Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1997, Síða 11
amasmsanaBmsBKmM
JjV FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1997
%>nlist
** *
Lög Jóns Jónssonar frá Hvanná:
Geislaplatan Töfrablik er komin
út og inniheldur lög eftir tónskáld-
ið Jón Jónsson frá Hvanná. Það er
einvalalið söngvara sem túlkar lög
tónskáldsins frá Hvanná, þ.e.
Björgvin Halldórsson, Sigrún
Hjálmtýsdóttir, Pálmi Gunnarsson,
Sigríður Beinteinsdóttir og Ari
Jónsson ásamt BH-kvartettinum.
Geislaplatan geymir kunnustu lög
Jóns frá Hvanná auk laga sem lítið
hafa heyrst á undanfornum árum.
Þá má einnig heyra fáein lög sem
aldrei hafa birst áður á prenti eða
verið leikin opinberlega. Það er því
verulegur fengur að þessari útgáfu.
Björgvin Halldórsson valdi lögin
úr hinu mikla nótnasafni Jóns frá
Hvanná og stýrði vinnslunni.
Björgvin er enginn nýgræðingur á
þessu sviði því hann hefur sótt
töluvert í dægurlagasjóð eldri höf-
unda okkar síðustu árin og dregið
fram ýmis lög sem hafa verið aö
falla í gleymsku. Hljómborðsleikar-
inn Jon Kjell Seljeseth var Björg-
vini til halds og trausts og annað-
ist útsetningar í félagi við hann.
Auk þeirra tveggja kemur íjöldi
annarra tónlistarmanna við sögu á
plötunni.
Jón Jónsson fæddist að Hvanná
í Jökuldal 9. júlí 1910 og lést um
aldur fram árið 1963 eftir langvar-
andi veikindi. Á unglingsárum sín-
um stundaði Jón nám í Gagnfræðaskóla ísa-
fjarðar og líkaði svo vel vestra að hann ílengd-
ist á staðnum. Snemma bar á tónlistarhæfi-
leikum Jóns og var hann í hópi þeirra dægur-
lagasmiða sem stofhuðu Félag íslenskra dæg-
urlagahöfunda um miðjan sjötta áratuginn.
hans önnur verðlaun og
í kjölfarið urðu lögin
Selja litla og Capri Cat-
arina ákaflega vinsæl og
eru löngu orðin ein ást-
sælustu lög þjóðarinnar
frá upphafi, en auk
þeirra nutu fleiri laga
hans hylli er þau komu
út í tveimur nótnaheft-
um sem seldust fljótlega
upp.
Nú hafa lög Jóns frá
Hvanná verið færð í nýj-
an búning sem hæflr
þeim ákaflega vel og
ekkert hefur verið til
sparað til að gera plöt-
una sem veglegasta. ítar-
legur formáli eftir Jónat-
an Garðarsson birtist í
plötubæklingi þar sem
helstu æviatriði
tónsmiðsins frá Hvanná
eru rakin og þar má
einnig finna texta allra
laganna, en þeir eru eft-
ir mörg helstu skáld
þjóðarinnar eins og Dav-
íð Stefánsson frá
Fagraskógi, Tómas Guð-
mundsson, Kristján frá
Djúpalæk og fleiri. Þetta
er sannkölluð sum-
arperla sem allir unn-
endur íslenskrar dægurlagatónlistar ættu að
festa sér hið snarasta.
Það er Sund ehf. sem gefur Töfrablik út en
Skífan annast dreiflngu til hljómfangaversl-
ana um land allt.
ajörgvin Halldórsson valdi lögin úr hinu mikla nótnasafni Jóns frá Hvanná.
Átti Jón drjúgan þátt í að ryðja brautina og
móta nýjar hefðir í tónlistarmálum þjóðarinn-
ar með verkum sínum.
Á þessum árum kom fjöldi nýrra laga fram
í danslagakeppni SKT og tók Jón þátt í þeirri
keppni nokkrum sinnum. Þrisvar hlutu lög
Allir sáttir
Umboðsmaður Ian McCulloch hefur
persónulega beðið Michael Eavis,
framkvæmdastjóra Glastonbury-há-
tíðarinnar, afsökunar á framferði
Ians. Ian var eitthvað að „pirrast" út
í forsvarsmenn hátíðarinnar þar sem
hann stóð á sviðinu og átti að vera að
skemmta gestum. Einnig lét hann
ýmsar miður skemmtilegar athuga-
semdir falla i blaða- og sjónvarpsvið-
tölum að hátíðinni lokinni. Hann
kvatti hátíðargesti til að krefjast end-
urgreiðslu fyrir að koma á þetta
skítapleis eins og hann orðaði það svo
skemmtilega og einnig sagði hann að
samtökin Greenpeace og Oxfam gætu
gleymt því að fá einhverja peninga frá
hátíðinni eins og þeim hafði verið lof-
að.
Michael Evis varð eðlilega öskuill-
ur vegna þessara athugasemda og hót-
aði að fara í mál við Ian. Umboðsmað-
urinn dreif sig í að biðjast afsökunar
en Evis bíður enn þá eftir að heyra í
Ian sjálfum.
Hreingemingar eftir hátíðina eru í
fullum gangi og segir Evis að það
muni taka fjórar vikur að taka allt til.
Annars er Evis ánægður með hátíð-
ina og segist fá um 50 bréf á hverjum
degi frá fólki sem er að lýsa yfir
ánægju sinni.
Saman á ný
Hljómsveitin Jane’s Addiction hef-
ur komið saman á ný eftir sex ára hlé
(lengra hlé en hjá Sálinni). Allir fjór-
ir aðilarnir hafa að undanförnu dval-
ið í stúdíói í Los Angeles að hljóðrita
aðra af tveimur væntanlegum plötum
hljómsveitarinnar. Talsmaður sveit-
arinnar sagöi að á plötunni væri
blanda af gömlum og nýjum lögum.
Hljómsveitin lagði upp laupana
1991 eftir að hafa gefið út þrjár vin-
sælar plötur en hittist aftur fyrr á
þessu ári er hún endurhljóðblandaði
lagið Charger fyrir kvikmynd How-
ards Sterns, Private Parts.
mmmm
Sniglabandið hefur um árabil
skemmt landsmönnum, ungum
I sem öldnum, og um helgina verður
engin breyting þar á. Bandið mun
j halda uppi góðu fjöri í Galtalækj-
j arskógi en þar er SÁÁ að halda
fjölskylduvæna hátíð sem kallast
Úlfaldinn ’97.
Sixties
„She loves you yeah, yeah,
j yeah,“ syngja „hinir fjóru frá-
| bæru“ úr Bítlahljómsveitinni
| Sixties. í kvöld leikur hljómsveitin
: fyrir dansi á Langasandi á Akra-
nesi og annað kvöld verður hún
: stödd í Gjánni á Selfossi. Bítlaað-
I dáendur, látið ykkur ekki vanta.
Draumaland
Annað kvöld skemmtir hljóm-
' sveitin Draumalandið á stað
j elskenda í Hreðavatnsskála. Ald-
j urstakmark er 18 ár og það kostar
j aðeins flmm hundruð krónur fyrir
j þá sem mæta fyrir miðnætti.
Sóldögg
í kvöld heldur hljómsveitin Sól-
dögg stórdansleik í Stapanum í
Njarðvík. Hljómsveitin Danmód-
ann hitar upp fyrir ballið en hún
vann einmitt Rokk stokk hljóm-
sveitakeppnina sem haldin var um
síðustu helgi.
Sniglabandið í Galtalækjarskógi
Annað kvöld spilar Sóldögg á
sumarstúlkuballi á skemmtistaðn-
um Inghóli á Selfossi.
Brier Folk Group
írska hljómsveitin Brier Folk
Group endar hljómleikaferð sina á
íslandi eftir að hafa spilað bæði í
Bandaríkjunum og Evrópu. í kvöld
og annað kvöld spilar hljómsveitin
á Odd-vitanum á Akureyri.
Papar
Hljómsveitin Papar spilar á Café
Amsterdam í kvöld og annað
kvöld.
Paparnir verða á Café Amsterdam.
mmmKmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmtmimm
Reggae on ice endanlega gengnir af göflunum.
Bylting
Bylting er kom-
in á fullt eftir
sumarfri og ætlar
að trylla landann
í Kántrýbæ á
Skagaströnd ann-
að kvöld.
8-villt
í kvöld leikur
hljómsveitin 8-
villt í Gjánni, Sel-
fossi. Annað
kvöld leikur hún á Jóni Bakan í
Bolungarvík þar sem mikið verður
um að vera.
Kúrekaball
Annað kvöld verður kúrekaball
í Réttinni í Úthlíð þar sem Hanna
Mjöll sér um að kenna fólki línu-
dansa. Það er því um að gera að
drífa sig í kúrekagallann og bruna
í Úthlíð. Næg tjaldstæði.
Afmæli á L.A. Café
Um helgina verður mikið um að
vera á L.A. Café en staðurinn held-
ur upp á 8 ára afmæli. Annað
kvöld verður glæsileg veislumáltíð
á boðstólum og svo taumlaus gleði
langt fram eftir kvöldi.
Reggae on lce
Nú eru strákamir í Reggae on j
Ice endanlega gengnir af göflunum i
en þeir ætla að keyra hringinn í ;
kringum landið á einni helgi. í |
kvöld verður brjálað sveitaball i i
Egilsbúð í Neskaupstað og eru ■
rútuferðir á ballið frá Egilsstöðum, j
Eskifirði og Reyðarfirði. Annað í
kvöld verða þeir með maraþonball ;
á Sjallanum á ísafirði og verður i
þar væntanlega stanslaus gleði
langt fram eftir nóttu.
Hljómsveit Birgis Gunn-
laugssonar
í kvöld og annað kvöld spilar
hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar
í danshúsinu í Glæsibæ. Þetta er
síðasta helgin fyrir sumarfrí.