Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1997, Page 12
» myndbönd
FOSTUDAGUR 18. JULI 1997
Snobbmoli ★
Hér segir frá Chabert ofursta sem talinn var hafa
látist i orrustu árið 1807. Tíu árum síðar birtist á
skrifstofu lögmanns nokkurs maður sem segist vera
Chabert ofursti og vill fá auðæfi sín, landareignir og
eiginkonu aftur. Hún hefur hins vegar eignast nýjan
eiginmann og tvö böm. Hún fellst á að greiða hon-
mn dágóða íjárhæð gegn því að hann skjaifesti að
hann sé svikahrappur og Chabert þarf að velja á milli peninganna og
heiðurs síns. Söguþráður myndarinnar er áhugaverður en fetað er þann
veg sem Frakkar eru sérfræðingar í og úr verður innihaldslaus og sjálf-
birgingsleg listasnobbsþvæla. Mestu púðri er eytt í að láta leikarana
stara ábúðarmikla út í loftið eða hver á annan og þylja einhverja speki
í atriðum sem eiga að vera örlagaþrungin en eru bara bjánaleg. Nokkuð
falleg umgjörð og sæmilegir leikarar bjarga myndinni um eina stjömu.
Le Coionel Chabert. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Yves Angelo. Aðalhlut-
verk: Gérard Depardieu, Fanny Ardant, Fabrice Luchini og Andre Dussoli-
er. Frönsk, 1994. Lengd: 107 mín. Bönnuð innan 12 ára. PJ
Draugagangur ***★ ©
Frank Bannister hefur þá náðargáfu að geta séð og talað við drauga og
nýtir hana til að hagnast á auðtrúa fólki. Hann hefur þrjá drauga í þjón-
ustu sinni sem hann sendir út af örkinni til að hræða líftóruna úr fólki.
Síðan mætir hann á svæðið og kveður niður draugana gegn hæfílegri
þóknun. Líf hans tekur öllu alvarlegri stefnu þegar
yfimáttúrulegur raðmorðingi fer að herja á bæinn.
Morðinginn virðist einhvern veginn tengjast fortíð
hans og Frank er grunaður. Með kolgeggjaðan alrík-
islögreglumann á hælunum reynir Frank því að elt-
ast við draugsa og stöðva morðin. Peter Jackson er
frægur fyrir Heavenly Creatures en sumir kannast
þó betur við meistarastykkin Bad Taste og
Braindead, ódýrar en vel gerðar og drepfyndnar
splattermyndir. The Frighteners heggur í sama
knérunn en er gerð fyrir miklu meiri peninga, eins
og sjá má á kostulegum tæknibrellunum. Hún er jafnframt mun hóflegri
í hryllingnum. Þar með er nokkur broddur farinn úr gríninu og mynd-
in nær því aldrei þeim hæðum sem Bad Taste og Braindead náðu. Hún
er þó fyrirtaksskemmtun fyrir þá sem hafa heilbrigða kímnigáfu og býð-
ur upp á mörg fyndin atriði. Michael J. Fox túlkar vel vesaiinginn Frank
Bannister en Trini Alvarado er síðri í aðalkvenhlutverkinu. Jeffrey
Combs fer á kostum í hlutverki FBI-brjálæðingsins og Jake Busey er góð-
ur i morðingjahlutverkinu.
The Frighteners. Útgefandi: CIC- myndbönd. Leikstjóri: Peter Jackson. Að-
alhlutverk: Michael J. Fox. Bandarísk, 1996. Lengd: 105 mín. Bönnuð inn-
an 16 ára. -PJ
Vegir ástarinnar
rannsakaðir ★*★★
Gregory Larkin er stærðfræðikennari sem hefur
átt erfitt með að fóta sig í samböndum og ákveður að
kynlífið sé að þvælast fyrir. Hann ákveður því að
finna sér konu sem geti verið sálufélagi hans en
hreyfi ekki of mikið við kynhvötinni hjá honum. í
bókmenntakennaranum Rose flnnur hann slíka
konu og giftist henni. Þrátt fyrir góðan ásetning
reynist erfitt að forðast tilfinningar og ástríður.
Meðfram þvi að segja þessa einkennilegu ástarsögu
er í myndinni verið að velta fyrir sér muninum á
raunveruleikanum og glansímyndinni í afþreyingarmenningu á vitræn-
an hátt. Myndin veltir upp mjög áhugaverðum spumingum en er jafn-
framt mjög fyndin og létt yfír henni. Hún lendir aldrei niður í volæði
og nær einnig að mestu að forðast ofboðslega hamingju (nema rétt í
blárestina). Ástarsagan er falleg án þess að vera væmin. Barbra
Streisand og Jeff Bridges eru öryggið uppmálað í aðalhlutverkunum og
færir leikarar í aukahlutverkum fylla upp í myndina. Myndin er afar
vönduð og í raun er hvergi veikleika að finna.
The Mirror Has Two Faces. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Barbra Strei-
sand. Aðalhlutverk: Barbra Streisand og Jeff Bridges. Bandarísk, 1996.
Lengd: 122 mín. Öllum leyfð. -PJ
Endurútgáfa ★★★★
Háskólabió hefur hafið endurútgáfu á eldri mynd-
um og eru Terminator og Blow Out fyrstar í röðinni.
Terminator var myndin sem skaut Amold
Schwarzenegger og leikstjóranum James Cameron
upp á stjömuhimininn en þeir eru í dag meðal
áhrifamestu manna í kvikmyndaiðnaðinum í
Hollywood. Schwarzenegger er í hlutverki illvígs
drápsvélmennis (cyborg) sem sendur er úr framtíð-
inni til að drepa konu sem á eftir að fæða i heiminn
uppreisnarleiðtoga framtíðarinnar. Uppreisnar-
mennirnir senda hins vegar mennskan vemdarengil
til að koma í veg fyrir voðaverkið. Ef vel er að gáð má finna hnökra í
handritinu en þeir fyrirgefast auðveldlega vegna hugmyndaauðginnar
sem einkennir handritið. Þrátt fyrir að vera gerð fyrir (tiltölulega) litið
fé er útlit myndarinnar afar flott og tæknibrellur vel gerðar, svo vel að
myndin stendur vel fyrir sínu í dag og í raun mun betur en t.d. Stjörnu-
Sjríðsmyndirnar. Þýski risinn er alveg sérstaklega ógnvekjandi í hlut-
verki hins nær ódrepandi vélmennis og hefur aldrei verið betri, hvorki
fyrr né síðar. Linda Hamilton og Michael Biehn skila sínu einnig þokka-
lega en Linda var nú samt flottari í T2. Þessi mynd er einn af frumkvöðl-
um vísindatryllanna og klassískt verk.
Terminator. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: James Cameron. Aðalhlut-
verk: Arnold Schwarzenegger, Michael Biehn og Linda Hamilton. Banda-
rísk, 1985. Lengd: 103 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ
Myndbandalisti vikunnar
SÆTI { i FYRRI VIKA ! VIKUR ; Á LISTAj 1 ) TITILL ] ÚTGEF. ) ' • i i ' ] TEG. J
i ; 1 i 3 i Sleepers ] Háskólabíó ] Spenna
2 ; j 2 i 3 i j J Glimmer Man J J Warner myndir j J J Spenna BHH
3 ; 3 J c J j 5 J First Wives Club ] ClC-myndbönd ] Gaman
j 4 J j 8 j J J 2 J j J Maximum Risk j J Skffan J J ] Spenna
5 ; 7 i TT Secrets and Lies J j Háskólabíó J j Drama
j 6 í | 4 i j i 4 i j | Djöflaeyjan ■ 1' ] Skífan | 1 WBíF' Gaman i
i 7 i 1 Ný r 1 j i i Turbulence 1 J Sam-myndbönd J J Spenna
8 1 HHHn 5 i i J. r j J 5 J J J Craft j Skrfan -..; j iliS - & ‘ J i Spenna j. . 5 .
9 ‘ J j 6 i 8 i Long Kiss Goodnight ] Hyndform ] Spenna
io; j Ný Í 1 Í J J Evita J J Myndform ) J Drama J
ii; 10 J ? J j 4 J Matilda ] Skífan j Gaman
12 í 9 j J i J : Rich Mans Wife J ] Sammyndbönd ) 1 Spenna
13 ; 12 i 4 i First Kid J J j Sam-myndhönd j Gaman
14 1 .... .. i» n J ‘ J J 4 1 j * J 4 •• • - m i hé Unforgettable j ] Sam-myndbönd | J j Spenna I
15 i „1 j 18 J 2 J . t Crucible i J Skífan i 1 J Drama J • j Gaman 99091
15 ) 1 J o J J 8 J j j Jack J j Sanwnyndbönd J
17 i 14 : i : í 6 i j J Fear ] ClC-myndbönd ] Spenna
j 18 J j 20 Pest J J Skrfan J J J Gaman EB00
19 i Ai 1 9 1 J 9 J Courage Under Fire i Skrfan j Spenna
» ! 17 J J j io ; Associate 1 | Háskólabíó J J Gaman
Spennumyndin The Sleepers situr sem fastast í toppsæti mynd-
bandalistans þriðju vikuna i röð. Litlar breytingar hafa orðið á
myndbandalistanum frá því í síðustu viku. íslenska myndin
Djöflaeyjan hefur fallið úr fjórða sætinu í það sjötta og myndin
Craft úr því fimmta í það áttunda. Spennumyndin Maximum Risk
er komin í fjórða sæti úr því áttunda og myndin Secrets and Lies
er komin í það fimmta úr því sjöunda. Spennumyndir virðast vin-
sælastar þessa vikuna en þær eru þrjár á listanum. Auk þeirra er
á listanum ein gamanmynd og eitt drama. Á myndinni hér til
hiiðar sést Van Damme í hlutverki sínu í spennumyndinni Max-
imum Risk.
1* ^
i 1 ðfc
$
■<»'
S í. i I I l’ I KS
Sleepers
Kevin Bacon, Robert
De Niro, Dustin
Hoffman og Brad Pitt.
Sleepers er saga fjög-
urra manna sem ólust
saman upp í hverfi í New
York sem nefnt var Vít-
iseldhúsið vegna þess
hversu illræmt þaö var
fyrir glæpi. Drengimir
fjórir bindast sterkum
vináttuböndum og bralla
ýmislegt saman. Einn
daginn fer eitt prakkara-
strik þeirra úr bönd-
unum og drengimir era
handteknir fyrir vikið.
Þen- era síðan sendir á
heimili fyrir afbrotaung-
linga. Sú dvöl á eftir að
reynast þeim dýrkeypt
því yfirfangavörðurinn
er ofbeldisfullur og vægö-
arlaus hrotti sem misnot-
ar drengina. Mörgum
áram síðar ákveða
drengimir að leita
hefttda.
Sf \<i\l U \V\\s ||
~ Ttt*;
-'LJMMER
MAN
____________Ifl ■
The Glimmer
Man
Steven Seagal og
Keenan Ivory Wayans.
Steven Seagal leikur
fyrrverandi leyniþjón-
ustumanninn Jack Cole.
Hann reynir nú að upp-
lýsa dularfúll og sérstak-
lega hrottaleg morð í Los
Angeles. Honum reynist
erfitt að hafa hendur í
hári morðingjans og
neyðist til að hefja sam-
starf við lögreglumann-
inn Jim Campell. Þeir
Cole og Campell komast
að þvi að málið er flókn-
ara en þá gat órað fyrir.
Svo virðist sem morðing-
inn tengist einhveijum
valdamiklum aðilum
sem vilja ekki aö málið
upplýsist Ekki líður á
löngu þar til Cole áttar
sig á því að málið virðist
einnig teygja anga sína
inn í fortíð hans.
First Wives
Club
Goldie Hawn, Bette
Midler og Diane
Keaton.
Þær Elisa, Annie og
Brenda hafa verið vin-
konur lengi. Þær eiga
það sameiginlegt að
hafa allar fómað eigin
frama í þágu eigin-
manna sinna og svo
einnig það að eigin-
mennimir hafa fómað
im fyrir yngri konur.
fyrstu brotna þær
saman undan þessu
reiðarslagi en smám
saman fer reiðin og í
kjölfarið segir
hefnigimin til sín. Eft-
ir að hafa ráðið ráðum
sínum setja þær í gang
eitursnjalla og alveg
sprenghlægilega áætl-
un ...
Maximum
Risk
Van Damme og
Natasha Henstridge.
Alan er lögreglumaður
i Frakklandi sem dag einn
uppgötvar að hann á tví-
burabróður í New York.
Jafnframt kemst hann að
því að bróðir hans, Mik-
hail Suverov, hefúr verið
myrtur. Mikhail var
tengdur rússnesku mafi-
unni í New York og virð-
ist hafa gert eitthvað á
hennar hlut. Alan getur
ekki á sér setið að komast
til botns í málinu og
ákveður að fljúga vestur
um haf. Þar setur hann
allt á annan endann því
allir halda aö þar sé Mik-
hail lifandi kominn. Sú
eina sem Alan getur
treyst er unnusta Mik-
hails og með mafíuna og
FBI-menn á hælunum
reyna þau að hafa upp á
morðingjanum.
sécrets and lie
Ini'dirmál Og lyg,
Secrets and
Lies
Brenda Blethyn,
Tlmothy Spall og Mari-
Hme Jean-Baptiste.
ortense er ung
blökkukona sem býr í
London. Hún er tökubam
og þegar móðir hennar
deyr ákveður hún að
reyna að hafa uppi á
móðurinni. Hún kemst
að því hvar móðirin,
Cyntiiia, býr og hringir í
hana. Cynthiu bregður
en samþykkir að hitta
hana. Þegar þær hittast
og Cynthia sér að Horten-
se er svört segir hún
þetta mistök. Hortense
hefur hins vegar sannan-
ir í höndunum og að lok-
um fellst Cynthia á að
þær séu í raun mæðgur.
Þar með hefst kostuleg at-
burðarás sem nær há-
marki þegar Cynthia
ákveður að taka Hortense
með sér í garðveislu.