Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1997, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1997, Page 9
■TEV FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1997 HLJÓMPLjÍTU Skárr'en ekkert - Ein: lilbrigði við stef í nokkur ár hefur hljómsveitin Skárr’en ekkert vakið athygli fyrir frumleik og góðan flutning. Hljóm- sveitin, sem aldrei hefur verið rek- in sem atvinnusveit, spilar án raf- magns. Hún byggir á harmónikku, pianói, gítar, kontrabassa og ýms- um slagverkum. Hafa þeir félagar, Eiríkur Þórleifsson, Guðmundur Steingrímsson, Frank Þórir Hall og Kjartan Guðnason náð vel að stilla saman strengi sína. í fyrra var Skárr’en ekkert fengin til að semja tónlist við leikritið Konm skelfa og það var ekki bara að leikritið sló í gegn, tónlist þeirra félaga var ákaflega vel heppnuð og kom hún út á plötu. Á Ein halda þeir áfram á sömu braut, nú er það tónlist við ballett sem Is- lenski dansflokkurinn fi-umsýndi í vetur. Það er greinilegt að hljómsveitinni eru settar þrengri skorður innan ballettsins heldur en í leikritinu. Þrátt fyr- ir það hafa þeir samið sérlega áheyrilega tónlist þar sem fmna má afbrigði úr ýmsum áttum þegar útsetningar eru hafðar í huga. Byrjunin er einkar at- hyglisverð. I Upphafinu sem er viðamesta verkið er sérlega vel farið með góð stef sem eiga síðan eftir að heyrast alla plötuna. Kannski liggur helsti gafli plötunnar í því hversu vel Upphafíð heppnast. Eftir það er úr litlu að moða og fátt sem kemur á óvart. Það sem er best við framhaldið er fyrst og fremst góður flutningur á tilbrigðum við stef úr Upphafinú og það verður því að segjast eins og er að Ein þjáist nokkuð af efnisskorti. Hefði verið upplagt að þjappa saman ballettinum og koma með eitthvað annað því víst er að Skárr’en ekkert hlýtur að luma á einhveiju góðgæti sem hefði mátt fljóta með, hvort sem það er frumsamið eða ekki. Útsetningar og flutningur á balletttónlistinni er góður. Skárr’en ekkert hef- ur bæst góður liðsauki, sem er Eggert Þorleifsson, núverandi leikari og fyrr- um klarinettuleikari í Þokkabót á árum áður, sem hefur dregið fram klar- inettið og spilar á það eins og sá sem engu hefúr gleymt. Hilmar Karlsson. Alison Krauss & Union Station: So long so wrong Þeir sem taka eftir myndbönd- rnn sem sýnd eru i sjónvarpi hafa ef til vill orðið vitni að flutningi bandarísku söngkonunnar og fiðluleikarans Alisons Krauss og félaga á laginu,, Find My Way Back to My Hart“. Þetta lag gefur ágæta hugmynd um lagaval og stíl hljómsveitarinnar. Samtök sveitatónlistar í Bandaríkjunum völdu Alison Krauss sem söng- konu ársins 1995. Tónlist hennar og Union Station flokkast þó ekki eingöngu sem sveita- eða kántrí- tónlist. Þessi fimm manna hljóm- sveit notar eingöngu órafmögnuð hljóðfæri; fiðlu, kontrabassa, gítar, banjó og mandólín og oftar en ekki er sungiö fjórraddað. Alison syng- ur aðalrödd í sjö lögum en gítarleikarinn Dan Tyminski í þremur. Lög- in eru ekki frumsamin nema tvö eftir gítar- og banjóleikarann, Ron Block, en hér er einnig eitt og hálft lag eftir Michael McDonald, fyrrum liðsmann Dobbie Brothers, og eitt eftir hinn þekkta lagasmið frá Nas- hville, Harley Allen. Á einni eldri plötu hópsins hcifa þjóðlögin verið fleiri en hér má finna tvö í bluegrassútfærslum. Tónlist Alison Krauss & Union Station er þægileg blanda af kántrí, bluegrass, popptónlist og bandarískum þjóðlögum og hefúr greinilega hugnast mörgum miðað við vinsældir þeirra. Ingvi Þór Kormáksson Abbey Lincoln: Who Used to Dance Abbey Lincoln er ein fjöl- margra afbragðs söngkvenna sem fást við djasstónlist um þessar mundir. Hún er jafnframt ein sú sérkennilegasta. Rödd hennar er eilítið hás og eins og hún sé ein- hvem veginn hálfkæfð líka. Lögin semur hún mörg hver sjálf og þau lúta ekki öll hefðbundnum lög- málum dægur- og djasslaga. Reyndar telst það nú kannski óþarfi að djasslög þurfi að halda í einhverja hefð en vissulega era ýmsir standarðar djassins þannig. En hvað sem því líður má segja að Abbey fari alveg sínar eigin leiðir í lagasmíðum jafht sem söng. Víst er að þeir sem heyra lag Bob Dylans, „Mr Tambourine Man“, í út- færslu söngkonunnar munu ekki líta lagið sömu „eyrum“ og áður. Það er alltaf dálítið sérkennileg upplifun að hlusta á plötu með þess- ari söngkonu. Annað hvort fellur fólk kylliflatt fyrir henni eða það hrökklast frá. Ég held að það sé enginn millivegur hér. Tilfinningahit- inn er allmikill og stundum nálgast túlkunin að vera óþægileg. En eitt er víst að tónlist Abbeyar Lincoln er engu lík. Með henni leikur meðal annars ungur og upprennandi píanósnilling- ur, Marc Cary, sem nýlega sendi frá sér sina fyrstu plötu „Listen“ og saxafónhetjumar Frank Morgan, Steve Coleman og Oliver Lake. Ingvi Þór Kormáksson 'kirk ★★★ ★★i 4tónlist *★ ★ Sólóplata Wjclef Jean - úr Fugees Að kvöldi útgáfudags sinnar fyrstu sólóplötu segir Fugeesmeð- limurinn Wyclef Jean: Þetta er í fyrsta skipti sem krakkarnir fá að heyra í Clef - þú veist, Clef stand- andi einn sem Clef. Þú færð Clef á tilfinninguna. Um hvað fjallar Clef? Fyrir hvað stendur Clef? Fólk hefur heyrt í Fugees en aldrei heyrt þá hlið sem Clef stendur fyrir. Það er mikilvægt fyrir krakka að vita að við erum jákvæð en við erum ekki mjúk. Það er eins og við höldum á Biblíunni í annarri hendi og byssu í hinni. Fyrsta sólóplatan Carnival er fyrsta sólóplata Clef. Eftir að hafa selt ellefu milljónir eintaka af The Score og náð að koma skilaboðum um harðan raun- veruleika unglinga í fátækrahverf- um Bandaríkjanna til heimsbyggð- arinnar fleytir Clef sér á næsta stig. Ég held að Camival fari beint í götumar og það sem ég hef að segja segir Clef. Platan er ekki endurunn- ið efni vinsældarpoppara sem leitar róta sinna til að ná aftur virðingu götunnar. Camival er afúrð fram- þróunar, ákveðni og mikillar vinnu. í staðinn fyrir að slaka á heldur Clef boðskapnum áfram og setur heil- mikið gaman aftur í hip-hoppið. Hardcore á að vera spegilmynd erfiðra tíma, útskýrir Clef. Ég held að við höfum gleymt því öllu saman og orðið of upptekin af hardcoreí- myndinni. Fyrir mér er það blekk- ing. Erfitt líf Að sögn Wyclef em ekki margir staðir hérna megin helvítis sem eru erfiðari ábúðar en Haiti en þar var Clef alinn upp til níu ára aldurs. Þegar harrn svo loks flutti í erfitt hverfi í Brooklyn voru bófamir þar bamaleikur miðað við það sem Haiti hafði upp á að bjóða. Jafhvel þó Haiti hafi brotið sig undan þrælahaldinu 1804 (60 ámm á undan Bandaríkjunum) hefur pólit- ískur óstöðugleiki og fordómar alls kyns haldið Haiti sem einu fátæk- asta ríki heims. Á sínum tíma var Haiti- búum meðal annarrs kennt um að eiga upptökin að AIDS. Wyclef var þó tónlistarlega sinn- aður á unga aldri. Á götum Haiti urðu margvíslegir hlutir að hljóð- færum í höndum hans. Flöskur, dós- ir, prik og alls kyns rusl urðu und- irleikarar visna um erfitt skólalíf. Tónlistin hélt honirni frá því að sturlast. í Brooklyn hélt móðir Clef honum að tónlistinni og keypti handa hon- um gítar og sendi hann í djassnám. Wyclef útskýrir: í Brooklyn var eng- inn millivegur. Þú annaðhvort varðst skapandi í tónlistinni eða kaust hitt lífið (dópsölu og morð). Og Clef hélt sig á meðalveginum og Sögulegir tónleikar Hljómsveitin Gene var ein af allra síðustu hljómsveitunum til að halda tónleika í Hong Kong áður en það varð hluti af Kína á ný. Hljómsveitin spilaði á 15.000 manna tónleikum í Hi-Tech Arena í Kowloon. Að loknum tónleikunum var Steve Mason, gítarleikari hljóm- sveitarinnar, mjög hrærður en hann bjó í Hong Kong á sínum unglingsárum. 21. júlí næstkomandi er vænt- anleg smáskífa frá hljómsveit- inni sem ber nafnið Speak to Me, Someone. vann sjálfur fyrir hljóðverstímun- um sínum þó það hafi bitnaö á nám- inu. Þegar ég var að vinna á McDon- alds og frændur mínir fleyttu sér upp að á glænýjum BMW og sögðu mér að koma sagðist ég þurfa að fara í stúdíótíma klukkan 10. Þá hlógu þefr venjulega og keyrðu í burtu. Þrautseigja Wyclefs hefur svo sannarlega borgað sig og nú hefur fyrsta sólóplata hans litið dagsins ljós. Að sjálfsögðu era Pras, Melky, John Forte og Lauryn Hill honum þama til aðstoðar en efnið á hann sjálfur. Wyclef Jean er öðrum tónlistar- mönnum til fyrirmyndar þegar kemur að uppbroti frá fátækt til auðæfa og sýnir enn og aftur fram á ómæld laun þolinmæði og þraut- seigju. GBG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.