Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 Fréttir Virkjunin á Nesjavöllum og hugsanlegar náttúruhamfarir: Engin neyðaráætlun til - ef til jarðskjálfta eða eldgoss kæmi á svæðinu „Það er ekki til nein neyöaráætlun fyrir Nesjavallavirkjun ef til náttúru- hamfara kæmi. En það er verið að leggja drög að slíkri áætlun,“ sagði Gunnar Kristinsson hitaveitustjóri, aðspurður um viðbúnað á Nesjavöll- um ef öflugir jarðskjálftar eöa jafnvel eldgos yrðu á svæðinu. Það er Verkfræöistofa Sigurðar Thoroddsens sem vinnur að fyrstu drögum neyðaráætlunarinnar en síðan eiga fagmenn hjá hitaveitunni að taka við og ljúka verkinu. Sem kunnugt er hefur smáskjálfta- hrina staðið yfir á þessu svæði síð- astliðin þrjú ár. Kenning jarðvís- indamanna er sú að kvika sé að safn- ast hægt og rólega fyrir í rótum eld- stöðvar sem kennd er við Hrómund- artind, góðan spöl frá Nesjavöllum. Virkjunin stendur á sprungu, Heng- ilsmegin við eldstöðina. Jarðvísinda- menn hafa sagt það hugsanlegt ein- hvern tíma í framtíðinni að á skjálftasvæðinu gætu orðið allsnarp- ir skjálftar og jafhvel hraungos út frá Henglinum í suður- og suðvesturátt. Þurftu ekki neyðaráætlun Aðspurður hvers vegna ekki hefði verið gerð neyðaráætlun fyrir Nesjavelli, þar sem hefur verið við- • Hveragerði : Á Hengilssvæöinu, noröan viö Hverageröi, hafa stærstu jaröskjálftarnir veriö allt frá 3,S til 4,2 stiga á Richter síöustu þrjú ár. • Selfoss Nesjavellir: Engin neyöaráætlun er til vegna hugsanlegra náttúruhamfara á svæöinu. DV mynd JAK varandi órói og skjálftar, svaraði Gunnar: „Við höfum ekkert þurft á því að halda. Þaö hafa þegar verið gerðar vissar ráðstafanir þar sem hygging- ar eru byggðar með tilliti til jarð- skjálfta. Það er það sem gert hefur verið hingað til. Leiðslan til Reykja- víkur er einnig hönnuð með tilliti til jarðskjálfta. En við spáum ekkert um þetta. Ef sérfræðingamir geta það ekki, eins og þeir segja, þá get- um við það ekki.“ - Hvenær er gert ráð fyrir að neyðaráætlunin liggi fyrir? „Það verður ekki fyrr en í haust, í fyrsta lagi.“ - Hvað er haft í huga þegar slík neyðaráætlun er gerð? „í fyrsta lagi þarf að hafa bygg- ingar í lagi þannig að þaer standi af sér upp að ákveðnu marki. Það er til staðall í landinu fyrir þetta. Síðan þarf að hafa tiltækan mannskap ef eitthvað kæmi upp á.“ - Hefur verið rætt við starfsfólk um hvemig það skuli bregðast við ef til náttúruhamfara kæmi? „Það er til einhver áætlun um það, að vísu mjög lausleg, á staðnum.“ - Hefði ekki verið ástæða til að gera neyðaráætlun fyrir virkjunina á Nesjavöllum miklu fyrr? „Hún hefði mátt koma fyrir 50 ámm en þá var enginn aö hugsa um þetta. Nú eru þama á annað hundr- að smáskjálftar á dag. Nákvæm saga í þessum efnum er ekki til nema svona 10 ár aftur i tímann, þar áður er einungis um annála og frásagnir að ræða og það gagnar okkur lítið að spá með því. En auð- vitað era menn vakandi fyrir þessu og hugsa um það.“ -JSS Viövarandi spenna á Hengilssvæðinu: Stærri skjálftar gætu komið þarna - segir Ragnar Stefánsson „Möguleikinn er sá að spennan brjóti jarðskorpuna í sínu umhverfi og þá gætu komið þama heldur stærri skjálftar en við höfum séð. Við sjáum ekki nein bein merki um slíkt. Það eina sem við vitum er að það er býsna mikil spenna umhverfis það svæði sem mest hefur verið á hreyfingu þama undanfarin ár. Hvort þessi spenna dreifist út i umhverfið án mik- illa brota eða brýtur fleiri staði er undir styrkleika hennar komið." Þetta sagði Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur um þróun þá sem verið hefur á Hengilssvæðinu á undanfomum vikum og mánuðum. Ragnar sagði að hrinan, sem hófst 1994, hefði verið mjög sterk í ágúst það ár. Síðan hefði dregið úr henni en styrkleikinn aukist aftur í mars 1995. Þá heföi virknin verið fyrir ofan meðaltal. 1996 hefði held- ur virst hægja á virkninni en at- hyglisvert heföi verið að austarlega í Grafningi hefði mælst allnokkur virkni í framhaldi af gosinu í Vatnajökli. „Þetta gat hugsanlega verið samhland af spennubreyting- um vegna gossins og um leið væri svæðið virkt og þyrfti lítið til að hleypa af stað jarðskjálftum eins og vora í Grafningnum." Vel yfir 4 stig Árið 1997 var heldur rólegt ffarn- an af eða þar til í mars. Þá fór að bera á vaxandi smáskjálftum á þessu svæði. í apríl varö jarðskjálfti nærri Ölkelduhálsi sem fór vel yfir 4 stig og var með stærstu skjálftum sem komið hafa á svæðinu. í framhaldi af þessu bar mikið á smáskjálftum og um miðjan júní fóru þeir ört vaxandi. Þessir skjálftar voru á ýmsum slóðum, margir nærri Þing- vallavatni og undir toppi Hengils. En fljótlega færðust skjálftamir einnig suður fyrir Skálafell. Að undanfomu hefur verið rólegra á svæðinu miðað viö það sem var vikumar á undan. „Það er alveg eins líklegt aö þetta malli svona eitthvað áfram eins og verið hefur,“ sagði Ragnar, „og hugsanlega geta þá komið jafnstórir og stærri skjálftar út úr þessu en við höfum séð til þessa. Stundum er eins og spennan fari víða en stund- um eins og hún þjappi sér saman á þrengra svæði þar sem skjálftarnir verða.“ -JSS Frjáls fjölmiðlun: Kaupir 34% hlut í Markhúsinu - frekari tækniuppbygging fyrirhuguð hjá félaginu Frjáls fjölmiðlun hefur fest kaup á 34% hlut í Markhúsinu ehf. Með kaupunum er Frjáls fiölmiðlun orð- ið stærsti hluthafi fyrirtækisins. Markhúsið er öflugt markaðsfyr- irtæki sem hefur sérhæft sig í vinnslu verkefna á sviði beinnar markaðssóknar. Fyrirtækið hefur unnið brautryðjendastarf í þessari þjónustu á íslandi og býður við- skiptavinum sínum m.a. gagna- grunnsvinnslu til að ná rétta mark- hópnum, útprentun á bréfum og út- sendingar á markpósti. Einnig sér fyrirtækið um úthringingar í ein- staklinga og fyrirtæki og svarþjón- ustu fyrir fyrirtæki. „Innkoma okkar í Markhúsið er í samræmi við áherslubreytingu Frjálsrar fiölmiðlunar á undanfóm- félag dagblaðs í regnhlíf fiölmiðla- um áram, þ.e. úr því að vera útgáfu- fyrirtækja og stuðningsaðili við fyr- irtæki í upplýsinga- iðnaðinum,“ segir Sig- riður Sigurðardóttir, markaðsstjóri FF. Veltan tvöfaldast árlega Velta Markhússins hefur tvöfaldast árlega á undanfómum árum og er gert ráð fyrir svipuðum vexti á næstu misserum. Markhúsið ræður nú yfir tæplega 40 út- Markhúsiö hefur sérhæft sig í vinnslu verkefna ó hringistöðvum þar sviöi beinnar markaössóknar. DV mynd S sem sími og tölva eru samtengd. Fyrirtækið býr yfir full- kominni ISDN-símstöö þar sem tölvu- og símkerfi era samhæfð til að ná hámarksafköstum. Frekari tækninýjungar era jafhframt fyrir- hugaöar á næstunni. „Við skoðun á markaðnum kom- umst við að þeirri niðurstöðu að Markhúsið vinnur á mjög faglegum grunni og er að okkar mati það fyr- irtæki sem stendur fremst á sínu sviði hérlendis. Umfangsmikil síma- sala Frjálsrar fiölmiðlunar verður felld inn í Markhúsið, auk þess sem við sjáum fiölmörg önnur sóknar- færi, bæði í núverandi starfsemi FF, s.s. smáauglýsingum DV, en ekki síður á nýjum sviðum,“ segir Sigríö- ur. -RR Stuttar fréttir Verðhrun á notuðum bílum Notaðir bílar af árgerð 1990 og eldri hafa hrunið í verði frá sama tíma í fyrra að sögn Við- skiptablaðsins. Ástæðumar era sagöar hröð endumýjun bila- flota landsmanna og lækkað ný- verð á nýjustu árgerð einnar vinsælustu tegundarinnar. Forsetinn í Utah Forseti íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson og frú koma til Utah í Bandaríkjunum í dag þar sem þau hitta afkomendur ís- lenskra innflyfienda. Forseti ræddi viö Clinton Bandaríkja- forseta í gær. RÚV sagði frá. Lögmaður rekinn Lögfræðingur Fiskistofu hef- ur verið rekinn að sögn Alþýðu- blaðsins með því að starf hans hefur verið lagt niður. Blaðið segir ástæðuna þá að hann hafi ekki vfljað hætta rannsókn á misferli grásleppubáts. Folaldatvíburar Hryssa frá Bringu i Eyjafiröi kastaði tveimur folöldum sem bæði lifa. Slíkt er mjög sjald- gæft. Morgunblaðið segir frá. Prestar reiðir Morgunblaðið segir presta ævareiða vegna úrskurðar kjaranefndar um laun þeirra. Kjaranefnd hækkaði grunnlaun presta nokkuð en minnkaði yfir- vinnugreiðslur á móti. Séra Kari líklegastur Séra Karl Sigurbjörnsson er líklegastur til að verða næsti biskup íslands samkvæmt nýrri Gallupkönnun. Sjónvarpiö sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.