekki mjög krefjandi á söngnótimum og ekki syngur hann slagara söngleiksins. Sögumaðurinn Baldur kemst ágætlega frá sínum söng, þó hann sé ekki lærður söngvari en nokkuð ljóst þykir að hann þarf að standa á leikhús- fiölunum til að starfa í karakter - hljóðverið hefur ekki gefið honum alveg nógu mikinn innblástur. Miðað við þá fiöhniðlaumfiöllun sem Vigdís hefur fengið upp á síðkast- ið bjóst ég við meiru, en lag hennar Hvert liggur leiðin nú? er mjög sætt - ekki mikið meira og þá er kannski ekki að sakast við hana frekar en laga- smiðina. Vigdís þyrfti að syngja eitthvað aðeins meira krefiandi til að heilla mig upp úr skónum. Þegar á heildina er litið er það leikhúshliðin sem ekki skilar sér alveg í geislaplötuhni, þvi eitthvað vantar á túlkunina. Einnig má sakast við Webber og Rice sem hafa búið til aðra söngleiki sem hljóma betur i heim- ilisgræjunum. Evíta á heima uppi á sviði. Guðjón Bergmann Sunna Gunnlaugsdóttir Trio: Far Far flway *** Djasspíanóleikarinn Sunna Gunnlaugsdóttir hefur nú sent frá sér fyrsta geisladisk sinn og ber hann heitið „Far Far Away“. Tónlistin á honum var hljóðrituð i Bandaríkjunum í lok marsmánaðar. Meðspilarar hennar eru þeir Scott McLemore trommari og kontrabassaleikarinn Dan Fabricatore. Geisladiskur þessi inniheldur sjö verk, þrjú eftir Sunnu, tvö eftir Scott og svo eru þama tveir djass-standarðar. Það má kannski segja að ljóðræn áhrif séu sterkur þáttur í frumsömd- um tónsmíðum beggja (greinilega á sömu línu, parið) og flutningur ver- kanna miðast við það. Hann krefst næmi sem kemur fram í áheyrilegu samspili og öll vekur tónlist þeirra ljúfar tilfinningar. Síðasta lagið, „Herbs & Nichols in a Dream“ höfðaði einna mest til mín. „I Should Care“ er í rólegri, þægilegri sveiflu en „Beautiful Love“ talsvert hraðari; bæði koma prýðilega út. Það sem maður saknaði helst á tónleikum tríósins á Egilsstöðum í síðustu viku var eins og eitt einleiksverk fyrir píanó og sama kemur upp í hugann nú. Eitt stutt í lokin hefði verið fint. Það er full ástæða til að eftir því sé tekið, að hér er um að ræða frum- raun fyrstu íslensku konunnar sem leggur fyrir sig djasspíanóleik sem at- vinnumanneskja. Sunna og félagar geta verið ánægð með þessa frumraun sem óhætt er að mæla með og rétt að minna á að enn er hægt að ná að hlýða á tríóið á tónleikum einhvers staðar á landinu, áður en það hverfur af landi brott. Ingvi Þór Kormáksson Gæða reggí popp: Reggae on lce *** Strákarnir í Reggae On Ice hafa svo sannarlega vaxið úr grasi síðan í fyrra þegar yfirlitsplatan í berjamó leit dagsins ljós. Á henni var frumsamda efiiið i minnihluta, aðeins 4 af tólf lögum en hlutföllin hafa al- deilis breyst þar sem 9 af ellefu lögum nýju plötunnar eru frumsamin. Einkennandi fyrir nýju plötuna eru grípandi melódíur, fiölbreyttur takt- ur innan reggírammans, smekklegur hljóðfæraleikur, góður hljómur og skemmtilegar og oft á tíðum frumlegar útsetningar. Útkoman er heilsteypt plata sem sómir sér vel undir geislanum. Strákarnir hafa náð að skapa ís- lenskt reggi með því að bæta sínu eigin einkennum við það sem þeir þekktu fyrir og hafa nánast alveg sloppið við að festast í fýrirliggjandi formúlum. Hljómborðsleikarinn Stefán á meirihluta lagasmíða plötimnar, en Matti, Hannes og Ingi eiga líka sín innlegg. Lögin gætu þó öll verið samin af sama manninum, ekki vegna þess að þau eru keimlík, heldur vegna undirliggj- andi hljóms sem einkennir sveitina. Textar plötunnar eru í sumarbúningi og eru kannski engin sérstök snilld í bragfræði og innihaldið ber engan sér- stakan boðskap. Einstaka texti framkallar þó bros. Sumarplötur íslenskra hljómsveita fá oft á sig eins konar sveitaballast- impfl og eru því ekki teknar alvarlega. Það væri mikill misskflningur að flokka þetta einstaka íslenska reggí sem froðu þó það sé grípandi. Hér er á ferðinni gæða reggí popp sem meðlimir hljómsveitarinnar mega vera stolt- ir af. Engin plata er þó án galla og má segja að meðferð hljómsveitarinnar á rólegri lögum plötunnar mætti vera betri miðað við önnur lög plötunnar. Reggae on Ice hefur með þessari plötu bætt nýrri vídd við útgáfú okkar íslendinga. Við eigum orðið nútímalegt, frumsamið, íslenskt reggí. Guðjón Bergmann (hlutur sem gagnrýnendur gera einum Fátt hefur verið skrifað og skrafað um tónlist Oasis-manna upp á síðkast- ið þó umfiöllun um persónulega hagi þeirra hafi tröllriðið tónlistarheims- pressunni og slúðurfréttahaukum heimsins hafi verið færður gífurlegur bónus með tilkomu Gallagher-bræðr- anna. Tónlistin verður hins vegar að telj- ast aðalafurð Oasis-manna, jafnvel þó þeir gætu grætt á tá og fingri með þvi að heimta prósentur af sölu þeirra slúðurrita sem þeir birtast í. Á meðan heimurinn hefur rýnt á þessa per- sónuhagi hefur hljómsveitinni tekist að taka upp nýja plötu sem hefur feng- ið heitið Be Here Now. Útgáfudagur hennar er 21. ágúst. Þeir sem ekki nenna að bíða geta hins vegar glaðst því ný smáskífa með hljómsveitinni kemur út á mánudags- morgun, þ.e. 7. júlí. Smáskífan hefur að geyma fiögur lög. Aðalsmerkið verður að sjálfsögðu lagið D’you Know What I Mean sem er tekið af væntanlegri breiðskífu. Tvö ný lög munu síðan líta dagsins ljós, en þau heita Stay Young og Angel Child, það síðamefnda flokkast að vísu sem demo (ekki fullklárað lag). Rúsínan í pylsuendanum er síðan útgáfa Oasis af gamla David Bowie laginu Heroes. Fyrir þá sem vilja komast á tón- leika með Oasis má nefna að þeir verða á tónleikaferð um Norðurlöndin og Bretland í september á þessu ári. Nánari upplýsingar um Oasis er síðan að finna á Internetinu. Slóðin er: http://www.Oasisnet.com. -GBG Ozzy veldur óeirðum Ozzy Osboume er alls ekki dauð- ur úr öllum æðum og getur enn komið af stað skrílslátum eins og í gamla daga. Ætlunin var að Black Sabbath héldi tónleika saman í fyrsta skipti i mörg ár. Ozzy hætti við á síðustu stundu, nokkrum mín- útum áður en hann átti að fara á svið, og sagðist vera með særindi í hálsi. Þrátt fyrir að Marilyn Man- son, Pantera og Type 0 Negative tækju rosalega Black Sabbath-syrpu tfl að að róa áheyrendur misstu þeir gjörsamlega stjórn á sér er þeir upp- götvuðu að Ozzy sjálfúr var ekki á staðnum. Öryggisgirðingin var rifin niður, kveikt var í sætum og veggj- um og tré rifin upp með rótum. Fimm verðir og tveir áhorfendur slösuðust í óeirðunum. Suede býður aðdáendum Fyrir tökur á nýjasta myndbandi hljómsveitarinnar Suede vom send út boðskort til aðdáenda sveitarinnar um allan heim. Þeir 600 fyrstu sem hringdu inn fengu að koma á sérstaka tónleika í London þar sem myndband- ið var tekið. Á tónleikunum var fólk frá Japan, Bandaríkjunum og Evrópu. Ef einhver Islendingur var svo svín- heppinn að vera á staðnum er hann beðinn um að hafa samband við DV, strax. Oasis hitar upp 18.-19. júni síðast liðirrn hélt U2 tón- leika i Oakland Coliseum, nálægt San Francisco. í sjálfu sér ekkert nema gott eitt um það að segja og ekkert óeðlilegt að fiöldinn á tónleikunum hafi verið 45.000. Það sem vekur meiri athygli er hvaða hljómsveit hitaði upp fyrir U2. Það voru nefnilega engir aðr- ir en hinir frábæru Oasis. En hljómsveitin gerði annað og meira en að syngja kurteislega nokk- ur lög tfl að koma smáhita í mann- skapinn, hún gerði hreinlega allt brjálað. Á miðvikudagskvöldinu spfl- aði hljómsveitin í 45 mínútur og frum- flutti tvö ný lög. Fyrra lagið af smá- skifunni D’You Know What I Mean sem er væntanleg 7. júlí og seinna lag- ið, titillag breiðskítúnnar Be Here Now sem kemur út bráðlega. Alls flutti hljómsveitin 12 lög og var síðasta lagið, Champagne Supernova, tfleinkað Bono. Adam Clayton var ánægður með frammistöðu Oasis og sagði að það þyrfti mikið hugrekki til að stíga upp á svið hjá U2 og slá svona rækilega í gegn. Mestan hluta efnisins á Be Here Now tók Oasis upp í stúdióunum i Abbey Road og Ridge Farm. Lagið In/Out, sem gítarsnillingurinn Johnny Depp tekur þátt í, var þó tek- ið upp meðan Noel var í fríi við Karíbahafið. „Við vorum drukknir eitt kvöldið og ég fékk gítarinn hans Johnnys lánaðan og reyndi að spila sóló. Það hljómaði hræðilega svo að Johnny tók gítarinn af mér og fór að spila. Hann er alveg frábær gítarleik- ari.“ Hendrickson lýsir laginu sem því „blúsaðasta" sem hljómsveitin hefur spilað. m mm ■ ■ 4J2JJJJ VJjíiJ ÍJÍJ2J j1 Krist Novoselic, bassaleikar- inn úr Nirvana og nú aðal- maðurinn í hljómsveitinni Sweet 75, mun senn spila inn á plötu í fyrsta skipti í 3 ár. Hljómsveitin er aö fara að gefa út sinn fyrsta disk í Tónlistin er sambland af 1 pönki, rokki og popptón ásamt áhrifum frá lagatónlist Venesúelabúa. Söngkona sveitarinnar er einmitt þaðan. Hún og Kris hittust fyrst þegar hún var ráðin til að syngja í afmæli hans áriö 1994. Þriöji maður sveitarinnar er fyrrum trommuleikari Ministry, William Rieflin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.