Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1997, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1997, Qupperneq 11
33^"* FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 «#n//sf25 Ný plata The Prodigy, The Fat of the Land, kom út á mánudaginn. 1. sæti í l.skipti Firestarter kom út snemma á síð- asta ári og fór beint á toppinn á breska vinsældalistanum þar sem hún trónaði í þrjár vikur. Það var í fyrsta skipti sem The Prodigy komst með lag á topp breska vinsældalist- ans. Af smáskifunni hafa selst rúm- lega 1500 eintök hér á landi. I nóvember kom lagið Breathe síðan út á smáskífu og fór einnig beint í fyrsta sæti í Bretlandi. Smá- skífan varð fyrsta platínusmáskífa Prodigy-manna og hefur selst i rúm- lega 600.000 eintökum i Bretlandi, en um 3000 eintökum hérlendis sem þykir nánast ótrúleg sala á smá- skífu. Meðal aðstoðarmanna á nýju plöt- unni eru Jim Davies, SafEron, söng- konan Skin og Crispian Mills úr Kula Shaker. Lögin á nýju plötunni eru 10 talsins og heita: Smack My Bitch up, Breathe, Diesel Power, Funky Shit, Serial Thriila, Mind- fields, Narayan (samið með C.Mills), Firestarter, Climbatze og Fuel My Fire. Titlar laganna gefa vonandi einhverja innsýn í umfjöllunarefni plötunnar, þó textarnir séu hvorki ýkja langir né flóknir. Geggjaðir Pönkaraímynd þessarar dans- hljómsveitar nær ekki aðeins í gegnum myndbönd hennar og tón- list heldur hefur sviðsframkoman vakið heimsathygli, jafnvel hræðslu, stundum undrun en aðal- atriðið er að tónleikagestir fá aldrei tækifæri til að slaka á, adrenalínið sem pumpast út í líkamann er á við „kikkið“ sem viðavangshlauparinn fær úr fjöri sinna fótleggja. Ef við leggjum alla þessa þætti saman má vel búast við að The Fat of the Land verði ein söluhæsta er- lendan platan hérlendis á þessu ári. Ef hljómsveitin síðan lætur sjá sig (þ.e. heldur héma tónleika) er það hreint út sagt öruggt mál - og hér talar undirritaður af reynslu. -GBG Almenningur hefur nú beðið eftir væntanlegri plötu The Prodigy í heilt ár eða allt frá því að hljóm- sveitin tróð upp í Laugardalshöll- inni í fyrra. í viðtali sem undirritað- ur tók við þessa vinsælu danshljóm- sveit fyrir tónleikana i fyrra var nýrri plötu lofað í júni á síðasta ári, loforð sem er efnt fyrst núna. Fita landsins Nýja platan með þessari gífurlega vinsælu danshljómsveit kom í versl- anir á mánudaginn og ber nafnið The Fat of the Land. Sérstaða nýju plötunnar er sú mikla eftirvænting sem hefur byggst upp meðal al- mennings og hef ég það eftir áreið- anlegum heimildum að 6000 eintök- um af plötunni hafi verið dreift strax á mánudaginn. Miðað við upp- byggða spennu er ekki ólíklegt að þessi 6000 eintök klárist á mjög skömmum tíma. The Prodigy em Liam Howlett, aðallagasmiður sveitarinnar, rapp- arinn Maxim Reality, dans£U-inn Leeroy Thornhill og dansarinn geggjaði sem varð nýlega söngvari Keith Flint en út á við er hann nokkurs konar andlit hljómsveitar- innar. The Prodigy hefur aðeins gef- ið út 3 plötur að þessari meðtalinni og hafa tvær fyrri plötur sveitarinn- ar hlotið lof gagnrýnenda hvaðaæva úr heiminum. Fyrri plöturnar tvær heita The Experience og Music for the Jilted Generation. Pönkímynd Ein helsta breytingin frá fyrri plötum The Prodigy er söngurinn sem kemur nú fram í fleiri lögum en áður enda er það pönkímynd þessarar danssveitar sem hefur fært hana talsvert frá öðrum í þessum geira og gert hljómsveitin að stærra númeri meðal almennings. The Prodigy hefur víkkað út sjóndeild- arhring dansunnenda og laðað að rokkunnendur með síðustu tveim smáskífum sínum. « iWMMiMiMMiimMiiiiiitiiiiiiiaaoii8i8ttaffl888Mm<»!KWítaasaMa88m38888í8iaaaffli88iMia8^jwmmM^m>MMW88a8a8amiinM|Wi|i^^>BiB^^ Um helgina Reggae on lce Fyrsta helgin í júlí er fram und- an. Fólk flykkist út úr bænum og vonandi mun sólin miskunna sig i yfir okkur og rigningin bíða betri tíma. Þeir sem treysta ekki á mis- kunn „íslensku" sólarinnar geta brugöið sér til Mallorca en þar | mun Reggae on Ice halda uppi geðveiku stuði alla helgina. Hljómsveitin spUar á nýjasta sveitaballastað íslendinga, hótel- inu Palma Nova. Ekkert aldurs- takmark og frítt inn fyrir alla. Sóldögg í Sjallanum Það er aUtaf stuð á Akureyri og í kvöld verður jafnvel meira stuð en „alltai'*. Hljómsveitin Sóldögg spUar í SjaUanum á Akureyri og hef ég loforð hljómsveitarmeð- lima fyrir því að þeir ætli að frumflytja nýtt frumsamið lag. SÍN á Pollinum Hljómsveitin SlN leikur á veit- ingahúsinu „Við Pollinn" á Akur- eyri um helgina. Ljúfur matur og góð tónlist, væri ekki tUvalið að skeUa sér norður? Hunang á Selfossi Annað kvöld verður stórdans- leikur í veitingahúsinu Inghóli á Selfossi þar sem hin bráðhressa hljómsveit, Hunang, heldur uppi stuðinu. Hápunktur kvöldsins verður kynning á þeim 12 stúlk- um sem bítast um titilinn sumar- stúlka Suðurlands. Kolrassa krókríðandi Kolrassa krókríðandi er með rótgrónari hljómsveitum í ís- lensku tónlistarlífi. Á föstudaginn heldur hljómsveitin síðdegistón- leika á Ingólfstorgi og hefjast þeir klukkan fimm. Tónleikarnir eru liður í síðdeg- istónleikaröð Hins hússins og verða tónleikar á dagskrá á hverj- um föstudegi út júlí. Hunang, heldur uppi stuöinu á Selfossi annaö kvöld t r í i t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.