Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1997, Blaðsíða 3
JD"\T FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1997 Con Air Con Air er ein af þessum pottþéttu hasar- myndum, þéttpökkuð hamagangi og testosteroni frá upphafi til enda. Formúlan er á sínum stað og ekkert kemur á óvart og að hætti Arnies og Die Hard-myndanna er þetta formúla með húmor þar sem ýkj- urnar eru yfirgengilegar. Hraðar klippingar og hrátt yfirbragö gerir þaö aö verkum að Con Air virkar bæöi alvarleg og hákómísk í senn og fer yfir um á hvorugu. -úd í nafni móöurinnar i nafni föðurins var dæmigerð óskarsfram- leiðsla og langt I frá gallalaus mynd. Some Mother's Son er mun vandaðra verk og ætti enginn sem ann vönduðum kvikmynd- um að láta hana fram hjá sér fara. Leik- stjórnin er afbragösgóð, tónlistin áhrifamik- il, kvikmyndatakan lævíslega látlaus i áhrifamætti sínum og handritið yfirvegaðra en ég hefði búist viö i mynd sem í raun er pólitísk málsvörn IRA. -GE Scream Ein alflottasta og skemmtilegasta hryll- ingsmynd sem komið héfur fram lengi og sýnir vel þá möguleika sem búa i hrollvekj- unni. Craven sýnir fullkomna þekkingu og næmi á hrollvekjuna og tekst að skapa úr þessum kunnuglegu formúlum hressandi og hrellandi hryllingsmynd. -úd Enski sjúklingurinn Stórbrotin, epísk kvikmynd sem minnir um margt á best heppnuðu stórmyndirfyrri tíma. Anthony Mingella á hrós skiliö, bæði fyrir inni- haldsrikt handrit og leiksfiðrn þar sem skipt- ingar i tíma eru mjðg vel útfærðar. Útgeislun leikaranna er mikil. -HK Fimmta frumefnið Ómissandi og án hiks ein alfallegasta og smartasta framtiðarmynd sem rataö hefur á sýningartjald. Samspil hljóðs og myndar er með eindæmum elegant og til að njóta þessa alls sem best er vænlegast aö búta heilann upp og stýra allri orku á augu og eyru. -úd Anaconda Anaconda er ein af jtessum gölluðu mynd- um sem ná að heilla með ákveönum ein- faldleik eða jafnvel einfeldni. í heild vega kostirnir upp galiana og útkoman er hressileg og skemmtileg mynd sem heldur áhorfandanum föngnum þessar klassísku 90 mínútur. -úd Men in Black i MIB er eins og yfirfærslan úr teikni- myndasögu í kvlkmynd sé aidrei fullfrá- gengin og kemur jietta sérstaklega niður á plottinu. Áherslan er slik á húmor og stíi að sjálfur hasarinn veröur út undan og I raun virkar MIB meira sem grinmynd en hasar. En þrátt fyrir alla galla er þessi mynd ómlssandi fyrir alla þá sem láta sér ekkert ómannlegt óviðkomandi. -úd The Relic Á heildina litið er The Relic ágætis afþrey- ing. Ámátlegt sköpulag óvættarins er lengst af hulið og þegar hann loksins birt- ist í öllu sinu veldi stendur hann vel undir væntingum. -GE Rrst Strike Rrst Strike (1996) er sff fjóröa i Police- Story-syrpunni. I henni á Jacki Chan i höggi við hættulega vopnasmyglara sem eru, eins og svo oft I spennumyndum slö- ustu ára, útsendarar rússnesku mafiunn- ar. Viðureignin færist land úr landi, frá Hong Kong til Rússlands og þaöan til Ásb- aliu. Frekari lýsing á söguþræöinum er vonlaus, enda er plottið veikasti hlekkur- inn í annars ágætri mynd. Ofangreind lýs- ing veit kannski ekki á gott en töfrar Jackies bjarga myndinni frá þeirri meðal- mennsku sem hún myndi annars falla í. Þessi bráðskemmtilegi og hæfileikariki bardagaleikari gæöir flestar senur lífi. -GE í blíðu og striðu Richard Attenborough hentar vel að gera myndir um þekktar persónur. í slíkum myndum eru höfundarelnkenni hans sterk og 1 blíðu og stríðu eru þau vel sjáanleg. Hann hefur þó gert betri myndir og er skemmst að minnast Shadowlands. Sandra Bullock og Chris O'Donnel hafa bæöi þá útgeislun sem þarf en ekki að sama skapi góðan texta. -HK %vikmyndir ** Horfinn heimur: Júragarðurinn II: Eitthvað hefur komist af Júragarðs- j ins. Hann til- kynnir Malcolm að nokkra kílómetra frá eyjunni þar sem ^ Júragarður- inn var sé k önnur eyja a sem einnig sé stútfull af risaeðlum. Þangað ætl- Steven Spielberg: Horfinn heimur, framhald Júra- garðsins, verður frumsýndur í dag í Borgarbíói á Akureyri, Háskólabíói, Laugarásbíói og Sambíóunum við Álfabakka. Kvikmyndin gerist fjór- um árum eftir að þeirri fyrri lauk. Ian Malcolm, kaoskenningavísinda- maðurinn, sem leikinn er af Jeff Goldblum, er boðaður á fúnd hjá John Hammond (Ric- hard Attenborough), eiganda InGen ar Hammond nú að senda rannsókn- arleiðangur til að skoða risaeðlurn- ar og komast að þvi af hveiju þær tóra enn þrátt fyrir að svo heföi ver- ið búið um hnútana þegar þær voru skapaðar að þær gætu ekki lifað af án manna. Dr. Sarah Harding (Juli- anne Moore), inn og umhverfisvemdarskærulið- inn Nick Van Owen (Vince Voug- hn). Auk þess laumar dóttir Ians, Kelly (Vanessa Lee Chester) sér með í for. kærasta Nyr garöur Ianls, fyrirtæk ísms og stofn- anda er í hópnum og er þegar lögð af stað. Ian leggur því upp í ferðina til að bjarga Söru sem hann er viss um að sé í stórhættu fyrst hún er að þvælast á risa- eðluslóðum. Með honum í for eru tækjafyrinn Eddie Carr (Richard Schiff) og ljósmyndar- Raunveruleg ástæða þess að Hammond er að senda þennan leið- angur er sú að frændi hans, Peter Ludlow (Arliss Howard), hefur tekið yfir InGen fyrirtækið. Hann hefur í hyggju aö stofna nýjan skemmti- garð með risaeðlum. Stóri munur- inn er sá að hann hefur valið hon- um stað í miðborg San Diego. Þegaf svo Malcolm og félagar koma til eyjarinnar hefur Ludlow sent stóran hóp manna til eyjarinn- ar undir forystu atvinnuveiði- mannsins Rolands Tembo (Pete Postlethwaite). Þeir fanga risaeðl- umar og koma þeim fyrir í búrum. Veiðimannahópurinn kemst yfir einn unga Tyrannosaurus Rex hjóna sem þarna búa, fótbrjóta hann og nota sem agn. Þegar mamma og pabbi heyra öskrin glymja um eyjuna tekur foreldraeð- lið völdin og þá er betra fyrir mann- fólkið að vera ekki að þvælast fyrir. Crichton enn á ný Það sem gerði útslagið með það að Spielberg réðst í framhald Júra- garðsins var að Michael Chrichton hóf að skrifa framhald af skáldsögu sinni. Nauðsynlegt var að vinna hana í samvinnu við Spielberg og handritshöfúndinn David Koepp því að búið var að ráða Jeff Goldblum til að leika Ian Malcolm aftur. Þar sem sú persóna deyr í bók Crichtons Jurassic Park þurfti að skrifa hann aftur inn í bókina. Þannig þurfti hann að skrifa bók sem var framhald af sinni eigin en var jafnframt framhald af bíómynd sem byggði á þeirri bók og breytti söguþræðinum þar töluvert. Þetta reyndist snúið en blessaðist þó að lokum. Handritshöfundurinn Koepp er sá hinn sami og skrifaði Jurassic Park í samvinnu við Crichton. Hann hef- ur jafhframt unnið handritið að Mission: Impossible, Death Becomes Her, Bad Influence og hinni mögn- uðu The Paper. Að slá í gegn Það er 11. desember 1996 og Steven Spielberg sér ástæðu til að opna nokkrar kampavínsflöskur. Ástæðan er sú að hann hefur lokið tökum á The Lost World: Jurassic Park, fyrstu mynd sinni í þijú ár. Spielberg, sem löngu er orðinn heimsfrægur leikstjóri, átti erfitt verkefiii fyrir höndum þegar komið var að gerð framhalds Júragarðsins. Hvemig er hægt að gera ffamhald á aðsóknarmestu bíómynd allra tíma og valda engum vonbrigðum? Er það mögulegt? Geimpúkar og ann- ar lýður Ef einhver getur það þá er það Steven Spielberg. Hann á nú þegar að baki Indiana Jones ser- íuna sem var gríðarlega vinsæl en þökk sé þeim myndum mun nafn Spielbergs alltaf verða óaðskiljan- legt frá ævintýra- og hasarmyndum. Close Encounters of the Third Kind með Richard Dreyfuss frábærum í aðalhlutverki var einn af fyrstu smellum meistarans. Jaws átti líka sinn þátt í að gera Spielberg heims- frægan. Hímn hefur verið leikstjóri eða framleiðandi 6 af 20 mest sóttu kvikmyndum allra tíma. Þó má með sanni segja að það sé ein nynd fram- ar Steven Spielberg aö gera þaö sem hann gerir best. aftur og aftur „Hvaö ert þú aö vilja upp á dekk, skrápiausa og flattennta spendýriö þitt?“ Jeff Goldblum í návígi viö eina illskeytta. öllum öðrum sem gert hefur Steven Spielberg að ástsælasta kvilunynda- gerðarmanni samtímans. Árið 1984 var kvikmyndin E.T. frumsýnd og enn er hún þriðja tekjuhæsta mynd sögunnar í heiminum öllum og sú næsttekjuhæsta í Bandaríkjunum og Kanada. Mikið var lagt að Spiel- berg að gera framhald af E.T. en hann neitaði því alltaf og taldi að framhaldsmyndin yrði aldrei neitt í líkingu við upphaflegu myndina og að sú mynd kynni að líða fyrir af- leita framhaldsmynd. Sjálfur hefur Spielberg sagt að framhald Júra- garðsins sé tilraun til að reyna að bæta aðdáendum sínum upp fram- haldsmyndina sem hann vildi aldrei gera. „Alvöru'myndir Þó svo nafn Spielbergs sé alltaf tengt við geimverur og risaeðlur og ævintýri hefur hann þó gert alvar- legri og dramatískari myndir með mjög góðum árangri. Skemmst er að minnast Schindlers List sem var óhugnanleg kvikmynd um helfór gyðinga i heimsstyijöldinni síðari. Fyrir þá mynd hlaut Spielberg ósk- arsverðlaun í fyrsta sinn. Myndin fékk alls sjö óskarsverðlaun, þ. á m. sem besta myndin. Hann hlaut verðlaun samtaka leikstjóra i Bandaríkjunum fyrir The Color Purple sem var með Whoopie Goldberg, þá tiltölulega óþekktri, í aðalhlutverki. Að lokum má svo nefna The Empire of the Sun en fyrir þá mynd hlaut hann útnefn- ingu leikstjórasamtakanna. Þriggja ára frí Spielberg sat ekki auðum hönd- um þessi þijú ár sem hann var í fríi frá kvikmyndagerð. Fyrir utan að eiga eitt bam eða svo með konunni sinni stofnaði hann nýtt kvik- myndaver. Dreamworks skal bamið heita, margmiðlunar-tækniundur og er í samvinnu við Jeffrey Katzen- berg og David Geffen. Fyrstu mynd- ir Spielberg fyrir Dreamworks er Amistad sem fjallar um uppreisn á þrælaskipi. Strax á eftir henni kem- ur Saving Private Ryan sem gerist í heimsstyrjöldinni síðari og er með Tom Hanks í aðalhlutverki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.